Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 30
30
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
Helgarblað
DV
Lynne Rogers dreymdi um að verða flugfreyja:
Fékk svar við
frá morðingja
Lynne Rogers hafði sent hundruð
umsókna í þeirri von að fá drauma-
starfið. Lynne, sem var 17 ára og bjó í
London, langaði til að verða flugfreyja
og starfa um allan heim.
Fyrir hádegi þriðjudaginn 3. sept-
ember 1991 virtist sem draumur henn-
ar kynni að vera að rætast. Maður
nokkur hringdi heim til hennar og
bauð henni í atvinnuviðtal í tilefni
umsóknar hennar. Hann sagði að um
væri að ræða flugfreyjustarf um borð
í einkaþotu sem hefði bækistöð í
Gattwick. Launin væru tvöfalt hærri
en þau sem Lynne fékk á skrifstof-
unni þar sem hún starfaði.
Unga stúlkan gat varla sofið vegna
eftirvæntingar. En faðir hennar, Der-
ek að nafni, var tortrygginn. Honum
þótti þetta hljóma næstum því of vel
til að vera satt og bauðst því til þess
að fylgja dóttur sinni í atvinnuvið-
talið. En Lynne mátti ekki heyra
minnst á það.
Áður en hún fór að heiman fullviss-
aði hún fóður sinn og systur sína,
Suzanne, um að hún myndi hringja
heim strax að loknu viðtalinu um
kvöldmatarleytið. En ekkert heyrðist
í Lynne um kvöldið og heldur ekki
um nóttina. Derek Rogers fór þá til
lögreglunnar og tilkynnti hvarf dóttur
sinnar.
Lögreglan var sammála fóðurnum
um að ástæða væri til að hafa áhyggj-
ur. Lynne átti nefnilega reiðhest sem
var hennar líf og yndi. Hún hafði
aldrei vanrækt hann. Það gerði hún
hins vegar kvöldið 4. september.
Líkfundur í skóginum
Hugboð lögreglunnar reyndist rétt.
Tæpri viku eftir að Lynne Rogers
hvarf fannst lík hennar í skógi nálægt
Crownborough í Sussex. Taska Lynne
var horfin en hún var enn í finu
dragtinni og hvítu blússunni sem hún
hafði klæðst áður en hélt af stað í við-
talið. Krufning leiddi í ljós að hún
hafði verið kyrkt með berum höndum
og það tæpum sólarhring áður en hún
fannst. Hvar hafði hún verið frá því
að hún fór að heiman á miðvikudegin-
um og hvarf í miðborg London þar til
hún var myrt á sunnudeginum?
Moröinginn
Scott Singleton haföi óstjórnlegan
áhuga á öllu sem tengdist flugi.
„Unga stúlkan gat
varla sofið vegna eft-
irvæntingar. En faðir
hennar, Derek að
nafni, var tortrygg-
inn. Honum þótti
þetta hljóma næstum
því of vel til að geta
verið satt og bauðst
því til að fylgja dóttur
sinni í atvinnuvið-
tallð."
Hin myrta hafði ekki verið beitt
kynferðislegu ofbeldi. Það sáust hins
vegar merki um ofbeldi á höfði henn-
ar og öxlum. Einnig var greinilegt að
morðinginn hafði bitið hana í aðra
kinnina.
Lögreglan hóf nú rannsókn á því
hvernig morðinginn hefði komist yfir
atvinnuumsókn Lynne. Hún hafði
sent hundruð umsókna til mögulegra
vinnuveitenda. Þeir voru allir yfir-
heyrðir en ekkert benti til sektar
þeirra. Lögreglan aflaði sér því upp-
lýsinga um fyrirtækið African
Safaries. Það var ekki lengur til en
hafði enn pósthólf. Hugsanlegt var að
umsókn Lynne hefði verið fjarlægð úr
pósthólfinu en hver hafði tekið hana?
Yfirheyrslur í Gattwick báru engan
árangur. Enginn þekkti til African
Safaries. Lögreglan var hins vegar
heppnari á Charing Cross brautar-
stöðinni. Þar kvaðst leigubílstjóri
hafa tekið eftir Lynne Rogers vegna
þess hversu vel hún hefði litið út í
dökku dragtinni sinni með síða, ljósa
hárið. Hann sá hana tala við mann á
brautarstöðinni. Tveir skólapiltar
höfðu séð Lynne setjast inn í bláan
Vauxhall á The Strand. Þeir höfðu
ekki tekið eftir númeri bílsins.
Undarlegt samtal í símaklefa
Einn sjónarvottur í viðbót kvaðst
hafa séð mann í símaklefa í Crawley i
Sussex. Sjónarvotturinn, sem beið fyr-
ir utan klefann, hafði heyrt manninn
tala við einhverja Lynne um fyrirtæki
í Gattwick og starf í einkaþotu. Sjón-
arvottinum þótti undarlegt að samtal
um slíkt starf skyldi fara fram i síma-
klefa og ekki frá skrifstofu fyrirtækis.
Auk þess leit maðurinn í simaklefan-
um ekki út fyrir að vera í bransanum.
Hann var órakaður og í krumpuðum
fótum.
Vitnisburður bónda, sem á sunnu-
dagsmorgninum hafði séð bláan bíl
við skóginn þar sem lík Lynne Rogers
fannst daginn eftir, reyndist mikil-
vægur. Bóndann grunaði að veiðiþjóf-
ur væri á ferð og skráði hann þess
vegna hjá sér númer bílsins. Þegar
bóndinn heyrði fréttir af morðinu á
Lynne hafði hann strax samband við
lögregluna.
Harðneitaði öllu
Bíllinn var í eigu Scott Singleton
frá Crawley. Singleton, sem var 36
ára, harðneitaði að hafa verið í sam-
bandi við Lynne. Hann kvaðst heldur
ekki hafa komið nálægt Charing
Fórnarlambið
Lynne Rogers gat varla sofiö vegna eftirvæntingar fyrir viötaiiö um flugfreyju-
starf um borö i einkaþotu. Hún kom ekki heim eftir atvinnuviötaliö sem hún
fór í.
I London
Tveir skólapiltar sáu Lynne setjast upp í biáan Vauxhall í þessari götu í
London.
Cross stöðinni og skóginum þar sem
líkið fannst. Skólapiltarnir þekktu
hins vegar aftur bláa bílinn og leigu-
bílstjórinn staðfesti að Singleton væri
maðurinn sem hann hafði séð á tali
við Lynne á járnbrautarstöðinni.
Þetta voru þó ekki nægar sannanir
gegn Singleton. Ekki heldur sú stað-
reynd að Singleton hafði haft pósthólf
í grenndinni sem tilheyrði African
Safaries.
Þræðir á dragt Lynne voru sams
konar og þræðirnir i gólfteppinu í
stofu Singletons þar sem stúlkunni
hafði líklega verið haldið fanginni.
Þræðirnir sýndu hins vegar aðeins að
Lynne hefði verið í íbúð Singletons.
Þeir sönnuðu ekki að hann hefði mis-
þyrmt stúlkunni og myrt hana. Lög-
reglan þurfi eitthvað haldbærara
sönnunargagn.
Það hlyti að vera eitthvað sem kom
að gagni í sárinu á kinn Lynne.
Singleton hafði neitað að láta gera af-
steypu af gervitönnum sínum. En lög-
reglunni barst óvænt aðstoð.
Singleton hafði skömmu fyrir morðið
látið smíðan nýjan góm þar sem hann
hafði týnt þeim gamla. Tannlæknir-
inn, sem smíðaði tennurnar, hafði
geymt afsteypu af þeim. Venjulega
fleygði tannlæknirinn strax afsteyp-
um en þar sem Singleton var erfiður
sjúklingur og kvartaði oft þótti tann-
lækninum ráðlegra að geyma af-
steypuna ef hann þyrfti á henni að
halda máli sínu til stuðnings.
Gómurinn kom upp um hann
Þegar lögreglan bar afsteypuna
saman við tannfórin á kinn Lynne
kom í ljós að þau voru eftir Scott
Singleton. Hann var fundinn sekur
fyrir rétti og dæmdur í lífstíðarfang-
elsi.
í ljós kom að maðurinn hafði
óstjórnlegan áhuga á öllu sem snerti
flug. Á heimili hans var fjöldi bóka
um flug og hann hafði komið sér upp
fólskum flugmannsbúningi og húfu.
Það kom aldrei í ljós hvernig dagar
Lynne liðu frá þvi að hún hvarf þar til
lík hennar fannst í skóginum.
Skaut keppinautinn
Fyrrverandi eiginmaðurinn hefndi sín grimmilega.