Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 24
!8______ Tilvera FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 x>v lí f iö Felicidade í Kaffi- leikhúsinu Hljómsveitin Felicidade heldur tónleika í Kafíileikhúsinu í kvöld. Flutt verður seiðandi samba- og bossa-novatónlist frá Brasilíu og áhersla lögð á að skapa hamingjuríka stemningu. Gestum gefst einnig færi á að stíga dansspor ef svo ber undir. Hljómsveitina Felicidade skipa þau Tena Palmer, Jóel Pálsson, Hilmar Jensson, Guðjón Þorláksson og Matttías Hemstock. Húsið verður opnað kl. 20 en tónleikarnir hefjast kl. 22 og standa fram eftir nóttu. Popp j TILRAUNAFÖNK Á GEYSI KAKÓ- BAR A Geysi kakóbar er það föstu- dagsrokkiö sem blívur nú sem endranær. Gleðisveitin Norton ætlar aö taka flogaveikiskast á básúnu, orgeli og hljóögervli og framkalla til- raunafönk. Meö Norton verður frels- isdjassararnir í Hemúlnum. Kveikt verður á mögnurunum klukkan 20.30 og eftir þaö sleppur enginn undir 16 ára inn. Klúbbar ■ AMMÆLI THOMSEN Nú eru 3 ár liðin síðan Thomsen opnaði og í til- efni þess er boðið í klikkaöa am- mælisveislu í kvöld. Gestir staðarins fá nýjan og svalari kjallara að gjöf. Partýið hefst klukkan 01. Snúðarnir Margeir, Árni E, Ýmir (bongó) auk sérstaks leynigests halda uppi fjör- inu fram á morgun. ■ GRÍMUBALL Á SPOTLIGHT Bóndadagurinn veröur haldinn hátíð- legur með brjáluðu grímuballi á Spotlight. Allir strákar sem mæta fyrir klukkan 2 fá rós. Dj. Cesar verður í búrinu og sér um tónlistina. Opið fram eftir morgni. Sveitin ■ ÞORRABLOT I SANGERÐI Það veröur sko alvöru þorrablót á Vitan- um í Sandgeröi og hljómsveitin Heiöursmenn og Kælleri ætla að sjá um stuðiö. eikhús m VITLEYSINGARNIR í kvöld kl. 20 verður sýning á Vitleysingunum eftir Ólaf Hauk Símonarson í Hafnarfjarö- arleikhúslnu._________________ ■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama, ííma síöar er framhald leikritsins Á sama tíma að ári sem sýnt hefur verið um langt skeiö við miklar vin- sældir. í kvöld kl. 20 verður fram- haldiö sýnt í Loftkastalanum og eru það þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Siguröur Slgurjónsson sem fara með hlutverkin eins og áöur. Örfá sæti eru laus. G&H kort gilda. ■ ÁSTKONUR PICASSOS Leikritið Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera verður sýnt í Smíöaverk- stæöi Þjóöleikhússlns í kvöld kl. 20. ■ HORFÐU REHPUR UM ÖXL Horföu reiöur um öxl eftir John Os- born verður sýnt í kvöld kl. 20 í Þjóöleikhúsinu. Uppselt er á þessa sýningu. ■ TRÚÐLEIKUR IIÐNÓ lönó sýnir Trúöleik I kvöld klukkan 20. Leikarar í verkinu eru Halldór. Gylfason og Friörlk Friðriksson. Örfá sæti eru laus. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Kvikmyndin Villiljós verður frumsýnd í kvöld: Vandamálin sem fylgja því að vera til ■ ■ Bíógagnrýni Háskólabíó - Place Vendome ★ ★ Áferðarfallegur skortur á inntaki Gunnar Smári Egilsson skrifar gagnrýni um kvikmynöir. - langur ferill frá handriti að mynd Huldar Breiðfjörð rithöfundur er höfundur handrits kvikmynd- arinnar Villiljós sem frumsýnd verður í kvöld. Myndin skiptist í fimm litlar sögur sem allar gerast í Reykjavík á sama tíma og segja frá lífi ólíkra einstaklinga. Árið 1998 sendi Huldar frá sér bókina Góðir íslendinga sem hlaut góðar viðtökur almennings og gagn- rýnenda.ann hefur einnig birt smásögur í tímaritum. Vandamáliö aö vera til Huldar segist hafa einbeitt sér að handritsgerð undanfarið en sé farinn að leggja drög að nýrri bók en það sé of snemmt að ræða um hana strax. „Sögurnar í Villiljósi gerast allar í Reykjavík á einu og sama kvöldinu og á sama tíma. Þær segja frá fólki sem er allt í lífskrísu þegar við kynnumst því og myndin fjallar um vandamálin sem stundum fylgja því að vera manneskja og vera til. Þegar ég var búinn að skrifa handritið sá ég fljótlega að það bauð upp á möguleika að fimm leikstjórar stýrðu því. Ég bar hugmyndina undir framleiðendurna, Þóri Snæ Sigurjónsson og Skúla Malmquist, og þeim leist vel á hana. Verka- skipting af þessu tagi veitir ákveð- ið frelsi og möguleika á að leika sér með hugmyndir." Lítil og skrýtin mynd „Þegar við töluðum við leik- stjórana vorum við með ákveðna sögu í huga fyrir hvern og einn og sem betur fer voru þeir sammála. Sá hluti myndarinnar sem fjallar um mömmuklúbbinn var tekin upp fyrst vegna þess að leikstjór- inn, Inga Lísa Middelton, var ófrísk eins og persónurnar í henn- ar hluta myndarinnar. Hinar sög- urnar komu svo hver á eftir annarri og það var að mestu sama „filmkrúið“ sem vann við þær. Ég hlakka mikið til að sjá hvemig myndin leggst í áhorf- endur. Þetta er lítil og skrýtin mynd í tragikómískum stíl þannig að þetta er mjög spennandi." Langur ferill Huldar segist vera tilbúinn með nýtt handrit eií að það sé langt í land með að það verði að mynd. „Það er langur ferill frá handriti að mynd. Ég skrifaði hand- ritið að Villi- ljósi fyrir þremur árum og hún er fyrst nú á leiðinni upp á tjald. Ég vil helst segja sem minnst um nýja handritið nema að það er ástarsaga í víðustu merkingu þess orðs.“ Aðspurður segist Huld- ar ekki geta gert upp á milli þess hvort sé skemmti- legra að skrifa skáldsögur eða kvikmyndahandrit. „Það er rneira fjör í kringum handritin og maður er að vinna með fullt af fólki, bókaskrifin eru meiri hug- leiðsla." -Kip Reykjavíkursögur Huldar Breiöfjörö er höfundur handritsins aö Villiljósi sem verð- ur frumsýnd i kvöld Place Vendóme er það sem heitir margslungin mynd. Hún er svolítið þunglamalegur reyfari. Hún er þroskasaga konu sem þarf skyndi- lega að fóta sig ein eftir að eigin- maður hennar drepur sig. Hún fjall- ar um hvemig fólk beitir ástinni til að nota og misnota fólk. Og svo líka um reisn, heiður og svoleiðis nokk- uð. Leikstjóranum og handritshöf- undinum Nicole Garcia tekst vel að flétta þessa þætti saman. Myndin er eins og kaðall; þræðirnir snúast hver um annan og ná allir til enda. Gallinn við myndina er að hún er hæg, þung, dökk og gleðisnauð - hún er leiðinleg. Og það kraumar ekki nægjanlega undir til að maður sætti sig við leiðindin. Vincent Malivert (Bernard Fresson) er virtur en gjaldþrota demantasali. Hann freistast til að kaupa þjófstoina dementa til að bjarga fjárhagnum en það eyðilegg- ur orðspor hans í bransanum. Hann Reynir að selja demanta Catherine Deneuve i hlutverki ekkju gjaldþrota demantssaia. drepur sig. Ekkja hans, Marianne (Catherine Deneuve), var liðtækur demantasali áður en hún giftist en hefur að mestu verið drukkin síð- ustu árin milli þess sem hún dvelur á meðferðarstofnunum. Hún reynir að koma þjófstolnu demöntunum í verð til aö koma undir sig fótunum fjárhagslega, en einnig til að sanna fyrir sér að hún geti yfirhöfuð gert nokkurn skapaðan hlut. Henni gengur þetta illa þar sem gervallur demantaheimurinn veit af þessum steinum. Upphaflegu eigendurnir eru á eftir þeim en einnig þjófurinn, Battistelli (Jacques Dutronc) sem ér bæði fyrrum viðskiptafélagi og ást- maður Marianne. Inn í söguna blandast Jean-Pierre (Jean-Pierre Bacri), viðkunnanlegur en niður- brotinn lögfræðingur sem hefur sér- hæft sig í skítverkum og Nathalie (Emmanuelle Seigner) ung kona sem er að fóta sig í demantabrans- anum og hefur á leið sinni verið ást- kona allra karlmanna sem koma við sögu. Catherine Deneuve er glæsileg í myndinni. Geislandi persónuleiki hennar brýst undan þunganum sem leikstjórinn ætlast til af leikurum sínum. Það sama gerist hjá Jean-Pi- erre Bacri. Allir aðrir leikarar - í smáum sem stórum hlutverkum - fara listavel með þennan stíl; allir nema Emmanuelle Seigner. Það vantar ekki að þessi kærasta Rom- ans Polanskis, sem hann hefur not- að í síðustu myndir sínar, sé glæsi- leg kona en hún er svo veik leik- kona að hún laskar myndina. Kannski skipta sögumar sem eru sagðar í myndinni ekki miklu máli; hún flýtur áfram á stíl, andblæ - einhverjum trega; gasalega smekk- legum trega fallegs og hæfileikaríks fólks eftir einhverju öðru inntaki í lífið en áferðarfallegu yfirborði. Eft- ir að hafa verið áratugum saman beðinn um að gráta yfir örlögum svona fólks get ég ekki meir; hvarm- ar mínir eru orðnir þurrir. Þetta fólk þarfnast alls frekar en vor- kunnar minnar. Leikstjórn: Nicole Garcia. Handrit: Nicole Garcia og Jacques Fieschi. Tónllst: Ric- hard Robbins. Kvlkmyndataka: Laurent Dailland. Leikarar: Catherine Deneuve, Jean-Pierre Bacri, Emmanuelle Seigner, Jacques Dutronc, Bernard Fresson, Bern- ard Fresson o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.