Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 33 I>V Helgarblað Ragnhildur Sif Reynisdóttir gullsmíðameistari sýnir hjá Hansínu Jensdóttur: Smíðaði fyrsta gripinn ellefu ára Ragnhildur Sif Reynisdóttir er 31 árs gullsmíðameistari og heldur hún sýningu á gripum sínum hjá Hansínu Jensdóttur gullsmiði á Laugavegi 20b. Hún er þriðji ættlið- ur gullsmiða; faðir hennar og afi eru báðir gullsmiðir. „Ég byrjaði snemma að þvælast í kringum pabba á verkstæðinu. Ég tíndi upp afskurð frá gullsmiðun- um, sem var svo bræddur aftur og notaður. Fyrstu hringana mína smíðaði ég upp úr tíu ára aldri og gaf vinum mínum,“ segir Ragnhild- ur Sif. Tíu ár í faginu Ragnhiidur Sif segist hafa haft áhuga á mörgu. Hún hugsaði um viðskiptanám og snyrtifræði en ein- hvern veginn beindust sjónir henn- ar alltaf að gullsmíðinni. Ragnhild- ur hefur í tíu ár unnið hjá fjöl- skyldufyrirtækinu, Gull- og silfur- smiðjunni Ernu, sem hefur aðallega sérhæft sig í gerð borðbúnaðar. „Síðustu tíu árin hef ég verið sú eina sem hef smíðað þrikrossinn fyrir Blindrafélagið. Auk þess hef ég verið að vinna að mínum eigin grip- um.“ Þegar Ragnhildur er spurð hvort hún líti á sig sem handverksmann eða listamann segir hún: „Það er erfitt að svara þvi. Ég hugsa bara um mig sem gullsmið.“ Áhrif umhverfisins „Fyrir tveimur árum byrjaði ég fyrir alvöru að hanna skartgripi. Ég smíða mikið úr silfri en dags dag- lega vinn ég mest með gull. Mér finnst mjög gott að vera á ferðinni. Allt umhverfi mitt hefur áhrif á mig og það sem ég geri. Ég verð til dæm- is fyrir miklum áhrifum frá lands- lagi og formum í umhverfi mínu og náttúrunni.“ Um þessar mundir er sagt að ís- land sé í tísku í hönnunar- og lista- heiminum. Ragnhildur segir að það geti verið vegna þess að við séum mjög fljót að grípa nýjungar. „Við erum fersk. Við erum fá en samt eru íslendingar út um allt. Hins vegar held ég að við séum ekki jafn sérstök og við höldum." Getur alltaf búið til nýtt Ragnhildur kveðst mjög sátt við að hafa valið gullsmíðiri. „Ég er líka ánægð með það sem ég er að fást við núna í hönnuninni og það gefur mér mikið.“ Eins og gefur að skilja er Ragn- hildur ekki í vandræðum með skartgripina við hátíðleg tækifæri. „Ég smíða sjálf alla skartgripi sem ég geng með. Það er þó svo skrýtið að dags daglega er ég ekki mikið með skartgripi. En fyrir stærri atburði þykir mér mjög gam- an að búa til gripi og ganga með þá. í rauninni þyrfti ég ekki að vera tvisvar með sama skartgripinn. Ég get alltaf búið til nýjan. Það er mjög þægilegt." -sm - þarf aldrei að bera sama skartgripinn tvisvar Meistarinn með gripi sína Ragnhildur Sif Reynisdóttir gullsmíðameistari hefur verið viðloðandi gullsmíði fr& því hún var tveggja ára. DV-MYND E.ÓL. Sviðsjjós Nicolas Cage loksins að skilja Um þessar mundir berast þær sérstæðu fréttir af hjóna- bandi þeirra Nicolas Cage og Patriciu Arquette að þau séu í þann veginn að skilja. Ástæðurnar segja hjónin vera óá- sættanlega mis- klíð af ýmsu tagi en sögur af hjóna- bandi þeirra hafa gengið árum sam- an og þóttu ein- kennilegar, jafn- vel á mælikvarða Hollywood. Cage og Árquette gift- ust árið 1995 en bjuggu aldrei saman undir einu þaki. Þrátt fyr- ir þessa fjarlægð lýstu þau því yfir níu mánuðum eftir gifting- una að skilnaður væri yflrvof- andi. Samt héldu þau áfram að koma saman fram opinberlega og mæta saman í veislur og á frum- sýningar. Þau gerðu meira að segja eina kvikmynd saman á þessum tima, sem hét Bringing out the Dead. Nicolas sótti formlega um skilnað á síðasta ári og kallaði þá hjónaband þeirra skrípaleik og sýndarmennsku. Siðan snerist honum hugur og sagt er að hann hafi greitt Patriciu 3 milljónir punda sérstaklega fyrir að gera enn eina tilraun til að láta þetta sér- stæða hjónaband ganga. Sú tilraun hefur greinilega mistekist þvi nú ríkir eining meðal hjónanna um að slíta hjónaband- inu. Leikarinn Nicolas Cage er aö skilja við konu sína til margra ára Hjónaband þeirra hefur verið með ein- dæmum sérkenni- iegt, jafnvel á mæli- kvarða Hollywood. Til sölu: Garland-djúpsteikingarpottur, 2ja hólfa Garland-grillhella, stór Pitsuofn 101 hnoðari Kæliskápur frystiskápur Upplýsingar ísíma 587 7556 og 863 5807 Við sögum niður verðið! Kolap°t#*,s Opið alla daga til jóla Mighty Qareth Skemmtir í Kolaportinu alla sunnudaga í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.