Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Helgarblað 21 I>V Bless Æ - ég er orðinn svo gamall og minnislaus að mér er ekki nokkur leið að muna hverju árið sem er að líða er helgað. Er það ár fátæklings- ins, ár lamaðra og fatlaðra, ár aldr- aðra, ár tónlistarinnar eða trésins, friðarins eða barnsins. Það er auðvitað þyngra en tárum taki að maður skuli hafa göslast í gegnum allt árið án þess að gaumgæfa hverju af undrum veraldar þessir .blessaðir tólf mánuðir voru helgaðir. Nema ef vera kynni að þetta hafi ;verið ár aldraðra. Þá hefði ég smellpassað inni könnunina af því að ég er orðinn svo afgamall að ég er ekki lengur gjaldgengur í rannsóknir sem beinast að mannlífi almennt. Um daginn rakst ég i blaði á atferl- iskönnun á æfiskeiði íslendinga frá fæðingu til sextíuogfimmára Og allt gott um það aö segja. Gerð var könnun á hjúskaparstétt íslendinga og náði sú könnun til þeirra þjóðfélagsþegna sem enn eru marktækir, semsagt ekki orðnir 65. Það að 65 og eldri eldri fengu ekki að vera með gæti verið vegna þess að þessi rannsókn beindist ekki hvað sist að tíðni samfara og munu rannsak- endur hafa talið fullvíst að ef ástarlíf löggiltra gamalmenna yrði tekið inní rannsóknina mundi það skekkja heildarmyndina svo óþyrmilega að samfaralínuritið yrði einsog skrum- skæling af getnaðaratferli íslensku þjóðarinnar, Þó var þess getiö svona einsog í framhjáhlaupi að fræðilegur mögu- leiki væri á því að sjötugir nytu ásta, en það jafn sjaldgæft einsog fílamað- urinn eða jólastjarnan yfir Betlehem um árið. Ég var meira en lítið feginn að sjá það staðfest á prenti að enn ætti ég fjarlægan en fræðilegan möguleika á að njóta ásta. En nú eru semsagt rétt einu sinni áramót í uppsiglingu og á þeim tíma- mótum er það plagsiður að segja bless við gamla árið og fagna því nýja. Þið vitið; stiga á stokk og strengja heit. Hætta að reykja, hætta að drekka, hætta að éta, hætta að beija krakkana og kellinguna, hætta að naga neglum- ar, bora í nefið og klóra sér í rassin- um. Hætta að ágimast hús, asna og eiginkonu nágranna síns, og í beinu framhaldi jafnvel hætta við að hætta því. Frá þvi ég man eftir mér og til þessa dags hef ég um hver áramót sagt bless við gamla árið og fagnað því nýja. Bless! bless! bless! Já og stigið á stokk í leiðinni, hvað sem það nú er. Að stíga á stokk. Eftir því sem ég kemst næst mun þetta hafa verið háttarlag manna tO forna, þegar þeir ultu svefn- og öldrukknir framaf bekkjunum, eða setunum sem lágu með veggjum i svefnskálum forfeðranna. Semsagt að stíga á stokkinn eða fót- skörina fyrir framan setin, bugaðir af timburmönnum og tuldra í þynnkunni að nú væru þeir hættir að drekka. Fá sér síðan mjöð í horn og halda áfram að drekka. Stíga svo, eftir drykklanga stund, aftur á stokk í ölæði og strengja þess heit að drepa mann og annan. Og svíkja það líka. Og þar sem mér hefur alltaf verið mikið í mun að glata ekki þeim hluta þjóðarauðsins sem íslendihgar eiga einan eftir; nefnilega menningararf- leifðinni, mun ég stíga á stokk á gamlárskvöld um leið og ég fer uppí og strengja þess heit að hefja nýtt líf við aldamótaárhvörfin og verða betri manneskja með því að hætta að drekka kaffi. Á nýársdagsmorgun vakna ég svo hress og kátur, geng til stofu í slopp, með viðkomu í eldhúsinu þar sem ég set kaffivélina í gang og bý mér til lút- sterkt expressó-kafFi með rjóma útí, en sleppi koníakinu afþví ég er nú einusinni þorstaheftur. Og sem ég lygni aftur augunum og dreypi á blessuðu kafFitárinu - sjálf- um aldamótasopanum - rifjast upp fyrir mér orð Ankers Engelunds, majórs í hjálpræðishernum, þegar hann sagði: - „KafFi er svo gott að það hlýtur að vera synd“. Svo þakka ég forsjóninni fyrir það hvað ég hafði verið afskaplega þjóð- legur á gamlárskvöld. Að stíga á stokk. Og gleyma ekki að kveðja gamla árið einsog venjulega með þessum fleygu orðum: Bless! Bless! Bless! Flosi Reykjavík - menningarborg 2000 Eftirfarandi kvæði orti séra Pétur Sigurgeirsson, fyrrverandi biskup, í tilefhi þess að menningarárið 2000 er liðið undir lok. Reykjavík hefúr sann- arlega breytt um svip meðan umrætt menningarár varði og er ekki vaFi á að spor þess munu lengi sjást. Reykjavík - menningarborg 2000 Ó, höfudborg mín, heill seþér! - Þín heiðurskjöma menning í ár, sem kaus vor álfa sér er alþjóð viðurkenning. í ársins tign er tíminn hár sem tumar helgidóma, með kristni þjóðar þúsund ár og þennan borgarsóma. Vió hafsbrún fyrr, var hugstœð von, nú heims- er þekktur staður, sem Ingólfur nam Arnarson, þá ungur norskur maður. Að manni þessum mikið kvað og mátti sjá þaö óðar, Því œvibraut hans eflir það varó upphafnýrrar þjóðar. í Vík sitt höfðu hjónin bú, þau Hallveig, dóttir Fróóa. Á bújörð þeirra byggð er nú, vor borgin noróur slóða. Sem ávöxt frœiöfoldar ber óx framtak þeirra daga. Á tólftu öld sú tala fer, sem telur þjóðar saga. Hver varöi líf og land sitt rétt með lausn án sverós á vanda. Sú lífssýn helst í lög var sett sem lýsir dagsins anda Er fœddist Jón vor Sigurðsson, hans setta marki náðum. Með þjóðfundarins þrótt og von vér þannig stríóið háðum. Hátíð er til heilla best á höfuðborgardegi, er göfuglyndi má sín mest þá menning folnar eigi, þvi mannúð lifsins þjónar þöif sönn þekking ei sér hreykir en dagleg mótar - metur störf og menntaljósin kveikir. Á Lögberg sett var Ijósió fyrst í Ijósastiku þjóóar. Hann - Ijósið heimsins - lofum, Krist, svo lífsregla hans hljóðar: aó geri hver sem gert vill sér, það gullna vekur tárió. Ó, höfuöborg mín, heill sé þér! Til hamingju með árió! sr. Pétur Sigurgeirsson, fyrrum biskup íslands ALLT TIL ALLS FYRIR KEPPNISMENN Ótrúlegt úrval KR-flugelda í hæsta gæðaflokki / Barnapakklnn 1.600 kr. Bæjarins besti 3.800 kr. Kökupakki 5.000 kr. Sparlpakkinn 2.700 kr. Tröllapakkl 7.500 kr. Meistarapakki 30.000 kr. v 2000 pakki 18.000 kr. -J HVlTA HÚSID / SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.