Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 I>V S I annarri vidd Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skoð- ar X-files hinum megin frá í nýrri barnabók sinni, Brúin yfir Dimmu. Þar er Mannheimur framandi og ógn- vekjandi en Mángalía, veröld söguhetj- anna, gamalkunnug og heimilisleg af því þar búa þœr. Aöalsteinn gefur líka út á þessu hausti barnaplötuna Bullutröll ásamt konu sinni, Önnu Pálínu Árnadóttur, en allir krakkar sungu meó þeim lögin af síðustu plötu þeirra, Berrössuó á tánum. Brúin yfir Dimmu segir söguna um Kraka, Míríu og Póa sem eru Vöðlungar og búa í Stöpli undir Brúarsporði i Mángalíu. Brúin mikla sem faðir Kraka og Póa gætir liggur yfir ána Dimmu sem er svo eitruð að maður verður blindur ef maður drekkur úr henni vatnið og deyr ef maður lendir ofan í henni. Hinum megin við brúna eru Mannheimar og þangað kemst enginn Vöðlungur nema vita lengra nefi sinu - og getur þó farið illa fyrir honum. Aðalsteinn Ásberg hefur áður gefið út bækur sem gerast í ævintýraheimum eða byggja á þjóðsagnaefni, en í þetta sinn býr hann um per- sónur sínar í alveg nýrri vídd. Hvernig uppgötvaði hann hana? „Sagan kom til mín á sér- kennilegan hátt,“ segir Aðalsteinn Ásberg. „Ég sá fyrir mér þessa brú, _______ brúna yfir Dimmu, sem mynd í hug- anum. Og ég horfði á myndina og hugsaði: Þetta er ekki neitt sem ég kannast við, ég þekki ekki þetta umhverfi. Er ég staddur í öðr- um heimi? hugsaði ég svo - enda hef ég áður skrifað um ferðir krakka inn í ímyndaðan heim eða ævintýraheim - og ákvað að auðvitað væri hægt að skoða þetta hinum megin frá og byrja þar. Fyrst kom sem sagt myndin og síðan birtust verumar, Vöðlungar. Sagan hét framan af Vöðl- unga-saga.“ - Eru Vöðlungar skyldir álfum eða eru þeir al- veg sjálfstæð vidd? „Þeir eru sjálfstæð vídd,“ segir Aðalsteinn. hann týnir huliðssteininum sínum, og í nýju bókinni er persóna af kyni Vöðlunga sem líka lokast inni í mannheimum. Báð- ar þessar persónur eru afar óhamingju- samar. Er þá líf mannanna vont líf? „Nei, nei, það flnnst mér ekki,“ segir Að- alsteinn, „þetta tengist auðvitað vangavelt- um um hvort það sé líf eftir dauðann og hvort það séu til aðrir heimar og mér fmnst spennandi að horfa á mannlífið utan frá og ímynda mér hvernig það kæmi öðr- um fyrir sjónir sem þekkti ekki til þess en kæmi samt úr svipuðu umhverfi." - Mannheimur verður ansi kuldalegur í sögunni - um leið og hann er alveg sann- færandi! „En það er ekki kafað neitt inn í hann í þetta skipti,“ grípur Aðalsteinn fram í. „Hér er bara skyndimynd og hún er vissu- lega bláköld, því ég held að svona myndi mannheimur koma fólki að utan fyrir sjðn- ir. Við mættum vel hugsa oftar um hvern- ig við erum og ég vonast til að sagan ýti við lesendum, láti þá spyrja sig: Erum við virkilega svona?“ Aðalsteinn Ásberg sagðist hafa gaman af að velta fyrir sér hvort hugsanlega séu til heimar samliggjandi okkar heimi og segist trúa því að krakkar skynji þá möguleika betur en fullorðnir. „Heimarnir sem börn nú á tímum til dæmis kynnast í tölvuleikj- um eru að vissu leyti hliðarheimar. Þau lifa sig algerlega inn í allt annan heim sem að sumu leyti er önnur vídd en þeirra venjulega líf.“ - Ræna tölvuleikirnir tíma barna frá lestri? „Ég held ekki,“ segir Aðalsteinn Ásberg. „Tölvuleikirnir eru hrein viðbót við bæk- urnar og krefjast sama ímyndunaraíls og þær og ég held að við eigum ekkert að óttast að þeir séu hættulegir eða slæmir fyrir böm. Mér sýnist krakkar lesa jafnvel meira núna en fyrir tíu áram eða svo, kannski vegna þess að bókum er haldið meira að þeim. Einu sinni þótti ekkert gott að börn „lægju í bókum“ en nú þykir það kostur miðað við tölvuleikina. Þegar koma nýir lestir verða þeir gömlu ekki eins háskalegir!" DV-MYND PJETUR Aðalsteinn Asberg Sigurðsson rithöfundur og skáld Viö mættum vel hugsa oftar um hvernig viö komum öör- um fyrir sjónir. „Heimur þeirra samsvarar heimi mannanna en ég fer aftur í tímann af því að mér fannst meira spennandi að við værum komin fram úr okkur. Svo fer ég reyndar ekki mikið inn í mannheima með persónunum vegna þess að það var nóg að gera við að skoða heim Vöðlunga. Kannski á ég eftir að fara betur inn í mannheima með Vöðl- ungum seinna, en ég lofa engu!“ - I bók þinni Dvergasteini frá 1991 skrifarðu um dverg sem lokast inni í mannheimum af því Bókmenntir_______________________________________________________________ Rúmfræðikennslubók? í Seinna lúkkinu (en svo kallast það þegar stelpur líta á strák tvisvar i röð) er fjallað um að vaxa úr grasi og hvað fylgi því að stíga inn í heim fullorðinna. Sagt er frá Grétari og Sigrúnu sem hafa alltaf verið vinir en með kynþroskanum fjar- lægjast þau hvort annað. Hún fer að vera með eldri strák, Snorra, sem er öllu meiri töffari en Grétar en ekki jafngóður strákur. Grétar er mið- ur sín yfir þessu þó að hann haldi sínu striki. Sig- rún ákveður síðan að yflrgefa Snorra fyrir Grét- ar og þau upplifa mikla hamingju í skamma stund. En svo fara örlagahjólin að snúast og þá fyrst reynir á ástina. Þó að fablan sé ekki frum- leg býður hún upp á ýmsa möguleika fyrir góðan höfund. Seinna lúkkið á að snúast um líf nútímaung- linga. Frekar væri hægt að kalla hana rúmfræði- kennslubók fyrir byrjendur þar sem kynlífslýs- ingar hennar eru bæði viðamiklar og nákvæmar en með öllu lausar við að vera erótískar. Löngu máli er eytt í standpínulýsingar Grétars en til- raunir höfundar til að nota skáldlegar líkingar missa illa marks. Þannig er typp- inu við eitt tækifæri líkt við fána- stöng sem gæti myndað heila fána- borg á Ólympíuleikunum (57). Helsti kynlífsvandi Grétars virðist vera ótímabært sáðlát og markmið höfundar virðist vera að kenna unglingum lausnir á þeim vanda en ekki verða úr því góðar eða skemmtilegar bókmenntir. Satt best að segja eru kynlífslýsingar bókarinnar drepleiðinlegar þó að Sigrún og Grétar nái ótrúlegri fæmi á skömmum tima. Sagan snýst þó ekki eingöngu um kynlíf heldur er sjónum einnig beint að dópheiminum. Þar er rætt um alvörumál en afgreiðsla þess er heldur ófullnægjandi. Sögu- persónur ná að hrapa niður í dópdjúpið á ótrúleg- um hraða; ekki líða nema tveir mánuðir frá fyrsta hassmolanum þangað til fólk er komið í ræsið og farið að selja sig um verslunarmanna- helgina. Vissulega getur fólk sokkið djúpt á skömmum tíma en hér hefði mátt undirbyggja fallið betur og kafa dýpra til að skýra það. í Seinna lúkkinu er reynt að takast á við mörg þau vandamál sem ungling- ar geta mætt. Gallinn er að söguper- sónurnar lenda í þeim öllum í einu; bókin verður ofhlaðin af efni. Sögu- þráðurinn er fyrirsegjanlegmr, þeir eru vondir sem virðast vondir og öf- ugt. Lítið er reynt að kafa undir yfir- borðið og leita að ástæðum fyrir gjörð- um manna heldur er sagan á einu plani. Vandamálin leysast svo í rúm- inu. Höfundur virðist ekki hafa gert upp hug sinn hvort hann væri að semja handbók um kynlíf, klámrit eða skáldverk og útkoman er hvorki fugl né fiskur. Katrín Jakobsdóttir Valgeir Magnússon: Seinna lúkkiö. löunn 2000. Inúk-hópurinn Þau lýstu í lifandi látbragöi lífi eskimóa á Grænlandi. ínúk rifjaður upp Á mánudagskvöldið verður í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans dagskrá helguð ínúk-hópnum svokallaða sem lagði undir sig heiminn fyrir röskum aldarfjórðungi. ínúk-maðurinn var frumsýndur í Þjóðleikhúskjallaran- um vorið 1974, siðan fór sýningin í skóla landsins og þaðan á flakk um heiminn. Alls var hún sýnd í 19 lönd- um Evrópu og Suður- og Mið-Amer- íku á 5 ára tímabili, eða til ársins ‘79. Heimildarmynd var gerð um und- irbúningsvinnu hópsins á Græn- landi og í myndinni er 10 mínútna kafli úr sjálfri sýningunni. Myndin verður sýnd á dagskránni og á eftir munu þátttakendur þessa leikhús- sævintýris svara fyrirspurnum, auk þess sem ýmsir leikmunir og bún- ingar verða til sýnis. Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi félags- málaráðherra Grænlands, kom að undirbúningi sýningarinnar á sínum tíma og verður flutt frásögn hennar af þeim breytingum sem orðið hafa á Grænlandi síðan. Ida Heinrich, grænlensk stúlka frá Nuuk, sem stundar söngnám í Reykjavík, mun syngja á móðurmáli sínu. í ínúkhópnum eru Brynja Bene- diktsdóttir, Haraldur Ólafsson, Helga E. Jónsdóttir, Ketill Larsen, Krist- björg Kjeld, Þórhallur Sigurðsson og Þorlákur Þórðarson og var það mál manna á þeim tíma að þau lékju ín- úitana svo vel að fólk um víða veröld hefði trúað því að íslendingar væru af þeim kynstofni! Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Libia Pérez og Ólafúr Árni (með rauðan skúf í peysu) í innsetningu sinni í Straumi. Síðasta mínútan Sýning Ólafs Árna Ólafssonar og Libiu Pérez de Siles de Castro í Straumi, The Last Minute Show, stendur fram á sunnudag og er opin milli kl. 14 og 19 daglega. Þetta er íjöltækni-inn- setning sem freistar þess að miðla á þrívíðan hátt tilfinningu fyrir umhverfi, tíma og hreyf- ingu. Píanótónleikar Naomi Iwase heldur pía- nótónleika í Hásölum, safn- aðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju, kl. 16 á morgun. Á efnisskrá eru verk eftir Mutsuo Shishido, Haydn, Schumann, Chopin og Prokofieff. Naomi Iwase hélt fyrstu opinberu einleiks- tónleika sína 13 ára og 16 ára varð hún sigur- vegari í Alþjóðlegu Stravinski-píanókeppninni i Chicago. Hún hefur síðan unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn. Hljóðbækur Hörpuútgáfan á Akra- nesi hefur sent frá sér fimm nýjar hljóðbækur þar sem ílytjendur og sögu- menn eru Heiðdís Norð- fjörð og Bessi Bjamason. Þetta eru Emil í Kattholti, Bessi les þýðingu Vilborg- ar Dagbjartsdóttur á sög- um Astrid Lindgren af þessum fræga prakkara á tveimur snældum; á flórum snældum eru ævintýri H.C.Andersens sem Heiðdís Noröfjörð les; loks eru Ævintýrin okkar eftir Heiðdísi sem hún les sjálf og Ævin- týri frá annarri stjörnu sem einnig eru eftir Heiðdísi og hún les sjálf. Bókaveisla Bókaveisla hinnar nýstofnuðu Eddu verður í Perlunni og stendur í tvo daga, laugardag og sunnudag milli kl. 13 og 18 báða dagana. Á sviðinu verður fjölbreytt skemmtidagskrá báða dagana. Stúlknakór Bústaðakirkju syngur, Bangsímon kemur og kætir börnin, DÍS verður kynnt fyrir gestum, Tómas R. Einarsson og fé- lagar leika djass, Möguleikhúsið sýnir úr Völu- spá o.fl. Aðallega verður þó lesið úr nýjum bókum, bæði fyrir börn og fullorðna, og þau sem lesa eru Guðrún Helgadóttir, Gyrðir Elíasson, Auður Jóns- dóttir, Steingrímur Her- mannsson, Arnaldur Indriða- son, Birgir Sigurðsson , Þor- steinn Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Ólafur Gunn- ar Guðlaugsson, Yrsa Sigurð- ardóttir, Ragnheiður Gests- dóttir og Brian Pilkington. Einnig verður á staðnum teiknihorn þar sem börn geta lært að myndskreyta bækur. Barnakóratónleikar Næstu tónleikar í röð Tónskáldafélags ís- lands í samvinnu við M-2000 verða í Langholts- kirkju kl. 20 í kvöld. Þá flytja þrfr íslenskir barnakórar, Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili og Skólakór Kársness íslenska tónlist frá lokum tuttugustu aldar. Flutt verða lög eftir mörg helstu núlifandi tónskáld okkar undir stjórn Jóns Stefánssonar og Þórunnar Björnsdóttur. Tríóið og Sólrún —] Tríó Reykjavíkur fær til 'jlHÉk,::j sín góðan gest á tónleikum í Hafnarborg á sunnudags- kvöldið kl. 20. Það er Sólrún Wf Bragadóttir sópransöngkona sem kemur sérstaklega frá Þýskalandi þar sem hún starfar við óperuhúsin í Keiserslautern og Hannover. Á efnisskrá verða sönglög, selló- og píanóv- erk eftir Jean Sibelius, Richard Strauss, Haf- liða Hallgrímsson, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.