Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 Fréttir X>V Forystusauðir flokkanna langt á undan hjörðinni: Litlausar bak- varðasveitir - fátt um leiðtogaímyndir innan raða flokkanna að mati kjósenda Skoðanakönnun DV, sem gerð var meöal kjós- enda föstudagskvöldið 12. janúar um fylgi stjórn- málaflokka, sýndi mikil umskipti frá könnunum DV allt frá síðustu alþing- iskosningum. í niðurstöðum könnun- arinnar kom i ljós að rik- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði misst þann mikla meirihlutastuðning sem hún hafði verið með allt frá kosning- um. Það vekur líka athygli i könnun um vinsældir stjórn- málamanna að forysta flokkanna byggist að mestu á einum manni í hverjum flokki og of mikið virð- ist stólað á þessar fáu persónur varöandi gengi flokkanna. Bak- varðasveitir flokkanna virðast með öðrum orðum ekki hafa á að skipa nógu litríkum persónum til ganga í augu kjósenda. Hörður Kristjánsson blaðamaður Skortur á bakhjörlum? Ekki verður annað séð á skoð- anakönnun um vinsældir stjórn- málamanna en verulegur skortur sé á leiðtogum innan raða stjórn- málaflokkanna. Lengi vel barðist t.d. Samfylkingin í bökkum vegna skorts á afgerandi forystu- manni en nú virðist sem Össur Skarphéðinsson hafi náð þeim árangri að skapa sér trúverðuga ímynd sem leiðtogi flokksins. Á móti kemur að menn spyrja sig um aðra líklega forystumenn flokksins sem virðast hafa dregið sig í hlé eftir að Össur var kos- inn formaður. Það er helst að kjósendur muni þar enn eftir Jó- hönnu Sigurðardóttur og Mar- gréti Frímannsdóttur. Afgerandi og langvinn forysta Daviðs Oddssonar í Sjálfstæðis- flokknum virðist ekki síður geta bakað flokknum vanda en aflað vinsælda þegar fram í sækir. Vangaveltur um að Davíð hyggist draga sig í hlé í pólitíkinni á næstu misserum eða árum gerast stöðugt háværari. Þegar svo ótví- ræður leiðtogi hverfur af vett- vangi getur skapast vandræða- legt tómarúm sem enn er ekki séð hver muni fylla. Að mati þeirra sem tóku þátt i skoöana- könnun DV virðist sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra sé þó líklegastur til að taka þá stöðu. Framsókn í vanda Framsóknarflokkurinn á við þennan sama vanda að glima. Halldór Ásgrímsson er í dag ótví- ræður foringi og vandséð hver yrði hans arftaki. Þá er enn eftir að fylla í skarð Finns Ingólfsson- ar í varaformannsstól eftir að hann hvarf úr stjórnmálunum í Seðlabankann. Endalausar vangaveltur um þá stöðu bæta ekki ímynd flokksins út á við sem hann þarf þó virkilega á að halda. Valgerður Sverrisdóttir, iönaðar- og viðskiptaráðherra, hefur af mörgum þótt álitlegur kandídat í varaformannsstöðuna ásamt Guðna Ágústssyni land- búnaðarráðherra. Það vekur því eftirtekt að Valgerður kemst vart á blaö í vali kjósenda, hvort held- ur er um að ræða varðandi vin- sældir eða óvinsældir. Hún fær aðeins 3 atkvæði á vinsældalista og 2 á óvinsældalista. Guðni lendir aftur á móti í 5. sæti á vin- sældalistanum með 11 atkvæði og því ellefta á óvinsældalistanum með 5 atkvæði. Erfiðustu ágreiningsmálin í ríkisstjórninni hafa lent á herð- um ráöherra Framsóknarflokks- ins. Stóráföll á þeim vettvangi, bæði í bankamáli og öryrkjamáli, verða án efa í hugum kjósenda skrifuð að stórum hluta á reikn- ing Framsóknarflokksins en ekki samstarfsflokks hans í ríkis- stjórninni. Virðist þetta m.a. end- urspeglast í skoðanakönnun DV. Steingrímur vinsæll Vinstrihreyfingin - grænt framboð er í raun óskrifað blað í pólitíkinni. Óskoraður leiðtogi og raunar einn helsti hugmynda- smiður hreyfingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, nýtur greinilega mikilla vinsælda á meðal kjós- enda. Hann er ekki langt frá því um þessar mundir að jafnast á við Davið Oddsson í vinsældum. At- hygli vekur að það er Kol- brún Halldórsdóttir en ekki Ögmundur Jónasson sem nýtur næstmestra vinsælda flokksmanna á meðal kjósenda en hún er þó langt að baki foringja sínum. Vinstri-grænir hafa frá upphafi setið í stjórnarandstöðu. Ef litið er t.d. til ferils Kvenna- listans þá virðist auðvelt að skapa sér tímabundnar vinsældir í þeirri stöðu. Alveg er eftir að reyna hvernig Steingrími tekst að semja um rík- isstjórnarsamstarf. Ákveðni hans á þingi virðist þó falla kjósend- um vel í geð en spurning er hvað gerist þegar hann þarf að feta braut málamiðlana í samstarfi við aðra. Vandi Frjálslynda flokksins er trúlega að mestu falinn í smæð hans. Kjósendur vita að Sverrir Hermannsson er kominn á tíma og mun ekki fara aftur í kosn- ingaslag. Þá er spurning um hvað taki við. Varla spilar Guð- jón Arnar Kristjánsson einn hlut- verk heils flokks. Gagnvart kjósendum hlýtur að skipta máli að flokknum takist að skapa sér trúverðuga stöðu í pólitíkinni og gera sig meira áberandi í sviðsljósinu en nú er. Hvernig pólitíkusum hinna ýmsu flokka tekst til á næstu misserum og árum er hins vegar kjósenda að dæma um. Skoðanir þeirra mun DV halda áfram að endurspegla með könn- unum hér eftir sem hingað til. Eigandi stolna vélsleðans Sigurður Andrésson saknar vélsleð- ans síns sem var rænt á mánudags- kvöldiö. Vélsleðum stolið: Þjófarnir rétt sluppu frá lögreglunni „Við erum búnir að flnna annan vélsleðann en minn vélsleði er enn þá týndur,“ segir Sigurður Andrés- son sem varð fyrir því óláni að vélsleðanum hans og öðrum var stolið á mánudagskvöldið þar sem þeir voru á vélsleðakerru fyrir utan fyrirtækið Almenna bílaverkstæðið í Skeifunni. Sigurður og félagi hans, sem átti hinn sleðann, voru við minningarathöfn um Benedikt Val- týsson sem lést af slysförum í vélsleðaferð sem þeir voru í um síð- ustu helgi. Um var að ræða glænýja vélsleða sem báðir voru árgerð 2000 og bún- ir öllum fulkomustu tækjum, t.d. GPS-staðsetningartækjum, mynda- vélum og fleiru. Að sögn Sigurðar gripu þeir til þess ráðs að auglýsa eftir sleðunum og kerrunni í út- varpi og í kjölfar þess fannst hún og annar sleðinn í hrauninu við Hafn- arfjörð. Sigurður segir að sinn sleði, sem er af gerðinni Polaris 700 og kostar um eina milljón króna, hafi hins vegar verið á bak og burt. „Vörubílstjóri sem átti leíð þar um sá glitta í kerruna í hrauninu," segir Sigurður. Þeir félagarnir fóru síðan á staðinn til að athuga hvort um þeirra sleða væri að ræða og kom þájj ljós að svo var en sleða Sigurðar vantaði. Á meðan þeir voru á staðnum urðu þeir varir við sendibíl og fólksbíl og hringdu á lög- regluna. Þjófarnir urðu hins vegar varir við mannaferðir og forðuðu sér í burtu rétt áður en lögreglan kom. „Þeir hafa líklega séð fótspor í kringum kerruna og orðið hræddir og því ákveðið að koma sér í burtu,“ segir Sigurður sem vonast til að finna sleöann sinn fljótlega. -MA Veörtö í Kvöld Víða suðlæg átt Suölæg átt verður, víða 10 til 13 m/s og rigning, en aö mestu þurrt noröaustan- og austanlands. Suövestan 5 til 10 m/s og skúrir eöa él vestantil á landinu í nótt. Hiti 0 til 7 stig. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 16.33 16.02 Sólarupprás á morgun 10.42 10.44 Síódegisfló& 15.00 19.33 Árdegisflóö á morgun 03.46 08.19 Skýringar á veöurtáknum J^VINDÁTT I0°á-H1TI “j -m° & 'XVJNÐSTYRKUR i metrum á sekúndu *SFR0ST HSÐSKIRT o UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO : v Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA •W W "t- ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR P0KA Helstu þjóðvegir færir Samkvæmt upplýsingum frá Vegageröinni eru helstu þjóövegir landsins eru færir, en talsverö hálka víða, einkum á heiöarvegum. Á Vestfjörðum er þungfært um Klettsháls og Dynjandisheiði. Hálka og hálkublettir eru á Vestfjöröum, Noröurlandi og Norðausturlandi. SNJÓR ÞUNGFÆRT ÓFÆRT 5S» Þurrt veður norðaustan- og austanlands Suölæg átt veröur, víöa 10 til 13 m/s og rigning, en að mestu þurrt norðaustan- og austanlands. Suövestan 5 til 10 m/s og skúrir eöa él vestan til á landinu á morgun. Hiti 0 til 7 stig. Stinmida Vindur: 10-15 m/* Hiti 1° til 6° o IVlanuda _______ Vindur: 8-13 m/» Hiti 2° til -7° Þriftjuda Vindur: 8-15 m/s Hiti 2° til -2V Austan 10-15 m/s, rignlng og 2-6 stlga hltl austanlands, en norðan og norövestan 10-15 m/s, él og hltl nálægt frostmarkl um landlö vestanvert. Austan 8-13 m/s og slydda syöst á landlnu, en annars fremur hæg breytlleg átt og dálítll él. Austan og noröaustanátt, 10-15 m/s og snjókoma um norövestanvert landlö, en 8-13 m/s og dálítll slydduél annars staöar. Hltl í krlngum frostmark. AKUREYRI alskýjaö 6 BERGSSTAÐIR alskýjað 4 BOLUNGARVÍK skýjaö 6 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 4 KEFLAVÍK rigning 6 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK rigning 7 STÓRHÖFÐI þokumóöa 6 BERGEN skýjaö -1 HELSINKI alskýjaö -1 KAUPMANNAHÖFN kornsnjór 0 ÓSLÓ alskýjaö -7 STOKKHÓLMUR súld -1 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -7 ALGARVE léttskýjað 9 AMSTERDAM hrímþoka -1 BARCEL0NA þokumóöa 5 BERLÍN þokumóöa -1 CHICAGO alskýjaö -3 DUBUN rigning 1 HALIFAX skýjaö -6 FRANKFURT léttskýjað -3 HAMBORG þokumóöa -3 JAN MAYEN léttskýjað -13 L0ND0N mistur -2 LÚXEMBORG þokumóöa -1 MALLORCA leiftur 8 M0NTREAL alskýjaö -9 NARSSARSSUAQ snjðkoma -4 NEW Y0RK þokumóöa 1 ORLANDO léttskýjaö 16 PARÍS þokumóöa 2 VÍN þokumóöa -2 WASHINGTON rignlng 2 WINNIPEG léttskýjaö -25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.