Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V Kafli úr bókinni Undir bárujárnsboga: Umhverfis braggahverfin voru ósýnileg landamæri 7~)ófe Eggerts Þórs Bernhards- r~\sonar sagnfrœöings, Undir bárujárnsboga, segir frá braggabyggöinni í Reykjavík á ár- unum 1940-1970 í máli og mynd- um. Braggarnir voru byggöir af breska og bandaríska hernum á stríösárunum og fólk í húsnœðis- vandrœöum tók sér þar búsetu eft- ir aö stríöinu lauk. Þetta var bráöabirgöáhúsnæöi sem átti aö duga í örfá ár en reyndin varö sú aö búiö var í bröggunum langt fram á sjöunda áratuginn. Flestir voru braggabúamir á sjötta ára- tugnum þegarfjöldi þeirra var 2.300 í 550 íbúöum í Jjölmörgum hverfum. Braggahverfin nutu ekki virðingar í hugum margra og fólkiö sem þar bjó þurfti tíöum aö búa viö aökast og fordóma. Eggert Þór sýnir fram á í bók sinni aö braggabúarnir voru langflestir dugandi einstaklingar sem ein- faldlega áttu ekki annarra kosta völ í húsnœöismálum. Kaflabrotin hér á eftir lýsa daglegu lífi kvenna og barna í braggahverfunum. JPV forlag gefur Undir bárujárns- boga út. Ríki kvenna Flestar þeirra kvenna sem áttu heima í braggahverfunum vom heima- vinnandi húsmæður. Á morgnana, þegar almennur vinnudagur var að hefjast, tæmdust hverfm nánast af körlum sem héldu sem leið lá á sína vinnustaði. Eftir voru konumar með börnin sín. Konumar í hverfunum þekktust oft náið og iðulega hjálpuðust þær að eftir bestu getu. En vissulega var samband- ið milli kvennanna mismikið. Sum- staðar vom kunningjakonumar fáar, og þá helst næstu nágrannar, en ann- ars staðar þekktu allir alla. Slíkt fór nokkuð eftir stærð hverfanna. Tengsl út fyrir hverfi vom misjöfn. Sumar fjölskyldur höfðu náið samband við ættingja og vini annars staðar í bæn- um, aðrar héldu sig meira út af fyrir sig en þess meiri samgangur var þá innan skálahverfisins. Stundum héldu konumar sambandinu eftir að þær höíðu flust úr herskálunum í önnur íbúðahverfl. Einkum virtist samstaðan rík í þeim hverfum sem vom smá og tiltölu- lega einangmð frá annarri íbúða- byggð, t.d. var samheldnin mikil í Balbokampi og Neskampi. í Balbo- kampi vora konumar m.a. með saumaklúbba, þær buðu hver annarri í mat og oft vom þær með sameigin- lega kaffitíma síðdegis, einkum á sumrin þegar gott var veður. Þá stóðu þær fyrir eins konar „útikaffi" um þrjúleytið og öll böm hverfisins söfn- uðust saman og nutu veitinganna sem konumar buðu upp á. Þær skiptu með sér verkum og fór nokkuð eftir efnum og ástæðum hverrar konu hvað hún gerði í hvert skipti. Ein bakaði kannski pönnukökur, önnur bjó til kleinur, sú þriðja sá um drykkjarfóng o.s.frv. Konumar tóku gjaman handa- vinnuna með sér út, saumuöu út og prjónuðu, spjölluðu saman og fylgdust með bömunum leika sér. Karlamir vom víðs fjarri í vinnunni. Þama myndaðist stundum hálfgerð „kami- valstemmning" sem lífgaði mjög upp á umhverfið og jók samstöðuna í hverf- inu. Eilífir þvottar Húsmæður vom allajafna duglegar við að baka brauð og kökur og margar saumuöu mikið heima, lögöu mikið upp úr því að eiga saumavélar, enda Þvottur og fótbolti í Laugarneskampi. Ljósm. Páll Sigurósson- 7 /« rff'. 1 wm mm W 1 ttllr— 1 W'lí í » slík tæki mestu þarfaþing. Stoppa þurfti í göt og laga fót en víða var unn- ið úr eldri flíkum, þeim vent og búnar til nýjar. Þótt krakkamir ættu ekki alltaf mikið af fötum lögðu konumar yfirleitt metnað sinn í að þeir væru vel til fara, fæm hreinir í skólann og í heilum og snyrtilegum fótum. Mörg böm áttu sérstök skólafót en höfðu önnur til skiptanna til að ólmast í ut- andyra. Bömin léku sér mikið úti og þurftu því oft að hafa fataskipti. Þetta kallaði á mikla þvotta. Þar sem bömin vom mörg eða ung var mikið þvegið, jafnvel daglega, og það tók sinn tíma hjá hús- móðurinni, ekki síst þar sem bleiu- þvottur var mikill. Þar sem bömin vora færri vom sérstakir þvottadagar og þvegið nokkrum sinnum í viku. Böm á góöviörisdegi í Laugarneskampi á sjötta áratugnum. Ljósm. Páll Sigurösson I Camp Knox voru skálar endurbættlr meö ýmsum hætti. T.d. voru settir á þá kvistir til aö hleypa meiri birtu Inn. Ljósm. Páll Sigurösson Sumar konumar urðu að láta sér nægja bala og þvottabretti, aðrar bjuggu betur og höfðu þvottapotta eða þvottavélar. Eftir að þvotturinn var orðinn þurr þurfti að strauja hann og ganga frá honum. Sængur vom viðrað- ar úti með reglulegu millibili. Erfitt gat reynst að halda bröggum hreinum vegna þess hve gisnir sumir þeima vom, rakir og illa einangraðir. Húsmæður urðu þvi að ætla lengri tíma til hreingerninga en víða annars staðar og þótt verið væri að skrúbba og skúra allan daginn sást það kannski varla þar sem allt var af sér gengið, málning og annað. Þó var misjafnt eft- ir herskálum hve þrifm vora mikil eða erfið. í offiserahúsunum við Bústaða- veg vom gólfin t.d. lögð dúk sem til- tölulega auðvelt var að halda hreinum og framan við húsin var hellulagt. í krapa og bleytu og þar sem mikil drulla myndaðist í rigningum og ryk í þurrkum gat reynst sérlega erfitt að halda gólfum hreinum en venjulega vom gólfm skúmð á vissum vikudög- um og bónuð af og til. Heimur mela og móa Þótt skipuleg leiksvæði með tilheyr- andi tækjum væm af skomum skammti virtust bömin í braggahverf- unum ekki láta það mikið á sig fá. Um- hverfi flestra hverfanna veitti bömun- um nefnilega mikið frelsi til athafha og það kunnu þau vel að meta. Víðáttu- mikil óbyggð svæði, holt og hæðir, vellir og tún, melar og móar, vora til- valin leiksvæði. Þannig vom krakk- amir i nánum tengslum við náttúmna og þá ekki síður „sveitina" í bænum þvi bændabýli vom í grennd við sum skálahverfin, ekki síst Selbykamp og Neskamp. Sum bömin í Selbykampi vom tíðir gestir á býlunum í Sogamýri, t.d. Brekku og Litluhlíð, og áttu þar ánægjulegar stundir, aðstoðuðu jafn- vel í fjósinu. Á sama hátt kynntust krakkamir í Neskampi sveitalifmu með heimsóknum á býlin Stað, Minni- Bakka, Melshús og Eiði. Þar vom þau umkringd dýrum - kúm, kindum, hænsnum - og tóku þátt í heyskap, hugsuðu jafnvel um kindumar á vet- uma. Að þessari reynslu bjuggu böm- in síðar meir. Ævintýrin leyndust víða. Á sumrin vom túnin í grennd við Selbykamp til- valinn leikvöllur og á vetuma var hægt að renna sér þar á skautum. í ná- grenni kampsins áttu krakkamir sér dálítið afdrep sem þeir kölluðu „holt- ið“ og þar byggðu þeir heilan heim - brýr og vegi, hús og hlöður. Krakkam- ir í Balbokampi áttu svipaðan „heim“, moldargarð sem farið var í þegar þurrt var úti og þar léku þeir sér m.a. með heimasmíðaða fólks- og vömbila, byggðu hús, lögðu vegi og undu glaðir við sitt. Og í ýmsum braggahverfum fengu krakkamir að byggja sér dúfna- kofa og höfðu gaman af. Skammt frá Selbykampi var gamalt hermannabyrgi og þangað var farið með kerti og eldspýtur enda dimmt þar Ur braggahverfinu vlö Hátelgsveg seint á sjötta áratugnum. Þó um- hverfiö virki ekki aölaöandi þá kunnu börnin ágætlega aö meta drullupollana. Ljósm. Siguröur Guömundsson inni og draugalegt; sum bömin vom reyndar fegnust því þegar þau komust aftur út í dagsbirtuna. Og rétt hjá hverfinu var hægt að fara i berjamó. Veröldin var líka könnuð því hita- veitustokkurinn var notaður sem sam- gönguæð og farið inn fyrir Elliðaár og upp í Árbæ með nesti og seiði voru veidd í Elliðaánum. Á vetrum var gengið eftir hitaveitustokknum til að fara á skíði í Ártúnsbrekkunni en krakkamir renndu sér einnig á sleð- um frá Réttarholtshæðinni, yfir Soga- veginn og Miklubrautina og jafnvel lengra ef þeir sluppu við bíla; ef bíll var að koma urðu þeir að setja aðra löppina niður til að sneiða hjá götunni. Gimmí gömm Rústir frá stríðsárunum og hita- veitustokkurinn komu viðar við sögu. T.d. léku krakkamir í Þóroddsstaða- kampi sér í gömlum hermannagöng- um í Öskjuhlíðinni og þeir skriðu líka inn í hitaveitustokkinn; komu jafnvel út langt frá þeim stað þar sem þeir höfðu farið inn. Og í stokknum voru ýmsir leynistaðir sem bömin ein vissu um og þar var oft gaman að vera. í holtinu ofan við kampinn vora einnig hermannabyrgi sem bömin notuðu m.a. sem búð og afgreiddu „vörumar" í gegnum rifumar. Áður en farið var að reisa hús í þessari hlíð var þar skíða- og sleðabrekka og þar var oft krökkt af fólki að renna sér. Þegar hús- in fóm að rísa léku krakkarnir sér í þeim hálfbyggðum en nýbygginga- hverfi vom ekki síður spennandi en tún og vellir. Ekki langt frá Þóroddsstaðakampi var Bústaðakampur. Maður sem ólst þar upp í upphafi sjötta áratugarins sagði síðar svo frá: ,,[Þ]að voru feikna- leg ævintýri þama í kringum mann. Allt var óbyggt. í nágrenninu vom skotbyrgi frá stríðsárunum og af og til var maður að finna heilu hrúgumar af skotfærum. Þetta var ekki ömggasti leikstaður sem hægt var að hugsa sér. Ég man líka að það var stutt í herinn á þessum árum.“ Og hann nefndi golf- völlinn sem var þar nálægt: ,,[Þ]ar spil- uðu helst Ameríkanar af vellinum golf, að því er manni fannst. Við hlupum þama um og sögðum við þá: „Gimmí gömm“ og annað álíka. Það var fullt af ævintýrum allt í kringum mann á þessum aldri." Golfvöllurinn var vin- sælt leiksvæði bamanna í Bústaða- kampi en skammt frá golfskálanum var hóll sem bömin notuðu m.a. sem sleðasvæði á vetuma. í minnstu hverfunum vora jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.