Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 80
Tré-
húsgögn
í miklu
úrvali
Sími 567 4151 & 567 4280
Heildverslun með leikföng og gjafavömr
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
Slysið á Reykjanesbraut:
Annar bíllinn
á röngum
vegarhelmingi
Lögreglan í Keflavík hefur birt nöfn
•iriggja fómarlamba hörmulegs um-
feröarslyss sem varð á Reykjanes-
brautmni viö Kúagerði síödegis á
fimmtudag.
Benedikt Oddsson, 30 ára, var til
heimilis aö Greniteigi 36 i Keflavík.
Hann var emhleypur og lætur eftir sig
fjögurra ára dóttur. Jón Rúnar Áma-
son, 49 ára, og eiginkona hans, Vilborg
Jónsdóttir, 45 ára, vora til heimilis að
Túngötu 17, Keflavík. Þau láta eftir sig
þrjá uppkomna syni. Fjögurra ára
gömul dóttir Benedikts liföi slysið af.
Hún liggur á gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi með höfuðáverka en
er ekki í lífshættu. Að sögn læknis á
gjörgæsludeildinni er telpan mikið
slösuð en líðan hennar er góð eftir at-
&Hkum. Að sögn lögreglunnar í Kefla-
vík er ijóst að ann-
ar bíllinn hefur
farið yfir á rangan
vegarhelming en
óljóst er um til-
drög þess. Veður-
skilyrði vora góð,
hiti yfir frost-
marki og rigning-
arsuddi. -SMK
Benedikt Oddsson.
Vllborg Jónsdóttir. Jón Rúnar Amason.
ER EISKUPINN I
GALLASUXUM?
DVWYND E.ÓL.
Fórnarlömb kennaraverkfalls
Nemendur í Flensborgarskóla minntu ökumenn á afleiöingar verkfalls framhaldsskólakennara í gærdag meö því aö
safnast saman á umferöareyju í Hafnarfiröi meö skilti sem skýröu frá því aö þessir sömu nemendur heföu átt aö
byrja í þrófum í gær.
Tölvupóstur bankastjóra Landsbankans veldur uppnámi:
Ríkisbankarn
ir í hár saman
- bankaráð Búnaðarbankans boðað til skyndifundar
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, sendi öllu
starfsfólki sínu tölvupóst í fyrradag
í kjölfar umræðu um slaka afkomu
Landsbankans og benti sínu fólki á
að afkoma Búnaðarbankans væri
síst betri: „Ekki er ólíklegt að nei-
kvæð umræða um erfiða afkomu
Búnaðarbankans geti smitað yfir á
okkur,“ skrifaði Halldór J. Krist-
jánsson í tölvupósti sínum til starfs-
manna.
„Þetta er algerlega óviðeigandi,"
sagði Pálmi Jónsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbankans í gær-
kvöldi og var þungt í honum. „Ég
boðaði bankaráðið saman vegna
þessa í gær og við samþykktum
ályktun sem við sendum bankaráði
Landsbankans," sagði Pálmi og
vildi ekki tjá sig frekar um hugsan-
legar afleiðingar tölvupóstsendinga
Landsbankastjórans.
Halldór J.
Kristjánsson
Átti aö vera trún-
aðarmál.
Pálml
Jónsson
Algerlega óviö-
eigandi.
Hagnaður samstæðu Landsbanka
íslands hefur dregist saman um níu
prósent fyrstu níu mánuði þessa árs
miðað við sama tíma í fyrra og í
tölvupósti bankastjóra Landsbankans
er látið að því liggja að níu mánaða
uppgjör Búnaðarbankans sé mun lak-
ara en uppgjör sömu mánaða í fyrra.
„Afkoma af venjulegri bankastarf-
semi Búnaðarbankans er traust og
góð en við höfum orðið fyrir gengis-
tapi á hlutabréfum og verðbréfum,"
sagði Pálmi Jónsson.
Halidór J. Kristjánsson telur að
tölvupóstsendingar sínar gefi ekki til-
efni til þeirra viðbragða sem fram
hafa komið hjá yfirstjóm Búnaðar-
bankans:
„Þetta var innri orðsending min til
starfsmanna og um hana átti að ríkja
trúnaður. Það er hreinn misskilning-
ur að taka þessu illa því það eina sem
ég átti við var að eftir að skiptihlut-
fóll bankanna vora ákveðin i samein-
iningarviðræðunum er ljóst að af-
koma annars bankans getur haft
áhrif á gengi hlutabréfa í hinum - og
öfugt," sagði Halldór J. Kristjánsson
sem þegar hefúr sent stjómendum
Búnaðarbankans skýringar sinar í
formi minnisblaðs.
-EIR/-HKr
Aöalsteinn Karlsson selur A. Karlsson:
Stærsti hluthafinn
- í Lyfjaverslun íslands fyrir bragðiö
Lyfjaverslun íslands hefur keypt
fyrirtækið A. Karlsson og greiðir
fyrir með hlutabréfum sem gerir
Aðalstein Karlsson, eiganda A.
Karlsson, að stærsta einstaka hlut-
hafanum í Lyfjaversluninni. A.
Karlsson hefur sérhæft sig í sölu á
hjúkrunar- og lækningatækjum, svo
og tækjahúnaði í stór eldhús og er
velta fyrirtækisins rúmur milljarð-
ur á ári. Hluthafar i Lyfjaverslun ís-
lands eru 900 talsins og eftir undir-
ritun samninga í gær er Aðalsteinn
sá stærsti.
„Við teljum okkur vera að gera
Með sigurbros á vör
Aðalsteinn Karlsson fagnar því aö
veröa stærsti einstaki hluthafinn í
Lyfjaversiun íslands.
góð viðskipti með þessum kaupum,"
sagði Sturla Geirsson, forstjóri
Lyfjaverslunarinnar, í gær og undir
það tók Aðalsteinn Karlsson: „Með
sölunni er ég að laga mig að breytt-
um aðstæðum og tryggja það að fyr-
irtæki mitt haldi áfram rekstri."
Málsaðilar vildu ekki tjá sig um
verðið sem Lyfjaverslunin greiddi
fyrir A. Karlsson en miðað við veltu
er hér um milljarðaviðskipti að
ræða.
“Ég fékk 20 prósent í
Lyfjaversluninni,“ sagði Aðalsteinn
í gærkvöldi. -EIR
Frá Patreksfiröi.
Eldur kom upp í Orkubúi Vestfjarða
á Patreksfirði i gær og hlutust af tals-
verðar skemmdir. Er talið að kviknað
hafi í rafmagnsrofa:
„Þetta var ekki til að bæta ástandið
hjá okkur vegna þess að það hefur ver-
ið rafmagnsskömmtun hjá okkur eftir
að línan frá Mjólkárvirkjun og Tálkna-
fjarðar fór i sundur aðfaranótt fimmtu-
dags,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni
á Patreksfirði í gaér en vegna þessa hef-
ur ranfmagnsskömmtun verið á öllum
sunnanverðum Vestjörðum siðustu
daga. Meðal annars var lögreglustöðin
á Patreksfirði og stjómstöð Almanna-
varna rafmagnslaus frá hádegi i gær
og fram að síðdegiskaffi. -EIR
að glæðast í samningaviðræðunum.
Það kom bakslag i þær í fyrradag og
í gær gerðist ekki neitt,“ segir Hjör-
dís Þorgeirsdóttir, varaformaður
Félags framhaldsskólakennara, og
er síður en svo bjartsýn á framhald-
ið. Verkfall framhaldsskólakennara
hefur nú staðið á fjórðu viku. -EIR
Engilllnn í Levi’s-búðinnl
„ Veriö óhrædd...Levi's í alla pakka!"
Engill selur gallabuxur:
Levi’s tii móts
við biskupinn
„Ég er að koma til móts við biskup
sem hefur hvatt okkur kaupmenn til
að taka mið af helgi jólanna í glugga-
útstillingum. Hann ætlar meira að
segja að verðlauna okkur fyrir,“ segir
Ólafur Helgason, verslunarstjóri í
Levi’s-gallabuxnabúðinni að Lauga-
vegi 37. Ólafur festi kaup á engla-
mynd í Kirkjuhúsinu með tilbúnum
texta sem hann lagfærði eilítið. Eng-
illinn blasir nú við vegfarendum í
jólainnkaupum og segir: „Verið
óhrædd, því sjá, ég boða ykkur mik-
inn fógnuð! Levi’s í alla pakka!“ -EIR
SYLVANIA
Eldur í f
Orkubúi f
Kennarar pikkfastir
„Það er tómt bull aö eitthvað sé Æ.
f
f
f