Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Fréttir DV Evrópusambandið reynir að sefa ótta almennings við kúariðu: Hef borðað kjöt í 50 ár og ekki orðið meint af - segir sextugur franskur slátrari sem hefur meðhöndlað kjöt í 47 ár Kýr á beit á Spáni Þessar fallegu kýr á beit eru úr þorpinu Belaindo í Galiciu-héraði á norðvestanverðum Spáni. Fyrstu kúariðutilfellin greindust á Spáni í síðustu viku og hafa yfirvöld þegar gripið til ráðstafana. „Ég er búinn að borða kjöt í fimmtíu ár og mér hefur ekki orðið meint af. Eru allir orðnir geggjaðir? Um daginn heyrði ég um konu sem fékk kúariðu, jafnvel þótt hún væri grænmetisæta.“ Þetta sagði sextugur franskur slátrari í París þegar blaðamaður danska blaðsins Jyllands-Posten leitaði eftir viðbrögðum hans við kúariðuóttanum sem hefur heltekið fjölmörg Evrópulönd. Sala á nauta- kjöti hefur hrunið í Frakklandi og víðar og neytendur reyta hár sitt í örvilnan. Þannig telja 63 prósent Frakka að þeir geti beðið heilsutjón af því sem þeir láta ofan í sig, að því er fram kom í könnun sem gerð var opinber í síðustu viku. Svindlað með kjötmjöl Gefum slátraranum Yves, sem hefur verið 47 ár í kjötbransanum, aftur orðið: „En auðvitað er þetta vandamál sem stjórnmálamennirnir hefðu fyr- ir löngu átt að vera búnir að ráðast á. Það hefur verið svindlað með kjöt- og beinamjöl i fóðri í fjölda ára, og jafnvel þótt það hafi verið bannað í Frakklandi hefur það kom- ið frá Bretlandi í gegnum önnur lönd, eins og Belgíu.“ Nú hafa stjórnmálamennirnir hins vegar gripið í taumana, eða réttara sagt fulltrúar þeirra í emb- ættismannakerfi Evrópusambands- ins í Brussel. Framkvæmdastjórn ESB ákvað á miðvikudag að leggja til blátt bann við notkun kjötmjöls í öllu dýrafóðri. Reyndar gekk bann við notkun þess í fóðri jórturdýra í gildi í ESB í ágúst 1996 en hér eftir má ekki gefa það öðrum dýrum, svo sem svínum, alifuglum og eldislaxi. Kjötmjöl er talin vera helsta smit- leið kúariðunnar sem getur valdið Erlent fréttaljós banvænum heilarýmunarsjúkdómi í mönnum, nýju afbrigði Creutz- feldt-Jakob. Framkvæmdastjórn ESB lét þó ekki þar við sitja, heldur ákvað hún að kjöt af öllum nautgripum sem eldri eru en 30 mánaða og sem ekki Tll verndar neytendum David Byrne, sem fer meö neytenda- mál í framkvæmdastjórn ESB, svar- ar spurningum fréttamanna um aö- gerðir ESB gegn kúariðu. hafa verið rannsakaðir vegna kúariðu fari ekki í fæðukeðjuna. Það gæti orðið til þess að farga þyrfti um tíunda hluta nautgripa í öllu Evrópusambandinu. Innyfli á bannlista Sannað þykir að dýr yngri en 30 mánaða fái ekki kúariðu og því sé óhætt að borða af þeim kjötið. Þá vill framkvæmdastjómin að öll inn- yfli nautgripanna verði sett á lista yfir vafasamar afurðir. Embættismenn viðurkenndu þó fúslega að aðildarríkin væru ekki tilbúin fyrir slikar aðgerðir. Til að svo megi verða þarf fleiri tilrauna- stofur, betri aðstöðu til að taka pruf- ur úr dýraskrokkunum og meira geymslupláss. „Ég tel ekki að þau verði tilbúin til að rannsaka í stórum stíl á næst- unni,“ sagði einn heimildarmaður breska blaðsins Guardian. Landbúnaðarráðherrar ESB koma saman 1 Brussel á mánudag til að fjalla um tillögur fram- kvæmdastjómarinnar. Búist er við að kjötmjölsbannið gildi aðeins í sex mánuði til að byrja með en ólík- legt þykir annað en það verði fram- lengt. Almenningur myndi hrein- lega ekki sætta sig við annað. Þekkir engin landamæri „Kúariða þekkir engin landa- mæri. Neytendur eiga það skilið að þeim sé sagt að við gerum ýtrustu varúðarráðstafanir til að vemda þá,“ sagði David Byrne, sem fer með öryggismál matvæla innan fram- kvæmdastjómar ESB. Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn- inni, sagði að boðaðar aðgerðir yrðu dýrar en það væri fjárfesting sem skynsamlegt væri að fara út í. Ekkert kúariðutiifelli hefur kom- ið upp í Danmörku frá því i febrúar þegar kýr á bóndabæ á Norður-Jót- landi drapst úr sjúkdóminum. Frakkland hefur verið í heljar- greipum kúariðuóttans undanfarna daga og vikur. Kúariðutilfellum hef- ur fjölgað mjög þar á þessu ári, með tilheyrandi afleiðingum í sölu á nautakjöti. Frakkar héldu til skamms tíma, eins og svo margar aðrar Evrópuþjóðir, að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af sjúkdómi þessum. Að minnsta kosti tveir Frakkar hafa látist af völdum nýs afbrigðis af heilarýrnunarsjúkdóm- inum Creutzfeldt-Jakob sem talinn er stafa af neyslu kjöts af smituðum nautgripum. Fyrstu kúariðutilfellin komu upp í Þýskalandi í siðustu viku. Þjóð- verjar hafa lengið talið aö þeim staf- aði engin hætta af kúariðunni og hafa ásakað Frakka fyrir að gera of mikið úr henni. Kúariðu varð fyrst vart í naut- gripahjörð á bóndabæ í sunnan- verðu Englandi árið 1985. Síðan eru „Við höfum horft upp á að hrun markaðarins fyrir nautakjöt er al- varlegra en var 1996 og þess vegna er nauðsynlegt að grípa til viðtækra aðgerða, nema við viljum glata hon- um alveg," sagði Fischler. Franska blaðið Libération segir tilfellin orðin rúmlega 175 þúsund. í október síðastliðnum lést fjórtán ára bresk stúlka af völdum Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómsins. Alls hefur 181 maður í Bretlandi látist af völd- um sjúkdóms þessa sem er ólækn- andi. Teygir sig eftir nautakjöti Þýsk kona teygir sig eftir nautakjöts- bita í verslun í Hamborg í vikunni. að Evrópusambandið hafi kúvent í kúariðumálinu frá því Jacques Chirac Frakklandsforseti flutti sjón- varpsávarp þann 7. nóvember síð- astliðinn þar sem hann krafðist þess að kjötmjöl yrði bannað með öllu. Hvorki framkvæmdastjórn ESB né félagar Frakka voru hrifnir af þessu frumkvæði Chiracs sem hann tók án þess að ráðfæra sig við aðra þjóðaleiðtoga og sem þeir töldu að gæti valdið ótta meðal almenn- ings. Ekki er lengra síðan en 15. nóv- ember að áðurnefndur David Byrne úr framkvæmdastjórn ESB sagði að bann við notkun kjötmjöls væri blekking. Þegar hann lét þau orð falla var landbúnaðarkommissarinn Fischler við hlið hans í Strasborg. Erfðabreyttar sojabaunir Leitin að fóðri i stað kjötmjölsins sem nú hefur verið bannað gæti leitt til annars eins uppistands með- al evrópskra neytenda. Ríkisstjórnir sumra landa og um- hverfisverndarsinnar hafa þegar látið í ljósi efasemdir um þann kost- inn sem líklegast yrði ofan á, það er aukinn innflutningur sojabauna frá Bandaríkjunum. Þar eru erfða- breyttar sojabaunir hins vegar mjög algengar og slíkt fellur í grýttan jarðveg hérna megin Atlantshafs- ins. „Ég get bara ekki skipt einni til- finningaþrunginni umræðunni út fyrir aðra,“ sagði Wilhelm Molterer, landbúnaðarráðherra Austurríkis, í vikunni. „Enginn hefur nokkra hugmynd um hvaða áhrif það hefur á búpen- inginn að gefa honum mjöl úr erfða- breyttum sojabaunum til lang- frama,“ sagði Andy Tait úr Green- peace umhverflssamtökunum. En spákaupmenn vestur í Chicago, þar sem sojabaunir ganga kaupum og sölum, eru nokkuð viss- ir um hver niðurstaðan verður, ef marka má orð eins miðlarans: „Menn eru að leita að sojamjöli eins og börn í leit að páskaeggjum." Byggt á Jyllands-Posten, Libér- ation, The Guardian, The Obser- ver og Reuters. í Evrópu Kúariðu hefur ekki orðið vart í Póllandi. Stjómvöld ákváðu samt fyrir viku að banna innflutning af nautakjöti frá Þýskalandi, Spáni, Belgíu og Hollandi. Áður höfðu Pól- verjar ákveðið að setja innflutnings- bann á nautakjöt og kjötmjöl frá Bretlandi, írlandi, Frakklandi, Portúgal, Italíu og Sviss. ítalir hafa hingað til verið lausir viö kúariðu en rétt eins og Pólverj- ar taka þeir enga áhættu. Þannig hafa ítalir lýst yfir einhliða inn- flutningsbanni á frönsku nautakjöti og ítalskir bændur hafa sett upp vegatálma við landamærin að Frakklandi og Austurriki. Tvö kúariðutilfelli hafa komið upp á Spáni og grunur leikur á að smitið hafi borist frá Hollandi og Austurríki. Stjórnvöld vísa því á bug að um faraldur sé að ræða en þau hafa engu að síður gripið til að- gerða eftir að sala á nautakjöti hrundi í einstökum héruðum. Svíar, Finnar og Austurríkis- menn hafa sloppið við kúariðuna til þessa. Ottinn viö kúariðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.