Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað r>v Smitaðist af berklum í heimsóknartímanum Kafli ur bok Rannveigar Löve, Myndir úr hugskoti: Berklaveik ung móðlr Rannveig á Vífilsstaðaspítala. Rannveig I.E. Löve, sem er átt- rœö á þessu ári, hefur skrifaö helstu æviminningar sínar sem koma nú út hjá bókaforlaginu Fósturmold og nefnast Myndir úr hugskoti. Viö skrifm naut hún aðstoðar sonar síns, Leós E. Löve, sem „haföi málfrelsi og til- lögurétt“ meöan hann sat við tölvuna. Viö grípum niöur í bók- ina þegar hinn ógurlegi hvíti dauöi er viö þaö aö hremma heimilisfólkiö í Réttarholti. Berklarnir höföu tekiö sig upp aftur í Guömundi, manni Rann- veigar, og hann var fluttur á Víf- ilsstaöi, en ungu hjónin höföu þá nýlega eignast fyrra barn sitt. Guðmundur hafði ekki séð barnið sitt og við höfðum ekki hist, en ég var orðin nógu hress til að treysta mér í heimsókn til hans. Til þess að gæta alls öryggis ákvað ég að fara í skoöun í Líkn, þar sem berklarannsóknir fóru fram. Líkn starfaði í gömlu timbur- húsi við vesturhlið Alþingishússins. Mér var vísað til læknisins. Ég sagði honum að ég væri nýlega stigin af sæng og vildi vera viss um að mér væri óhætt að fara í heimsókn til mannsins míns á Vííilsstaði því ég hefði aldrei svaraö berklaprófum og væri því hugsanlega ekki smituð. Hann gegnumlýsti mig og hlustaði og sagði að allt væri í fínu lagi. Þrátt fyrir það hélt ég því til streitu að ég yrði berklaprófuð til að vera al- veg viss og endurtók að ég hefði aldrei svarað berklaprófum. „Þér eruð áreiöanlega búnar að taka bakteríuna," sagði læknirinn. „Manneskja sem hefur verið i svona nánu samneyti við mann með þriggja krossa smit hlýtur að vera búin að taka bakteríuna, annars hefðuð þér veikst." Hámark smitmælinga voru þrír krossar. Ég hef alltaf verið þrá og sagði í þrákelkni minni: „En gerir nokkuð til þótt það sé prófað?" „Ég læt yður ekki hafa mig að fifli, verið þér sælar,“ svaraöi læknirinn. Samtalið við lækninn brenndi sig inn í vitund mína, enda átti þessi stund eftir að reynast örlagastund í lífi mínu. Ég fór heim við svo búið, hringdi til Guðmundar og sagði honum hvað far- ið hefði á milli mín og læknisins. Hann hefði sagt ég gæti óhrædd farið í heimsókn að Vífilsstöðum. Við þráðum að hittast, svo lengi höfðum við verið aöskilin og höfðum um svo margt að tala. Við ákváðum því að trúa lækninum. Við áttum heldur ekki annarra kosta völ. Hóstað í vasaklúta Við völdum 1. febrúar 1942 tU heim- sóknarinnar, en heimsóknartími var mUli klukkan 15.30 og 16.30 aUa daga. Ég fór með strætisvagni úr Sogamýr- inni og tók svo Vífilsstaðavagninn við B.S.R. í Lækjargötu klukkustund síð- ar. Ég hafði aldrei á berklahæli komið þótt ég hefði komið tU Dísu frænku minnar í starfsmannaibúðimar á Vif- ilsstöðum. Hún hafði áður verið vinnukona hjá mömmu en þegar við fluttumst á Ströndina fékk hún vinnu á Vífilsstöðum. Ein af systmm min- um, Jóna Kristjana, var eftirlætisbam Dísu, sem fékk hana lánaða öðru hverju, sérstaklega á sumrin, þegar hún átti frí. Mér var auðvitað falið að fylgja baminu tU Dísu og á þann máta hafði ég komið aö Vífilsstöðum áður, en ekki tU að vitja sjúklinga. Nú var ég að heimsækja sjúkling með fiUlu leyfi læknis og vissi þess vegna að mér var óhætt. Ég var fljót að finna stofuna hans Guðmundar, hún var beint á móti stiganum á annarri hæð. Hann hafði lýst fyrir mér staðháttum. Ég barði að dyram og gekk inn. Stofan var ekki stór, hafði upphaf- lega verið ætluð tveimur sjúklingum, en nú voru þeir fjórir. Stofuféiagar Guðmundar vora aUir mjög ungir, undir tvítugu. Þeir voru aUir með smitandi berkla og hóstandi, en þeir hóstuðu í vasaklúta eins og þeim hafði verið kennt. Guðmundur var elstur, rétt að verða 23 ára. Það urðu að sjálfsögðu fagnaðar- fundir. Aðstaðan á hælinu var ekki miðuð við gesti. Stólamir í sjúkrastofunni vora aðeins tveir svo maður varð bara að tylla sér á rúmstokkinn hjá þeim sem heimsóttur var. Þetta varð því eins og heimsókn tU þessara fjög- urra pilta sem aUir voru rúmliggj- andi. Þeir höfðu að vísu það sem kaU- að var klósettleyfi, gátu brugðið sér í slopp og skroppið út úr stofunni þeg- ar svo bar undir. Reikna mátti með að lítU sjúkra- stofa með fjórum smitandi sjúkling- um, hóstandi öðra hverju, væri fuU af bakteríum. Um það hugsuðum við ekki, enda vissum við ekki betur en ég væri þegar búin að taka berkla- bakteríuna og sigrast á henni. Þegar leið að brottfarartíma Vífils- staðavagnsins brá Guðmundur sér í slopp og fylgdi mér fram á gang. Við héldumst í hendur og horfðumst í augu. Hann haföi svo faUeg augu. Þetta var heUög stund og erfitt að skUja. Það urðum við samt að gera. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég heimsótti Guðmund á hælið. „Litla stelpan mín...“ Nokkram vikum seinna fékk Guð- mundur tækifæri til þess að skjótast í bæinn tU að kjósa. Rólfærir sjúklingar á Vífilsstöðum vora bæði sóttir og sendir á kjörstað í leigubU og þá stalst Guðmundur tU að láta bUinn koma við i Réttarholti og hlaupa inn til þess að líta dóttur sína augum í fyrsta sinn. Þegar hann kom var bamið í litla herberginu uppi á lofti. Ég hijóp á undan honum upp stigann, tók bamið upp úr vöggunni sinni og lyfti þvi upp svo að hann gæti séð það, en hann kom ekki inn fyrir dymar. „Er þetta litla stelpan mín. Stelpan mín,“ hvíslaði hann blíðlega, en hann fékk ekki að koma nær henni og ekki að snerta hana. Stelpan hans var honum samt ekki með öUu ókunnug því ég gaf honum skýrslu um hana á hverjum degi í gegnum símann. Það var mikU lof- gerðarroUa, haldin af ungri móður sem var svo hrifm af litla barninu sínu að hún var sannfærð um að aldrei hefði fæðst annað eins. Heimsókn Guðmundar varð ekki lengri en þetta því bUlinn beið. Hon- um og samferðamönnum hans var ekið aftur beint upp að Vifilsstöðum. Tíminn leið. AUar systumar í Réttarholti voru rúmliggjandi, nema Jónsmessubarnið frá sumrinu áður og Ólöf Svandís, sú þrettánda í röðinni, sem var á sjöunda ári. Hún svaraði berklaprófuninni al- veg eins og hinar stelpurnar en varð ekkert veik. Þá rifjaöist það upp að ári áður hafði hún, ein af öUum systr- unum, átt lengi í veikindum sem eng- inn kunni skýringu á hver væru. Þótti nú líklegt aö þá hefði hún tekið berklabakteríuna þótt ekki væri vitað um smitberann. Þegar Ólöf Svandís veiktist ári fyrr hafði Guðmundur eins og aUtaf farið i reglubundið eftirlit, fengið góða skoð- un og leyfi til aö stunda skólann og ljúka náminu, rétt eins og þegar hann fékk leyfið tU að hefja kennslu. Að okkur læddist nú sá grunur að sú góða skoðun hefði ef til viU ekki verið svo góð sem skyldi. Magga Alda var að heiman og sömuleiðis Unnur Kristjana. Unnur var farin að búa og átti von á fyrsta bami sinu en Magga leigði niðri í bæ og vann á AtvinnudeUd Háskólans, hjá Áma Friðrikssyni fiskifræðingi, en mamma og hann voru systraböm. Magga og Unnur smituðust ekki og heldur ekki Jóna Kristjana, sem hefur sennilega tekið bakteriuna þegar hún var tíu ára því það rifjaðist upp fyrir mömmu að það sumar hefði hún dvalist hjá vandalausum í Hafnarfirði við að passa böm en aUtaf verið með hitaveUu, slöpp, syfjuð og þreytt, þótt enginn vissi hvað að henni var. Nú var hún hraust en svaraöi samt prófuninni. Berklahælin yflrfull Þetta er staðfesting á að berklamir voru landlæg, lúmsk plága sem ekki var auðvelt að vara sig á. Berklahæl- in tvö, VífUsstaðir og Kristneshæli, urðu yfirfuU. Sjúkdómurinn breiddist örar út en nokkra sinni eftir að sam- göngur og samneyti fólks varð meira en á fyrri öldum. Þrátt fyrir öU þessi veikindi og von- brigði mín var heimUislífið í Réttar- holti i ótrúlegu jafnvægi. Pabbi og mamma tóku þessum ósköpum með æöruleysi. Maður renndi ekki gran i hversu þjáningar þeirra, angist og ótti hefur verið mik- Ul. Sérstaklega hefur pabbi örugglega átt erfitt. Hann var aUtaf hræddur um stelpumar sínar og bjó stöðugt við þann ótta. Uppeldi okkar bar þess alla tíð merki hvað hann var hræddur um okkur. Við lærðum snemma að fara með gát tU þess að pabbi hrykki ekki í kút. Daglegt líf var í fóstum skorðum og aUtaf hlýtt og notalegt í Réttarholti. Umhyggja og ósérhlífni mömmu stuðl- aði að vellíöan heimUisfólksins, frændfólkið heimsótti okkur, öUum var veitt vel og við nutum þess hvað mamma var mikil húsmóðir. Veiting- amar í Réttarholti vora ekki keyptar í búð. Ég naut þess að vera heima og hugsa um litla bamið mitt í skjóli pabba og mömmu. ÖU fjölskyldan var hugfangin af dóttur minni, enda fyrsta barnabamið, og ég hreif alla sem komu í Réttarholt með áhuga mínum og aðdáun, þótt það væri auð- vitað ekkert nýtt á þeim bæ að bam fæddist. Sár verkur í brjóstholinu Ég var upptekin af umönnun bamsins en gerði lítið annað þótt auðvitaö væra ærin verkefni á stóru heimUi. Mamma sá þess vegna næstum ein um heimUið. Það gerði hún af sönn- um hetjuskap; kvartaði aldrei. Ég hafði engan skilning á því mikla starfi sem á henni hvUdi. Enn var ekki bitið úr nálinni. SkyndUega var ég orðin fárveik, með háan hita og sáran verk vinstra megin í brjóstholinu svo ég gat varla andað. Ég var með barnið á brjósti og þrátt fyrir vanlíðan mína sveik ég það ekki um næringuna. Auðvitað var hringt í lækni tU þess að athuga hvað að mér væri. Þegar hann kom hlustaði hann mig, fékk að vita hvað ég væri með háan hita og ég sagði honum frá stingnum sára. Hann sagði þá að ég væri með brjósthimnubólgu með vatni. Nauð- synlegt væri að tappa vatninu af mér og létta öndunina. Hann myndi því panta fyrir mig sjúkrarúm hjá Maríu Maack á Farsóttarsjúkrahúsinu. „Ég kem aftur,“ sagði hann, „þegar ég verð búinn að ganga frá sjúkra- húsvistinni." Hann sneri sér að mömmu: „Hún má taka verkjapiUur, en mest sex á dag.“ Svo setti hann á mig berklaplástur áður en hann fór. Nokkra seinna, ég man aö það var 19. mars, kom læknirinn einu sinni enn, en nú var hann ekki einn, þeir vora tveir, þeir sömu og höfðu áður vitjað systra minna. Þeir skoðuðu mig og hlustuðu, en ég var enn þá jafn veik. Mamma var hjá okkur þegar ég var skoðuð. Mig skipti engu hvaö við mig var gert eða eða um mig sagt, ég vUdi bara fá að vera í friði. Óljóst heyröi ég þó hvað læknamir töluðu við mömmu: „Þetta er berklasmit og það verö- um við að taka alvarlega. Við send- um hana beint á Vífilsstaði. Hvaö sagðirðu að langt væri síðan hún heimsótti manninn sinn á Vifils- staði?“ „Það var 1. febrúar," svaraði mamma. „Nú, já,“ heyrði ég að sagt var. „Réttar sex vikur. Þá hefúr það gerst. Hún hefur þá ekki verið búin að taka bakteríuna áður. Hún er svo veik að nú hringjum við á sjúkrabU og send- um hana strax á Vífilsstaði.“ Seinna frétti ég að þeir hefðu ótt- ast að ég væri með bráðaberkla. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.