Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 41 Helgarblað DV DV Helgarblað Helgarblað DV gerir upp öldina: íþróttaviðburður aldarinnar HM ‘95 - Dómarar voru fleiri en áhorfendur. Hannyröakona aldarmnar Bjarni Ár- mannsson - Kann bæði kontórsting og harðangurs- saum. Mistök aldarinnar Skilnaðurinn við Dani - Þeim var eg verst er eg unni mest. Stórmenni aldarinnar Jóhann Svarfdælingur - Bar höf- uð og herðar yfir samferðamenn sína. Par aldarinnar Jón og Gunna - Fólkið sem borgaði Þjóðmenningarhúsið, Ráðhúsið, Perluna, Bessastaði, Húsavíkurhöfn og er alveg sama. Rithöfundur aldarinnar Kristmann Guðmundsson - Verk hans voru öðrum víti til vamaðar. Dvergur aldannnar Magnús Schev- ing - Stærsta egó miðað við höfða- tölu. Viðtal aldarinnar Viðtal Samúel við Hörð Torfason - Kom fyrstur út úr skápnum og skildi hann eftir opinn. Frótt aldarinnar Skilnaður Ágústu og Hrafns - ís- lenskt þjóðlíf lamaðist. Vélvirki aldarinnar Kristján Jó- hannsson - Fjórða röddin i tenórun- um þremur. Hundavinur aldarinnar Albert Guð- mundsson - Vinur litla hundsins. Málverkasýn- ing aldarinnar „Rétt“ list Jónasar frá Hriflu - Jónas hafði rétt fyrir sér. Leikari aldarinnar Sveinn M. Eiðsson - List- rænt tannleysi nær nýjum hæð- um. Dagskrárstjóri aldarinnar Hrafn Gunnlaugsson - Hafði næmt auga fyrir þulum og eigin myndum. Minnsta stærsta útihátíð aldarinnar Kristnihátíð árið 2000 - Leyfið börnunum að koma til mín en teljið þau tvisvar. Ráðherra aldarinnar Guðmundur Árni Stefánsson - Island var of lítið fyrir hann og Hafnarfjörð- ur of stór. Frjáls- hyggju- maður aldarinnar Jón Baldvin Hannibalsson - Allt er falt. Landnáms- maður aldarinnar Þuríður mús- arnef nam land á Álftanesi. Vopnfirðingur aldarinnar Linda Pét- ursdóttir Kleópatra er úr Norður- Múlasýslu. Sölumaður aldarinnar Einar Benediktsson - Kári Stef- ánsson sins tíma. Náttúru- hamfarir aidarinnar Siv Friðleifs- dóttir - Mesta ógn- in sem steðjað hef- ur að íslenskri náttúru fyrr og síðar. Leikrit aldarinnar Jólafrumsýn- ing stjórnarráðs- ins 1999: Finnur Ingólfsson skipar Finn Ingólfsson Seðlabankastjóra. Sjálfsævisaga aldarinnar Myrkrahöfðinginn eft- ir Hrafn , Gunnlaugs- son - Trú- verðug og átakan- leg. Þistil- firðingur aldarinnar Steingrímur J. Sigfússon - Mesta fylgi mið- að við höfuð- háratölu. Veiðimaður aldarinnar Hermann Jónasson - Kærir sig kollóttan um heiðurinn. Leigusali aldarinnar Sverrir Her- mannsson, eig- andi Hrútafjarð- arár - Þurfti lít- ið að auglýsa. Leigutaki aldarinnar Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans - Maður þekkir mann. Lesenda- bréfritari aldarinnar Jón Steinar Gunnlaugsson - Tekur upp hanska og penna fyrir vini sína þegar þarf. Grátkór aldarinnar Kristján Ragnarsson Fjölradda ein- söngur útgerð- armanns. Tónskáld aldarinnar Árni Johnsen - Það bergmálar tónlist í höfðinu á honum. Húseigandi aidarinnar Sigurður Gísli Pálmason - Allir þurfa 110 þúsund fermetra þak yfir höfuðið. Hurðarhúns- iýsing aldarinnar Ingvi Hrafn Jónsson lýsir Höfðafundi Reagans og Gor- batjovs - Flest orð bera minnsta ábyrgð. Gæludýr aldarinnar Ómar Krist- jánsson - Hefur fengið gott at- læti hjá eigend- um sínum. Fórnarlamb aldarinnar Lady Queen - Hundurinn ligg- ur grafinn í Efstaleitinu. Grein aldarinnar Stóra bomban eftir Jónas frá Hriflu - Geðveikislega góð grein. Islandsvinur aldarinnar Paul Watson Kvaldi Hval. Rán aldarinnar Rán GK - Þjóðin er fórnarlambið. Sérkenniiegasta sakamál aldarinnar Kristinn H. Gunnarsson Maðurinn sem Framsókn stal af Alþýðubandalag- inu. Enginn ser- íunúmer, ekki neitt uppruna- vottorð en samt ófalsaður. Ferðamaöur aldarinnar Halldór Lax- ness - Fór víða en kom alltaf aftur. Bóndi aldarinnar Guðbjartur Jónsson í Sumarhús- um - Hann lifir. Skógræktar- maður aldarinnar Vigdís Finn- bogadóttir - Grænir fingur upp að eyrum. Heimspeking- ur aldarinnar Hallbjörn Hjartarson - Sona sirkabát mestur hér á landi á. Kúreki aldarinnar Guðni Ágústssón - Ríður ekki við einteyming. Sjónvarps- maður aldarinnar Ólafur Sig- urðsson - Fluffluflflu- fufufluuuuflflf. Pabbi aldarinnar Guðmundur Gunnarsson - Hurða- skellir gengur aftur. Hljómsveit aldarinnar Strax - Ruddi brautina fyrir Björk. Sæti aidarinnar 16. sætið - Ástæðan fyrir því að eng- in hús á íslandi eru hærri en 15 hæð- ir. Ljóð aldarinnar Stál og hnífur - Við bryggjuna bátur vaggar hljóft, í nóft mun ég deyja. Lag aldarinnar Gleðibankinn - Icy trióið var meira einmana á sviðinu í Bergen en Harald- ur Örh Ólafsson á Norðurpólnum. íþróttamaður aldarinnar Reynir Pétur Ingvarsson göngu- garpur - gekk fram af þjóðinni þegar hann gekk fram fyrir skjöldu í söfnun til styrktar Sólheimum. Söfh- unin gekk vel. Fugl aldarinnar Fugl dagsins - Sívinsæll útvarpsþátt- ur sem ætti að taka upp aftur. Rass aldarinnar Sólveig Péturs- dóttir - Lét smíða dýrasta klósett sem sögur fara af. Verkamaður aldarinnar Bubbi Morthens - Hrognin eru að komast á síð- asta söludag. Lim aldarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir legt U-hu R-listans. - And- Félag aldarinnar Hollvinir Reykjavik- urflugvallar - Auk þess leggjum við til að geirfuglinn fái öndunarvél. Gos aldarinnar ís-kóla - Á undan sinni samtíð. Fólk hafði ekki uppgötvað að vont væri gott ef það kostaði minna. Kvikmynd aldarinnar Morðsaga - Ástæða þess að íslenskir glæpamenn hugsa í hraunum. Draugur aldarlnnar Verðbólgudraugurinn - Á ekki heima í Höfða. arril dc írtæki darinnar Samband ís- lenskra samvinnu- félaga - Það reis og það hneig og hneig og hneig. Fótur aldarinnar Árni Johnsen - Féll eins og flís við rass Öss- urar Skarphéðinsson- Höfuð aldarinnar Ámi Johnsen - Óbrotgjarn minn- isvarði. Nú öldin er liðin í áranna skaut og aldrei hún kemur til baka. Nú geta stœrðfrœðingarnir keypt KR flug- eldana sína og skotið þeim upp óhikað - öldin er ör- ugglega búin. Eins og sœmir hugsandi fjölmiðli lítur Helgarblað DV um öxl og virðir fyrir sér 20. öldina á íslandi. Spurn- ingin er sú sama og leitað hefur á mannkynið frá örófi alda: hverjir eru bestir? og eru svörin jafn mörg og mannkynið er fjölmennt. Við óskum öllum þeim sem ekki eru nefndir í þessari úttekt innilega til hamingju en jafnframt biðjum við þá velvirðingar sem þykir fram hjá sér gengið. Helgarblað DV óskar lesendum sínum gleðilegrar ald- ar og þakkar þá liðnu. Verið viss um að lesa nœstu úttekt árið 2100. -PÁÁ/sm Ar aldarinnar Árið 2000 - Árið sem var beðið eftir alla öldina. Eftirsóttasti maður aldarinnar Geirfmnur Einarsson - Hvarf í nóv- ember 1974, hefur verið leitað síðan. Mest byggða hús aldarinnar Hailgrímskirkja - Bygging hennar hófst fyrir miðja öldina og stendur enn. Minnst byggða hús aldarinnar Tónlistarhúsið - Munar alltaf litlu að það verði byggt. Hár aldarinnar Hár Ólafs Ragn- ars Grímssonar - Hefur ekki breyst frá upphafi sjón- varpsaldar. Fingur aldarinnar Fingur Stein- gríms Hermanns- sonar - Sagaði hann af með hjól- sög. Mjólkurafurð aldarinnar Skyr Helga Hóseassonar - Hann sletti eigin skyri á þingheim. Niðurgangur aldarinnar Römm magakveisa sem Guðni Ágústsson fékk í Kína eftir að hafa handfjatlað Strút. Koss aldarinnar Koss Guðna Ágústssonar og ís- lenskrar kýr - Júdasarminnið gengur aftur. Grænmeti aidarinnar Grænar baunir - Steingrimur Her- mannsson fór ótroðnar slóðir þegar hann lét skrifa grænar baunir sem eldsneyti fyrir ríkisbifreið sem hann hafði yflr að ráða. mt. Skemmtikraftur aldarinnar Ástþór Magnús- son - Enginn ís- lendingur hefur á öldinni komið jafnmörgum til að hlæja jafnoft án þess að ætla það. Tré aldarinnar Björk - Gróður- sett i tóneyra heimsins. Skilnaður aldarinnar ísland skilur við Danmörku - Farsælli bamlausri sambúð slitið í góðu. Fýllirí aldarinnar 1. mars 1989 - Loksins loksins. Brauðsúpa aldarinnar Reykjavíkurtjörn - Aldrei hefur minna vatn tekið við meira brauði og skít. Verstu eriendu samskipti aldarinnar Hjónaband Sophiu Hansen og Halims A1 - Tyrkir rændu íslending- um - aftur. Bestu eriendu samsklpti aldarinnar Ástandið - Hermannssynir allra landa sameinist. Besti vinur aldarinnar Hannes Hólm- steinn Gissurar- son - Með slíka vini þarfnast eng- inn óvina. Skál aldarinnar Bermúdaskálin - Skálað í beinni. Framsóknarmaður aldarinnar Egill Jónsson á Seljavöllum - Hefur öll einkenni góðs fram- sóknarmanns. Sjálfstæöis- maður aldarinnar Halldór Ás- grímsson - Hef- ur öll einkenni góðs sjálfstæðis- manns. Benedikt aldarinnar Benedikt Sveinsson - Þú ert sjálfur Bensi bak við tjöldin. Matur aldarinnar Ein með öllu - Garnir fullar af rusli fara vel í landann. Sálmaskáld aldarinnar Davíð Odds- son - Á eftir að yrkja 49 sálma í viðbót. Pólitíkus aldarinnar Kári Stefáns- son - Talar við stjórnmálamenn um vísindi og við vísinda- menn um stjórnmál. Njáluhöfundur aldarinnar Friðrik Þór Friðriksson Hafði neistann og brenndi Njálu. Leiðindi aldarinnar Rás 1 - Drap fólk úr leiðindum. Mun á næstu öld drepa sjálfa sig úr leiðindum - en á klassískan hátt. 4^ Nektar- fyrii^ sæta aldar- innar Kolbrún Halldórsdóttir - Berst jafn harðvítuglega gegn klámi á Alþingi og birtingu nektarmyndar af henni sjálfri í fjölmiðlum. Lundi aldarinnar Ámi Johnsen - Sá eini sinnar teg- undar sem ekki grefur holur heldur byggir kirkjur. íþróttaafrek aldarinnar Danmörk - ís- land 14-2 - Þeir hefndu fyrir skiln- aðinn. Skáldsaga aldarinnar Æviþættir Ólafs Skúlasonar - Fjall- ræða biskups á eftirlaunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.