Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 DV Ættfræði Llmsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára_________________________________ Guöný Matthíasdóttir, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Gunnar Þorsteinsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Kristmundur Björnsson, Tjarnarlundi lOb, Akureyri. Magnea Steinunn Magnúsdóttir, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík. Páll Gunnar Halldórsson, Árskógum 6, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Ásgeröur Jóhannsdóttir, VTöimýri 6, Sauöárkróki. Guðmunda Loftsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í Turninum, Fjarðargötu 13, Hafnarfirði, í kvöld, kl. 20-24. Guðmundur Sigmarsson, Vföimýri 2, Neskaupstaö. Hólmfríður Jóna Hannesdóttir, Höfðabrekku 8, Húsavík. Sverrir Steingrímsson, Háteigsvegi 13, Reykjavík. Una Kristín Georgsdóttir, Baugsstöðum 3, Selfossi. Eiginmaður hennar er Siggeir Pálsson bóndi. Þau taka á móti gestum í Félagslundi, Gaul- verjabæjarhreppi, laugard. 18.11. milli kl. 15.00 og 18.00. 60 ára_________________________________ Grímur Ársælsson, Suðurbraut 16, Hafnarfirði. Guðborg Bjarnadóttir, Birkivöllum 33, Selfossi. Juðmundur M. Waage, Hvammabraut 2, Hafnarfirði. Helgi Haraldsson, Ásvallagötu 25, Reykjavík. Jónas Gunnarsson, Brautarholti 18, Ólafsvik. Ólöf Alda Ólafsdóttir, Básbryggju 51, Reykjavík. Stella Brelöfjörð Magnúsdóttir, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. Þuríður Gísladóttir, Laxárholti, Borgarnesi. 50 ára_________________________________ Ingveldur Sigurþórsdóttir, Salthömrum 4, Reykjavík. Reynir Guðmundsson, Digranesvegi 50, Kópavogi. Yngvi Hagalínsson, Jörfatind 6, Kópavogi. 40 ára_________________________________ Anna Guðrún Edvardsdóttir, Hjallastræti 22, Bolungarvík. Árni Sigurður Þórarinsson, Hofi, Dalvik. Eiríkur Ingi Haraldsson, Arnarhrauni 37, Hafnarfiröi. Magnús Ingvarsson, Kvistahlíö 3, Sauðárkróki. Rannveig Gylfadóttir, Öldugötu 32, Reykjavík. Unnur Björg Þorsteinsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Örlygur Holt Bjarnason, Lambastekk 5, Reykjavík. Smáauglýsingar visir.is Fólk í fréttum Eiríkur Finnur Greipsson sparisjóðsstjóri á Flateyri Eiríkur Finnur Greipsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Önundarijarð- ar og fyrrv. stjórnarformaður Orku- bús Vestfjarða, Grundarstíg 2, Flat- eyri, er einn helst málsvari þeirra sem ekki vilja selja Orkubu Vest- fjarða. Samkvæmt DV-frétt 1 gær er nú hafin undirskriftasöfnun gegn sölunni. Starfsferill Eiríkur fæddist á Flateyri 20.10. 1953 og ólst þar upp. Hann var í Barna- og unglingaskólanum á Flat- eyri, lauk landsprófi frá Héraðsskól- anum á Núpi 1969, lauk stúdents- prófi frá MH 1973, stundaði nám við verkfræðideild HÍ 1973-78, innritað- ist 1 Tækniskólann 1980 og braut- skráðist þaðan sem byggingatækni- fræðingur í árslok 1980. Eiríkur starfaði við verslun fóður síns á Flateyri á sumrin og í skóla- fríum frá tíu ára aldri, var í bygg- ingarvinnu og fiskvinnslu á ung- lingsárunum og til 1978 og afgreiddi í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sumarið 1971, var ráðinn verkstjóri hjá Flateyrarhreppi 1978 og starfaði hjá hreppnum með námi til 1983, en kenndi við grunnskólann á Flateyri veturinn 1981-82 og i hlutastarfi 1982-83, var byggingarfulltrúi sveit- arfélagsins í hlutastarfi 1981-85 og I hlutastarfi hjá Tækniþjónustu Vest- fjarða 1981-83. Hann hóf störf hjá Hjálmi hf. á Flateyri 1983, vann þar við tölvu- væðingu og ýmis hönnunar-, skrif- stofu- og viðhaldsmál, var síðan skrifstofustjóri, þá framleiðslustjóri og að lokum framkvæmdastjóri frá 1993 og jafnframt aðstoðarfram- kvæmda-stjóri Fiskvinnslunnar Kambs hf., sem var sameinuð Hjálmi hf. frá 1994. Eiríkur var framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga 1995-96 er hann var ráðinn sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Önundarfjarðar. Eiríkur var formaður Sjálfstæðis- félags Önundartjarðar 1978-95, rit- ari Lionsklúbbs Önundarijarðar og formaður í eitt ár, meðhjálpari í Flateyrarkirkju í nokkur ár, var þátttakandi í leik og uppsetningum nokkurra verka hjá Leikfélagi Flat- eyrar, ábyrgðarmaður í Sparisjóði Önundartjarðar frá 1980 og í stjórn sjóðsins 1988-90 og 1995-96, sat í stjórn Skipaútgerðar ríkisins 1985-89, félagi í Tæknifræðingafé- lagi Islands frá 1991, félagi í Rotaryklúbbi ísafjarðar frá 1996 og forseti klúbbsins 2000-2001, í fri- múrarastúkunni Njálu ísafirði frá 1985, í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1982-95, oddviti 1982-86 og 1990-95, í ýmsum nefndum á vegum sveitarfé- lagsins á þessu tímabili, m.a. full- trúi i sameiningarnefnd sveitarfé- laga á norðanverðum Vesttjörðum, á þingum Fjórðungssambands Vest- flrðinga, landsþingum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, aðalfundum Orkubús Vestfjarða, formaður stjórnar Orkubúsins 1988-99, hefur setið í ýmsum nefndum og starfs- hópum á vegum ríkis og samtaka sveitarfélaga, svo sem í jarðganga- nefnd 1990, í starfshópi um um- hverfismál, iðnþróun og orkumál 1993-94 og í stjórnskipaðri nefnd 1994 um endurskoðun laga um varn- ir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Þá er hann formaður Hrafnseyrar- nefndar frá 1998. Fjölskylda Eiginkona Eiriks er Guðlaug Auðunsdóttir, f. 9.10. 1956, gjaldkeri í Sparisjóði Önundarijarðar. Hún er dóttir Auðuns Gunnars Guðmunds- sonar, f. 24.11. 1919, d. 5.10. 1980, plötu- og ketilsmiðs, og Esterar Kratsch, f. 6.1. 1924, húsmóður, til heimilis að dvalarheimilinu Selja- hlíð í Reykjvík. Synir Eiríks og Guðlaugar eru Auðunn Gunnar, f. 10.2. 1976, leið- beinandi við Grunnskóla Önundar- fjarðar, stúdent frá FÁ; Grétar Örn, f. 15.10. 1981, nemi við MÍ; Smári Snær, f. 13.8. 1988, nemi við Grunn- skóla Önundarfjarðar. Systkini Eiríks eru Guörún, skrif- stofumaður, búsett í Ytri-Njarðvík; Hinrik, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins, búsettur í Reykjvík; Guð- bjartur Kristján húsasmiður, deild- arstjóri, búsettur i Ytri-Njarðvík. Foreldrar Eiríks: Greipur Þor- bergur Guðbjartsson, f. 15.4.1914, d. í október 1996, kaupmaður á Flat- eyri, og Guðflnna Petrína Hinriks- dóttir, f. 20.2.1920, kaupkona og hús- móðir, nú búsett í Reykjavík. Ætt Greipur var sonur Guðbjarts, smiðs á Flateyri, Helgasonar, b. á Kirkjubóli í Önundarfírði, Jónsson- ar. Móðir Greips var Jóna Jóhanns- dóttir. Guðfinna var dóttir Guðmundar Hinriks, oddvita, útgerðarmanns og bónda á Flateyri, Guðmundssonar, b. í Görðum í Önundarfirði, Jóns- sonar, b. í Breiðadal neðri, Andrés- sonar, b. í Hjarðardal innri, Jóns- sonar. Móðir Guðfinnu var Guðrún Ei- ríksdóttir, skipstjóra á Stað i Súg- andafirði, Egilssonar, á Amarnesi, Egilssonar, b. á Klukkulandi, Jóns- sonar, á Skaga, Guðmunssonar. Móðir Guðrúnar var Guðfinna Ólöf Daníelsdóttir sjómanns, Ólafssonar og Guðrúnar Etilriðar Sturludóttur. Fertugur Kristján Þórarinn Davíðsson sjávarútvegsfræðingur Kristján Þórarinn Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og fram- kvæmdastjóri Viðskiptaþróunar ehf., Suðurmýri 22, Seltjarnarnesi, varð fertugur í gær. Starfsferill Kristján fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð og ólst þar upp. Hann var i barnaskóla á Þingeyri, stundaði síðar nám við Stýrimannaskólann á ísafirði, lauk þaðan stýrimanns- prófi 1. stigs 1979, lauk stúdentspróf- um frá MÍ 1980 og lauk prófum sem sjávarútvegsfræðingur frá Sjávarút- vegsháskóla Noregs í Tromsö 1987. Kristján hefur starfað við sjávar- útveg tÚ sjós og lands, á Islandi og í Noregi, m.a. hjá Fáfni hf., Kapro- Nor AS, Norfish Export Co. AS, SÍF hf. og Marel hf. Kristján rekur nú eigið fyrirtæki, Viðskiptaþróun ehf. sem selur ráð- gjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi. Fjölskylda Kristján kvæntist 13.8. 1983 Elínu Hrefnu Garðarsdóttur, f. 14.11. 1958, geðlækni. Hún er dóttir Garðars Péturs Jónssonar, f. 19.2.1920, lækn- is, af Tröllatunguætt, og Elínar Svanhildar Hólmfríðar Jónsdóttir, f. 17.5. 1934, geðhjúkrunarkonu og húsmóðir, af Járngerðastaðaætt. Börn Kristján og Elínar Hrefnu eru Davíð Halldór, f. 13.3.1984, nemi við MR; Gunnar Ingi, f. 5.4. 1988, nemi við Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi; Margrét Auður, f. 6.7. 1993, nemi við Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Systkini Kristjáns eru Davíð, f. 14.5.1959, iðnverkamaður á Karmöy í Noregi; Gunnar, f. 13.8. 1962, sjáv- arútvegsfræðingur í Tromsö í Nor- egi; Björn, f. 17.11. 1963, kerfisstjóri á Isafirði; VUborg, f. 3.9.1965, rithöf- undur í Reykjavík; Auður Lilja, f. 14.7.1988, sölumaður í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns eru Davíð HaU- dór Kristjánsson, f. 20.3. 1930, fyrrv. sjómaður og UugvaUarvörður á Þing- eyri við Dýrafjörð, og Katrín Gunn- arsdóttir, f. 25.1. 1941, húsmóðir. Ætt Davíð er sonur Kristjáns Þórar- ins, b. í Neðri-Hjarðardal, Davíðs- sonar, b. i Hjarðardal, Davíðssonar. Móðir Kristjáns var Jóhanna Jóns- dóttir. Móðir Davíðs Halldórs var Magðalena Össurardóttir, Antons, b. í KoUsvík og á Lágnúpi, Guð- bjartssonar, b. í KoUsvik, Ólafsson- ar, b. 1 Hænuvík, Halldórssonar. Móðir Guðbjarts var Guðbjörg Brandsdóttir, b. á Hofsstöðum í Þorskafirði, Árnasonar. Móðir Öss- urar var Magdalena Kolvig HaU- dórsdóttir, skipherra í Stykkis- hólmi, Einarssonar, ættfoður KoUs- víkurættar, Jónssonar. Móðir Magðalenu Össurardóttur var Anna Guðrún Jónsdóttir, b. á Hnjóti, Torfasonar og Valgerðar Guð- mundsdóttur. Katrin er dóttir Gunnars, b. og listmálara að Hofi í Dýrafirði, Guð- mundssonar, refaskyttu á Brekku á Ingjaldssandi, Einarssonar. Móðir Gunnars var Katrín Gunnarsdóttir. Móðir Katrínar var Guðmunda Jóna Jónsdóttir, b. á Kirkjubóli í Valþjófsdal, Guðmundssonar. Móðir Guðmundu Jónu var Marsibil Guð- björg, systir Kristjáns skipasmiðs, langafa Péturs Bjarnasonar varaþm. og Halldórs, fóður Hugrúnar i Vig- ur. Kristján var einnig langafi Þor- steins, fóður Steinunnar Ólínu, leikkonu og þáttagerðarmanns. Marsibil var dóttir Kristjáns, b. á Veðrará Vigfússonar, og Guðrúnar Andlát ............................... Pétur M. Sigurðsson, mjólkurfræðingur og fyrrum bóndi í Austurkoti, Engjavegi 67, Seifossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum þriðjud. 14.11. Jón Ásgeirsson, Laugavegi 40, lést þriðjud. 14.11. á Landspítalanum við Hringbraut. / jjrval - gott í hægindastólinn Merkir íslendingar Kristján Thorlacius, formaður BSRB, fæddist 17. nóvember 1917 í Búlands- nesi í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Ólafur Thorlacius, læknir þar, og k.h., Ragnhildur Pétursdóttir húsmóðir. Kristján var bróðir Birgis, ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu um árabil, og Sigurðar skólastjóra, föður Örnólfs, rektors MH, og Kristjáns, fyrrv. formanns HÍK. Börn Kristjáns og Aðalheiðar Thorlacius, konu hans, eru lögfræðingamir Gylfi og Sigriður. Kristján lauk gagnfræðaprófi í Reykjavik 1935. Hann varð starfsmaður í fjármálaráðuneytinu 1937, fulltrúi þar 1945 og deildarstjóri frá 1956. Kristján var for- maður BSRB 1960-88 eða mun lengur en nokk- ur annar. Hann var auk þess formaður kjara- ráðs og samninganefndar BSRB, sat í stjórn Sambands verklýðsfélaga á Norðurlönd- um og beitt sér mjög fyrir byggingu orlofshúsa opinberra starfsmanna. Kristján átti, öðrum fremur, mestan þátt í því að opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt 1976. Hann var síðan i eldlínunni er BSRB beitti þeim rétti í frægu verkfalli ári síðar og aft- ur 1984 með umtalsverðum árangri. Kristján var lengi flokksbundinn fram- sóknarmaður, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður og sat í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, en hætti afskiptum af flokkspólitík og sagði sig úr flokknum 1974. Hann lést 10. júlí 1999. Kristján Thorlacius Jarðarfarir Guðrún Maríasdóttir, Dlgranesvegl 16, Kópavogi, veröur jarðsungin frá Kópa- vogskirkju föstud. 17.11. kl. 13.30. Elín Rannveig Halldórsdóttir, Hólabergi 12, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju 17.11. kl. 13.30. Eðvald Vilberg Marelsson, Bröttukinn 8, Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju föstud. 17.11. kl. 15.00. Jarðarför Einars Árnasonar málara- meistara, Höfðagrund 26, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju 17.11. kl. 14.00. Jarðarför Elsu D. Helgadóttur, hjúkrun- arheimilinu Skógarbæ, Árskógum 3, Reykjavík, fer fram frá Seljakirkju föstud. 17.11. kl. 10.30. Margrét N. Lýðsdóttir, Meistaravöllum 5, Reykjavtk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstud. 17.11. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.