Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 DV Neytendur 9 Matur skemmist í nýjum frystiskáp: Hver ber tjonið? Þann 17. nóvember sl. keypti maður nokkur sér frystiskáp í verslunin í Reykjavík. Hann fyllti skápinn af mat, m.a. nautakjöti, skötusel og ýsu. í byrjun janúar þeg- ar hann ætlaði að ná í eitthvað af góðgætinu kom í ljós að eitthvað mikið var að. Blóðvökvi flæddi úr skápnum og allur maturinn í honum var ónýtur. Kallað var á viðgerðarmann frá sölu- aöilanum sem úrskurð- aði að pressan í skápn- um væri ónýt og var skápurinn fluttur á verk- stæði til viðgerðar. Þar sem tjón eigandans af völdum ónýtrar pressu í nýjum frystiskáp var töluvert, eða 70-80 þús- und, fór hann fram á að verslunin bætti sér inni- haldið. Fyrirtækið neit- aði því og sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu en bauð manninum að fá brauðrist sem sárabót. Enn fremur var honum bent á að fá tjónið bætt hjá tryggingafélagi sínu þar sem hann væri með heimilistryggingu. Mað- urinn kannaði málið hjá tryggingafélagi sínu og fékk þar að vita að fengi hann tjónið bætt þar þyrfti hann að borga um 13.000 kr. í sjálfsábyrgð og að auki myndi árleg endurgreiðsla, sem nemur um 12.000 kr„ falla niður. Því myndi tjónið kosta hann að lág- marki 25.000 kr. Að vonum var hann ekki sáttur við að þurfa bera þennan kostnað sjálfur. Neituðu að bæta tjónið Þegar haft var samband við versl- kæmi fram að fyrirtækið bæri enga ábyrgð á af- leiddu tjóni sem skápur- inn kynni að valda. Af- leitt tjón er það tjón sem búast má við að hljótist af við bilun á viðkomandi vöru. T.d. geta seljendur frystiskápa búist við því að ef tækið bilar þá skemmist maturinn sem i því er og þvi er þeim skylt að bæta hann. Ef hins vegar litli verð- launahundurinn á heim- ilinu drukknar í vökvan- um sem rennur úr skápn- um er seljanda ekki skylt að bæta hann því það er tjón sem á engan hátt var hægt að sjá fyrir. í 6. grein laga nr. 25 /1991 um skaðsemisábyrgð segir: „Framleiðandi skal greiða bætur fyrir tjón sem rakið verður til ágalla á vöru sem hann hefur framleitt eða dreift. Tjónþola bera að sanna tjón sitt, ágalla vöru og orsakatengsl milli ágalla og tjóns.“ I þessu tilviki hafði maðurinn sem keypti frystiskápinn tek- ið upp á myndband ástandið á matnum sem í skápnum var og gat því með óyggjandi hætti sannað tjón sitt. Eftir aö neytendasíðan blandaði sér í málið samþykkti framkvæmda- stjóri verslunarinnar loksins að bæta manninum tjónið. Það er baga- legt að neytendur skuli endalaust þurfa að standa í stappi til að ná fram rétti sínum og verslunareig- endur ættu að sjá sóma sinn í þvi að fara að lögum án nokkurra mála- lenginga. -ÓSB Þarfaþing Þaö er Ijóst aö frystiskápar og kistur eru gagnleg tæki. En þaö er bagalegt þegar ný tæki bila og þaö sem í þeim er skemmist. unina vegna þessa máls sagði fram- kvæmdastjórinn aö auðvitað bæri þeim að gera við skápinn en allar aðrar tjónbætur þyrfti kaupandinn að sækja til tryggingafélags síns. Þegar honum var bent á að í lögum segir að seljandi skuli bæta það tjón sem leiðir af bilun í þeirri vöru sem hann selur kannaðist hann ekki við það og benti á að í ábyrgðarsamn- ingi, sem fylgdi frystiskápnum, Forfallatryggmgar: Ná ekki yfir öll forföll Inn í sólarlagið Þaö er ekki skemmtilegt aö þurfa af einhveijum ástæöum aö sitja eftir þegar flugvélin sem átti aö flytja þig í draumaferöina hefur sig á loft. Þá getur veriö gott aö hafa forfallatryggingu sem endurgreiöir feröina. Kona nokkur haföi samband við neytendasíðuna og vildi koma því á framfæri að fólk skoðaði vel skilmála forfallatryggingar áður en það keypti sér slíka tryggingu. Forsaga málsins er sú að hún hafði keypt sér utanlandsferð sem fara átti í þeim tilgangi að spila golf. Áður en af ferðalaginu gat orðið veiktist konan þannig að hún varð ófær um að spila golf. Þar sem hún hafði greitt meira en helming ferðakostnaðar með Visa- kortinu sínu hélt hún að hún væri með forfallatryggingu sem myndi bæta henni ferðina. En á daginn kom að tryggingin nær ekki yflr slík tilvik. Eigi að nýta forfalla- trygginguna vegna veikinda þarf að liggja fyrir mat læknis á því hvort viðkomandi sé fær um að ferðast. Ekki skiptir máli hvort tilgangi ferðarinnar sé náð, t.d. getur komið upp sú staða að fót- brotinn einstaklingur fái ekki endurgreidda skíðaferð þó hann geti ekki farið á skíði ef hann er að öðru leyti ferðafær. Koma sér oft vel Forfallatryggingar eru oft skyn- Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000 samlegur kostur. Þær kosta ekki mikið og í sumum tilfellum þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir þær. Sé meira en helmingur ferða- kostnaðar greiddur með Visa far- eða gullkorti er korthafinn sjálf- krafa með forfallatryggingu en komist hann ekki í ferðina þarf hann að greiða sjálfsábyrgð sem er 100 dollarar, eða um 9000 kr. Einnig er hægt að kaupa slíkar tryggingar hjá feröaskrifstofum sem þá eru að miðla þeim fyrir tryggingafélögin. Sé þannig trygg- ing keypt er sjálfsábyrgð engin og ferðin er að fullu endurgreidd að uppfylltum skilyrðum. Ferðist viðkomandi mikið borgar sig að nota trygginguna sem fæst með þvi að borga ferðina með Visa- kortinu því hún er ókeypis þar til eitthvað kemur upp á. Fyrir þá sem sjaldan ferðast getur verið hagkvæmt að kaupa trygginguna sér. Annar kostur er að greiða svokallað forfallagjald sem er á vegum ferðaskrifstofunnar sem ferðast er með og þá endurgreiðir hún ferðina komi eitthvað upp á. Hjá Tryggingamiðstöðinni feng- ust þær upplýsingar að forfalla- tryggingin næði yflr öll þau veik- indi sem gera fólk óferðafært. Einnig gildir hún ef t.d. einhver nákominn veikist alvarlega eða slasast. Ef stórt tjón verður á heimili þess sem ætlar að ferðast nær tryggingin yfir það. Hið sama gildir ef meira en 12 tíma seinkun verður á flugi og þaö kemur í veg fyrir að tilgangi ferðar verði náð, t.d. með því að viökomandi missir af fundi. Þeir sem eru á leið til út- landa er bent á að kynna sér vel alla skilmála þeirra trygginga sem í boði eru og bera saman verð og skilmála. En yfirleitt ætti fólk alltaf að velja þann kost að vera tryggt því enginn veit hvenær hann þarf á því að halda. LéttOstur Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum. Frábærttrió á léttu nótunum. Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur, t.d. með fiski, pasta eða grænmeti. Hefurðu prófað ostateninga í salatið? Þú getur notað hvort sem er 11 % eða 17% Gouda til að búa til salat sem er fullkomin, létt máltíð. Einnig fæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. FJÖLBREYTT ÚRVAL GÓMSÆTRA LÉTTOSTA! Kotasæla Fitulítil og freistandi! Lágt fituinnihald og fáar hitaeiningar! Hrein, með ananaskurli, með eplum og vanillu eða með hvítlauk. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. LéttOstur í 20 g pakkningum. Handhægur og fitulítill. Létt-Brie Sannkallaður veisluostur. Léttur oggóður með brauði, kexi og ferskum ávöxtum. ÍSLENSKIR W OSTAR, > |fSÍ|L V)S / GISQH VljAH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.