Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 67
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 75~ - DV Tilvera Píanókeppni EPTA í fyrsta sinn á íslandi: Píanónemendur sýna klærnar Þungavigt Víkingur Heiöar Ólafsson er einstaklega efnilegur píanóleikari. Einhver mesti viðburður tónlistar- sögunnar var þegar bandariski píanó- leikarinn Van Cliburn sigraði í fyrstu Tsjaíkovskí-keppninni sem haldin var í Moskvu árið 1958. Þetta var auðvit- að ekki í fyrsta sinn sem píanóleikar- ar kepptu sín á milli en þegar ungur „yankee" frá Texas sigraði alla kommana í Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins og sjálfur Krústsjof af- henti honum gullverðlaunin þótti það saga til næsta bæjar. Þetta var ekki bara einhver listrænn sigur heldur var eins og Bandaríkjamenn hefðu unnið kalda stríðið. Er Cliburn kom heim aftur var honum ekið um í opn- um jeppa um breiðar götur stórborg- anna en trylltur lýðurinn æpti og öskraði og henti yfir hann bréfarusli. Vantaði bara að einhver náungi sæti fyrir aftan hann í bilnum og minnti hann á dauðann eins og tíðkaðist hjá rómverskum stríðshetjum. Sætur sigur Cliburns varpaði glýju í augun á öðrum píanóleikurum. Áður fyrr þóttu verðlaun í píanó- Léttvigt Kristján Karl Bragason, handhafi fyrstu verölauna í léttvigt. keppnum ekki eina leiðin til frægðar og frama en nú urðu allir að fara sömu braut. Þar á meðal var Vladimir Ashkenazy, sem deildi gullverðlaun- unum með breska píanóleikaranum John Ogdon í annarri Tsjaíkovskí- keppninni er haldin var árið 1962. Ashkenazy vakti samt fyrst heimsat- hygli þegar hann flúði land og gerðist pólitískur flóttamaður rétt á eftir og Ungur píanósnillingur, Víkingur Heiðar Ólafsson: / Ottast ekki mistök Vikingur Heiðar Ólafsson sigraði í flokki nemenda á háskólastigi, eða þungavigt, í EPTA- pianókeppninni sem lauk í Salnum um síðustu helgi. Víkingur er aðeins 16 ára, lauk grunnskólaprófi í vor og hóf nám í MH í haust með fram námi sínu í Tónlistarskólanum. Tónlistin í blóð borin Víkingur segist ungur hafa farið að eiga við píanóið heima hjá sér, pikka upp laglínur og semja, enda alinn upp í tónlistarQölskyldu. Móð- ir hans, Svana Víkingsdóttir, er pí- anóleikari og faðir hans, Ólafur Ax- elsson, sem er arkitekt, spilar einnig mikið í frístundum sínum og semur tónlist. „Ég held að ég hafi farið að lifa og hrærast í tónlist strax á meðgöngunni, enda lauk mamma prófi frá Tónlistarháskól- anum í Berlín þegar hún var gengin með mig fimm rnánuði," segir Vík- ingur. Tónlistarnám Víkings hófst þegar hann var fimm ára. „Eldri systir mín var í Tónmenntaskólanum svo ég kom þangað oft að sækja hana. Einu sinni hitti ég Erlu Stefánsdótt- ur píanókennara á ganginum og leist svo vel á hana að ég spurði hana hvort hún vildi ekki kenna mér á píanó.“ Erfið keppni Að sögn Víkings var píanóið alltaf aðaláhugamál hans. Hann seg- ist þó ekki hafa farið að æfa sig markvisst fyrr en um 10 ára aldur- inn. „Ég hugsaði ekki mikið um framtíðina en fannst þó alltaf flott ímynd að ferðast um heiminn og vera þekktur einleikari. Samt var ég allt eins að hugsa um að verða blaðamaður eða læknir.“ Víkingur hefur vakiö athygli margra fyrir það hvað hann virðist rólegur og yfirvegaður þegar hann kemur fram. „Ég reyni að upplifa tónleika þannig að ég þurfi ekki að sanna neitt á þeim og óttast þess vegna ekki mistök. Ég reyni að úti- loka áhorfendur og tekst þess vegna yfirleitt að einbeita mér algerlega að píanóleiknum," segir Vikingur en bætir svo við: „Ég er samt stress- aðri en maður kannski heldur." Píanókeppnin á dögunum var erf- iö að sögn Víkings. „Ef maður gerir mistök á tónleikunum er hægt að bæta þau upp síðar en maður miss- ir hreinlega stig á mistökum í svona keppni þannig að það er mikið álag.“ Lýkur einleikaraprófi í vor Víkingur segist hafa mestan áhuga á að spila stór rómantisk verk. „Rómantíkin liggur best fyrir mér núna enda hef ég mest veriö að fást við hana.“ Spurður hvers konar tónlist hann hlusti mest á segist Víkingur hlusta mest á klassíska tónlist. „Ég hef síð- ustu mánuði hlustað í auknum mæli á þá tónlist sem kölluð er nú- tímatónlist, mest svolítið „aggressífa" tónlist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég er að taka mér svolítið frí frá píanóverkunum.“ Víkingur lýkur einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrri hluta næsta árs. Hann segist vera að leita sér að kennara erlend- is, einna helst í Ameríku. „Ég ætla að reyna að ljúka nokkrum eining- um í MH í vetur en verð að viður- kenna að verkfallið kom sér vel i undirbúningnum fyrir píanókeppn- ina,“ segir þessi efnilegi og glaölegi ungi píanóleikari. -ss þótti það næstum því jafn niðurlægj- andi fyrir Sovétríkin og að kúreki skyldi vinna keppnina fjórum árum áður. í samanburðinum við Tsjaíkovskí- keppnina og aðrar alþjóðlegar keppn- ir þykir EPTA (European Piano Teachers’ Associationj-keppnin, sem haldin var i Salnum í Kópavogi í síð- ustu viku, kannski vera harla óspenn- andi. Vissulega fékk hún lítinn hljóm- grunn hjá Ríkissjónvarpinu sem sýndi henni nánast engan áhuga. Og samt brýtur hún blað í íslenskri tón- listarsögu því þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi. Heyrst hefur að þeim hjá Rikissjón- varpinu hafi fundist keppni píanó- nemenda á ýmsum stigum vera of sér- hæft fyrirbæri en hvernig má það vera þegar svo mörg íslensk börn læra á píanó eins og raun ber vitni? Gífurleg spenna Keppnin hófst miðvikudaginn 22. nóvember. Var keppt í þremur riðlum sem sumir kölluðu fjaðurvigt, léttvigt og þungavigt, eins og í boxinu. Fjað- urvigtin samanstóð af nemendum á fjórða og fimmta stigi, svonefndu mið- námi; i léttvigtinni voru nemendur á sjötta og sjöunda stigi, þ.e. framhalds- námi, en í þungavigtinni voru nem- endur á háskólastigi. Á miðvikudag- inn og fimmtudaginn var keppt til undanúrslita í öllum riðlum en spenn- an fór fyrst að færast í aukana þegar þeir sterkustu stóðu einir eftir og börðust til úrslita laugardaginn þann 25. Var undirritaður þá á staðnum og hlustaði á alla keppendurna. Spennan í salnum var gífurleg en samt var stemningin góð, áheyrendur virtust skemmta sér konunglega og margir píanókennarar höfðu á orði að þeir hefðu lært ótrúlega margt á fáeinum dögum. Einn kennari lét þó óánægju sína i ljós yfir að nafn hans skyldi ekki vera í efnisskránni hjá nemanda hans, sem er kannski skiljanlegt, því það er ekki síst kennaranum að þakka að nemandi geti yfirhöfuð nokkurn skapaðan hlut. En móti kemur að það voru píanónemendur sem voru að keppa, ekki kennararnir, að minnsta kosti ekki opinberlega. Takmarkaður hljómur Athygli vakti hve hljómur Bösen- dorfer-flygilsins var takmarkaður, sérstaklega hjá yngstu píanóleikurun- um. Flygillinn í Salnum í Kópavogi er að mörgu leyti óheppilegt einleiks- hljóðfæri, diskantinn syngur illa og bassinn virkar flatur og óspennandi. Með söngvara er flygillinn ásættan- legur en möguleikarnir eru ekki eins miklir þegar leika á krefjandi ein- leiksverk. Það kallar á mikla reynslu að spila á slíkt hljóðfæri og þurfti maður hálfpartinn að hlera leik yngstu þátttakendanna. Betri var tónninn hjá nemendunum í framhaldsstiginu, sérstaklega hjá Kristjáni Karli Bragasyni, en túlkun hans á Pólónesu op. 40 nr. 2 eftir Chopin var fagurlega mótuð, enda sigraði hann í sínum riðli eins og kunnugt er. Leikur Víkings Heiðars Ólafssonar og Árna Björns Ámasonar í þungavigtinni var líka töluvert hljómmikill, þótt útkoman heföi ör- ugglega orðið enn betri ef þeir hefðu spilað á Steinway-flygil. Enda varla hægt að hugsa sér þriðja píanó- konsert Prokofievs eða fyrsta píanó- konsert Tsjaíkovskís fyrir nokkurt annað hljóðfæri. Og fyrstu verðlaun hlýtur... Á sunnudeginum var svo komið að verðlaunaafhendingunni. Athöfnin hófst klukkan tvö og var andrúmsloft- ið í Salnum rafmagnað. Formaður dómnefndar, Malcolm Troup, hélt^,- ræðu áður en hann tilkynnti úrslitin ' og var það síst til að draga úr spenn- unni. Loksins sagði hann frá því að Hákon Bjamason hlyti fyrstu verö- laun í miðnáminu, Kristján Karl Bragason í framhaldsnáminu og Vík- ingur Heiðar í þungavigtinni en flutn- ingur hans á fyrsta kafla fyrsta píanó- konserts Tsjaikovskís þótti sérlega áhrifamikill. Enn fremur hlaut Árni Björn sérstök verðlaun fyrir bestu túlkunina á verkinu Sindur eftir Þor- kel Sigurbjörnsson en allir þátttak- endur efsta stigsins þurftu að leika það. Er þetta sérkennileg tónsmíð þar sem endurtekningar koma mikið við sögu, eins konar blanda af fingraæf- ingum og tónlist eftir Philip Glass. c Árni Björn vakti einnig sérstaka at- ~ hygli undirritaðs fyrir frábæran flutn- ing á fyrsta kafla þriðja píanókonserts Prokofievs, sem var hnitmiðaður og glæsilegur og hver einasta nóta í hin- um háskalegustu tónahlaupum skýr og fullkomlega mótuð. j f m f é gÉBjl .... . i ■fc, .. 2 Formaöur dómnefndar Dr. Malcolm Troup var formaöur dóm- nefndar í píanókeppni EPTA sem haldin var í Salnum í síöustu viku. Frábær keppni Einhverjir efuðust þegar hugmynd- inni um íslenska píanókeppni var fyrst varpað fram og sáu fyrir sér út- belgda útgáfu af venjulegu tónlistar- skólaprófi þar sem nemendur eru' nánast dauðir úr stressi og prófdóm- arar löngu dauðir úr leiðindum. En reyndin varð allt önnur, keppnin var stórglæsileg, frábærlega skipulögð og var nemendum og kennurum afar lærdómsrík, auk þess sem aðrir áheyrendur skemmtu sér greinilega konunglega. Fjölmargir foreldrar fylgdust líka með, ekki bara þeir sem áttu börn er voru að keppa heldur einnig þeir sem vildu auka skilning sinn á píanóleik almennt og því sem er að gerast í hinum ótrúlega mörgu tónlistarskólum landsins. Það er því ljóst að ef svona keppni væri haldin reglulega myndi hún hafa sterk og góð áhrif á íslenskt tónlistarlíf og yrði mörgum tónlistarmanninum bæðn® innblástur og hvatning. Vonandi verður sá draumur að veruleika. Jónas Sen Fjaðurvigt Hákon Bjarnason hlaut fyrstu verölaun í fjaöurvigt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.