Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
11
I>V
Skoðun
Tölvur og aukin
stéttaskipting
í liðinni viku hélt ég því fram hér
á þessum stað að netvæðing heims-
ins og þó sérstaklega aukin net-
verslun ógnaði tekjustofnum hins
opinbera. En hætturnar eru fleiri
með aukinni tölvuvæðingu. Það er í
sjálfu sér fagnaðarefni í mínum
huga að hið opinbera þurfi að
stokka upp spilin og leita nýrra
leiða við að fjármagna þá þjónustu
sem almenn samstaða er um að
veitt skuli. í slíkri uppstokkun fel-
ast einnig ómæld tækifæri, ekki sist
ef okkur tekst að læra af þeim mis-
tökum sem gerð hafa verið í skatt-
heimtu og uppbyggingu opinberrar
þjónustu.
En eins og ætíð þegar ný tækni
ryður sér til rúms fylgja hættur
auknum og nýjum tækifærum. Fyr-
ir okkur íslendinga eru hætturnar
þar verður Netið með öllum sínum
kostum og göllum einn drifkraftur-
inn, eða hreinlega um eðlilega þró-
un efnahagslífsins. Hlutfallsleg eft-
irspurn eftir vel menntuðu vinnu-
afli mun aukast, raunar margfaldast
á næstu árum og áratugum. Þekk-
ingarsamfélagið krefst þess að upp-
lýsingarnar - þekkingin - verði nýtt
með hagkvæmum hætti, hvort held-
ur við að hanna bíla, í verðbréfavið-
skiptum eða við stjórnun fyrir-
tækja.
Vel menntað vinnuafl
Menntun eða menntunarstig okk-
ar íslendinga hefur aukist á undan-
fornum árum en þrátt fyrir aukið
framboð af vel menntuðu vinnuafli
eru vísbendingar um að launabilið
hafi aukist - einmitt vegna þess að
öflunar eða viðskipta. Þannig verð-
ur staða þeirra sem standa höllum
fæti enn verri en ella, þeir hafa tak-
markaðri upplýsingar almennt og
litla möguleika til að nýta sér net-
viðskipti, sem eiga a.m.k. sam-
kvæmt kennisetningunni að skila
viðskiptavinum sínum lægra vöru-
og þjónustuverði. Og það eru
einmitt þeir sem lökust hafa kjörin
sem geta haft hlutfallslegan mestan
hag af viðskiptunum.
Netnotkun íslendinga virðist vera
almennari og meiri en annarra
þjóða. Sú staðreynd ætti að auð-
velda okkur að grípa til þeirra að-
gerða sem nauðsynlegar eru tO að
koma í veg fyrir að tækniþróunin
leiði til aukinnar stéttaskiptingar.
En mestu skiptir þó að samstaða ná-
ist um róttæka uppstokkun á
alþjóðavæðingu mun gjörbylta hug-
myndum okkar um hagkerfið -
hvernig það starfar og þó einkum
hvernig við öflum upplýsinga um
starfsemi þess. Ég er sjálfur einn
þeirra sem held þvi fram að opin-
berar hagtölur sýni í besta falli
ákveðna tilhneigingu og að ekki sé
hægt að byggja á þeim til að taka
skynsamlegar ákvarðanir aðrar en
almennar í peninga- og ríkisfjármál-
um. Þegar viðskiptin færast æ
meira yfir á Netið munu vandamál
hagfræðinga verða enn meiri en
áður.
Hugmyndir okkar um t.d. við-
skiptajöfnuð verða úreltar þegar
útilokað er að fylgjast með uppruna
viðskiptana - hver veitir þjónust-
una og hver kaupir. Og aftur mun
hugtak okkar um gjaldmiðla gjör-
'íslflSillií
jafnvel enn meiri en fyrir aðrar
þjóðir þó við séum einnig á margan
hátt betur i stakk búnir en aðrir til
að kljást við þær.
Stéttaskipting
Við Islendingar höfum oft stært
okkur af því að hér sé lítil ef nokk-
ur stéttaskipting. - Launamunur er
hér minni en víðast annars staðar.
Þetta mun breytast ef við hyggjum
ekki að róttækum breytingum -
byltingu á íslensku menntakerfi.
Við höfum raunar þegar séð að
launamunur hefur aukist á undan-
fömum árum og sá munur mun
halda áfram að aukast eftir því sem
þörfin fyrir vel menntað fólk eykst.
1 skorti hækkar verðið - lögmál sem
allir ættu að þekkja.
Hér skiptir í raun engu hvort við
tölum um nýja-hagkerfið, sem er
orðið tískuorð hagfræðinga yfir
tækni- og þekkingarsamfélagið, en
Laugard
Óli Björn
Kárason
ritstjóri
hlutfallsleg eftirspurn hefur aukist
meira en aukning framboðsins.
Ekkert bendir til annars en að þessi
munur muni halda áfram að aukast,
að minnsta kosti virðist mér ís-
lenskt menntakerfi ekki vera í
stakk búið til að auka framboðið af
menntuðu fólki, hvort heldur er á
sviði tölvutækni, viðskipta, líftækni
eða á öðrum sviðum.
Vandinn sem við stöndum hins
vegar frammi fyrir er sá að tekju-
kerfi hins opinbera, sem ber
langstærsta hluta kostnaðarins af
menntakerílnu, kann að vera ógnað
af uppgangi netviðskiptanna, eins
og ég reyndi að sýna fram á fyrir
viku hér á þessum stað.
Ef við ætlum okkur að búa í
frjálsu samfélagi en um leið koma í
veg fyrir að launamunur fari ekki
„úr böndunum" verður að tryggja
greiðan aðgang að góðu mennta-
kerfi sem „framleiðir" vel menntað
fólk sem er tilbúið og hefur hæfi-
leika til að nýta þekkingu til efna-
hagslegra framfara.
Þetta leysir þó ekki vandann sem
kann að blasa við til skamms tima -
vanda sem Netið hefur eða er að
skapa. Staðreyndin er sú að aðgang-
ur og/eða notun á Netinu virðist
annars vegar fara eftir menntun og
hins vegar tekjum. Þvi meiri mennt-
un og því hærri tekjur því líklegra
er að fólk noti Netið til upplýsinga-
Vid íslendingar höfum
oft stœrt okkur af því
að hér sé lítil ef nokkur
stéttaskipting. - Launa-
munur er hér minni en
víðast annars staðar.
Þetta mun breytast ef
við hyggjum ekki að
róttækum breytingum
- byltingu á íslensku
menntakerfi.
menntakerfinu sem hefur verið lam-
að að stórum hluta í margar vikur
vegna verkfalla framhaldsskóla-
kennara. Menntakerfi sem er reglu-
lega tekið úr sambandi vegna
vinnudeilna mun ekki skila þvi sem
ætlast er í framtíðinni.
Úrelt hugtök
Nú þegar ný öld gengur í garð get-
um við horft bjartsýn fram á veginn
- tækifærin eru alls staðar ef við
berum gæfu til að nýta möguleik-
ana. En framfarirnar munu einnig
breyta miklu i umhverfinu og
breyta hugmyndum okkar um þjóð-
félagið og hagkerfið.
Netvæðingin samhliða aukinni
breytast og smátt og smátt taka yfir-
þjóðlegir gjaldmiðlar yfir í viðskipt-
um manna á milli. Þetta leiðir til
þess að sjálfstæð peningastjórnun
hér á landi, sem og í flestum öðrum
löndum, verður úr sögunni. Þannig
færist stór hluti efnahagsstjómar-
innar úr landi til aðila sem við höf-
um ekkert að segja yfir, hvort held-
ur það er Seðlabanki Bandaríkj-
anna með Alan Greenspan í farar-
broddi - þó hann verði Sjálfsagt all-
ur þegar þar að kemur - eða til ann-
arra, jafnvel einkarekinna seðla-
banka.
Og það mun fleira breytast þar
með. Mælingar á verðlagi - verð-
bólgu - verða afstæðar. Útreikning-
ar á hagvexti verða ónákvæmari en
nú er ef ekki útilokaðir. Og hag-
fræðilegar úttektir á launaþróun og
launamun verða enn ónákvæmari
en áður. Og einmitt þess vegna
skiptir miklu að staðið sé vel að
menntun - menntun er besta og ör-
uggasta leiðin sem viö getum farið
til að tryggja að fólk fái notið tækni-
framfaranna.
Ég er ekki einn þeirra sem lifir í
útópískum hugmyndaheimi þar sem
stéttaskipting er engin. Stéttaskipt-
ing og launamunur eru eðlileg í
frjálsu samfélagi, - spurning snýst
aðeins um að byggja upp þjóðfélag
tækifæranna. Og þar skiptir
menntakerfið mestu.
Skoðanir annarra
Kosningar bara byrjunin
„Þó svo að
Serbía hafi á Þor-
láksmessu upplif-
að kosningasigur
DOS-bandalags-
ins, sem hlaut 65
prósent atkvæð-
anna, er ljóst að
þingkosningarnar
sýna fram á stórt
vandamál í serbneska þjóðfélaginu
þar sem einræði hefur ríkt og stríð
geisað. Tíu árum á eftir öðrum A-
Evrópulöndum ætlar Serbía nú að
ná því sem landið hefur misst af í
þróun efnahags og stjórnmála. Það
segir svolítið um sterka stöðu
Milosevics að flokkur hans skyldi fá
nær 14 prósent atkvæðanna og að
róttækir og þjóðemissinnar skyldu
fá þriðja hvert atkvæði. Nú er
brautin rudd fyrir leiðtoga DOS,
Zoran Djindjic, að taka við forsætis-
ráðherraembættinu i Serbiu. Það
hefur sýnt sig eftir fall annarra ein-
ræðissljórna að uppgjör við fortíð-
ina hreinsar loftið. Bæði Kostunica
forseti og Djindjic hafa sagt að
sækja eigi Milosevic til saka heima
fyrir vanstjórn og spillingu. Þetta er
dæmi um hversu sterk þjóðerniss-
stefnan í Serbíu er enn. Serbía á
langt i land með að verða hluti af
stöðugri Evrópu.“
Úr forystugrein Aftenposten 27.
desember.
Skortur á moskum
„Það var stór dagur fyrir þá 149
þúsund múslíma sem héldu sam-
komur í gær í tilefni þess að föstu-
mánuðinum lauk. Þeir komu hins
vegar saman í moskum á baklóðum
og í yfirgefnum byggingum þar sem
enn er skortur á alvörumoskum í
Danmörku. Hefði einhver vænst
breytinga frá nýjum kirkjumálaráð-
herra hefur sá sami orðið fyrir von-
brigðum við fréttum gærdagsins.
Ráðherrann vísaði ekki bara á bug
stuðningi ríkisins við byggingu
moskasem ef til vill er skiljanlegt.
Hann sagði múslíma sjálfa verða að
semja við sveitarfélög sem árum
saman hafa komið í veg fyrir að
moskur yrðu reistar."
Úr forystugrein Politiken 28.
desember.
Góðar og slæmar fréttír
Það var löngu
timabært að bæði
ísraelar og Palest-
ínumenn skuli nú
tilbúnir að hugsa
til framtíðar - en
þar með er ekki
sagt að þrátt fyrir
fögur áform muni
finnast lausn á
vandamálunum.
Góðu fréttirnar eru þær að bæði
ísraelar og Palestínumenn eru á já-
kvæðan hátt að reyna að finna
raunhæfa lausn á vandanum.
Vondu fréttirnar eru þær að Palest-
ínumenn geta ekki sætt sig við að
allir flótamenn fái ekki að snúa aft-
ur.
Úr forystugrein Hufvudstads-
bladet 29. desember.
Ætlar sér um of
Donald Rums-
feld, sem George
W. Bush, forseta-
efni, valdi til að
gegna embætti
varnarmálaráð-
herra, er reyndur
embættismaður
sem stýrði eitt
sinn vamarmála-
ráðuneytinu af
miklu ágæti en undir öðrum kring-
umstæðum sem einkenndust af
kalda stíðinu. Tengsl Rumsfelds við
baráttuna fyrir eldflaugavarnar-
kerfi ýtir undir áhyggjur um að
Bush ætli sér um of í þeim málum
of fljótt. Að öðru leyti er Rumsfeld
jarðbundinn maður sem á sér ekki
sérstaka framtíðardrauma rétt eins
og aðrir sem munu fara fyrir örygg-
ismálunum, t.a.m. Condoleezza
Rice, Colin Powell og Dick Cheney.
Úr forystugrein New York Times
29. desember.