Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Síða 43
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 I 51 DV íslenska sundfólkið á Ólympíuleikunum, sem var svo mikiö í umræðunni í kringum leikana, hvílir lúin bein en að ofan sjást helstu stjörnur ársins í íslenskum íþróttum, Vala Flosadóttir og Örn Arnarson. Niðri í horninu á opnunni sjást síðan Blikastúlkur fagna tvöföldum sigri í kvennafótboltanum. Gunnar Pálmi Pétursson varð meist- ari í báðum Qokkum torfæru í keppn- um TSÍ og Gisli Gunnar Jónsson varð meistari í torfæru (DV-Sport tor- færunni), Gunnar Gunnarsson varð meistari í götubílaflokki og Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson íslands- meistarar í ralli. Hollenska sundkon- an Inge de Bruijn vann til þrennra guliverðlauna á ÓL og setti jafnframt þrjú heimsmet, ástralski sundmaður- inn Ian Thorpe vann til þrennra gull- verðlauna og tveggia silfurverðlauna á ÓL auk þess að setja nokkur heims- og ólympíumet og Hollendingurinn Piet- er van den Hoogenband setti tvö heimsmet og krækti í tvenn gullverð- laun í hörkurimmu við Thorpe. Fleygustu oröin: „Hann var rosalega stór, 25 plús eitthvað meira ... Þegar ég var búinn að vera með hann á brotnaði stöngin í átökunum ... og eftir smástund hafði sá stóri betur,“ sagði Ársœll Már Gunnarsson veiðimaður eftir að hann missti „þann stóra“ í Stóru-Laxá. „(H)vernig hægt er að klikka á svona mörgum færum gegn jafn getu- litlu liði er mér gjörsamlega óskiljan- legt,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Hauka, eftir heima- leikinn gegn Eynatten í forkeppni meistaradeildarinnar. „Ég vil þakka minu liði, Breiða- bliki, fyrir að leyfa mér að vera með, þetta er búið að vera algjört æði,“ sagði Rakel Ögmundsdóttir knatt- spyrnukona eftir að Breiðablik hafði tryggt sér titilinn. Auðvitað er maður svekktur en maður sleppur þó alla vega við 30 tíma flugferð," sagði Einar Karl Hjartar- son eftir að útséð var um ferð hans á Ólympíuleikana. Það hafa allir sínar skoðanir á fót- bolta en ég held að það hafi sést nokk- uð vel í dag hvernig minn fótbolti er. Ég ætla ekki að skipta mér af því hvaða skoðanir aðrir hafa,“ sagði Pét- ur Pétursson, þjálfari KR, eftir að tit- illinn var í höfn. „Auðvitað var þetta erfltt hlaup. Þetta voru úrslit á Ólympíuleikum," sagði Guðrún Arnardóttir frjáls- íþróttakona eftir úrslitahlaupiö í 400 m grindahlaupi á ÓL. Desember Iþrótta- maöur mánaöarins: @Sundmaðurinn Örn i Amarsson átti frábært Evrópumót í sundi, vann til þrennra verðlauna, þar af voru tvö gull. Öm setti sex íslandsmet, tvö Norðurlandamet og eitt Evrópumet. Örn var síðan valinn íþróttamaður ársins af lesendum DV- Sport. Liö mánaöarins: Lið Hauka frá Hafnarfirði sló norska liðið Sandefjord út úr Evrópu- keppni félagsliða i handknattleik eft- ir dramatískar viðureignir í Hafnar- firði og Noregi. Haukar komust í 8- liða úrslit þar sem liðið dróst gegn Sporting Lissabon frá Portúgal. Úrvalsdeildarlió KR í körfuknatt- leik náði einnig mjög góðum árangri í desember. Liðið byrjaði titilvörn sína í úrvalsdeildinni á afar dapran hátt en vann síðan sex af siðustu sjö leikjum sínum. Liðið skoraði að meðaltali 104,7 stig í þessum leikjum og vann tvo af aðaland- stæðingum sínum með miklum mun, lið Njarðvíkur og Grindavíkur. Vonbrigöi mánaöarins: Tilkynnt um lélega fjárhagsstööu knattspyrnufélags ÍA á Akranesi. Leikmenn fara í verkfall í kjölfar þess að ÍA stóð ekki við samninga um aukagreiðslur. Athyglisveröar fréttir: Eftir langar og strangar viðræður kom ekkert út úr viðræðum Vals og Fjölnis um sameiningu. Þrátt fyrir yf- irlýstan vilja borgaryflrvalda varð lítið úr málinu þegar til átti að taka og sameining félaganna er komin á ís i bili að minnsta kosti. Nokkrir íslenskir handknattleiks- menn gerðu góða hluti í þýsku deOd- inni. Guðmundur Hrafnkelsson lokaði marki Nordhorn í nokkrum leikjum og þeir Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Gústaf Bjarnason, Minden, og Patrek- ur Jóhannesson hjá Essen stóðu sig mjög vel með sínum liðum. DV-Sport Ásthildur Helgadóttir knatt- spyrnukona valin fyrst íslenskra kvenna tO að leika með liði í atvinnu- mannadeOd í Bandaríkjunum. t Eiður Smári Guðjohnsen skoraði flmm mörk í fjórum leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeOdinni í knattspyrnu. Meistarar í mánuöinum: KR-stúlkur tryggðu sér Kjörísbik- arinn í körfuknattleik kvenna. Fleygustu oröin: „Við þurfum að spOa bikarleik á miðvikudaginn og útOeikinn í Evr- ópukeppninni á sunnudaginn. Svo er leikurinn sem við áttum að spila í deOdinni í gær einfaldlega settur á á miðvikudaginn og okkur er neitað um að færa hann. Ég skO ekki þessa hjálp frá HSÍ, ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir sigur Hauka á Sandefjord í fyrri Evrópuleik lið- anna. íþróttamenn mánaöarins: Vonbrigöi mánaöarins: Stoke City datt út úr tveimur bik- arkeppnum, annars vegar deilda- bikarnum gegn utandeildarliði Nu- neaton Borough og hins vegar ensku bikarkeppninni eftir stórtap á heima- veOi gegn Liverpool, 0-8. í fimm síð- ustu leikjum mánaðarins skoraði lið- ið aðeins þrjú mörk, þar af var eitt sjálfsmark andstæðinganna, og fékk á sig tíu. Athyglisveröar fréttir: Andri Sigþórsson knattspyrnu- maður náði samningum við KR eftir nokkurt þóf og hélt út tO síns nýja liðs .Salzburg í Austurríki. Nóvember DV eignaðist Norður- landameistara í dansi þegar Jónatan Arnar Örlygsson blað- beri sigraði í 11-12 ára flokki ásamt Hólmfriði Björnsdóttur á NM í Finnlandi. Grœnlenska kvennalandsliðió i handknattleik tryggði sér sæti á loka- keppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer á Ítalíu. Meistarar í mánuöinum: Fjölnir varð íslandsmeistari liða í TaeKwonDo, ísak N. HaOdórsson og Helga Dögg Helgadóttir vörðu Norður- landameistaratitil sinn í samkvæmis- dönsum og HaOdór B. Jóhannsson varð Norðurlandameistari í þolfimi. Grindavík tryggði sér Kjörísbikarinn í körfu karla, Rúnar Alexandersson vann þrefalt á Norður-Evrópumótinu í fimleikum og SH varð bikarmeistari 1 sundi sjötta árið í röð. Fleygustu orðin: „[Ájhorfendur ættu að fá endur- greitt eftir svona hörmung," sagði Jón Július Árnason, aðstoðarþjálfari körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, eftir heimaleik gegn SkaOagrími. „Þeir voru einfaldlega heppnir og ekki laust við að vanmat hafi verið í okkar herbúðum," sagði Stefán Hilm- arsson, söngvari og leikmaður „Hrað- lestarinnar" (Vals 3), eftir 12-23 tap gegn ÍR í 32-liða úrslitum SS-bikarsins i handknattleik. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og hleyptum þeim í gegn eins og þetta væru einhverjar drottningar," sagði Sigbjörn Ókars- son, þjálfari kvennaliðs ÍBV í hand- boltanum, eftir 20 marka ósigur gegn þýska liðinu Buxtehude í Evrópu- keppni félagsliða. „Ég átti aUs ekki von á því að bolt- inn færi ofan i körfuna," sagði körfuknattleiksmaðurinn Keith Vassell eftir sigurkörfu í undanúrslit—* um Kjörísbikarsins. „Ég er búinn að gefa þeim að borða og nú er bara að koma þeim í rúmið," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari knatt- spyrnulandsliðs karla, í viðtali við DV-Sport fyrir leikinn gegn Pólverj- um. „Ég er búinn að æfa eins og skepna,“ sagði Vernharð Þorleifsson eftir sigur á júdómóti í Malmö en auk júdóæfinga hefur hann leikið með 2. deOdarliði Þórsara í handboltanum. „Áhorfendurnir eru geðveikir," sagði Hilmar Þórlindsson um stuðn- ingsmenn Eyjamanna eftir sigur Gróttu/KR á ÍBV í Eyjum ^ Birgir Leifur Haf- þórsson kylfingur komst á lokaúrtökumót fyrir evrópsku mótaröð- ina. Logi Gunnarsson á frábæra leiki með ís- lenska körfuboltalandslið- inu og skorar 29 stig á 23 mínútum í leOt gegn Slóvenum, sem eru með sterkasta lið riðOsins. Liö mánaöarins: Körfuknattleikslið Grindavikur vann alla sína leiki í nóvember, aOs fimm, og varð Kjörísbikarmeistari eft- ir sigur í úrslitaleik gegn KR þar sem leikmenn hittu úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum. Október íþróttamaður mánaöarins: Kristín Rós Hákon- ardóttir vann til fernra verðlauna á Ólympíu- leikum fatlaðra. Kristín Rós vann 2 guO og 2 brons á leikunum og setti heimsmet í 100 metra bringu. Liö mánaðarins: Haukar í kvennahandboltanum unnu níu fyrstu leiki sína á íslands- mótinu og hafa hækkað sig um átta sæti frá árinu á undan. 5 sigranna komu í október, þar á meðal á Vík- ingi, Stjörnunni og Fram. Vonbrigöi mánaöarins: íslandsmeistarar KR-inga virt- ust vera með krónískt vandamál að gefa eftir í lok leikja sinna en KR-ing- ar urðu fyrstu íslandsmeistarar sög- unnar til að tapa 4 fyrstu leikjum sín- um. KR gerði aðeins 11 körfur í fjórða leikhluta í fyrstu fjórum leikj- unum. Athyglisveröar fréttir: Viktor Kristmannsson stal sen- unni á Norðurlandamóti unglinga í Ósló. Viktor varð Norðurlandameist- ari drengja í fjölþraut og bætti síðan við 3 gullum í úrslitum á áhöld- um. Rússnesku stúlkumar tvær, Elena Chatalova og Tatiana Tourtina sem komu til KA/Þórs í kvennahandboltanum eftir mikla fyr- irhöfn þjálfarans Hlyns Jóhanns- sonar, léku aðeins einn leik en vildu síðan ekki vera lengur á Akureyri. Kristinn Jónsson, þjálfari ÍR í NissandeOd kvenna, hætti sem þjálf- ari liðsins eftir aðeins þrjá leiki. ÍR hafði sýnt lofandi tilþrif en eftir frá- hvarf Kristins tapaði ÍR öOum sex leikjun meö 15,7 mörkum að meðal- tali og skoraði aðeins 11,7 mörk í leik. Leikmaður skiptir úr Haukum yfir í Houston Rockets í NBA-deOd- inni. Stais Boseman, sem lék með Haukum í úrvalsdeildinni í körfu veturinn áður, reynir fyrir sér hjá NBA-liðinu Houston Rockets. Þeir Rikharður Daðason og Tryggvi Guðmundsson eru hættu- legustu sóknarmenn norsku úrvals- deildarinnar en báðir áttu þátt í 24 mörkum sinna liða. Jón Arnar Magnússon frjáls- íþróttamaður slítur samstarfi sínu við þjálfarann Gísla Sigurðsson en ætlar að halda áfram keppni í að minnsta kosti tvö ár. Fleygustu orðin: „Við erum á botninum gjörsam- lega og erum aðaOega í þessu vegna félagsskaparins," sagði Heiða Guð- mundsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍR í handboltanum, eftir sjötta tap liðsins i röð. „Við getum orðað það þannig að ég hefði ekki stOlt upp liðinu svona enda er hægt að fara tO baka og sjá hvemig ég stillti upp liðinu með nán- ast sama mannskap," sagði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, í sjónvarpsviðtali á Stöð tviK^ þar sem hann gagnrýndi eftirmann sinn. „Atli hefúr valið þann kost að spOa með fjögurra manna vörn sem grund- vaOast mest af svæðisvinnu en við skulum ekki gleyma því að svæði hefur aldrei skorað mörk,“ bætti Guðjón við í sama viðtali. „Við stjómuðum leiknum með minni leikaðferð í 90 mínútur og ég segi bara: Geri aðrir betur," sagði umræddur Atli Eðvaldsson 1 viðtali eftir sigur á N-írum tveimur döguij^fc^- síðar. „Eins og hnífur í hjartað," sagði Sammy McLlroy, þjálfari norður- írska landsliðsins, um sigurmark Þórðar Guðjónssonar gegn N-ímrn sem kom á lokasekúndum leiksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.