Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Un^jón: Viðskiptablaðiö Islenskir fjarfestar i viöræðum um kaup á rekstri Vífilfells Drykkjaframleiðendurnir Carls- berg og Coca-Cola hafa hafið við- ræður við íslenska fjárfesta varð- andi kaup á rekstri Vífilfells hf., umboðsaðila Coca-Cola á íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækin tvö sendu frá sér í dag. Fram kemur að markmið íslensku fjárfestanna sé að hafa framleiðslu og sölu á vörum Coca-Cola áfram í höndum íslensks fyrirtækis. Carlsberg og Coca-Cola hafa átt í viðræðum slðan í júni sl. um að sameinast um framleiðslu, dreif- ingu og sölu á vörum Coca-Cola á Norðurlöndunum og segir í tilkynn- ingunni að samningaviðræður við íslensku aðilanna sé annað tveggja skrefa sem fyrirtækin hafi tekið til að fá endanlega mynd á það sam- starf. Búist er við því að sú mynd verði orðin endanleg í kringum ára- mótin. Hitt skrefið sem um ræðir var tekið í Finnlandi en þar hafa bruggverksmiðjan Sinebrychoff, sem er að 100% í eigu Carlsberg, og Coca-Cola Juomat, umboðsaðili Drykkjaframleiðendurnlr Carlsberg og Coca-Cola hafa hafiö viöræöur viö ís- lenska fjárfesta varöandi kaup á rekstri Vífilfells hf., umboösaöila Coca- Cola á íslandi. Coca-Cola í Finnlandi, skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi það að Sinebrychoff taki yfir alla fram- leiðslu, dreifmgu og sölu á vörum Coca-Cola í landinu. Undirrituð viljayflrlýsing er skilyrði til að fyr- irtækin geti hafið samningaviðræð- ur. Samruni rekstrar Sinebrychoff og Coca-Cola Juomat er háður því að samningar takist milli Carlsberg og Coca-Cola fyrirtækisins en einnig munu finnsk samkeppnisyfirvöld þurfa að leggja blessun sína yfir hann áður en hann næst í gegn. Samningaviðræður Carlsberg og Coca-Cola varðandi stofnun sér- staks fyrirtækis um gosframleiðslu og -sölu á Norðurlöndunum, Coca- Cola Nordic Beverages, hófust í kjölfar þess að Carlsberg og norska fyrirtækið Orkla tilkynntu i lok maí sl. áætlanir um að færa framleiðslu Orkla yfir í nýtt fyrirtæki, Carls- berg Breweries. Coca-Cola Nordic Beverages er að 51% í eigu Carls- berg og að 49% í eigu Coca-Cola. Frank Björklund ráðinn fram- kvæmdastjóri Járnblendifélagsins Tal til íslands- banka Tal hf. hefur ákveðið að flytja öll bankaviðskipti sín frá Landsbanka ís- lands hf. til Íslandsbanka-FBA hf. í því felst m.a. að Íslandsbanki-FBA verður almennur viðskiptabanki Tals og tekur einnig yfir þátt Landsbank- ans í alþjóðlegu sambankaláni fyrir- tækisins. Sambankalánið er frá árun- um 1998 og 1999 og var tekið til að fjár- magna uppbyggingu Tals á sínum tíma. Fjárhæð lánsins er 24,5 miiljón- ir Bandaríkjadala og bankar í því samstarfi eru Merita Nordbanken (New York-útibú) og ABN AMRO (Kaupmannahafnar-útibú). Stjórnend- ur Tals telja að Íslandsbanki-FBA komi vel til móts við þarfir Tals sem er ört vaxandi fyrirtæki á alþjóðleg- um fjarskiptamarkaði. Stjórn Islenska jámblendifélags- ins hf. réð Norðmanninn Frank Björklund sem framkvæmdastjóra félagsins á fundi sínum í morgun. Frank mun taka við starfinu um næstu áramót en Bjami Bjamason mun gegna starfinu fram til þess tíma. Þá hefur Helgi Þórhallsson veriö ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri félagsins. Frank Björklund er 43 ára gam- all vélaverkfræðingur með meistaragráðu í framleiðslutækni. Síðastliðin þrjú ár hefur Frank verið framkvæmdastjóri kísil- málmverksmiðja í Meraker og í Thamshavn í Noregi en þær eru báöar í eigu Elkem. Meðal annarra starfa sem Frank hefur gegnt má nefna framkvæmdastjórn fyrir Fimdia Profiler í Noregi og tækni- stjórastarf í manganverksmiöju í Sauda í Noregi. Á árunum 1985-1988 starfaði Frank fyrir Norsk Veritas í Austur-Asiu. Hann er kvæntur Kersti Björklund og eiga þau 5 böm. Gert er ráð fyrir að fjölskyldan flytjist til íslands í upphafi næsta árs. Helgi Þórhallsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins frá sama tíma en hér er um nýtt starf að ræða. Helgi hefur meistaragráðu í efnaverkfræði frá Noregi og hefur hann starfað hjá íslenska járnblendifélaginu um 15 ára skeið, þar af sem framleiðslu- stjóri í 8 ár. Hann hefur einnig starfað sem framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri jámblendiverk- smiðju í Bjölvefossen í Noregi en hann er nú markaðsstjóri íslenska járnblendifélagsins. Glæsilegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Matta rósin 20% afsl. Pelsar í úrvali Sigurstjarnan virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-16 Sími 5384545. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík Neshaga Melhaga Njálsgötu Grettisgötu Vitastíg Flókagötu Háteigsveg Háaleitisbraut Stigahlíð Lindargötu Skúlagötu Blesugróf Jöldugróf Kópavogur Birkigrund Furugrund Brekkuhvarf Dimmuhvarf Vatnsendablett Birkihvamm Fífuhvamm Reynihvamm Garðabær Hegranes Blikanes Haukanes Mávanes Sendlar óskast á blaðadr. DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. ► j Upplýsingar í síma 550 5000 Síminn segir dæmigerða reikninga ódýrari hjá sér Vegna yfirlýsinga Íslandssíma að und- anförnu um hagstæð- ari verðskrá varð- andi innanlandssím- töl hefur Landssím- inn sent frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. kemur fram að miðað við dæmigerðan reikn- ing einstaklings eða fjölskyldu sé hag- stæðara að skipta við Landssímann. Síminn segir nauðsynlegt að þegar verðskrá fyrirtækj- anna beggja sé borin saman sé litið á heildarmyndina. Fram kemur að allir viðskiptavinir Sím- ans fá 150 króna afslátt á mánuði í formi notkunar sem er innifalin í fastagjaldinu. Ef tekið er mið af meðalfjölda mínútna í fastlínukerf- inu innanlands á mánaðarlegum símreikningi samsvarar þetta 10-15% afslætti. Tii viðbótar eiga sömu viðskiptavinir kost á sparnað- arleiðum sem lækka símareikning- inn enn frekar. Ef reiknað er með sparnaðarleið- inni Vinir & vandamenn er fimm mínútna símtal á dagtaxta 40 aurum ódýrara hjá Símanum. Á kvöldin er sama símtal hins vegar sex aurum ódýrara hjá Íslandssíma. Bent er á að í kynningu íslands- síma á nýrri innanlandsþjónustu sé því haldið fram að kvöldtaxti ís- landssíma sé 11% lægri en taxti Simans og að dagtaxtinn sé 5% lægri. Eitt ein- stakt símtal á kvöld- taxta Íslandssíma þarf hins vegar að vera 84 mínútur til að viðskipta- vinir fyrirtækisins njóti 11% afsláttar. Þess má geta að meðallengd sím- tals á kvöldin er um sex mínútur. Upphafsgjald símtala er það sama hjá báðum fyrirtækjum og verð- munur liggur eingöngu i mínútuverði. Auk þess er önnur notkun á sama verði hjá báðum fyrirtækjunum, þar með talið simtöl í simaskrá og farsíma, sem er stór liður í síma- notkun heimilanna í landinu. Síminn býður notendum sínum einnig fjölþætta sérþjónustu sem meðal annar felst í reikningsyf- irliti sem sent er heim. Viðskipta- vinir Símans geta einnig fylgst með símanotkun sinni á Þínum siðum á Internetinu. Fram kemur að Síminn býður viðskiptavinum sínum mismunandi áskriftarleiðir sem henta ólíkum þörfum þeirra. „Verðskrá Símans er í stöðugri þróun og má á næstunni vænta nýrrar áskriftarleiðar sem fjölgar enn frekar valkostum við- skiptavina. Þar verður m.a. lögð áhersla á lægra mínútuverð í stað þeirra afsláttakjara sem viðskipta- vinir njóta í dag. Þessi nýja áskrift- arleið verður kynnt á næstu dög- um,“ segir í frétt frá Símanum. Þórarinn V. Þórarinsson. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 1576 m.kr. - Hlutabréf 895 mkr. - Skuldabréf 552 mkr. MEST VIÐSKIPTI Tryggingami&stöðin 364 mkr. : Íslandsbanki/FBA 151 mkr. Kaupþing 109 mkr. MESTA HÆKKUN O Tryggingamiðstöðin 7,0 % ; © Íslandsbanki/FBA 2,0 % © Kaupþing 1,3 % MESTA LÆKKUN © Össur 2,99 % © íslenskir Aðalverktakar 2,94 % © Nýherji 2,94 % ÚRVALSVÍSITALAN 1,381 stig - Breyting O 0,88 % Markaðscteild járnblendis Elkem til Islands Norska fyrirtækið Elkem, sem á meirihluta í íslenska jámblendifé- laginu hf., hefur ákveðið að skipta kísilmálmdeild félagsins í þrjú svið en þau eru kísilmálmsvið, járn- blendisvið og málmsteypusvið. Ákveðið hefur verið að Frank Björklund verði yfirmaður mark- aðsdeildar jámblendisviðsins innan Elkem samtímis því sem hann tek- ur við framkvæmdastjórastarfmu hjá íslenska járnblendifélaginu. í tilkynningu frá íslenska jám- blendifélaginu segir að félagið vænti þess að flutningur markaðs- deildarinnar muni styrkja félagið í markaðssókn til frambúðar. Islandsbanki-FBA stærsti hluthafi Tryggingamiðstöðvarinnar Íslandsbanki-FBA hf. hefur fest kaup á tæplega 11% hlut í Trygg- ingamiðstöðinni hf. og er eignar- hiutur bankans nú 19,6% og er þar með orðinn stærsti einstaki hluthafi TM. Svo virðist sem íslandsbanki- FBA hafi aðallega keypt hlutinn af Fjárfestingarsjóði Búnaðarbankans, ÍS-15, sem í dag tilkynnti um sölu á 9,9% eignarhlut sínum í TM. Fram kemur í tilkynningu frá ís- landsbanka-FBA í dag að bankinn hafi keypt bréfin framvirkt á gjald- daga 5. desember næstkomandi. Eft- ir söluna á ÍS-15 engan hlut í Trygg- ingamiðstöðinni. ilÍDOW JONES 10687,51 O 0,20% 1 • Inikkei 14587,03 O 2,12% BHs&p 1392,44 O 0,03% BStInasdaq 3140,45 O 0,25% ^FTSE 6432,90 O 0,01% F'fiDAX 6845,35 O 1,16% ||CAC 40 6274,19 O 0,28% 17.11.2000 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 87,530 87,980 ^TaPund 124,560 125,200 i B*B Kan. dollar 56,280 56,630 ; EuSal Dönsk kr. 10,0450 10,1000 rr~h Norsk kr 9,3590 9,4100 SuibS Sænsk kr. 8,6420 8,6890 ihHFi. mark 12,6027 12,6785 B 1 Fra. franki 11,4234 11,4920 B B Belg. franki 1,8575 1,8687 [I3i Sviss. franki 49,0800 49,3500 1Q Holl. gyllini 34,0029 34,2072 Þýskt mark 38,3123 38,5426 B 1 ít. líra 0,03870 0,03893 KElAust. sch. 5,4456 5,4783 1 ;.Port. escudo 0,3738 0,3760 1 ♦ ■ .ISná. peseti 0,4504 0,4531 ■I • ÍJap. yen 0,80480 0,80960 1 II írskt pund 95,144 95,716 SDR 112,2600 112,9400 JjÍECU 74,9324 75,3827

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.