Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 Utgáfufólag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrí: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ari styrkti Grétar Grétar Þorsteinsson, endurkjörinn forseti Alþýðusam- bands íslands, hefur styrkt stöðu sína innan sambandsins. Svo er Ara Skúlasyni, framkvæmdastjóra sama sambands, fyrir að þakka. Ari bauð sig fram gegn sitjandi forseta og talið var að tvísýnt væri um úrslit. Þegar niðurstaða for- setakjörsins lá fyrir kom hins vegar i ljós að sigur Grét- ars var afgerandi. Alls kusu 484 þingfulltrúar. Grétar fékk 325 atkvæði eða tvo þriðju greiddra atkvæða. Þótt um hríð hafi legið í loftinu að Ari byði sig fram gegn Grétari var það ekki fyrr en á þingi samtakanna sem hann tilkynnti mótframboð sitt. Margir hafa talið Grétar of litlausan forseta Alþýðusambandsins og Ari nýtti sér þau rök sem stuðning fyrir framboði sínu. Hann vildi gera forsetann, og Alþýðusambandið um leið, meira áberandi og kröftugra. Það liggur nú fyrir að Ari og helstu stuðn- ingsmenn hans hafa vanmetið styrk Grétars í forsetaemb- ættinu en um leið gert honum kleift að mála stöðu sína sterkari litum. Til lengri tíma litið er það samt hagur Alþýðusam- bandsins að til uppgjörs milli Ara og Grétars kom. Ný lög sambandsins voru samþykkt á þinginu og miklar breyt- ingar á starfsemi þess. Vegna þessa töldu ýmsir heppi- legra að ekki kæmi til forsetakosninga, að Grétar fengi ekki mótframboð. Þeir töldu betra að þingið sýndi einingu hinna fjömennu samtaka launafólks um leið og gengið yrði frá grundvallarbreytingum á skipulagi þeira. Ólga bjó þó undir og kom fram með framboði Ara. Hann og stuðningsmenn komu sínum sjónarmiðum á framfæri og um leið mælingu á styrk þegar kom að kosningunum. Nið- urstaðan var afgerandi, Grétari í hag. Það er eðlilegt í lýðræðislegum samtökum að tekist sé á um menn og málefni og niðurstaða fengin með kosning- um. Ari Skúlason tók ákveðna áhættu með framboði sínu en þá áhættu verða þeir að taka sem leitast eftir auknum áhrifum og völdum. Ari gegnir stöðu framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins og augljóst má vera að á ýmsan hátt er örðugra fyrir hann að gegna þeirri stöðu en áður. Þá framtið hljóta Ari og Grétar að gera upp enda hefur Ari sagt að hann muni hugsa sitt mál þótt hann gangi ekki út af skrifstofu sinni strax eftir helgina. Kjörnefnd klofnaði í afstöðu sinni til forsetaefnanna. Meirihluti kjörnefndar mælti með Ara Skúlasyni sem for- setaefni en minnihlutinn með Grétari. Kjörnefndin var undir forystu Halldórs Björnssonar, formanns hins ný- stofnaða Starfsgreinasambands. Niðurstöðu forsetakosn- inganna má túlka sem áfail fyrir meirihluta nefndarinnar. Hið sama gildir um svokallað Flóabandalag en forystu- meim þess, sem eru valdamiklir í verkalýðshreyfingunni, voru taldir í stuðningshópi Ara, líkt og formaður Rafiðn- aðarsambandsins. Hins vegar má líta á kosningu varaformanns Alþýðu- sambandsins í gær sem tilraun til sátta og einingar innan þess. Halldór Björnsson var sjálíkjörinn. Það er samband- inu og hinum fjölmörgu aðildarsamtökum þess mikilvægt að innri átök skaði það ekki. Verkalýðshreyfingin stendur að mörgu leyti á tímamót- um. Þjóðfélagsaðstæður hafa breyst ört og hreyfingin verður að taka tillit til þess. Leita verður nýrra leiða til þess að bæta kjör launafólks. Gamlar baráttuaðferðir voru vopn sem bitu í allt annarri þjóðfélagsgerð en eru úreltar núna. Vonlítið verkfall framhaldsskólakennara, sem nú hefur staðið á aðra viku og fráleitt sér fyrir endann á, er hryggilegt dæmi um slíkt. Jónas Haraldsson Skoðun Gagnkvæmur ósigur Úrslitin í bandarísku kosningunum verða ekki formleg fyrr en í janúar, þegar atkvæði kjörmanna verða opinberlega talin á þingi. Kjörmenn hafa ekki einu sinni lagaskyldu til að kjósa þá sem þeir voru vald- ir fyrir. Þeir Bush og Gore börðust í nærri tvö ár og veitti hvorugum betur en báðum verr. Ástæðan fyrir niðurstöðuleysi kosning- anna er maður sem ekki var í framboði: Bill Clinton. Menn vilja bæði halda og sleppa. Annars vegar hefur sú dæmalausa velmegun sem ríkt hefur í stjómar- tíð hans leitt til þess að almenningur lítur á góðærið sem eðlilegt ástand og hefur gleymt þeirri óáran sem Reagan og Bush eldri leiddu yfir þjóðina. Hins vegar er hluti almenn- ings sem fyrirlítur Clinton persónu- lega og viÚ annan mann enda þótt stefna hans njóti almennra vinsælda og tekur út gremju sína á Gore. Kosningarnar eru ósigur allra. Þær gefa engum skýrt umboð. Forseti og þing verða óhjákvæmilega í slíkri sjálfheldu að hvorki framkvæmda- Gunnar Eyþórsson blaöamaöur valdið né löggjafarvaldið fá hrært legg eða lið. „Skugginn" Bush hæddist að Gore í kosningabaráttunni og kall- aði hann Clinton-“skugg- ann“ sem Gore gæti ekki hlaupið frá. Gore streittist svo mjög við að skilja milli sín og Clintons vegna Móníkufársins og tilheyr- andi að hann minntist varla á mesta afrek sitt sem er að " hafa ásamt Clinton lagt grunn að þeim mesta uppgangi í efnahagslifinu og þjóðlífmu öllu sem um getur í sögu Bandarikjanna. Þess í stað talaöi hann svo mikið um framtíðina að góðærið kom varla til tals. Svo ákafir voru kosningastjórar Gores að halda Clinton í fjarlægð að Gore varð að athlægi og auðveldur skotspónn Bush því að allir vissu hvað klukkan sló og hvað leyndist í skugganum. Ekki kom heldur til tals sú óáran sem Bush eldri stóð fyrir með gifur- legri skuldasöfnum og allt að 10% at- vinnuleysi. Gore sagðist ekki vilja gerast persónulegur og átti þar við Bush eldri en Bush W. komst upp með hvað sem var. Hann komst upp með ótrúlegar rang- færslur, almennt snakk og marklaust þvaður vegna þess að Gore vildi ekki nota sín sterkustu vopn af ótta við „skuggann". Vegna þess að fjöl- miðlar gerðu ekki sömu kröfur til beggja frambjóðenda slapp Bush ótrúlega létt. Clinton er ennþá geysivin- sæll, þrátt fyrir allt, og hann heföi líklega sigrað ef lög leyfðu að hann færi fréun í þriðja sinn. Baráttan hefði meö réttu átt að vera eins konar þjóðaratkvæða- greiðsla um stjórnartíma Clint- ons en hræðslan viö „skugg- ann“ mun trúlega kosta Gore embættið. Mikill er máttur Móníku. Lömun og klofningur Eftir situr bandaríska þjóðin klofin í herðar niður. Enda þótt menn segist í skoðanakönnun- um sætta sig við hvorn sem er er raunveruleikinn annar. Sú staðreynd að Gore fékk meiri- hluta atkvæða þjóðarinnar leið- „Clinton er ennþá geysivinsœll, þrátt fyrir allt, og hann hefði lík- lega sigrað ef lög leyfðu að hann fœri fram í þriðja sinn. Baráttan hefði með réttu átt að vera eins kon- ar þjóðaratkvœðagreiðsla um stjórn- artíma Clintons...“ ir til þess að jafnvel þótt Bush nái kjöri eftir allt stappið í Flór- ida efast helmingur kjósenda um lögmæti hans. Sárin eftir réttar- höldin yfir Clinton í þinginu í fyrra eru ekki gróin og mikill hiti í mönnum enn. í fulltrúadeildinni verður meirihluti repúblíkana svo naumur að hann verður tæplega starfhæfur og í öldungadeildinni stefnir í eins sætis meirihluta eða þá 50 gegn 50 sem mundi þýða að varaforsetinn, sem er formlegur forseti öldungadeild- arinnar, mundi verða aö greiða oddaatkvæði. Sú staða að forseti með minni- hluta atkvæða er kjörinn kom tvisvar upp á 19. öld en þeir for- setar, John Quincy Adams (sem var forsetasonur eins og W, kjör- inn 1824) og Rutherford B. Hayes (1888), hrökkluðust frá eftir eitt kjörtímabil og eru lágt skrifaðir í sögunni. Bush W. sest á bekk með þeim verði hann forseti. Hann er fluguviktarmaður sem á ekki heima innan um þungavigt- armenn. Gunnar Eyþórsson Kreddur og kristniboðar Ummæli Fyrr á öldum gerðu kristnir Evr- ópumenn víðreist í aðra heimshluta tU aö boða heiðnum þjóðum fagnað- arerindið. Þeim þótti mikilvægt að „Ferðir trúboðanna voru hins vegar oft farnar í skjóli pólitískra valdhafa sem höfðu önnur mark- mið. Þeir vildu ná yfirráðum yfir þjóðum sem ekki stóðu þeim jafnfœtis hvað varðaði hernaðar- mátt og nýta auðlindir þeirra í eigin þágu. “ - Krossfari í fullum skrúða. Meö og á móti Aðeins fyrsta skrefið bjarga sálum fólksins þar frá hinni eilífu glötun sem biöi hvers manns sem ekki meðtæki kenningar Krists. Ferðir trúboðanna voru hins vegar oft farnar í skjóli pólitískra valdhafa sem höfðu önnur markmið. Þeir vildu ná yfirráð- um yflr þjóðum sem ekki stóðu þeim jafnfætis hvað varðaði hernaðarmátt og nýta auðlindir þeirra í eigin þágu. Fyrir kom aö trúboðamir mótmæltu ofbeldisverkum sem slikir valdhafar framkvæmdu á fólki sem var minni máttar. En það var sjaldgæft. Fáir guðs- menn gerðu athugasemdir við þrælkun Afríkumanna sem voru fluttir eins og búfénaður yfir Atlantshafið. í leiðinni var nefnilega hægt að frelsa sálir þeirra með því að snúa þeim til kristinnar trúar. Enn finnast trúboðar Kristniboð af þessu tagi hef- ur ekki fengið góðan dóm sög- unnar. Það er ekki vegna þess að við höfum misst trúna á kærleiksboðskap Krists. Nú ef- ast menn hins vegar um að öll meðul séu leyfð til breiða út fagnaðarerindið. Enginn til- gangur helgar þau meðul sem beitt var í krossferðum miðalda eða í Ameríku, Afríku og Asíu á 16.-19. öld. Þegar Genfarsáttmálarnir voru gerðir 1864-1949 var það viðhorf orðið ríkjandi að setja þyrfti stríðsrekstri skorður, að enginn málstaður væri svo göfugur að mönnum leyfðist að brjóta tilteknar reglur. Með samþykkt þeirra tók mannkynið mik- ilvæg skref í átt til sið- menningar. Enn finnast trúboðar meðal vor, meim sem predika ný fagnaðarerindi eins og lýðræði, mannrétt- indi og alþjóðahyggju. Allur sá boðskapur er mikilvæg- ur, ekki síður en boðskapur kristni áður. Mér finnst hann þó ekki í eðli sínu göfugri en kærleiks- boðskapur Krists og því mikilvægt að þeir sem boða hið nýja fagnaðar- erindi læri af mistökum kristniboða fyrri tíma. Óþægilegur sannleikur Þetta varð tilefni greinar sem ég ritaði í DV í tilefni af ályktunum ungra jafnaðarmanna um Atlants- hafsbandalagið sem mér fannst bera flest einkenni oftrúar á eigin mál- stað. Ég benti á nokkrar staðreyndir sem sanna að mínu viti að afstaða Atlantshafsbandaiagins til þjóðemis- hreinsana einkennist af tvöfeldni og bandalagið sé ekki sá merkisberi á því sviði að það verðskuldi slíkan lofsöng. Loftárásir bandalagsins i fyrra voru ekki einungis brot á Gen- farsáttmálum heldur einnig mann- réttindabrot, ef marka má Amnesty International. Þar að auki má efast um nauðsyn þeirra og hefur verið Sverrir Jakobsson M.A. gert, nú seinast af vamar- málanefnd breska þingsins. Óþægilegur sannleikur kemur alitaf við kaunin á einhverjum, ekki síst trú- boðum sem vilja ekki vera truflaðir af siðferðilegum bakþönkum. Einn slíkur trúboði, Eiríkur Bergmann Einarsson, birtir grein í DV sem á að vera „svar“ við grein minni frá 31. október. Þegar upphrópunum sleppir og komið er að stað- reyndum er Eiríkur hins vegcir ekki eins sterkur á svellinu, hann endurtekur lygar Natósinna um að hernaðarbandalagið hafi haft umboö fyrir ofbeldisverkum sínum og bætir svo um betur með því að tala um Atlantshafsbandalagið sem „alþjóðasamfélagið". Það felst svo viss kaldhæðni í því að maður sem er svo etnósentrískur í hugsun sinni að hann lítur á 19 ríki sem alþjóða- samfélagið reynir síðan að rökstyðja hemaðardýrkun sína með tilvísun í alþjóðahyggju verkalýösins. í henni fólst raunar að koma skyldi í veg fyr- ir strið en ekki að lofsyngja þau. Ég ætla hins vegar að halda fast við þá sannfæringu mína að enginn málstaður sé svo göfugur aö hann réttlæti hvaða meðul sem er og trú- boðar sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi ættu að minnast krist- inna fyrirrennara sinna áður en þeir snúast til varnar fyrir hvaða ofbeld- isverk sem er. Sverrir Jakobsson hœtta búin? j „Ég verð því ÆL. miður að svara I þessari spurningu ■BHBb játandi. Ástæður þess eru eftirfar- andi: Þegar ákveðið var að bjóða út rekstur Herjólfs var stigið afdrifarikt skref í þá átt að meta grundvallarsamgöng- ur milli Lands og Eyja á vogar- skálum hinna hörðu mark- aðslögmála í stað samfélags- þjónustu. Þannig var þjóðveg- urinn orðinn eins og hver önnur sölu- vara. Þetta eitt og sér nægir í raun til þess óttast um framhaldið. Um leið og forræði Herjólfs hefur verið tekið úr höndum heimamanna minnka, án nokkurs vafa, likur á því að sjónarmið okkar vegna rekstursins verði höfð að leiðarljósi. Þeir sem standa íjær meta Meiri og öruggari þjónusta Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum þarfimar út frá öðrum forsend- um. Ég er ekki viss um að við fmnum þessar breytingar strax en að því mun koma. Okkur Vestmannaeyinga skortir öfluga talsmenn fyrir því sjónarmiði að halda rekstr- inum hér heima. Það hafa at- burðir undanfarinna mánaða sýnt okkur. Einhvern veginn á ég ekki von á því að þar á verði ekki breyting á næstunni. Síðast en ekki síst vil ég ekki útiloka þann möguleika að breyt- ing á rekstri Herjólfs nú sé aðeins fyrsta skref núverandi ríkisstjórnar í þá átt að fella niður farþegaflutninga með skipum til þess að „liðka fyrir“ á öðrum sviðum. - Af þessum ástæðum tel ég m.a. að áframhaldandi rekstri Herjólfs sé hætta búin.“ „Útboð Vegagerðar- | innar á rekstri Herj- ólfs milli lands og r Eyja byggist á samn- ingi sem tryggir meiri þjónustu en verið hefur áður í ferju- siglingum milli lands og Eyja. íjöldi ferða er tryggður og þeim hef- ur verið Qölgað samkvæmt útboð- inu. Þótt deilur hafl staðið um út- boðið í heild og þá sérstaklega kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hefur skapað mikla tortryggni og úlfúð vegna óraunsæis kostnaðaráætlunarinnar þá eiga Samskip að hafa alla burði til að standa vel að verki. Verksamningurinn gildir í 3 ár og það er sjálfsagt að láta reyna á nýjan rekstr- araðila og það hlj’tur að vera metnaðarmál hjá Samskipum að vinna verkið Heijólfur er fyrst og fremst farþegaskip sem tlytur um 80 þúsund farþega á ári, 23 þúsund bíla og 3000 Arni Johnsen alþingismaöur gáma, sé miðað við sl. ár, og þessir flutningar hafa farið jafnt og þétt vaxandi. Það hefur verið aðals- merki stjómar Herjólfs um langt árabil að láta eftirspurn farþega og bíla sitja fyrir og til þess er leikur- inn gerður. Til að mynda hafa nánast aldrei verið fluttir gámar um helgar og á þeim dögum sem flest fólk vill ferð- ast með Herjólfí. Stjórnun Herjólfs hefur því verið mjög farsæl. Reynslan er ólygnust og hún hefur leitt í Ijós að stjómun slíkra mála heiman að er hyggilegust og ör- uggust með tilliti til þjónustunnar, en nú reynir á nýjan aðila. Grandvallaratriðið er þó, að samningurinn á að tryggja öragga þjónustu og meiri en fram til þessa.Til að mynda gefur hann færi á að fjölga ferðum á annatíma sumarsins úr einni í tvær, aflt að flmm daga vikunnar í stað þriggja.“ -gra Undanfariö hefur íslenskum farþegaferjum og flóabátum fækkaö hér vlö land. Detlt hefur veriö um rekstrarfé til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Sumir ganga svo langt aö spá því aö Herjólfur veröi ekki mlklu lengur í siglingum milli lands og Eyja, þá verði farþegum beint í flugiö og fragtinnl til Samskipa. m.'. Sjálfstæði Seðlabankans „Um tíma var ástandð þannig að ríkissjóður gat nánast að vild gengið í sjóði Seðlabankans til þess að fjármagn útgjöld sín en því hefur verið komð í fastar skorð- ur. Áður fyrr má segja að sjálfstæði Seðlabankans hafi verið nánast ekki neitt. Ákvarðanir um gengisfellingar voru t.a.m. aðeins teknar af Seðla- bankanum aö nafninu til en voru í raun teknar af ríkisstjórninni. Þróun- in er hægfara í rétta átt þótt við séum ekki komin jafn langt á veg og þau ríki sem komin eru lengst.“ Gylfi Magnússon dósent I Viöskipta- blaöinu 15. nóvember. Kjaranefnd og fræðirit „íslenskur prófess- or, sem vill einbeita sér að ritun fræði- bóka að fyrirmynd erlendra starfs- bræðra, þarf nú að rita 13-75 fræðibækur á starfsævi sinni til að komast í efsta launaflokk prófess- ora í Háskóla íslands. Sé gert ráð fyrir því, að starfsaldur prófessora i skólanum sé 32-35 ár og þeir hafl gefið út doktorsritgerð og þrjár fræðigreinar, þegar þeir hefja störf, þurfa þeir nú að setja saman fræðirit á u.þ.b. tveggja og hálfs til þriggja ára fresti hið minnsta, en rösklega tvær bækur á ári hið mesta til að komast í efsta launaflokk meðfram fullri kennslu. Óhætt er að fullyrða, að enginn prófessor Háskóla Islands, lífs eða liðinn, hefur náð því marki að skrifa svo margar bækur þeirrar gerðar, sem felst í skilgreiningu kjaranefndar á fræðiriti." Þór Whitehead, prófessor í Háskóla ís- lands, i Mbl. 16. nóv. r i ' 'Má.l á ‘aífc' 1 Rökin fyrir RÚV bresta „Verslunarvæðing Rikisútvarpsins er nú gengin svo langt að enginn kemst hjá þvl lengur að spyrja sig alvarlegra spurninga um forsendur og tO- ganginn með rekstri þessarar stofnunar í núverandi mynd...Þessi verslunarvæðing stofn- unarinnar hefur nokkum veginn haldist í hendur við víðfræga flokk- svæðingu hennar sem m.a. hefur leitt tfl útbreiddrar óánægju innan- húss. Það er því kannski ekki skrýt- ið þótt ýmsir úr hinu sjálfskipaða vinafélagi RÚV telji sig þessa dagana sjá „samsærið mikla gegn stofnun- inni“ vera að ganga upp.“ Birgir Guömundsson I ritstjórnargrein Dags 16. nóvember. Bananaríki Norð- ur-Ameríku Kjallari Það er í senn fyrirsjáan- legt og hálfdapurlegt að fylgjast með viðbrögðum Is- lendinga, og svosum ann- arra þjóða líka, við þeim sögulegu forsetakosningum sem fram fóru í Bandaríkj- unum í síðustu viku. Flestir eru náttúrlega undrandi - enda margt að vera undrandi yfir - vegna OlskOjanlegra frétta af skringOegum kjörseðlum, kærum og gagnkærum sem virðast eiga lítið skylt við kosningar eins og við þekkjum þær. En aðrir skipuðu sér í klapplið með öðrum hvorum frambjóðandanum löngu fyrir kosningar - svo harkalega að meira að segja sæmilega menntaö- ir prófessorar í stjómmálafræði við Háskóla íslands kusu að gera sig end- anlega að flflum með óvenjuilla sam- ansúrruðu buUi - og hafa nú skoðan- ir hverjir um aðra þvera á tflteknum framkvæmdaatriðum í kosningum í þessari og hinni sýslunni í Flórida. Og herstöðvaandstæðingar láta eins og þeir hafi loksins fundið skot- helda ástæðu tU að losna við herinn: í Bandaríkjunum er platlýðræði, auð- menn kaupa kosningaúrslit og al- mennOegt fólk er svipt kosningarétti með valdi eða vélum. - Æ, gott að þeir fundu loksins nothæfa röksemd. Megi hún lengi duga. Klúður, ekki svindl I fréttamergðinni er hoflt að hafa nokkur lykilatriði í huga: Enginn hefur haldið því fram með haldbærum rök- um að svindl hafi átt sér stað í þessum kosningum. Það er ástæða tU að árétta þetta því að bæði Jónas Kristjánsson og Hallgrímur Helgason hafa látið að því liggja í þessu blaði að bræðralag kunni að valda vandanum í Flórida, sumsé sú staðreynd að fylkisstjór- inn þar er litli bróðir George Bush. í þessum kosningum virð- ist það eitt hafa breyst frá fyrri kosningum í Flórida að kjörseðiU í einni sýslu er með öðru sniði en áður. Vel meinandi embættismaður kjörstjómar í Palm Beach, sem er raunar demókrati, ákvað að stækka letrið á Karl Th. Birgisson blaöamaöur kjörseðlinum svo að eldri borgarar ættu auðveldara með að lesa hann en með því varð hún að breyta honum úr einni blaðsíðu yfir í heUa opnu sem oUi misskilningi viö atkvæðagreiðsluna. Þetta hefur að líkindum kostað Gore þúsundir at- kvæða og var hugsanlega líka ólöglegt skv. ströngustu lagatúlkun, sem er ein af spurningunum sem dómstól- ar i Flórida fást nú við. ........ Annað hefur ekki gerst, svo vitað sé. Nema hvað í ljós hefur komið einu sinni enn hversu óná- kvæmar og meingallaðar vélarnar eru sem notaðar eru tU að greiða atkvæði með og telja þau. Það hafa þær verið árum saman en það hefur ekki skipt máli hingað tU því að kosningaúrslit hafa verið mjög afgerandi nánast alla öldina. í nýlegum dæmum um naum úrslit, 1960 og 1976, hefði endurtalning hjálpað en varla getað ráðið úrslitum nema kannske árið 1960. Það kemur kosningum árið 2000 afskaplega lítið við. Kosninganna árið 2000 verður því minnst fyrir klúður í framkvæmd á afmörkuðum svæðum en ekki svindl. Hinn raunverulegi sigurvegari En á meðan við hlustum á fréttir af „Hvemig gat það gerst í fyrirmyndarlýðrœð- isriki í Norður-Atlantshafi árið 1999 að á Vestfjörðum fékk einn flokkur fylgi sem hefði ekki mcelst í Reykjavík en nœgði til að skola þar á land þingmanni og öðrum til uppbótar í öðru kjördæmi. - Það er margt kosninga- kerfið. “ - Tveir sigurvegarar: Al Gore og Guðjón Á. Kristjánsson alþm. par hundruðum atkvæða í smásýslum í Flórida gleymist stóra myndin. Al- bert Gore yngri er sigurvegari kosn- inganna. Hann fékk fleiri atkvæði en George Bush yngri, hvað sem líður talningum og endurtalningum í sól- skinsríkinu. Þegar þetta er skrifað hefur Gore fengið um 200 þúsund atkvæði umfram Bush. Líkur eru hins vegar á að George Bush verði næsti forseti af því að hann hefur meiri hluta kjörmanna sam- kvæmt kosningakerfi þar í landi, að því gefnu að hann hafi sigur í Flórida. Þetta veldur líka eðlilegum heflabrotum: Hvernig má það gerast að sá sem fær flest atkvæði skuli ekki verða forseti? Svarið liggur í ríflega tvö hundruð ára gamalli sögu. Bandaríkin urðu ekki tU sem heUsteypt þjóðríki heldur bandalag þrettán ríkja sem hvert um sig hafði og hefur töluvert sjálfræði. Upphaflega voru það fylkisþingin en ekki kjósendur (þeir voru fundnir upp seinna) sem völdu kjörmenn tU að kjósa forseta, eins konar fram- kvæmdastjóra bandalagsins. Með almennum kosningarétti seinni tíma urðu til möguleikar á skekkjum sem líklega eiga sér besta hliðstæðu í kosningakerfi Breta, ein- menningskjörsdæmunum. Þekkt er dæmið frá því snemma á sjötta ára- tugnum þegar Verkamannaflokkur- inn fékk flest atkvæði en íhaldsflokk- urinn flesta þingmenn og þar með völdin. í Bandaríkjunum hafa álika úrslit orðið þrisvar, öU á nítjándu öld, þótt ólík væru í eðli sínu. Nægir þetta til þess að dæma lýðræði í Banda- ríkjunum og Bretlandi úr leik sem marklaust? Einhver kynni að svara því játandi. En sá hinn sami mætti þá útskýra í leið- inni hvernig það gat gerst, í fyrirmyndarlýð- ræðisríki í Norður-Atl- antshafi árið 1999 að á Vestfjörðum fékk einn flokkur fylgi sem hefði ekki mælst I Reykjavík en nægði tU að skola þar á land þingmanni og öðrum tU uppbótar í öðru kjördæmi. Það er margt kosn- ingakerfið. Karl Th. Birgisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.