Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað James Bond og drykkjuvenjur hans: Hristan en ekki hrærðan - hvert er leyndarmálið á bak við góðan martini-kokkteil? „Hristan, ekki hrærðan." Þetta er ein frægasta lina þekktasta njósnara kvikmyndasögunnar, James Bond. Hitt svarið sem allir þekkja er það sem töffarinn gefur alltaf þegar hann er spurður að nafni: „Bond, James Bond.“ Þegar bíófiklar heyra beð- ið um martinikokkteil, hristan en ekki hrærðan, sjá þeir Sean Connery eða Pierce Brosnan fyrir sér í smóking á barnum að fá sér hestaskál, rétt áður en einhver íðilfagur kven- kyns gagnnjósnari er tek- inn til kostanna. En hvað er svona merkilegt við martini- kokkteil og af hverju skiptir svona miklu máli að hann sé hristur en ekki hrærður? Hér er ekki allt sem sýnist, því mart- ini-kokkteill Bonds er ekki beinlínis hefðbundinn frek- ar en margt annað við hetjuna. Hln efna sanna uppskrift í fyrstu bók Ians Flem- ing um Bond er því lýst í smáatriðum hvernig drykkurinn skal vera og segir þar í sjöunda kafla: „Ég vil fá þurran mar- tini,“ sagði hann, „í djúpu kampavínsglasi” „Oui, monsieur." „Bíddu aðeins. Það eiga að vera þrír sjússar af Gor- James Bond heldur á byss- unni af sama öryggi og hann skálar í martini Martini Bonds veröur alltaf aö vera hristur en ekki hræröur. Hvers vegna skyldi þaö vera? þarna er efinn.. Þeir sem unna kokkteilum af þessu tagi skiptast í tvo hópa og er önnur fylkingin hreintrúarmenn sem myndu aldrei leyfa vodka- tári að læðast í ginkokkteil undir nokkrum kringumstæðum og svo eru hinir sem eru frjálslyndari. Báðar fylkingar eru þó sammála um að mik- ill munur er á hristum og hrærðum martini. í fyrsta lagi er hristur kokkteill alltaf mun kaldari en sá hrærði, því ísmolarn- ir fá tækifæri til að vinna sitt verk í hristaranum. I öðru lagi kemst loft í blönd- una þegar hún er hrist og hreintrúarmenn telja að slíkt spilli bragðinu af gin- inu og geri kokkteilinn of bitran á bragðið. I þriöja lagi blandast vermóðurinn mun betur saman við giniö i hristiun kokkteil og dreg- ur úr olíukenndum keim sem sumum finnst vera af vermóð í kokk- teilum. dons gini, einn af vodka og hálfur af Kina Lillet. Hristu þangað til bland- an er vel köld og bættu þá við stórri sneið af sítrónuberki." Bond kallar þenn- an drykk Vesper í höfuðið á ægifögr- um gagnnjósnara sem hann á í höggi við í sömu bók. Rétt er að skýra út að Kina Lillet er ákveðin tegund af vermóð. Réttur martini í öðrum Bond-bókum biður hann stundum um miðlungs- þurran vodka martini, sem þýðir þá væntanlega að jöfn hlutfóll skuli nota af vodka og gini. Ekki er tekið fram í öllum bókunum um Bond að kokkteill- inn skuli vera hristur en ekki hrærður en það er þó gert víö- ast hvar. Hefðbundinn martini-kokk- teill er blandaður úr gini og þurrum vermóð og annað hvort ólífu eða sítrónuberki bætt 1 en ólífuútgáfan er mun algengari. Stundum er þurrt hvítvín notað í staðinn fyrir vermóðinn en það sem skiptir miklu máli hér er að hefðbundinn martini- kokkteill er aldrei hristur, alltaf hrærður. Algengustu hlutfóllin eru tveir ginsnafsar á móti einum vermóð. Að hrista eða hræra, Kokkteilar hafa á sér yfirbragð helmsvanra hófdrykkjumanna Nútíminn svolgrar í sig bjór og smjattar á léttvínum en maöur í smóking getur ekki drukkiö bjór. Þegar vodka er sett í martini-kokk- teil er mjög mikilvægt að drykkurinn sé kaldur, því annars verður kokk- teillinn á bragðið eins og kveikjara- bensín. Því kaldari sem drykkurinn er, því meira hverfur vodkabragðið. Þarna er kominn skýringin á því hvers vegna Bond lætur alltaf hrista kokkteilinn. Honum finnst vodka- bragðið vont. Vanir gindrykkjumenn myndu ráðleggja honum aö snúa sér alfarið að hefðbundnum martini og njóta mýktar ginsins í bland við sætt bragðið af vermóð og hinn salta und- irtón ólífunnar. Ekki heiisunnar vegna Sú skýring hefur verið sett fram að hristur kokkteill auki andoxunaráhrif alkóhóls og þess vegna sé hristur kokkteill með einhverjum hætti hoO- ari en hrærður. Það má fullyrða að Bond drekkur ekki martini heilsu sinnar vegna frekar en aðrir sem það gera. Hafi drykkjumenn áhyggjur af heilsu sinni ættu þeir frekar að drekka gulrótarsafa en kokkteilblönd- ur eins og þessa. Blindpróf hafa leitt í ljós að jafnvel óvanir martinidrykkjumenn eiga auð- velt með að þekkja hristan martini frá hrærðum. Það skýrist fyrst og fremst af kuldanum og áhrifunum á gin- bragðið. Að lokum má geta þess að því minni vermóður sem er 1 hefðbundn- um martini-kokkteil, þvi sterkari verður hann og virkar hraðar á þann sem drekkur. í hálfkæringi er mönn- um því ráðlagt að þegar blanda skuli reglulega hressandi martini-kokkteil sé nóg að setja ginið í glasiö með ólíf- unni og taka siðan glasið með kokk- teilnum og sýna því vermóðflöskuna. Síðan skal hræra varlega og drekka. Endurtakist eftir þörfum. -PÁÁ í hjónaband á jólunum Poppdrottningin Madonna og kærastinn hennar, breski leik- stjórinn Guy Ritchie, ætla að gifta sig um jólin samkvæmt frétt breska slúðurblaðsins Sun og bresku fréttastofunni PA. Vígslan er sögð munu fara fram í Domoch- dómkirkjunni í norðaustur- hluta Skotlands 22. desember. Brúðkaups- veislan verður haldin í Ski- bokastalanum sem er þar ekki langt frá. Ef marka má fréttina verður það Stella McCartney, dóttir Pauls McCartneys, sem teiknar brúðarkjólinn. Madonna er sögð hafa heim- sótt Stellu í Par- ís á dögunum til að máta ýmsa kjóla. Ekki er talið útilokað að son- ur Madonnu og Guys, Rocco litli, verði skírður um leið og foreldr- amir verða gefnir saman. í Skibokastalanum, sem er vinsæll meðal fræga fólksins, sögðu menn að brúökaupsveisl- an hefði ekki verið bókuð. Guy og Madonna Fullyrt er aö turtildúfurnar láti gefa sig saman um jóiin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.