Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 I 51 DV íslenska sundfólkið á Ólympíuleikunum, sem var svo mikiö í umræðunni í kringum leikana, hvílir lúin bein en að ofan sjást helstu stjörnur ársins í íslenskum íþróttum, Vala Flosadóttir og Örn Arnarson. Niðri í horninu á opnunni sjást síðan Blikastúlkur fagna tvöföldum sigri í kvennafótboltanum. Gunnar Pálmi Pétursson varð meist- ari í báðum Qokkum torfæru í keppn- um TSÍ og Gisli Gunnar Jónsson varð meistari í torfæru (DV-Sport tor- færunni), Gunnar Gunnarsson varð meistari í götubílaflokki og Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson íslands- meistarar í ralli. Hollenska sundkon- an Inge de Bruijn vann til þrennra guliverðlauna á ÓL og setti jafnframt þrjú heimsmet, ástralski sundmaður- inn Ian Thorpe vann til þrennra gull- verðlauna og tveggia silfurverðlauna á ÓL auk þess að setja nokkur heims- og ólympíumet og Hollendingurinn Piet- er van den Hoogenband setti tvö heimsmet og krækti í tvenn gullverð- laun í hörkurimmu við Thorpe. Fleygustu oröin: „Hann var rosalega stór, 25 plús eitthvað meira ... Þegar ég var búinn að vera með hann á brotnaði stöngin í átökunum ... og eftir smástund hafði sá stóri betur,“ sagði Ársœll Már Gunnarsson veiðimaður eftir að hann missti „þann stóra“ í Stóru-Laxá. „(H)vernig hægt er að klikka á svona mörgum færum gegn jafn getu- litlu liði er mér gjörsamlega óskiljan- legt,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Hauka, eftir heima- leikinn gegn Eynatten í forkeppni meistaradeildarinnar. „Ég vil þakka minu liði, Breiða- bliki, fyrir að leyfa mér að vera með, þetta er búið að vera algjört æði,“ sagði Rakel Ögmundsdóttir knatt- spyrnukona eftir að Breiðablik hafði tryggt sér titilinn. Auðvitað er maður svekktur en maður sleppur þó alla vega við 30 tíma flugferð," sagði Einar Karl Hjartar- son eftir að útséð var um ferð hans á Ólympíuleikana. Það hafa allir sínar skoðanir á fót- bolta en ég held að það hafi sést nokk- uð vel í dag hvernig minn fótbolti er. Ég ætla ekki að skipta mér af því hvaða skoðanir aðrir hafa,“ sagði Pét- ur Pétursson, þjálfari KR, eftir að tit- illinn var í höfn. „Auðvitað var þetta erfltt hlaup. Þetta voru úrslit á Ólympíuleikum," sagði Guðrún Arnardóttir frjáls- íþróttakona eftir úrslitahlaupiö í 400 m grindahlaupi á ÓL. Desember Iþrótta- maöur mánaöarins: @Sundmaðurinn Örn i Amarsson átti frábært Evrópumót í sundi, vann til þrennra verðlauna, þar af voru tvö gull. Öm setti sex íslandsmet, tvö Norðurlandamet og eitt Evrópumet. Örn var síðan valinn íþróttamaður ársins af lesendum DV- Sport. Liö mánaöarins: Lið Hauka frá Hafnarfirði sló norska liðið Sandefjord út úr Evrópu- keppni félagsliða i handknattleik eft- ir dramatískar viðureignir í Hafnar- firði og Noregi. Haukar komust í 8- liða úrslit þar sem liðið dróst gegn Sporting Lissabon frá Portúgal. Úrvalsdeildarlió KR í körfuknatt- leik náði einnig mjög góðum árangri í desember. Liðið byrjaði titilvörn sína í úrvalsdeildinni á afar dapran hátt en vann síðan sex af siðustu sjö leikjum sínum. Liðið skoraði að meðaltali 104,7 stig í þessum leikjum og vann tvo af aðaland- stæðingum sínum með miklum mun, lið Njarðvíkur og Grindavíkur. Vonbrigöi mánaöarins: Tilkynnt um lélega fjárhagsstööu knattspyrnufélags ÍA á Akranesi. Leikmenn fara í verkfall í kjölfar þess að ÍA stóð ekki við samninga um aukagreiðslur. Athyglisveröar fréttir: Eftir langar og strangar viðræður kom ekkert út úr viðræðum Vals og Fjölnis um sameiningu. Þrátt fyrir yf- irlýstan vilja borgaryflrvalda varð lítið úr málinu þegar til átti að taka og sameining félaganna er komin á ís i bili að minnsta kosti. Nokkrir íslenskir handknattleiks- menn gerðu góða hluti í þýsku deOd- inni. Guðmundur Hrafnkelsson lokaði marki Nordhorn í nokkrum leikjum og þeir Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Gústaf Bjarnason, Minden, og Patrek- ur Jóhannesson hjá Essen stóðu sig mjög vel með sínum liðum. DV-Sport Ásthildur Helgadóttir knatt- spyrnukona valin fyrst íslenskra kvenna tO að leika með liði í atvinnu- mannadeOd í Bandaríkjunum. t Eiður Smári Guðjohnsen skoraði flmm mörk í fjórum leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeOdinni í knattspyrnu. Meistarar í mánuöinum: KR-stúlkur tryggðu sér Kjörísbik- arinn í körfuknattleik kvenna. Fleygustu oröin: „Við þurfum að spOa bikarleik á miðvikudaginn og útOeikinn í Evr- ópukeppninni á sunnudaginn. Svo er leikurinn sem við áttum að spila í deOdinni í gær einfaldlega settur á á miðvikudaginn og okkur er neitað um að færa hann. Ég skO ekki þessa hjálp frá HSÍ, ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir sigur Hauka á Sandefjord í fyrri Evrópuleik lið- anna. íþróttamenn mánaöarins: Vonbrigöi mánaöarins: Stoke City datt út úr tveimur bik- arkeppnum, annars vegar deilda- bikarnum gegn utandeildarliði Nu- neaton Borough og hins vegar ensku bikarkeppninni eftir stórtap á heima- veOi gegn Liverpool, 0-8. í fimm síð- ustu leikjum mánaðarins skoraði lið- ið aðeins þrjú mörk, þar af var eitt sjálfsmark andstæðinganna, og fékk á sig tíu. Athyglisveröar fréttir: Andri Sigþórsson knattspyrnu- maður náði samningum við KR eftir nokkurt þóf og hélt út tO síns nýja liðs .Salzburg í Austurríki. Nóvember DV eignaðist Norður- landameistara í dansi þegar Jónatan Arnar Örlygsson blað- beri sigraði í 11-12 ára flokki ásamt Hólmfriði Björnsdóttur á NM í Finnlandi. Grœnlenska kvennalandsliðió i handknattleik tryggði sér sæti á loka- keppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer á Ítalíu. Meistarar í mánuöinum: Fjölnir varð íslandsmeistari liða í TaeKwonDo, ísak N. HaOdórsson og Helga Dögg Helgadóttir vörðu Norður- landameistaratitil sinn í samkvæmis- dönsum og HaOdór B. Jóhannsson varð Norðurlandameistari í þolfimi. Grindavík tryggði sér Kjörísbikarinn í körfu karla, Rúnar Alexandersson vann þrefalt á Norður-Evrópumótinu í fimleikum og SH varð bikarmeistari 1 sundi sjötta árið í röð. Fleygustu orðin: „[Ájhorfendur ættu að fá endur- greitt eftir svona hörmung," sagði Jón Július Árnason, aðstoðarþjálfari körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, eftir heimaleik gegn SkaOagrími. „Þeir voru einfaldlega heppnir og ekki laust við að vanmat hafi verið í okkar herbúðum," sagði Stefán Hilm- arsson, söngvari og leikmaður „Hrað- lestarinnar" (Vals 3), eftir 12-23 tap gegn ÍR í 32-liða úrslitum SS-bikarsins i handknattleik. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og hleyptum þeim í gegn eins og þetta væru einhverjar drottningar," sagði Sigbjörn Ókars- son, þjálfari kvennaliðs ÍBV í hand- boltanum, eftir 20 marka ósigur gegn þýska liðinu Buxtehude í Evrópu- keppni félagsliða. „Ég átti aUs ekki von á því að bolt- inn færi ofan i körfuna," sagði körfuknattleiksmaðurinn Keith Vassell eftir sigurkörfu í undanúrslit—* um Kjörísbikarsins. „Ég er búinn að gefa þeim að borða og nú er bara að koma þeim í rúmið," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari knatt- spyrnulandsliðs karla, í viðtali við DV-Sport fyrir leikinn gegn Pólverj- um. „Ég er búinn að æfa eins og skepna,“ sagði Vernharð Þorleifsson eftir sigur á júdómóti í Malmö en auk júdóæfinga hefur hann leikið með 2. deOdarliði Þórsara í handboltanum. „Áhorfendurnir eru geðveikir," sagði Hilmar Þórlindsson um stuðn- ingsmenn Eyjamanna eftir sigur Gróttu/KR á ÍBV í Eyjum ^ Birgir Leifur Haf- þórsson kylfingur komst á lokaúrtökumót fyrir evrópsku mótaröð- ina. Logi Gunnarsson á frábæra leiki með ís- lenska körfuboltalandslið- inu og skorar 29 stig á 23 mínútum í leOt gegn Slóvenum, sem eru með sterkasta lið riðOsins. Liö mánaöarins: Körfuknattleikslið Grindavikur vann alla sína leiki í nóvember, aOs fimm, og varð Kjörísbikarmeistari eft- ir sigur í úrslitaleik gegn KR þar sem leikmenn hittu úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum. Október íþróttamaður mánaöarins: Kristín Rós Hákon- ardóttir vann til fernra verðlauna á Ólympíu- leikum fatlaðra. Kristín Rós vann 2 guO og 2 brons á leikunum og setti heimsmet í 100 metra bringu. Liö mánaðarins: Haukar í kvennahandboltanum unnu níu fyrstu leiki sína á íslands- mótinu og hafa hækkað sig um átta sæti frá árinu á undan. 5 sigranna komu í október, þar á meðal á Vík- ingi, Stjörnunni og Fram. Vonbrigöi mánaöarins: íslandsmeistarar KR-inga virt- ust vera með krónískt vandamál að gefa eftir í lok leikja sinna en KR-ing- ar urðu fyrstu íslandsmeistarar sög- unnar til að tapa 4 fyrstu leikjum sín- um. KR gerði aðeins 11 körfur í fjórða leikhluta í fyrstu fjórum leikj- unum. Athyglisveröar fréttir: Viktor Kristmannsson stal sen- unni á Norðurlandamóti unglinga í Ósló. Viktor varð Norðurlandameist- ari drengja í fjölþraut og bætti síðan við 3 gullum í úrslitum á áhöld- um. Rússnesku stúlkumar tvær, Elena Chatalova og Tatiana Tourtina sem komu til KA/Þórs í kvennahandboltanum eftir mikla fyr- irhöfn þjálfarans Hlyns Jóhanns- sonar, léku aðeins einn leik en vildu síðan ekki vera lengur á Akureyri. Kristinn Jónsson, þjálfari ÍR í NissandeOd kvenna, hætti sem þjálf- ari liðsins eftir aðeins þrjá leiki. ÍR hafði sýnt lofandi tilþrif en eftir frá- hvarf Kristins tapaði ÍR öOum sex leikjun meö 15,7 mörkum að meðal- tali og skoraði aðeins 11,7 mörk í leik. Leikmaður skiptir úr Haukum yfir í Houston Rockets í NBA-deOd- inni. Stais Boseman, sem lék með Haukum í úrvalsdeildinni í körfu veturinn áður, reynir fyrir sér hjá NBA-liðinu Houston Rockets. Þeir Rikharður Daðason og Tryggvi Guðmundsson eru hættu- legustu sóknarmenn norsku úrvals- deildarinnar en báðir áttu þátt í 24 mörkum sinna liða. Jón Arnar Magnússon frjáls- íþróttamaður slítur samstarfi sínu við þjálfarann Gísla Sigurðsson en ætlar að halda áfram keppni í að minnsta kosti tvö ár. Fleygustu orðin: „Við erum á botninum gjörsam- lega og erum aðaOega í þessu vegna félagsskaparins," sagði Heiða Guð- mundsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍR í handboltanum, eftir sjötta tap liðsins i röð. „Við getum orðað það þannig að ég hefði ekki stOlt upp liðinu svona enda er hægt að fara tO baka og sjá hvemig ég stillti upp liðinu með nán- ast sama mannskap," sagði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, í sjónvarpsviðtali á Stöð tviK^ þar sem hann gagnrýndi eftirmann sinn. „Atli hefúr valið þann kost að spOa með fjögurra manna vörn sem grund- vaOast mest af svæðisvinnu en við skulum ekki gleyma því að svæði hefur aldrei skorað mörk,“ bætti Guðjón við í sama viðtali. „Við stjómuðum leiknum með minni leikaðferð í 90 mínútur og ég segi bara: Geri aðrir betur," sagði umræddur Atli Eðvaldsson 1 viðtali eftir sigur á N-írum tveimur döguij^fc^- síðar. „Eins og hnífur í hjartað," sagði Sammy McLlroy, þjálfari norður- írska landsliðsins, um sigurmark Þórðar Guðjónssonar gegn N-ímrn sem kom á lokasekúndum leiksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.