Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fomti og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af jjeim. Keflavík besti kosturinn Borgaryfirvöld í Reykjavík íhuga atkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll í mars, líklega 17. þess mánaðar. Lega flugvallarins í miðri höfuðborginni hefur lengi verið ágreiningsmál. Annars vegar sjá menn kosti þess að hafa völl fyrir innanlandsflug svo miðsvæðis, hins vegar horfa menn á það mikla landflæmi sem flugvöllurinn og um- hverfi hans þekur og þá heftingu sem það þýðir fyrir byggð og þróun í miðborginni, auk þeirrar slysahættu sem fylgir flugvefli. Borgaryfirvöld frestuðu málinu raunar með því að festa flugvöflinn í aðalskipulagi til ársins 2016 og stað- festing á því var að samgönguyfirvöld hófu endurnýjun á ónýtum flugbrautum vallarins. Standa þær aðgerðir enn yfir. Þar er varla tjaldað til einnar nætur. Kynntar hafa verið fjórar útfærslur Reykjavikurflug- vaflar í Vatnsmýri og þær bornar saman við þann kost að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar, byggingu nýs flugvallar í Vatnsleysustrandarhreppi, rétt sunnan marka Hafnarfjarðar, og byggingu nýs flugvallar á Löngu- skerjum í Skerjafirði. Sé miðað við þetta þarf að leggja í minnstan kostnað annars vegar við að byggja upp Reykjavíkurflugvöll miðað við gildandi skipulag og hins vegar að flytja innanlands- flugið tfl Keflavíkurflugvallar. Þótt nýr flugvöllur í Vatns- leysustrandarhreppi sé ekki miklu dýrari en tveir fyrr- greindir kostir verður í fljótu bragði ekki séð að skynsam- legt sé að byggja flugvöll svo skammt frá alþjóðlegum og vel búnum flugvelli á Miðnesheiði. Lönguskerjaflugvöllur kemur varla til greina enda miklu dýrari en aðrir kostir. Kjósi Reykvikingar einir um flugvöllinn verður varla spurt nema tveggja spuminga: hvort völlurinn eigi að fara eða vera, þótt miðað við sé við mismunandi útfærslur á legu flugbrauta vallarins í Vatnsmýrinni. Málið kemur hins vegar miklu fleiri við en Reykvíkingum einum. Fólk um land allt notar flugvöllinn til að erinda í höfuðborginni eða á leið til útlanda. Þá snertir völlurinn íbúa í Kópavogi beint, í fluglínu vallarins, í Fossvogi og einkum á Kárs- nesi. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur lýst því yfir að Kárs- nesbúar vilji Reykjavíkurflugvöll burt enda liggur Kárs- nesið nánast við brautarenda norður-suðurbrautar vallar- ins. Þá hefur bæjarstjórinn í Hafnarfirði lýst andstöðu sinni við völl í Vatnsleysustrandarhreppi, rétt sunnan bæj- armarka Hafnarfjarðar. Fyrst kjósa á um Reykjavíkurflug- völl er því eðlilegast að landsmenn allir greiði atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu og þá um alla kosti sem eru í boði. Gert verður við Reykjavíkurflugvöll til bráðabirgða og því augljóst að hann verður notaður aflmörg ár enn. Hann hlýtur þó að víkja líti menn lengra fram á veginn. Við það verður ekki unað að flæmi á besta stað í miðri höfuðborg- inni fari undir flugvöll. Þá kemur í raun aðeins eitt til greina. Það er flutningur innanlandsflugsins til Keflavík- urflugvallar. Þótt því fylgi ákveðinn kostnaður, einkum í byggingu flugstöðvar fyrir innanlandsflugið, þá vegur það þyngra að langbest búni flugvöllur landsins er í aðeins 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Sú fjarlægð frá flugvelli er vel bærileg, einkum með það í huga að fyrir liggur að Reykjanesbrautin verður tvöfölduð á aflra næstu árum. Við það batna samgöngur mifli höfuðborgarsvæðis- ins og flugvaflarins til mikilla muna og öryggi eykst. Þessa stefnumótandi ákvörðun þarf að taka áður en of miklum fjármunum verður eytt í flugvöll í Reykjavík sem augljóslega mun víkja. Jónas Haraldsson + ____________________________________FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001_FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 DV ______19 Skoðun Kynningargildi Einhverju sinni var sagt að íslenskir matreiðslumenn, sem taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum, væru nýir sendiherrar Islands á er- lendri grundu. Þetta eru óneitanlega orð að sönnu. Við gætum nýtt krafta matreiðslu- meistaranna enn betur en við gerum við kynningar á ís- lenskum matvælum. Þátttaka íslenskra matreiðslumeistara og kjötiðnaðarmanna á er- lendri grundu er lykillinn að kynningu íslenskra matvæla erlendis. Norömenn nýta orðstírinn Sérstaka athygli hefur vakið gott gengi íslenskra matreiðslumeistara og kjötiðnaðarmeistara í alþjóðlegum keppnum, svo sem Norðurlandamótum, Evrópukeppnum og Ólympíumeistara- keppnum. Ágætt samstarf hefur verið milli Klúbbs matreiðslumeistara og for- svarsmanna íslensks landbúnaðar um nokkum tíma og er það vel. Hins vegar hafa forsvarsmenn út- gerðar- og fiskvinnslu í landinu ekki nýtt sér krafta þessara snillinga sem vera skyldi. Frændur okkar Norð- menn, sem m.a. hafa markaðssett norskan eldislax vitt og breitt um heiminn, hafa hins vegar gert sér grein fyrir því að lykillinn að mörkuðum er m.a. sá að nýta kynningarhlutverk norskra matreiðslumeist- ara. Keppnin í Lyon Á næstu dögum fer fram í Lyon í Frakklandi svokölluð Bcuse d’Or keppni sem er ein fræg- asta matreiðslumeistara- keppni í heimi. Aðeins 22 útvaldir snillingar frá valinkunnum veitinga- stöðum vítt og breitt um heiminn eru valdir sérstaklega til þessarar keppni. Sigurvegara keppninnar er borgið því boðið er í hann frá fræg- ustu veitingahúsum heimsins. I annað sinn tekur íslendingur þátt í þessari keppni en það er Há- kon Már Örvarsson, matreiðslu- meistari á Hótel Holti. Sturla Birgis- son, matreiðslumeistari í Perlunni, keppti í þessari virtu keppni fyrir tveimur árum og stóð sig með prýði. Það er miklu meiri viðurkenning en fólk gerir sér grein fyrir að fá að taka þátt í keppni sem þessari. ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur íslenskrar matargerðar „I annað sinn tekur Islendingur þátt í þessari keppni en það er Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari á Hótel Holti. Sturla Birgisson, matreiðslumeistari í Perlunni, keppti í þessari virtu keppni fyrir tveimur árum og stóð sig með prýði.“ - Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari. Að þessu sinni er lambakjöt í aðal- rétt keppninnar en mismunandi er hvaða aðalréttir eru. Með lagni og meiri hraða í landbúnaðarkerfinu okkar hefði tekist að koma íslensku lambakjöti í keppnina. Það þýðir ekkert að fást um það en Frakkar nýttu sér auðvitað þennan mögu- leika og verður lambakjötið franskt í keppninni og skyldi engan undra. Þó að ein orrusta tapist tekur bara næsta við og enn á Hákon Már eftir að heyja sína orrustu í keppninni. Gullið tækifæri Ég hvet landsmenn til þess að fylgjast grannt með frammistöðu hans og gleymum ekki þeirri viður- kenningu sem felst í því að fá að taka þátt I keppninni. Ef fiskur eða kjöt verður að tveimur árum liðnum að- alréttur keppninnar, eigum við þá einnig að láta það tækifæri fram hjá okkur fara? Það má ekki gerast, því að verð- launaréttirnir verða aðalréttir á mörgum þeim veitingastöðum sem keppendurnir koma frá. Hér er gullið tækifæri í kynningu íslenskra mat- væla og um leið gulliö tækifæri í landkynningu. ísólfur Gylfi Pálmason Þjóð, mál og menning Hunangskökur frá Þýskalandi, ávaxtabúðingur frá Bretlandi, rús- ínubrauð frá Ítalíu, smjörhom frá Frakklandi, drottningarskinka frá Danmörku og finnskur kalkúnn með sósu úr kanadískum trönuberjum eftir bandarískri uppskrift. Þessi yfirþyrmandi birtingarform hnattvæðingar nú í desembermán- uði fékk mig til að hugsa aftur i tím- ann, þegar Rasmus nokkur Rask heimsótti Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar. Muni ég rétt, þá spáði hann að íslenskan myndi glatast innan tíðar. Yfirstéttin í bænum talaði dönsku og allir sem eitthvað vildu vera urðu að skipta um mál. Á þeim timum var ályktun Rasks ef til vill rökrétt, enda hafa tugir tungumála dáið út síðan á dögum hans. Rómantíkin smáþjóöum til bjargar Spádómur Rasks rættist sem betur fer ekki, trúlega vegna rómantísku stefnunnar, sem lagði áherslu á sér- stæði þjóðanna, en í kjölfar hennar komu stjórnmála- menn á borð við Jón Sigurðs- son sem börðust fyrir tilveru- rétti smáþjóða. Það má kannski segja að íslenskan hafi bjargast einnig vegna þeirrar andúðar sem ríkti hér meðal almennings í garð Dana og yfirráða þeirra. En nú er öldin önnur. Það rísa fáir gegn þeim áhrifum sem ameríska enskan hefur. Lítil andúð er í garð þeirrar menn- ingar sem alþjóðleg risafyrirtæki demba yfir okkur en sameig- inlegt mál hennar er enskan. sem kom svo eðlilega frá þessum unga manni, hefði ef til vill ekki vakið sérstaka athygli mína hefði ég ekki kvöldið áður hlustað á upptöku gamals viðtalsþáttar Jónasar Jónassonar. En gestur hans í það skipti var Matthias Johannes- sen, ritstjóri og skáld, sem nýlega lét af störfum sem ritstjóri. 1 þættinum sagði Matthías meðal annars frá afstöðu sinni til íslensk- unnar og merkingu hennar fyrir þjóðina. Ef við höfum ekki tunguna þá glatast einnig menningin, sagði Matthías, og þjóðin hættir að vera til sem þjóð. Marjatta Isberg fil. mag. og kennari Auöveldara aö hugsa á ensku „Heldurðu að til sé einhver hér á landi sem gefur út bækur á ensku?“ spurði ung- ur viðmælandi minn nýlega. Hann þóttist eiga góða sögu í huga en ég spurði hann hvort hann gæti ekki skrifaö á íslensku. „Þetta er fantasía, og hún hljómar svo asnalega á íslensku," sagði ungi maðurinn. Hann sagðist oft eiga auðveldara með að hugsa á ensku, harm „Þetta er fantasía og hún hljómar svo asnalega á íslensku, “ sagði væri svo vanur að ungi maðurinn. Hann sagðist oft eiga auðveldara með að hugsa á |1e°|íEjue1'|1®^una 1 tolvu' ensku, hann vœri svo vanur að nota enskuna í tölvuleikjunum.“ Þessi athugasemd, Tungan ver sjálfstæöiö En hvernig á að varðveita tung- una þegar erlend áhrif tröllríða land- inu? Þegar menn láta sér ekki nægja að lesa og skrifa útlensku heldur hugsa einnig á því máli. Sams konar þróun sé ég glöggt í heimalandi mínu, Finnlandi, þegar ég á nokkurra ára fresti sæki það heim. Síðast þegar ég ræddi við frænda minn vantaði mig tilfinnan- lega orð. Ég afsakaði mig með að hafa aldrei lært tölvur á finnsku, kunni bara enskuna. Þá sagði frændi minn: „Gerir ekkert til, það er held- ur ekki í tísku að tala finnsku í Finn- landi. Það er miklu finna að tala ensku, svo að þér er alveg óhætt." Svo glotti hann við tönn eins og Skarphéðinn forðum. - Vonandi þurfum við aldrei að hugsa að það sé ekki fint að tala íslensku lengur. Marjatta ísberg Með og á móti Stuðla að flýtingu J Fjölmennur borgarafundur á K Suðurnesjum ný- verið lagði þunga áherslu á að flýta breikkun Reykjanesbrautar. Voru óhugnanleg og tíð slys á brautinni m.a. talin kalla á tafarlaus viðbrögð. Málið snýst m.a. um hvort breyta eigi forgangsröðun verkefna í vegagerð. „Við þingmenn Reykjaneskjör- dæmis og fulltrúar okkar flokka lýst- um því yfir að við myndum af alefli verða viö þeirri áskorun sem borg- Rannveig Guömundsdottir alþingismaöur arafundurinn í Stapa var með til okkar um að reyna að stuðla að því að flýta þessu verki. Þaö var farið mjög yfir alla þætti á þessum fundi. Það er búið að flýta verkinu frá 2010 til 2006. Við höfum sagt að við ætl- um að leggjast á árar til þess að hægt sé að flýta enn meir en fyrir liggur framkvæmd- um við breikkun Reykjanesbrautar- innar. Það lýstu því allir yfir að þeir myndu reyna að stuðla að slíkri flýt- ingu.“ Ekki hægt að flýta meira „Ég er ekki á H þvi að það eigi að breyta forgangs- r röðun verkefna. Öll þessi verkefni eru í gangi eins og Reykjanesbraut, Vest- urlandsvegur, Víkurveg- argatnamót, Hafnarfjarðar- gatnamót, Suðurstrandarveg- ur, jarðgöng og fleiri mikil- væg verkefni. Þau voru tryggð meö átaki sem ákveðið var á sl. vetri upp á 9 milijarða króna. Það er búið að tryggja m.a. tvöföldun Reykjanesbrautar á vegaáætlun. Við- brögð Suðumesjamanna eru fyrst og ArniJohnsen alþingismaöur fremst af brennandi áhuga fyrir því að verkinu verði flýtt eins og hægt er. Nú er ljóst að tvöfoldun Reykjanes- brautar verður komin á næstu fjórum árum eða svo. Það er ekki hægt að koma verkinu framar. Það verður boðið út um leið og umhverf- ismat liggur fyrir. Þetta er því allt á eðlilegum hraða og þvi þýddi ekkert að taka ákvörðun um að flýta verkinu. Það kemur síð- an í ljós við væntanlegt útboð hvort verktakinn getur flýtt framkvæmd- inni enn frekar en áætlað er.“ Suðurnesjamenn leggja þunga áherslu á að flýta breikkun Reykjanesbrautar. Skiptar skoðanlr eru um málið sem m.a. snýst um hvort breyta eigi for- gangsröðun verkefna í vegagerð og taka t.d. Reykjanesbraut framfyrir jarðgangagerð úti á landi. Ummæli Forsetinn og vald hans Af hverju í ósköp- unum notar forsethm ekki rétt sinn í stjórnarskrá til að koma reglulega á þjóðaratkvæðagreislu um afdrifarík mál? Hann hefur vald sitt frá þjóðinni en hvorki frá Alþingi né dómsvaldi. Hann þarf hvorki að spyrja kóng eða prest til að standa með þjóöinni sem kaus hann. Ef for- setanum er ætlaö að vera bara sam- einingartákn á spariskóm væri það hlutverk skOgreint nánar í stjórnar- skránni ekki síður en hlutverk Al- þingis og dómstóla ... Forseti íslands hefur sambærileg völd og forseti Bandaríkjanna ef hann dirfist að iðka vald sitt fyrir þjóðina." Ásgeir Hannes Eiriksson í Degi 18. janúar. Verðbréfabraskarar „Starfsmenn verðbréfabraskara í dag minna æ meira á harðsnúna bílabraskara, þegar Óðinn var ung- ur. Þá voru tækifærin fyrir tungulipra unga menn, sem bjuggu yfir þeirri náðargáfu að geta selt næstum hvað sem er, í því að braska með notaða bíla. Braskaramir skipt- ust í tvo hópa, þá sem beinlínis störf- uðu við „fagið“, t.d. á þekktum bíla- sölum, og svo „amatörana" ... Þetta voru aðaltöffaramir þegar Óðinn var ungur. í dag sýnist Óðni mestu töffaramir vera verðbréfabraskarar, og eru þeir flottastir sem starfa hjá verðbréfafýrirtækjunum sjáifum þar sem þeir geta braskað með eigin verðbréf... Það hefur kannski ekki eins margt breyst og Óðinn hefur hingað tO vOjað trúa.“ Úr viöskiptapistli Óöins í Viöskipta- blaöinu 17. janúar. Treystir ekki Keflavíkurflugvelli „Ég trúi því t.d. ekki að borgaryfir- völd lfti á Keflavíkur- flugvöO sem raunhæf- an kost eftir að hafa heyrt rök þeirra sem með öryggismál og sjúkraflug fara. Það er ekki heldur raunhæft að kjósa um einhveijar óskOgreindar staðsetning- ar án þess að nokkur rannsókn hafi farið fram eða að upplýsingar um kostnað liggi fyrir. Borgaryfirvöld eiga að hætta við áformaða atkvæöa- greiðslu, enda mun hún liOu skipta hvort eð er, og setja þess í stað á laggimar öflugan vinnuhóp sem meti með faglegum hætti hvaða kostir komi raunverulega tO greina." Erna Hauksdóttir, framkvstj. Samtaka feröaþjónustunnar, í Mbl. 18. júní. Spánn - þrjár heimsálfur Spánn hefur einstaka stöðu í Evrópu með glugg- ann opinn tO S-Ameríku og þar er talað þriðja eða fjórða útbreiddasta tungumál ver- aldar. Og síðast en ekki síst, þar er veðrátta einstök og landið gjöfult og gott. Aö auki tengir landið menning- arlega talað þrjár heimsálf- ur: Afríku, S-Ameríku og Evrópu. Hin márísku áhrif eru mikil og djúp í þjóð- arsálinni. Örn Bárður Jónsson prestur Sjúkdómar sérhyggjunnar Enda þótt Spánn eigi margt sam- eiginlegt með Kalifomíu og geti kaO- ast land tækifæranna í Evrópu þá er þar þó annar lífstaktur. Að minnsta kosti er sagt að fólkið í Andalúsíu sé aldrei að flýta sér og það virðast mér orð að sönnu eftir stutta dvöl á Spáni. Hér er gjarnan sagt „rnanana" - á morgun. Ef tO vOl er það hluti af hinum kaþólska arfi. Ég veit það ekki, en sem ég skrifa þetta koma mér í hug orð Lúters er hann var spurður hvað hann myndi gera ef hann vissi að heimsendir yrði á morgun: Ég mundi planta eplatré í dag, sagði hann. Gerjunin sem varð í Evrópu um hans daga fyrir hans tilstdli og ann- arra svo sem Erasmusar og fleiri mætra manna hóf upp einstakling- inn, lyfti honum upp á yfirboröið og gerði hann myndugan sem slíkan. Segja má að einstaklingurinn hafi þá orðið tfl í vissum skOningi. Iðnbylt- ingin og þróun efnahagsmála á öld- unum eftir siðbótina er eftir því sem margir fræðimenn halda fram ávöxt- ur hennar sem leiddi fram svonefnt vinnusiöferði mótmælenda sem ein- kennist auk annars af iðni, ábyrgð og ráðdeOd. Þetta siðferði er auðvit- að ekki án kvOla. Því fylgja sjúkdóm- ar sérhyggjunnar sem birtast meðal annars í gengdarlausri neyslu- hyggju, mengun náttúrunnar og rýmun auðlinda. sæla „60 minutes". Nú er fréttaflutningur bisness og ekkert annað og þátturinn sem í fyrstunni var rekinn með miklu tapi er nú tveggja milljarða doflara virði eða punda, ég man ekki hvom gjaldmiðilinn hann nefndi, enda skflur maður hvort sem er ekki svona stórar tölur. Eitt- hvað innra með mér segir að þessi hugsun um sífeflt stækkandi köku sem gerir það nauðsynlegt að ég og við öfl kaupum sem mest gangi ekki upp. Eru það örlög heimsins að bruna í vímukenndu ástandi niður „bröttu- brekku" neysluhyggjunnar? Er þetta tflgangur lífsins, að neyta meðan á nefinu stendur. Eru þau sem spara og neita sér um munaðinn og neyta minna en hinir að svíkjast undan merkjum? Eru þau dragbítar á efna- hagslífið? Svo er sagt beint og óbeint af trú- boðum neysluhyggjunnar sem ham- ast við að vekja samvisku hinna ráð- deildarsömu og hvetja þau til þess að fjölga kortunum því annars kunni þau að missa af afsláttartækifærum og tapa. Er til vitlausari röksemda- færsla en sú að þau tapi sem ekki eyða? Og erum við ekki dæmalaust vitlaus að kaupa þessi rök? Óskiljanleg hagfræði Nýlega var haldið mikið þing á vegum Evrópusambandsins í Nice í Frakklandi sem tók mikilvægar ákvarðanir, að sögn fjölmiðla, og all- ir virðast ánægðir með sína menn ef marka má fréttir frá Spáni og Bret- landi. Evrópusambandið snýst öðr- um þræði um markaðsmál og neysluhyggju, um að missa ekki af lestinni í kapphlaupinu við Banda- ríkin og Asíu. Og þessi altumlykjandi hagfræði samtímans er mér jafnóskOjanleg og spænskan fyrstu dagana sem ég dvaldi á Spáni og hafði ekki farið á málanámskeið. Ég fór á veitingahús og langaði í appelsínusafa og í fá- visku minni bað ég um „zumo arancha“ sem hljómar líkt og „zumo naranja". Þjónustustúlkan brosti blíðlega og leiðrétti mig og sagði að ég hefði beðið um kóngulóasafa sem ekki væri tO en hún skyldi með ánægju láta mig hafa nýkreistan appelsínusafa. Öm Bárður Jónsson Dragbítur á efnahagslífið? Enda þótt ég hafi alist upp í við- skiptum og lært og numið fræði tengd markaöshugsun og rekið fyrir- tæki er ég enginn hagfræðingur og þar af leiðandi skO ég ekki nema að vissu marki þessa endalausu þenslu- hugsun um að stækka og stækka kökuna eins og sagt er af trúboðum markaðshyggjunnar. Þegar ég var i viðskiptum var litið á þau sem hverja aðra þjónustu viö samfélagið. Þannig var því einnig farið með fjöl- miðla og fréttaflutning sem talinn var sjálfsögö þjónusta við fólkið. En nú er öldin önnur að sögn eins af fréttahaukunum í þættinum vin- „Enda þótt Spánn eigi margt sameiginlegt með Kalifomíu og geti kallast land tækifœranna í Evrópu þá er þar þó annar lifstaktur. Að minnsta kosti er sagt að fólkið í Andalúsíu sé aldrei að flýta sér...“ - Þorp í Andálúsíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.