Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað Þetta er saga ástar og átaka sem gerist á ensku öldinni svokölluðu, á 15. öldinni, þegar Englendingar réöu hér lögum og lofum og áttu lífleg viðskipti við íslendinga, keyptu af þeim skreið og borguðu í alls kyns vamingi. Þetta eru góðir tímar á ís- landi, gagnstætt því sem margir halda. Svartidauði er afstaðinn fyr- ir nokkrum áratugum og við þann mikla mannfelli færðust eignir í landinu á færri hendur; eins dauði varð annars brauð í bókstaílegri merkingu. Það var mikil eftirspum eftir vinnuaíli vegna þessa skorts á fólki og veðurfar var betra en á öld- inni á undan. Það hefur veriö góð- æri en jafnframt miklar sviptingar. Þjóðlífið er reyfarakennt því það gengur á með mannránum, morð- um, aftökum, bardögum og heiftar- legum átökum um völd á báðum biskupsstólunum, bæði á Hólum og í Skálholti." Þannig lýsir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur baksviði íjórðu skáid- sögu sinnar, Galdurs, sem kom út á dögunum. Aðalsöguhetja bókarinn- ar er Ragnfríður Gautadóttir, sem verður ung bamshafandi eftir ensk- an skipbrotsmann. Hún á í storma- sömu ástarsambandi við prestinn Þorkel Guðbjartsson, sem er afar metnaðargjarn, og ástarsaga þeirra er fléttuð inn í blóði drifna baráttu um veraldleg völd á Norðurlandi. Hvað er raunverulegt? En er þetta raunverulegt fólk? „Ragnfríðar Gautadóttur er getið í einu bréfi í bréfabók Craxtons, enska biskupsins á Hólum, haustið 1431. Það bréf er stefna á hendur Þorkatli fyrir fjölþættar sakir, með- al annars vopnaburð, samsæri á hendur biskupi, rekastuld og fyrir að hafa rænt Ragnfríði þessari og ungum syni hennar frá Hólum og reynt að nauðga henni. Þetta eru einu heimildirnar um það að Ragn- fríður hafi verið til og lifaö og á þessum fáu línum byggi ég fléttu sögunnar en skálda í eyöumar. At- burðir eins og bardaginn við Eng- lendinga á Höfðaströnd og skips- skaðinn mikli árið 1419 em sann- sögulegir, og raunar er flest það sem ótrúlegast má telja í sögunni fengið beint úr annálum." „Ég vil benda á að ást- sœlasta bók íslendinga, Njála, erfœrð í letur í kringum 1250 en lýsir at- burðum sem gerast rúm- um 200 árum fyrr. Ef við flokkum hana sem skáld- sögu þá er hún söguleg skáldsaga.“ DV-MYND: E. ÖL. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur gefur nú út fjórðu sögulegu skáldsöguna sem hún skrifar. Vilborg segir að henni finnist hinar myrku miöaldir heillandi viöfangsefni og telur þær hafa veriö blómatíma og góöæri. Galdrahundurinn Þorkell En var ójafnaðarmaðurinn Þor- kell raunverulegur? „Já, hans er víða getið í heimild- um frá 15. öld og þótt hann hafi ver- ið sakaður um svo alvarleg brot sem þessi er hann orðinn ráösmaður á Hólum aðeins tveimur árum síðar, sem sýnir manni að hann hefur al- deilis kunnað að koma ár sinni fyr- ir borð. Hann var háskólagenginn, gekk í skóla bæði í Þýskalandi og í þann alræmda Svartaskóla í París, prestlærður, en veraldlegur mjög eftir því sem lesa má úr heimildun- um. Þjóðsögur kalla hann Galdra- Þorkel og telja hann höfund Grá- skinnu, þeirra bókar sem galdra- kindur 17. aldarinnar áttu að hafa mest af sinni fjölkynngi úr. Hann er sagður hafa átt tugi bama í frillulífi þrátt fyrir að kaþólskir prestar ættu að vera skírlífir, og eftir að hann var á Hólum var hann prestur á Grenj- aðarstað og síðan í áratugi í Laufási í Þingeyjarsýslu," segir Vilborg. En hvers vegna að skrifa söguleg- ar skáldsögur? Er ekki nægur efni- viður í dramatískar skáldsögur í okkar nútíma? „Þegar ég las Nafn rósarinnar eft- ir Umberto Eco fyrir mörgum árum og hreifst mjög af ákvað ég að reyna að gera fortíð íslendinga skil í skáld- - Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifar skáldsögu sem gerist í góðæri fimmtándu aldarinnar á íslandi Hobbit í verðlaun Fékk söguformi með líkum hætti og hann gerði. Það er ákveðin ögrun í því fólgin að fást við svona fjarlægan tíma. Fólk breytist ekki þótt ytri umgjörðin breytist í gegnum aldim- ar. Allar mannlegar tilfmningar eru þarna eins og við þekkjum þær: losti, valdagræðgi, þörfln fyrir að elska og vera elskaður, breyskleiki manneskjunnar. Þetta eru allt til- finningar og aðstæður sem við þekkjum en í kaupbæti fær lesand- inn innsýn í horfna tíma, þá veröld sem var og við byggjum nútíðina á.“ „Það má ekki trúa þeirri myrku mynd sem fyrri tíðar íslandssögukennar- ar, já, og Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleik- stjóri, hafa dregið upp af miðaldafólki, skítugu að utan sem innan, tann- lausu, lúsugu og krepptu af skyrbjúg. “ Njála er söguleg skáldsaga En eru ekki flestar þær sögur sem við dáum hvað mest frá miðöldum og fornri tíð skrifaöar í sínum sam- tíma og á sínum samtíma? „Ég vil benda á aö ástsælasta bók íslendinga, Njála, er færð í letur í kringum 1250 en hún lýsir atburð- um sem gerast rúmum 200 árum fyrr. Ef við flokkum hana sem skáldsögu þá er hún söguleg skáld- saga.“ En er ekki tíminn sem sagan ger- ist á, hinar myrku miöaldir, hálf- gerður volæðistími? „Engan veginn. Þvert á móti var 15. öldin á margan hátt blómaskeið og samskiptin við umheiminn meiri en oft áður og síðar. Ekki trúa Hrafni Það má ekki trúa þeirri myrku mynd sem fyrri tíðar íslandssögu- kennarar, já, og Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaleikstjóri, hafa dreg- ið upp af miðaldafólki, skítugu að utan sem innan, tannlausu, lúsugu og krepptu af skyrbjúg. Viö vitum af fornleifarannsóknum á Grænlandi aö þar gekk fólk í litríkum fotum sem samræmdust tískunni á 15. öld á meginlandi Evrópu. Ef fólk á Grænlandi, sem var mun einangr- aðra en ísland, gat fylgst með Paris- artískunni þá er klárt að íslending- ar gerðu það líka. Frá 14. öld er meira að segja til bréf frá biskupi þar sem prestum er bannað aö ganga í röndóttum fotum og vefja óhóflega löngum hettustrútum um háls sér. Það var talið spjátrungs- legt. En vissulega eru þetta átaka- tímar; árið sem bókin gerist, 1431, var verið að brenna heilaga Jó- hönnu af Örk á gamla markaðstorg- inu í Rouen í Frakklandi, fyrstu byssumar voru að líta dagsins ljós í Evrópu og 100 ára stríðið á milli Frakka og Englendinga stóð yfír. Þetta var merkilegur tími en hreint ekki það sultarlíf sem margir ímynda sér þótt stéttaskiptingin hafi auðvitað verið skelfileg.“ Annálar og Internet Vilborg hefur starfaö sem biaða- maður á ýmsum fjölmiölum undan- farin 15 ár en hefur helgað sig rit- störfum eingöngu á þessu ári. Hvemig aflar hún sér heimilda við söguritunina? „Ég er ekki sagnfræðingur en í blaðamennsku lærir maður að leita að upplýsingum. Ég nýti heimildir til þess að hafa það sem sannast sem vitað er um en skálda í eyðum- ar. Þegar ég er að skrifa ligg ég í sagnfræðiritum, annálunum, fom- bréfasafninu og þjóðsögunum en ég nýti einnig Intemetiö í vaxandi mæli - nota þannig jöfnum höndum elstu heimildir sem þekkjast, aldagamla Emnálana, sem og þær nýjustu, heimasíður á Netinu. Sem dæmi þá segir á einum stað í Galdri frá hljóðfæraleik og dansi á biskupssetrinu á Hólum. Til þess að sú lýsing yrði sem trúverðugust fann ég heimasíðu á Netinu sem fjallar ítarlega um miðaldahljóðfæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.