Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað Cameron Diaz. Ef gera á framhald um Charlie's Angels munu allir fá kauphækkun en Cameron mesta. Cameron Diaz er dýrust Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu leika allar í hinni gríðarlega vinsælu kvikmynd um Charlie’s Angels. Vinsældir henn- ar hafa orðið til þess að þegar er farið að ræða um framhald eins og oft vill verða í Hollywood. Vitað er að allir vilja fá kauphækkun því velgengni kvikmynda hækkar gengi leikara verulega. Af þeim sem léku aðalhlutverk- in er talið að Cameron Diaz verði dýrust en hún viU fá 15 milljónir punda i stað þeirra 9 milljóna sem hún fékk í fyrra skiptið. Það er um það bil 1,5 milljarðar íslenskra króna eða verð eins frystitogara. Dew Barrymore vill fá 12 milljónir i stað sex áður og Liu vill eflaust fá eitthvað meira en þau 600 þús- und pund sem hún fékk í fyrstu umferð. Fleiri kosta meira og Bill Murray vill fá 3 milljónir punda fyrir sinn snúð. Þar fyrir utan komu 17 handritshöfundar að gerð handritsins og þeir voru ekki ódýrir. Þeir verða áreiðanlega ekki færri þegar kemur að endur- gerðinni. ÐV Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri born.is: Fékk hugmyndina á samkomu hjá afrískum prédikara Hugmyndin að sérstökum vef fyr- ir foreldra og uppalendur varð til þegar við systkinin vorum i heim- sókn hjá fóður okkar í Danmörku og fórum með honum á samkomu hjá afrískum prédikara. Prédikar- inn kallaði okkur öll upp á svið til sín, okkur algerlega aö óvörum, og skipaði okkur að tala tungum. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur svo ég fór með bænir eins og faðir- vorið og bað til Guðs á íslensku. Prédikarinn hélt reyndar að ég væri að tala tungum og varð stórhrifmn. Hvaö var ég aö segja? Þegar ég kom heim fór ég mikið að hugsa um þetta því ég hafði sagt i sífellu: Hjálpið börnunum, hjálpið bömunum. Þetta leiddi til þess að ég fór að skoða efni á Netinu fyrir foreldra og uppalendur og það varð síðan til þess að við ákváðum að setja upp born.is." Þannig lýsir Sigurður Ragnars- son, aðaleigandi vefsetursins born.is, tildrögum þess að hann ákvað að setja það upp. Vefurinn born.is hefur verið opinn um hríð, en þar er hægt að nálgast gríðarlegt magn upplýsinga um allt sem við- kemur börnum, þar á meðal bama- uppeldi. 4000-4500 börn fæðast á ís- landi árlega og vefurinn er miðaður við aldurshópinn 0 til 12 ára, að meðgöngu meðtalinni. Spjallrásir um börn „Við viljum höfða til sem flestra. Við erum með á okkar snærum fjöl- marga sérfræðinga og ráðgjafa sem eiga að geta leyst úr flestum fyrir- spurnum fólks og þeir skrifa einnig greinar um málefni sem varða for- eldra. Spjallrásirnar eru einnig vin- sælar, en þar geta foreldrar skipst á DVA1YND E. ÓL. Siguröur Ragnarsson hefur sett upp vefsetur fyrir foreldra og uppalendur Siguröur fékk hugmyndina aö þessu verkefni á trúarsamkomu hjá afrískum pré- dikara i Danmörku. „Störf mín undan- farin þrjú ár, síðan ég kom heim frá námi í Bandaríkj- unum, hafa með einum eða öðrum hœtti tengst Netinu. Ég var ritstjóri vef- mála hjá Landsbréf- um og síðar fram- kvœmdastjóri hjá Gœðamiðlun. ráðleggingum og deilt reynslu sinni með öðrum,“ sagði Sigurður. Vefurinn born.is á það sameiginlegt með öðrum svipuðum vefjum að hann þarf að reiða sig á auglýs- ingatekjur eingöngu. Að sögn Sigurðar er auglýsinga- markaðurinn frekar erfiður á þessu sviði, enda lítil reynsla komin á slíkt á ís- landi. „Við erum með sterka að- ila með okkur eins og Skelj- ung, Símann og Lego, en ís- lenski markaðurinn er of lít- ill til að treysta á verslun gegnum Vefinn. Við höfum hins vegar hug á að fara með þessa hugmynd út fyrir land- steinana, en um þessar mundir er afar erfitt að fá fjárfesta til að leggja fé í net- fyrirtæki." PÁÁ Hallgrímur Heigason S A meöan unglingarnir sofa Hallgrímur Helgason skrifar Stundum trúir maður þvi að ís- land sé orðið þetta netvædda, hnatt- tengda, fjölþjóðlega upplýsingasam- félag sem talað er um í flnum ræð- um og flottum auglýsingum. Að við séum komin eilítið fram úr hinum vanþróuðu þjóðunum fyrir sunnan Brússel, kaþólsku risaeðlunum sem enn hafa ekki einu sinni komið sér upp SMS-kerfl, hvað þá að þær viti hvað hugtökin „gervihnattasími", „sínettenging", „breiðband" og „út- fjólublá nettengd farsímavirkni” þýði. Stundum. En svo er okkur kastað aftur í barbariið, aftur á steinöld, aftur í verkalýðsbaráttu og verkfóll. Við erum minnt á það hve skólakerfíð situr aftarlega á okkar netelskandi meri. Líkt og mótunarafl þess, Al- þingi, ber skólakerflð enn svip þess samfélags sem bjó það til. Skóla skal ljúka fyrir sauðburð að vori og hefj- ast aftur að loknum fyrstu réttum. Þá vorum við börnin ódýrt (oftast reyndar ókeypis) vinnuafl í hey- skap. Nú segja mér sveitameyjar: „Pabbi heyjar einn á tveimur dög- um.“ Samt er skólakerfið ennþá mið- að við löngu úreltar þarfír bóndans. Þrátt fyrir falleg loforð og ráðherra- ræður og „nýja skólaskipan" virðist ekkert hafa gerst. Skólaárið er enn- þá bara átta mánuðir. Menntaskól- inn ennþá fjögur ár. Bóknámið enn- þá ljósárum ofar iðnnáminu. List- mennt ennþá talin til fondurs, skól- arnir að mestu tölvulausir, og laun kennara ennþá niðrí kjallara. Kæri Björn. Was up? Vonandi verður verkfall fram- haldsskólakennara leyst þegar þetta birtist en nú hafa skólamir staðið læstir í tæpan mánuð af þessum þremur og hálfa sem önnin telur. Og ekkert bólar á samningum. Það bólar ekki einu sinni á SAMNINGS- VILJA. Hvorki hjá ríki né kennur- um. Og á meðan sofa unglingarnir til hádegis á hverjum degi, eru komnir uppí 12 tíma svefn á dag. Þeir láta sig kannski dreyma um önnur lönd og aðra skóla; siðuð samfélög sem ekki láta sitt launakarp bitna á saklausum böm- um. Kennaraverkfall og hin lágu laun framhaldsskólakennara eru hluti af stærrra vandamáli: Þaö er fyrir löngu kominn tími til þess að stokka upp allt skólakerfið. EN ÞAÐ Á EKKI AÐ GERA Á MIÐRI ÖNN. Við skiljum það að kennarar séu brjálaðir yfir kjörum sínum en það skiptir engu hve mánaðarlaun fram- haldsskólakennara munu hækka mikið: Þau fá ekki bætt þann skaða sem vannst á fimmtán þúsund ung- um menntalífum. Ekki fyrr en menntamálaráð- herra er búinn að lengja skólaárið um tvo mánuði getur hann leyft sér aö horfa rólegur uppá mánaðarlangt verkfall kennara og hætt að plaffa niður talsmenn þeirra með hagla- byssu af hlaðinu á heimasíðu sinni. Kennarar verða líka að muna að það eru ekki þeir sem eru að fórna sér í sinni kjarabaráttu. Það eru 17 ára framhaldsskólakrakkar sem eru að fórna námsferli sínum, framtíð sinni, fyrir kennarana sina. í heita pottinum á miðvikudag- inn, tvær menntaskólastelpur að tala saman: A: „Ég er að spá í að taka mér frí eftir menntó, fara til Parísar í eitt ár.“ B: „Ég ætla að fara strax í læknis- fræðina, það er að segja ef þetta verkfall leysist og maður nær að klára stúdentinn í vor.“ A: „Já, ég var að heyra að C væri hætt í skólanum, farin að vinna á Maxim*s.“ Framtið efnilegra unglinga er sá gísl sem kennarar hafa tekið í bar- áttu sinni. Og ríkið neitar að borga lausnarféð. Og líkt og 1 öllum gísla- tökum tapa allir. Gíslamir þó mest. Hvað er til ráða? Ráðin liggja öll hjá Ríkisstjóm Is- lands (sem er eitthvert gamalt apparat sem maður hefur heyrt að geti ráðið öllu sem það vill ráða). Vill hún halda uppi öflugu og fyrsta flokks menntakerfi? Menntakerfi sem í raun heldur þessi þjóðfélagi uppi. Eða vill hún viðhalda þessari ömurlegu kvennalaunastefnu sinni sem tryggir körlum hámarkslaun en konum öll þau störf sem þeir vilja ekki lengur sinna. Skólakerfið er vítahringur: Launin standa í stað, karlamir flýja í önnur störf, stéttin fyllist af konum og þá lækka launin ennþá meir. Og allt endar þetta á sama veg, ár eftir ár: Kon- umar fara í verkfall en karlamir í ráðuneytunum vilja ekki semja. Grátlegt. Sorglegt. Barnalegt. Fátt lýsir ástandinu betur en framhaldsskólaneminn sem í verk- fallinu fékk vinnu á lager þar sem hann þiggur hærri laun en byrjun- arlaun framhaldsskólakennara. Fokk. Kæri Björn. Sýndu nú smá mann- dóm og reisn og endurreistu fyrir okkur skólakerfið í reynd, þetta skólakerfi sem þú ert búinn að segj- ast vera að endurreisa í fjögur ár. Hækkaðu launin og útrýmdu kenn- araverkfollum í eitt skipti fyrir öll, þessum smánarbletti á okkar glæsi- lega upplýsingasamfélagi. Auðvitað er ekki hægt að gera það allt á einum laugardegi. Þess vegna verða kennarar líka að sætta sig við málamiðlun. ÞETTA GETUR BARA EKKI GENGIÐ SVONA LENGUR. ÞAÐ VERÐUR AÐ SEMJA STRAX. Auðvitað verður sá samningur aðeins bráðabirgðalausn eins og allt í þessu þjóðfélagi óþolin- mæðinnar. En sú lausn verður að koma því ekki getum við látið ung- lingana okkar sofa frá sér vitið. Ekki getum við látið þá fljóta sof- andi útí lífið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.