Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 24
Í8
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
Tilvera I>V
1 f 1
íslensk tónlist
flutningi
barnakóra
í kvöld kl. 20 verða tónleikar í
tónleikaröð Tónskáldafélags
íslands í samvinnu við
Reykjavík menningarborg
Evrópu árið 2000. Þrír
barnakórar, Gradualekór
Langholtskirkju, Graduale
Nobili og Skólakór Kársness
flytja íslensk verk frá lokum 20.
aldar.
Klassík
■ SKAGFIRSKIR BASSAR A
KROKNUM Skagfirsk sveinasveit
söngmanna á 30 ára afmæli um
þessar mundirog því veröa þeir
með tónleika í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki í dag 17. nóvember.
Kórinn er kröftugur og í fínu formi.
Sveitin
■ GUSGUS A ORMINUIVI. EGILS-
STOÐUM Fjöllistakomþóið Gus Gus
leikur á Orminum, sem glöggir segja
að sé miðpunktur alheimsins, eða
því sem næst. Þeim til aðstoðar og
upphitunar eru skífuknaparnir Herb
Legowitz og Alfred More (sweet
beat). Það kostar ekki nema 900
kall inn. Engin afsökun fyrir að vera
ekki meö.
■ PAGUR MYRKURSINS í EGILS-
BUÐ. NESKAUPSTAÐ I kvöld er
haldiö uþþ á dag myrkursins í Egils-
búö. Kertakvöld er í Stúkunni og
hryllilegt tilboð í mat.Tríó Sandvíkur-
Glæsis leikur órafmagnað fyrir gesti
frá 23.00-3.00. Miðaverð er 500
kr. eftir miðnætti.
Leikhús
■ DRAUMUR A JONSMESSUNOTT
Draumur á Jónsmessunótt verður
sýndur í kvöld kl. 20.00 á Stóra
sviði Þjóöleikhússins. Takmarkaður
sýningafjöldi.
■ GLEÐIGJAFARNIR Gleðigjafarnir
eftir Neil Simon sýndir í kvöld kl. 20
hjá Leikfélagi Akureyrar.
■ GÓÐAR HÆGÐIR Draumasmiðj-
an sýnir leikritið Góðar bægðir eftir
Auði Haralds í Tjarnarbíói í kvöld kl.
20.00. Miðapantanir í Iðnó í síma
Þ30 3030. Sýningin er hluti af leik-
Ijstarhátíö sjálf.stæðu leikhúsanna,
Á mörkunum. Örfá sæti laus.
■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um
konu með geðhvarfasýki eftir Völu
Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00
í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaövarp-
anum.
■ LÉR KONUNGUR Síðasta sýning
á Lé konungi eftir Shakespeare í
Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.
■ MEDEA í Iðnó í kvöld verður frum-
sýndur harmleikurinn Medea eftir
Evrípídes. Leikfélagið Fljúgandi fisk-
ar stendur að sýningunni. Tveir leik-
arar eru í sýningunni, þpu Þórey Sig-
þórsdóttir og Valdimar Örn
Flygenring. Verkið verður aöeins
sýnt 10 sinnum og því er um að
gera að drífa sig og sjá stykkið. Upp
selt.
■ Á SAMA TÍMA AÐ ÁRII kvöld kl.
20 verður aukasýning á leikritinu Á
sama tíma að ári í Loftkastalanum.
Böll
■ VINLAUST BALL I HREYFILS-
HUSINU I kvöld, kl. 22.30, veröur
dansleikur í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg á þriöju hæö. Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs sér um fjörið.
Dansleikurinn er opinn öllum þeim
sem vilja skemmta sér án áfengis
og miöaverö er 1000 krónur.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Verkfall kennara í framhaldsskólum:
Skiptar skoðanir meðal nemenda
- nauösynlegt að lyfta menntakerfinu á hærri stall og hrópa húrra á eftir.
Bíógagnrýni
Háskólabíó/Bíóhöllin - Nuity Professor II: The Klumps:
„Af skiljanlegum ástæðum höfum
við hjá Félagi framhaldsskólanem-
enda áhyggjur af verkfallinu. Okkar
hlutverk er að huga að hagsmunum
nemenda en við getum ekki tekið
neina pólitíska afstöðu," segir Stein-
unn Vala Sigfúsdóttir, formaður Fé-
lags framhaldsskólanemenda. „Mál-
ið er flókið og skoðanir eru skiptar
meðal nemenda. Þessa stundina er
félagið að skipleggja málþing 22.
nóvember þar sem verkfallið verður
tekið fyrir og annað sem snertir
framhaldsskólanemendur. Við erum
líka að nota tímann til að uppfæra
heimasíðuna okkar og undirbúa
söngkeppni framhaldsskólanna."
Framhaldsmynd endurgerðar
Gunnar Smári
Egilsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Þarf að auka virðingu
kennarastarfsins
Steinunn segir að seinna í vik-
unni verði fundur með nemendum
sem hafa áhuga á að starfa að félags-
málum. „Það stendur jafnvel til að
setja á fót útvarpsstöð eða gefa út
fréttabréf. Við reiknum frekar með
að þetta verði langt verkfall þannig
að við erum farin að skipuleggja
ýmsa starfsemi. Persónulega finnst
mér ekkert benda til að deilan leys-
ist á næstunni.
Ég er í miklu netsambandi við
nemendur og þar kemur fram að
sumir vilja skipuleggja setufundi i
fjármálaráðuneytinu til að sýna
kennurum samstöðu en aðrir eru
gersamlega andvígir kröfum kenn-
ara og finnst þeir kröfuharðir og
frekir."
Aðspurð segist Steinunn sjálf
þeirrar skoðunar að nemendur eigi
skilið að fá betri þjónustu og að
lyfta þurfi menntakerfinu á hærri
stall og auka virðinguna fyrir kenn-
arastarfinu. „Eina leiðin til þess er
með því að hækka launin og bæta
starfsskilyrði kennarastéttarinnar.
Mér finnst að allir landsmenn eigi
að taka höndum saman og sameinst
um það verkefni og hrópa húrra á
eftir.
Ég var einu sinni í námi í Banda-
Búumst við löngu og ströngu verkfalli
„Ég er í miklu sambandi viö nemendur og þar kemur fram aö sumir vilja skipuleggja setufundi í fjármálaráöuneytinu til
aö sýna kennurum samstööu en aörir eru gersamlega andvígir kröfum kennara og finnst peir kröfuharöir og frekir, “
segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir, formaöur Félags framhaldskólanema.
ríkjunum og mér fannst fólk líta allt
öðruvísi á kennarastarfið þar og
sýna því meiri skilning. Það er ekki
nóg að þæta kjörin, það þarf að gera
það á þann hátt að starfið verði eft-
irsóknarvert.
Eins og staðan er í dag eru kröfur
kennara ekki ósanngjarnar. Þær
eru aftur á móti óraunhæfar vegna
þess aö við vitum að öll bylgjan
kemur á eftir. Samninganefnd ríkis-
ins virðist vera hrædd við að gefa
eftir vegna þess að svo margar stétt-
ir mundu fylgja í kjölfarið."
Önnin ónýt
„Skólameistarar hafa lýst því yfir
að önnin sé ónýt ef ekki semst á
allra næstu dögum. Ástandið er
mismunandi milli skóla. Þeir sem
eru með bekkjakerfi standa betur að
vígi vegna þess að þeir geta sveigt
námið. Það er aftur á móti verra
með áfangakerfið þar sem allt er
þyngra í vöfum.
Ég er ekki viss um aö nemendur
sætti sig við að kennsla verði teygð
fram á sumar. Fjöldi nemenda þarf
að vinna og hefur hreinlega ekki
ráð á því að missa sumartekjurnar.
Ég á allt eins von á að slíkar hug-
myndir leggist illa í nemendur.
Félag framhaldsskólanemenda
hefur gefið út yfirlýsingu þar sem
það styður að kjör kennara verði
bætt; um það eru allir sammála. Við
erum bara ekki öll sammála um
hvað kjarabótin á að vera mikil.
Eins og ég sagði áðan skiptast nem-
endur í tvo hópa. Annar vill mót-
mæla við fjármálaráðuneytiö en
hinn við verkfallsmiðstöð kennara."
-Kip
Prófessor Sherman Klump.
Tiiraunir hans hafa getiö af sér töffarann Buddy Love.
Það eru fimm manns skráðir fyr-
ir handritinu af The Nutty Profess-
or II: The Klumps, framhaldsmynd-
inni af endurgerðinni The Nutty
Professor frá 1996. Steve Oedekerk
(leikstjóri framhaldsmyndarinnar
Ace Ventura: When Nature Calls) er
skráður fyrir sögunni ásamt Barry
W. Blaustein og David Sheffield
(skrifuðu meðal annars handrit af
tveimur vondum Eddie Murphy-
myndum: Boomerang og Coming to
America - en hugmyndinni að
seinni sögunni var stolin frá Art
Buchwald). Blaustein og Sheffield
skrifuðu síðan handrit upp úr sög-
unni án þess að geta blásið nægu lífi
i það. Þá voru þeir Paul og Chris
Weitz (Paul leikstýrði American Pie
og saman eiga þeir handritið að
þeirri mynd og auk þess tölvu-
teiknimyndinni Antz) fengnir til að
lappa upp á það. Og loks var Peter
Segal fenginn til að leikstýra eftir
þessu handriti en hann hefur helst
unnið sér til frægðar að hafa leik-
stýrt seinustu myndinni í Naked
Gun-flokknum, Naked Gun 33 1/3:
The Final Insult.
Oedekerk, Blaustein og Sheffield
skrifuðu handritið að fyrri prófess-
orsmyndinni ásamt leikstjóranum
Tom Shadyac, en hann leikstýrði og
skrifaði Ace Ventura: Pet Detective
(hefur síðan leikstýrt meðal annars
Liar, Liar). Miðað við feril þessara
manna má því segja að sá kröftug-
asti hafi dottið af lestinni milli
mynda. Og þeir sem eftir sátu höfðu
ekki lengur handrit Jerry Lewis frá
1963 að styðjast við.
Það er því hálfþreytandi saga á
bak við tilurð The Nutty Professor
II: The Klumps. Bara hugtakið
„framhaldsmynd endurgerðar" er
andstyggileg hugmynd í sjálfum sér.
Og auðvitað gerist það i svona
langavitleysu að þeir hæfileikarík-
ustu nenna ekki að taka þátt og
snúa sér að öðrum verkum. Eftir
sitja meðalmennin og reyna að end-
urtaka verk þeirra hæfileikaríkari.
Þegar framleiðendurnir (sem eru
auðvitað orðnir hátt í tíu þegar hér
er komið við sögu) átta sig á að
dæmið gengur ekki upp hlaupa þeir
til og kaupa staka brandara af lag-
ernum hjá einhverjum sem þeim er
sagt að séu fyndnir og dreifa þeim
um myndina. Þetta er eins og þráð-
urinn í handbókinni „Hvernig á
ekki að búa til bíómyndir". Og það
skrýtna er að flestir sem gera mynd-
ir i Hollywood styðjast við þessa
handbók.
The Nutty Professor II: The
Klumps nær aldrei flugi. Hún er
aldrei raunverulega fyndin. Þótt
sum atriðin séu spaugileg eru þau
búin til af svo miklu erfiði að það
kaffærir þau. Sagan sjálf er svo vit-
laus að það er ekki hægt að hafa
hana eftir. Það kæmi hins vegar
ekki að sök ef áhorfendur væru
dregnir áfram af spriklandi gleði og
húmor. En því er ekki að heilsa.
Allt er þetta sorglegt vegna þess
að persónur Klump-ættarinnar eru
skýrar og klárar frá hendi upphaf-
legra höfunda, búninga- og förðun-
armeistara og leikarans Eddie
Murphy. Prófessorinn sjálfur er við-
feldinn, hlýr og umkomulaus.
Amma gamla graðkerling er grótesk
og yfirgengileg. Mamma Klump er
vongóð, hjartahlý, temmilega tauga-
veikluð og viðkvæm. Bróðirinn Ern-
ie er lokaður, pirraður og sjálfum-
glaður án þess að geta bent á neitt
til að gleðjast yfir. Og pabbinn er
sært ljón. Þegar Eddie Murphy los-
ar sig við púðana og farðann og birt-
ist eins og hann á að sér sem Buddy
Love/Lance Perkins er hann hins
vegar jafn ógeðfelldur og maður á
að venjast. En það er sama hvað
þetta eru góðar persónur; þegar þær
eru sviptar sögu og góðum setning-
um þá geta þær varla haldið sjálfum
sér uppi - hvað þá heilli mynd.
Leikstjórn: Peter Segal. Handrit: Steve
Oedekerk, Barry W. Blaustein, David
Sheffield, Paul Weitz og Chris Weitz. Tón-
list: Janet Jackson og David Newman.
Leikarar: Eddie Murphy (8 hlutverk),
Janet Jackson o.fl.