Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 28
m Frumsýnum nýjan Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Nýr borgarstjórabíll: Með topp- lúgu og leð- ursætum - í stað Nissan Primera * „Þetta eru gæði á góðu verði,“ sagði Jóhannes Reykdal, blaðafulltrúi Heklu, um nýjan borgarstjórabíl sem keyptur hefur verið handa Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur. „Þetta er Audi A6 með 2,4 lítra vél, sjálfskiptur, 165 hestafla með leðursætum og lúgu. Verðið er 4,2 millj- ónir,“ sagði Jóhannes Reykdal en Hekla tók gamlan Nissan Primera upp i kaup- verðið en á þeim bíl hafði borgarstjór- inn lengi ekið. Audi A6 komst í undanúrslit í keppn- inni um Stálstýrið og bíl ársins sem fram fór fyrir skemmstu hér á síðum DV en í keppninni sigraði Mercedes Benz-bifreið: „Sá tími er liðinn að stjómmálamenn aki um á 10 milljóna króna Benz þegar þeir geta fengið sam- bærileg gæði í b0 eins og Audi fyrir miklu minna verð,“ sagði Jóhannes Reykdal og staðfesti að Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra hefði nýverið fengið alveg eins bil og borgarstjóri. Sjálfur ekur Davíð Oddsson forsætisráð- herra á Audi en hann er stærri, Audi A8,“ sagði Jóhannes Reykdal. -EIR Hæsta tilboði tekið vegna tölvubúnaðar sem nota á í flugvallarkosningunum: Nýi borgarstjórabíllinn Bílstjóri borgarstjóra viö nýja Audi-bílinn. Glæsivagninn er leöurklæddur meö topplúgu og 165 hestöfl meö 2,4 lítra vél. Öryrkjamál í nefnd Fyrstu umræðu um öryrkjamálið lauk í gærkvöld eftir mikið maraþon þar sem margir þingmanna stigu margoft i pontu. Málið fer nú til heil- brigðis- og trygginganefndar þar sem fjallað verður um það í dag og á morg- un. Áætlað er að taka það til annarr- ar umræðu í þinginu eftir helgi. -JSS Ráðherra í hönd- um hjartalækna Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra liggur enn á hjartadeild Land- spitaians í Foss- vogi eftir að hún fékk aðsvif i beinni útsendingu fréttatíma Sjón- varpsins í fyrra- kvöld. Dr. Uggi Agnarsson hjartalæknir annast ráð- herrann. Áður en hann fór á stofúgang í morgun sagði hann að ekkert nýtt væri að frétta af rannsókn á heilsufari ráðherrans. Búist er við að Ingibjörg dveljist á sjúkrahúsi þangað til á morg- un. Henni hafa hvaðanæva borist blóm og hlýjar óskir um bata, -rt Ingibjörg Pálmadóttir. Davíð nær botni í Helgarblaði DV verður fjallað um vinsældir Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra eins og þær hafa birst í skoðanakönnunum DV sið- ustu 10 árin eða þann tíma sem Dav- íð hefur leitt ríkisstjóm. í vikunni mældust óvinsældir Davíðs meiri en nokkru sinni áður á ferli hans. Einnig verður rætt við Bjöm Jör- und Friöbjörnsson um kvikmynd- ina Villiljós og fleira, spjallað við Andra Snæ Magnason, höfund verð- launabókarinnar Bláa hnattarins, um frumsýningu leikgerðar verks- ins. Stjömukort ráðherranna eru skoöuð og reynt að átta sig á því hverjum lyndir best við hverja á ríkisstjórnarheimilinu. Eg vil alvöruútboð - segir framkvæmdastjóri Kuggs sem átti lægsta tilboðið - kosið í Kringlunni „Það veröur farið að þeim reglum sem gilda um kosningar og kosið í nokkrum skólum í Reykja- vík, svo og í Kringlunni ef sú leið reynist fær,“ sagði Kristín Ámadóttir, að- stoðarkona borg- arstjóra, um kosningamar vegna staðsetningar Reykjavíkur- flugvallar sem fram eiga að fara 17. mars næstkomandi. „Við komum til móts við kjósendur með því að láta hanna miðlæga kjörskrá sem þýðir að Reykvíkingar geta kosið á þeim kjörstað sem næstur er, óháð bú- setu. Þess vegna leggjum við áherslu á að koma upp kjördeild í Kringlunni þar sem yfirleitt er margt um manninn," sagði Kristín Árnadóttir. Ein heiidarlausn í tengslum við flugvallarkosning- una var gengið til samninga við tölvufyrirtækið Einar J. Skúlason um tölvukerfi sem annað gæti raf- rænni kosningu eins og þeirri sem fram fer vegna flugvallarins. Verkið var boðið út og sendu nokkur tölvu- fyrirtæki inn tilboð. Þrátt fyrir að sum þeirra gerðu tilboð upp á þrjár milljónir var samið við Einar J. Skúlason en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæpar átta milljónir: „Einar J. Skúlason var eini tilboðs- gjafinn sem gat boðið heildarlausn í tölvubúnaði vegna þessara kosn- inga,“ sagði aðstoðarkona borgar- stjóra. ... skil ekki Valgarður Guð- jónsson, fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarfyrir- tækisins Kuggs, er þó ekki sam- mála aðstoðar- konu borgarstjóra en Kuggur átti lægsta tilboðið i tölvubúnaðinn vegna flugvallar- kosninganna: „Okkar tilboð var metið fullgilt og ég skil ekki hvernig Innkaupa- stofnun borgarinnar hefur getað reiknað sig upp í þá niðurstöðu sem varð. Næst vil ég alvöruútboð," sagði Valgarður Guðjónsson sem sendi inn þrjú tilboð sem voru á bil- inu frá tveimur milljónum upp í tæpar þrjár milljónir. Andstaða í nágrannabyggðum Rafræn kosning, eins og sú sem stefnt er að 17. mars, auðveldar mjög talningu atkvæða sem telja sig í raun sjálf um leið og kosið er. Nið- urstaða ætti því að liggja fljótt og örugglega fyrir. Líklegast er talið að valið í kosningunum standi á milli þess að hafa höfuðstöðvar innan- landsflugsins í Reykjavík, þar sem flugvöllurinn er nú, eða þá í Kefla- vík. Aðrar hugmyndir þykja lítt fýsilegar vegna kostnaðar eða þá andstöðu sveitarfélaga í nágrenni Reykjavíkur sem hafa ekki áhuga á landfrekum flugvelli sem tæki upp dýrmætt byggingarland framtíðar- innar. -EIR Krlstín Árnadóttir EinarJ. Skúlason meö einu heildar- lausnina. Valgarður Guöjónsson Viö vorum lægst- ir - og meö gilt tilboö. Eldur í þakíbúð á Laugavegi: Ónýt eftir bruna Þakíbúð eyðilagðist af eldi á Lauga- vegi 18b um klukkan 22 í gærkvöldi. íbúðin er í sama húsi og verslunin Dressmann. „Þetta var dæmi um góðar eldvamir sem verða til þess að eldurinn helst á takmörkuðu rými og veldur þá ekki öðr- um íbúum eða fyrirtækjum óþægind- um,“ sagði Friðrik Þorsteinsson, stöðv- arstjóri slökkviliösins í Skógarhlið. Það var starfsfólk Máls og menning- ar, sem er í næsta húsi við, sem varð vart við eldinn og gerði slökkviliðinu viðvart skömmu fyrir klukkan 22. í fyrstu var ekki vitað hvort fólk væri í íbúðinni og fóru slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum - Skógarhlíð, Tungu- hálsi og Reykjavíkurflugvelli - á stað- inn, ásamt tveimur ranabílum. Vitað var að umgangur hafði verið um íbúð- ina fyrr um kvöldið en fljótlega kom í ljós að hún var mannlaus. Eldvamarhurðir og annar frágang- ur íbúðarinnar héldu eldinum í skefj- um en Friðrik sagði þennan frágang vera til fyrirmyndar. „Þetta var af- markaður eldur svo menn gátu beint sér að þessu því að í upphafi hafði ekki, eins og gerist oft, mikill reykur, sót og hiti borist um nærliggjandi rými. Það var sáralítið af því og þetta tókst vel til þar sem það var hægt að Mikill fjöldi slökkviliösmanna Allt tiltækt slökkviliö var kallaö til er eldur kom upp á efstu hæöinni. halda þessu svo afmörkuðu," sagði Friðrik. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn. Enn er ekki vitað hver eldsupptök vora en lögreglan hóf rannsókn í gær- kvöldi og ætlaði að halda því starfi áfram i dag. -SMK Heilsudýniur t sérflokki! Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpl prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.