Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 12
12 __________________FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 Skoðun x>V I grunnskólanum „íslenskan grundvallarmáliö. “ Björgum íslenskunni strax Spurning dagsins Hvaða mánuður finnst þér skemmtilegastur? Atli Aðalsteinsson, starfsm. Aco: Júní, því þá er sumariö aö byrja og bjartur tími fram undan. Brynhildur Stefánsdóttir starfsm. Aco: Desember, því þá eru jólin og hann er minn afmælismánuður. Árni Sigurjónsson sölumaður: Júní, því þá á ég afmæli og er alltaf í sumarfríi þá. Magnús Einarsson sölumaður: Október, þá er golftíminn búinn og ég oröinn þreyttur. Bjarni Ákason forstjóri: Júlí, þá er svo mikill fiskur i ánum. Ólafur Hand sölumaður: September, þá á ég afmæli og allar flottustu konurnar líka. íslenskt þjóðfélag tekur nú örari breytingum en nokkru sinni fyrr. Fólksflóran er gjör- breytt, hér búa mun fleiri útlendingar og af fleiri kynþátt- um en fyrir nokkrum áratug- um. Með tilkomu tölvunnar og áhuga yngri kynslóðarinnar á þeim mögu- leikum sem hún veitir er ekki nema eðlilegt að enskan, sem er tungumál tölvunnar, þrengi sér inn í hugskot margra, yngri sem eldri landsmanna. Nú hefur enskan verið tekin fram yfir dönskuna sem byrjendatungu- mál í grunnskólum. Það var rökrétt ákvörðun, og breytir aðstæðum, þannig að nú fá nemendur að kynn- ast því tungumáli fyrr sem mest verður notað á eftir okkar eigin máli, íslenskunni. En íslenskan á undir högg að sækja. Blindur væri sá maður á gang þjóðlífsins sem sæi það ekki. Jafnt í viðtölum og í mál- Margrét Björnsdóttir skrifar: __________________________ Langþráður hæstaréttardómur er fallinn í máli öryrkja. í einfeldni minni hélt ég að þetta mikla réttlæt- ismál myndi koma þeim til góða er minnst mættu sín í þjóðfélaginu. Svo virðist ekki. Þegar maður skoðar uppsetta töflu í blöðunum, rennur það upp fyrir mér, skattgreiðandan- um, að sá hluti skattgreiðslna minna sem ég hélt að væri á leiðinni til þeirra sem hefðu mesta þörfina fer alls ekki þangað. Þvert á móti. Þeir öryrkjar sem eru giftir, eða f sambúð með maka sem hefur hæstar tekjur fá mest. Þeir sem eru i sambúð með láglaunamaka fá ekki minnst, nei; þeir fá ekkert. Ekki krónu. Það er líka ógeðfellt hvernig póli- tikusar, eins og formaður Samfylk- Að greina orð í kyn, tölu, flokka og fallbeygja þau œtti ekki að vera ofraun á þessum aldri og eflaust tœkju krakkamir þessu ein- faldlega sem spennandi leik. Og á ekki að vera leikur að lœra?“ fari margra sem síst skyldi gruna um græsku í þessu efni, svo sem út- varpsmanna, þingmanna, leikhús- fólks o.fl. o.fl. Það er undir því komið hvemig við höldum á málum hvort íslenskan verður aðalmálið eða enskan tekur við. Við verðum því að bregðast við með allt öðrum og sneggri hætti en til þessa ef við ætlum að bjarga íslensk- unni. Ég sé ekki nokkra ástæðu til annars en að byrja að kenna íslenska málfræði strax í öðrum bekk grunn- skólans, eða öllum þeim sem orðnir era læsir. Að greina orð í flokka, kyn, „Það er ekki málstað ör- yrkja til framdráttar hvemig þessi mál virðast vera að þróast. Það er verið að skapa múgsefjun sem engan endi mun taka. “ ingar og fleiri, notfæra sér þetta mál sér persónulega til framdráttar. Það er ekki málstað öryrkja til framdráttar hvemig þessi mál virð- ast vera að þróast. Það er verið að skapa múgsefjun sem engan endi mun taka. Hljóðnemanum er ýtt að hverjum pólitíkusinum og verka- lýðsforingjanum eftir annan, að ógleymdum formanni Öryrkjabanda- lagsins, og stóryrðin hvergi spöruð. tölu og að fallbeygja þau ætti ekki að vera ofraun krökkum á þessum aldri og eflaust tækju þeir þessu einfald- lega sem spennandi leik. Og á ekki að vera leikur að læra? Samhliða þessari íslenskukennslu kæmi svo enskan sem fyrsta erlenda tungumálið en íslenskan túlkuð þannig af kennurum að hún væri grundvallarmálið sem hún líka verð- ur með kennslunni og talmálinu inn- an skólans. Áherslu yrði að leggja á að góð íslenskukunnátta væri hinn eini og rétti grunnur til að byggja á kunnáttu annarra tungumála. Niðurstaða mín er þessi: því fyrr sem lögð er áhersla á málfræðiþekk- ingu íslenskunnar þeim mun betur festist tungumálið okkar í huga nem- endans. Ásamt þeirri innrætingu, sem hér er nauðsynlegt að beita, m.a. með því að það sé einmitt merki um menntunarleysi að puðra út úr sér slanguryrðum á ensku í daglegum samskiptum fólks. - Hér er verk að vinna og nauðsynleg út- færsla á björgunaraðgerðum þolir ekki bið. Nú skal láta kné fylgja kviði og ríkisstjómin skal sko ekki sleppa í þetta sinn! - í þessari atrennu náðust 700 milljónir fyrir þá sem hafa það skást í þessum hópi, en við viljum meira fyrir þá, 7 ár aftur í tímann, en ekki 4 ár! Hér virðist sem um fundiö fé af himnum ofan sé að tefla og um að gera að vera bara nógu duglegur og ósvífmn að ná í það! Ég styð einlæglega þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. En þegar maður heyrir af því að vel efnað fólk er að fá ávísun upp á 1,5 milljónir, tekna af skattfé samborgaranna, rikra og fátækra, virðist niðurstaðan vera sú að Öryrkjabandalaginu hef- ur tekist að tryggja þeim best stæðu mest, en lágmarksbætur þeim verst settu. Geir R. Andersen blm. skrifar: Hverjir fengu peningana? Dagfari Leiðtogaefni í hverju horni Mikil hrifning ríkir nú í herbúðum R-listans í Reykjavík þegar ljóst er að Inga Jóna Þórðar- dóttir mun enn einu sinni leiða lista Sjálfstæð- isflokksins i næstu borgarstjómarkosningum. Dagfari tók eftir því í DV í gær að Inga Jóna nýtur mikils stuðnings sem leiðtogi sjálfstæðis- manna í næstu kosningum. Hefur þar nokkra yfirburði á Júlíus Vífil Ingvarsson. Þegar hins vegar hennar eigin flokksmenn eru spurðir snýst dæmið við. Inga Jóna hefur þá lítið fylgi sem forystusauður og ljóst að sjálfstæðismenn vilja helst að Júlíus Vífill setjist í bílstjórasætið. Athygli vekur að Inga Jóna hefur þónokkurt meira fylgi sem leiðtogi lista Sjálfstæðisflokks- ins en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri en 4% vildu hana sem næsta leiðtoga Sjálfstlð- isflokksins. Hvemig sem allt fer er ljóst að sjálfstæðis- menn hafa úr miklu úrvali að velja þegar þeir ákveða hver leiða skuli lista þeirra fyrir næstu kosningar og eftir þær. Inga Jóna er þar vitan- lega ofarlega á blaði enda hefur hún sannað sig sem sterkur leiðtogi, sérstaklega í kosningum undanfarið og séð nánast upp á eigin spýtur að afhenda R-listanum lyklavöldin i Ráðhúsinu. Margir eru þeirrar skoðunar að kalla beri eftir Árna Johnsen til þess að leiða listann fyrir Margir eru þeirrar skoðunar að kalla beri eftir Árna Johnsen til þess að leiða listann fyrir næstu kosningar. Ámi hafi sýnt afburða tdkta sem formaður samgöngunefndar Alþingis og starfað um árabil af mikilli elju og samviskusemi sem þingmaður. Beri stífar mœtingar hans á þingfundi þingmanninum fagurt vitni. næstu kosningar. Ámi hafi sýnt afburða takta sem formaður samgöngunefndar Alþingis og starfað um árabil af mikilli elju og samvisku- semi sem þingmaður. Beri stífar mætingar hans á þingfundi þingmanninum fagurt vitni. Sjálfstæðismenn hafa úr fleiri möguleikum að moða. Mörgum finnst sjálfsagt að gefa Dav- íð tækifæri og svo má ekki gleyma Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Guðlaugur Þór er fuiltrúi yngri kynslóðarinnar, afburða ræðumaður og rökfastur. Með öðrum orðum vel líklegur til þess að standa sig afburðavel þegar mæta þarf Ingibjörgu Sólrúnu í kappræðum fyrir næstu kosningar. Þá nýtur Guðlaugur Þór mikillar virðingar á meðal hins almenna Reykvikings. Af framansögðu má ljóst vera að sjálfstæðis- menn eru ekki á flæðiskeri staddir þegar hug- að er að foringjaefnum í Reykjavík. Lítil inn- stæða er því fyrir þegar hafinni sigurgleði R- listans. Sjálfstæðismenn hafa sýnt það undan- farin ár að þeir kunna best allra að velja sér fólk til forystu. Inga Jóna er gott dæmi þar um. Og ekki má gleyma Áma Sigfússyni, þeim sig- ursæla leiðtoga. Ingibjörg Sólrún mætti nú fyrst vara sig ef hann kysi að snúa aftur í slag- Ínn' Sótt í verðbréfin Dularfull gengisskráning. Verðfallið á bréfum Gunnar Ólafsson skrifar: Ég er helst farinn að hallast að því að verðbréfamarkaður hér á landi sé í besta falli sjónarspil sem almenning- ur hafi verið blekktur til að taka þátt i. Jafnvel happdrættin hér á landi séu áreiðanlegri viðskiptunum á hluta- bréfa- og verðbréfamarkaðinum. Ég átti viðskipti í upphafi við einn bank- ann hér með kaupum á verðbréfum (ekki hlutabréfum) í sjóðum sem nú hafa lækkað verulega. Engin vitræn skýring er á lækkuninni en svörin sí- fellt þau að ekki megi örvænta um hækkun síðar. Mér sýnist sem skrán- ing verðbréfa hér, svo og hlutabréfa, fari eftir einhverjum tilviljanakennd- um duttlungum - einhverra sem „stjórna11 skráningu bréfanna. Ég vitna einnig til fyrirtækja sem eru nær alltaf á „sokkaleistunum" en standa jafnan uppi með sömu eða svipaða skráningu. Er ekki eitthvað verulega bogið við þetta allt? Svindlurum úthýst? Magnús Sigurðsson skrifar: Eins og mörgum er kunnugt var Davíð Oddsson valinn stjórnmálamað- ur ársins 2000 af lesendum vefritsins Kreml sem stýrt er af „ungum“ vinstrimönnum. Á vefnum er þess nú getið að töluvert var um svindlat- kvæði við kosninguna. Hátt 1 fimm hundmð svindlatkvæði voru dregin frá Össuri Skarphéðinssyni og Stein- grimi J. Sigfússyni við útreikninga á niðurstöðum. Þeir voru þó aðeins hálfdrættingar í samanburði við Ólaf Ragnar Grímsson sem hlaut um eitt þúsund slík atkvæði. Það var þó til lít- ils því forseti íslands endaði í neðsta sæti í þessari kosningu. Á Kefiavíkurflugvelli Fleiri tilllögur um Reykjavíkurflugvöll styðja flutning til Keflavíkur. Fleiri tillögur, takk! Reykvíkingur hringdi: Eins og fram hefur komið í umræð- unni um Reykavíkurflugvöll hefur nú verið ákveðið að kosning fari fram um málið meðal Reykvíkinga. Sýnist mér bogarstjóri vera fremur á þeirri skoðun að völlurinn eigi að hverfa að fullu. Ég er því sammála. Og eins og borgarstjóri virðist hafa gott innsæi í pólitík, þykir mér ekki fráleitt að hún bíði nú aðeins fleiri og fleiri tillagna um framtíð vallarins í Vatnsmýrinni, til þess að geta kveðið upp úrskurð um að allt innanlandsflug verði fært til Keflavíkur. Sem er líka langódýr- asti kosturinn. Ræöa Davíðs á þingi Sigurjón Ólafsson skrifar: Frábær málflutningur Davíðs Odds- sonar á Alþingi sl. miðvikudag var eftirtektarverður. Hann reifaði dóm hæstaréttar i smáatriðum og satt að segja kvað hann stjómarandstöðuna svo rækilega í kútinn að eftir verður munað. Hann minnti á ókvæðisorð andstæðinga sinna í ræðu og riti og sagði ódrengilegt að fullyrða að rétt kjörin ríkisstjórn hefði ætlað að snið- ganga margumræddan dóm hæstarétt- ar, og ríkisstjórnin hefði verið í heilögu stríði gegn öryrkjum. Með þessari ræðu forsætisráðherra á Al- þingi er hann óumdeilanlega fremsti stjórnmálamaðurinn sem þar situr. iDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKfavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.