Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 rs i>v _______63- Tilvera Nató leitaði að fljúgandi . furðuhlutum við Langanes - ratsjárstöð Nató fylgist með þremur óþekktum flugförum koma inn í lofthelgi landsins Þaö er fallegt að horfa til him- ins á stjörnubjartri vetrarnótt og virða fyrir sér stjörnumerkin og norðurljósin. Þeir sem eru heppn- ir sjá hægfara gervitungl líóa yfir hvelflnguna eða geta óskað sér þegar þeir sjá stjörnuhrap. Teikn á himni hafa lengi vakið forvitni manna og sum þeirra hafa hlotið goðsagna- eða þjóðtrúarlegar skýringar. Kristnir menn tala um himnaríki, í Norræni goöafrœói er regnboginn brú milli heima og samkvæmt þjóðtrúnni boða víga- hnettir stríö einhvers staðar i heiminum. Annað slagið birtast í fréttum sög- ur af fólki sem telur sig hafa séð fljúgandi furðuhluti eða hafa verið brottnumið af geimverum. Einn slík birtist í til dæmis í DV fyrir nokkrum árum og fjallaði um fólk í Reykjavík sem taldi sig hafði verið brottnumið af geimverum. Geimver- ur og fljúgandi furðuhlutir (FFH) hafa lengi vakið forvitni manna og bækur á borð við Voru guðirnir geimfarar? eftir Eric von Daniken seljast í heilu bílformunum. Þjóðfræðingar sem láta sig þessi mál varða hafa aftur á móti bent á sameiginleg einkenni þessara sagna og gömlu sagnanna um álfa og huldu- fólk. Sá bröndótti í íslenzkum annálabrotum Gisla biskups Oddssonar er á nokkrum stöðum sagt frá skrýtnum loftsjónum sem menn urðu varir við á tólftu öld. Á árunum 1157-1159 sáust kross- merki á tunglinu og stundum þijár sólir eða tungl á lofti í einu og 1168 sáust menn í loftinu. Gísli gefur engar skýringar á fyrirbærunum og talar um þau í sama dúr og hann nefhir skrímsli og drepsóttir. í bókinni Sögur og sagnir frá Bol- ungarvík er saga sem heitir Sá bröndótti og fjallar um viðskipti sveita- manns að vestan og fljúg- andi furðuhlutar. Kári Kárason var að koma framan úr Syðridal í Bolungarvík þegar hann sá allstóra ljóskúlu koma velt- andi á móti sér. Fyrirbærið tók á sig ýmsa króka á leiðinni og stoppaði á milli, en fór hratt yfir. Að lokum stoppaði kúlan beint fyrir framan Kára og var hún svo nálægt að hann gat teygt fram hendina og komið við fyrirbærið. Hann virti kúluna fyrir sér, hún var lítið hærri en Kári og mannsmynd inni í henni. „Var sem mannslíkan þetta flyti í rauðleitu Ijósi, en utan um það var blár ljóshringur. Þegar Kári hreyfði sig til að komast fram hjá kúlunni valt hún í veg fyrir hann. En hvem- ig sem kúlan valt, haggaðist ekki myndin, sem inni í henni var. Maður sá, er inni í kúlunni var, sýndist vera á miðjum aldri. Kára virtist hann vera klæddur pijónasamfellu, hvítri með dökkrauðum þverröndum, sem voru mikið dekkri en ljósið í kúl- unni. Hár hafði maður þessi mikiö og biksvart, einnig svartar loðnar augnabrúnir, skegg á efrivör og svartan hökutopp. Andlitið var grannt og skjallhvít, og sást enginn blóðdropi í því. Allir andlitsdrættir voru óbifanlegir." Þegar Kári hafði skoðað kúluna um stund fór honum að leiðast hangsið og vildi halda áfram fór sinni, en í hvert skipti sem hann reyndi að komast fram hjá henni valt hún í veg fyrir hann. Að lokum réðst hann á kúluna með barsmíðum og spörkum en ekkert gerðist. „Hann gerði hvert áhlaupið á fætur öðru, stökk til hliðar og reyndi að komast fram hjá kúlunni. En allt var árang- urslaust. Hann bölvaði og sótaðist og vísaði þessum kúluanda niður fyrir öll sjö vítin. Einnig reyndi hann Fað- irvorið en ekkert stoðaði. Honum tók nú að kólna, því frost var allmikið, þó hægviðri væri. Kári sló þá upp á kæruleysi, tók ofan ann- an vettling sinn, losaði buxnaklauf- ina, dró félaga sinn út og sprændi beint á kúluna. En nú skeði það sem Kára þótti skrítið. Frá kúlunni heyrðust brestir, og skelfingarsvipur færðist yfir ásjónu þess bröndótta. Kúlan fór að hoppa og tók nokkur hopp unz hún þeyttist upp í loftið og hvarf út i loftgeiminn eins og lítil stjarna." www.ufomag.co.uk Á heimasíðu breska tímaritsins UFO Magazine er að finna grein sem fjallar um leit að FFH fyrir utan Langanes árið 1992. í greininni er sagt að á árum kalda stríðsins hafl verið fylgst vel með svæðinu um- hverfis ísland vegna hernaðarbrölts Sovétríkjanna. Síðan segir að 20. des- ember hafi ratsjárstöð Nató fylgst með þremur óþekktum flugfórum koma inn í lofthelgi landsins og hverfa í hafið fyrir norðaustan land. Skömmu eftir að þetta áttu sjómenn við Langanes að hafa orðið varir við óvenju stórt neðansjávarfar, sem fór hratt yfir með blikkandi ljósum, og loftfar sem fylgdi því eftir. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins eru sjó- menn á þessum slóðum vanir kafbát- um á fiskislóð, en að neðansjávarfar- ið hafi verið mun stærra en venjuleg- ur kafbátur og að það hafi stór- skemmt net þeirra. Sjómennirnir höfðu þvi samband við Land- helgisgæsluna og báðu um fylgd í land. Þremur dögum síð- ar, 23. desember, á svo gæslan að hafa sent þrjú vopnuð skip með leynd til að vakta svæðið fyrir utan Langanes og stuttu seinna komu nokkur herskip Nató á svæðið til að taka þátt í leitinni. Skip Landhelgisgæsl- unnar fluttu sig um set og hófu vakt við „Alice fjord" fyrir austan land. Höfundur greinarinnar hefur það fyrir víst að opinber skýring á leit- inni hafi verið sú að radíóstöð Nató hafi orðið vör við ferð stórs sovésks kafbáts i hafmu fyrir austan land. Leit var haldið áfram langt fram á vor og í apríl 1993 eiga sovésk her- skip einnig að hafa tekið þátt í leit á svæðinu, sem náði um aflt norðan- vert Atlantshaf afla leið til Síberíu. Að lokum var þó leit hætt vegna þess að hún bar engan árangur. Sam- kvæmt heimildum blaðsins eiga ís- lenskir sjó- og flugmenn oft að hafa orðið varir við eitthvað skrýtið í haf- inu og loftinu umhverfis landið á fyrri hluta árs 1993. Við lauslega athugun í íslenskum dagblöðum frá þessum tíma kom ekk- ert í ljós sem benti til þess að Land- helgisgæslan eða floti Natóskipa væri við leit við Langanes. Annað- hvort hefur engin leit átt sér stað eða blöðin eru þátttakendur í að hylma yfir tilvist fljúgandi furðuhluta. Gelmverir flokkaðar efflr kerfi Línneusar Lýsingum sjónarvotta á geimver- um ber ekki saman og ætla mætti að margar mismunandi tegundir komi reglulega til jarðar til að skoða mannlífið. Geimverulíffræðingurinn Patrick Huyghe skiptir geimverum í fjóra mismunandi flokka eftir útliti þeirra. Stærsti flokkurinn er skipaður geim- verum sem hafa svipað útlit og menn, þær hafa tvær hendur, tvo fætur, búk og höfuð. í þessum flokki eru t.d. hinir svartkfæddu, MIB (Men in Black), sem mjög fór að bera á eft- ir 1964. Sumar geimverur líta út eins og dýr, eru loðnar, skríða á fjórum fótum eða hafa vængi. í þriðja flokknum eru geimverur sem líkjast vélmennum og í síðasta flokknum eru verur sem likjast engu sérstöku og teljast framandi. Sívinsælt efni Áhugi fólks á FFH er geysilega mikill. Við einfalda leit á Netinu fundust rúmlega 37.000 færslur þegar „ufo“ var slegið inn og við leit á Amazon komu í ljós 578 bókartitlar um efhið. Sjónvarpsþættir eins og X- Files og Star Trek njóta gríðarlegra vinsælda og á hverju ári eru fram- leiddar nokkra kvikmyndir sem fjalla um geimverur eða samskipti við þær. Bandaríski geölæknirinn John E. Mack hefur í nokkur ár tekið viðtöl við fólk sem telur sig hafa haft sam- skipti við geimverur og telur að það sé ekki með neinu móti hægt að halda því fram að allt þetta fólk ljúgi. Mack er sannfærður um að skjól- stæðingar sínir hafi lent í einhvers konar lífsreynslu sem hafi haft djúp áhrif á líf þeirra. Það skal ósagt látið hvort geimver- ur séu til eða ekki, en trúin á yfir- náttúrlegar verur er mjög sterk á ís- landi, þannig að það er ekki ólíklegt að margir eigi eftir að verða varir við fljúgandi furðuhluti og geimverur í framtíðinni. Á íslandi er starfræktur félagsskapur sem nefnist Félag áhugamanna um fljúgandi furðu- hluti. Félagið hefur haldið fræðslu- fundi um fyrirbærið og safnar sögum frá fólki sem telur sig hafa komist í tæri við geimverur. -Kip AMERÍSKAR DÝNUR Serenade Queen 153 x203cm King 193 x 203cm BESMHiIil Cal.King 183x213cm ■3*ifeiM.t| verð með undirstöðum www.lman.is SUÐURLANDSBRAUT 22 • SIMI 5 53 7 1 00 & 553 60 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.