Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 I>V 7 Fréttir Olafur Ragnar Grímsson - þurfti enga hjálp. Rannveig Guömundsdóttir - ofstutt á ráöherrastóli. Davíð Oddsson - fær það sem hann vill. . Halldór Ásgrímsson - orðrómur um útkikk. þings undir merkjum Vinstri- grænna og hefur ekki sótt starf til pólitíkusa. Ragnar Arnalds, fyrr- verandi ráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins, fékk heldur ekki neitt en hætti á Alþingi fyrir aldurs sakir. Sverrir Hermanns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins og áður ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, á að baki þá sérstöku sögu að ráðherradómur fleytti honum í bankastjórastól í Lands- bankanum. Hann sagði síðar af sér og stofnaði Frjálslynda flokkinn og situr nú sem óbreyttur þingmað- ur. Aðrir fyrrverandi ráðherrar sem sitja sem óbreyttir á Alþingi eru samfylkingarmaðurinn Guð- mundur Árni Stefánsson, sem sagði af sér embætti heilbrigðis- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir og arftaki Guðmundar Árna á stóli félagsmálaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir. Samfylkingar- maðurinn Sighvatur Björgvinsson situr enn á þingi en hverfur brátt til annarra starfa, einnig Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingar. Talið er að Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekki borið sig eftir vegtylium utan Alþingis en Rannveig og Guð- mundur Árni hafa verið of skamman tíma á ráðherrastólum til að sjálfsagt þyki að þau fái feit embætti. Þá situr Margrét Fri- mannsdóttir óbreytt á þingi, eftir að hafa verið formaður Alþýðu- bandalagsins og annað foreldra Samfylkingarinnar. Margrét náði aldrei að verða ráðherra, hvað svo sem framtíðin færir henni. For- veri Margrétar á formannsstóli, Ólafur Ragnar Grímsson, þurfti enga hjálp því þjóðin valdi hann til embættis forseta íslands. Síðastur til að hljóta frama utan stjórnmálanna er Sighvatur Björg- vinsson sem í gær var ráðinn í starf forstjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar. Hann hefur verið for- maður Alþýðuflokksins og gegnt ráðherraembættum. Þá má ekki gleyma þvi að hann átti inni greiða hjá Framsóknarflokknum eftir að hafa gert Steingrím Hermannsson að seðlabankastjóra. Fram undan Davíð Oddsson hefur setið leng- ur samfleytt á forsætisráðherra- stóli en aðrir á lýðveldistímanum. Spádómar hafa verið uppi um að hann muni hverfa af stjómmála- sviðinu á næstunni. Engin vanda- mál eru varðandi arftaka þar sem Geir H. Haarde er með þá stöðu innan flokks að geta tekið við kefl- inu. Ýmis þreytumerki eru á Dav- íð eftir að hafa gegnt slítandi starfi um árabil en þess er skemmst að minnast að hann dró það mánuð- um saman að taka af skarið um það hvort hann færi í slaginn um forsetaembættið. Víst er að Davíð fær það embætti sem hann kærir sig um. Orðrómur hefur verið um að hinn foringi ríkisstjómarinnar, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, hafi verið á útkikki eftir rólegu starfi eftir að hafa staðið í eldlínunni um áratugaskeið. Hall- dóri eru allir vegir færir enda á hann að baki þann feril að hinar óskráðu reglur setja hann ásamt Davíð efstan á lista þeirra sem rétt eiga á embættum. Halldór á þó illa heimangengt þar sem flokkur hans er í mikilli lægð og víst að hann hrekkur ekki frá borði meðan þannig stendur á. Þá er arftaki hans ekki í sjónmáli eftir að Finn- ur Ingólfsson varaformaður gekk í blóma lífsins til liðs við banka- stjórn Seðlabankans. Næsta feita starf sem losnar er staöa Birgis ís- leifs Gunnarssonar seðlabanka- stjóra sem er að komast á aldur. Samkvæmt helmingaskiptaregl- unni sest sjálfstæðismaður í stól- inn. Hver það verður er óljóst en nafn sjálfs Davíðs Oddssonar ber gjaman á góma. Þá munu á næst- unni losna bankastjórastörf í Bún- aðarbankanum þar sem banka- stjóratríóið er allt að komast á ald- ur, auk þess að óvíst er hvernig þeim reiðir af eftir rannsókn sem fram fer á innri málum bankans. Þar gæti orðið lag fyrir gamla end- urskoðandann, Halldór Ásgríms- son. Mold Pottaplöntur Aburður Otrúlegt il úrval aS ■*' pottaplöntum! Garðyrkjufræðingarnir okkar eru búnir að velja inn yfir 50 tegundir af nýjum spennandi pottaplöntum og við höldum okkur við hagstæðu verðin. Því ekki að gleðja bóndann með einhverju fallegu sem minnir á ástina og vorið framundan hann á það skiliðl í dag eru aðeins 3 mánuðir i sumardaginn fyrsta: og (ffier rétti tíminn til .að huga að sáningu á r stjúpufræjunumí Gæludýradeildín Gæludýravörur Proplan dýrafóður Dýraleikföng Blautmatur Þurrfóður Fuglafóður Vr|W|l Frisbee úr 1. M M nautahúð Komdu í Garðheima ] þar sem allt er skemmtílegt /7 og á verði sem hentar litlum 7 JaSnt sem stórum buddum! _ MJÓDD Stekkjarbakki GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is Á myndinni: Nephrolepsis e<a ;ata sveroburkni. Beaucarnea (Nolina) Flóskulilja Dracaena reflexa ’Song of India , Drekatré Kentia forsteriana. Pálmi, Aloe Vera, Polyscias Sólhlifarblóm, Phaiaenopsis og Oncidium orkideur. ficus þenjamina 'Dar.ielle' Fíkjutré, Pachira m fléttuðum stofni, Agave cg fleiri þyskbiöðungar, Kaktusar ýmsar tegundir, margar stærðir Wj 1■ í W 'VrSmmé i wAjí? 'lr*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.