Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 25
29
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001
I>V Tilvera
Núverandi hittir
fyrrverandi
bónda Madonnu
Guy Ritchie átti ekki von á öðru
en hann yrði laminn i klessu þeg-
ar hann gekk í flasið á Sean Penn,
leikara og harðnagla í Hollywood.
Guy er, eins og allir vita, nýbak-
aður eiginmaður Madonnu en Se-
an er fyrrum eiginmaður.
Ekkert varð cif barsmíðunum,
að minnsta kosti ekki i þetta sinn
því Sean var bara höfflegur og
óskaði breska leikstjóranum til
hamingju. Þá bað hann innilega
að heilsa sinni fyrrverandi.
Sjónarvottar segja að Guy grey-
ið hafi stokkroðnað og allur farið
að iða. Enda ku Sean hafa farið
illa með eiginkonuna.
Danskir bíódagar í Regnboganum:
Myndir fyrir börn og fullorðna
RÆSIR HF Notaður bíll
Til sýnis hjá Bílahöllinni hf.,
Bíldshöfða 5.
Til sölu
Mazda 323 sedan GT11,8.
nýskráður 7/99, ekinn 17.000 km,
rafdr. rúður, fjarst. samlæsingar,
útvarp/geislaspilari, ABS-hemlar,
spólvörn, líknarbelgir, dráttarkrókur,
vindskeið aftan, sumar-/vetrardekk.
Glæsilegur bíll.
Verð kr. 1.350.000.
-----www.raesir.is
Á morgun hefst í Regnbog-
anum kvikmyndahátíð undir
nafninu Danskir bíódagar.
Góðar stundir og Regnbog-
inn gangast fyrir hátiðinni í
samvinnu við Danska sendi-
ráðið og verða sýndar 6
myndir frá árunum 1999 og
2000. Myndimar hafa allar
fengið góðar viðtökur og
sumar þeirra fjölda verð-
launa, bæði í Danmörku og
annars staðar.
Slip hestene lös
Myndin fjallar um glugga-
þvottamanninn Bent sem er
fluttur frá konu sinni og fotl-
uðum syni. Fyrir tilviljun
kynnist hann konu sem að
hans mati líkist Ingrid Berg-
man og eftir það er líf hans
ekki samt. Þetta er
mynd fyrir alla fjölskylduna.
Erik Clausen er leikstjóri
myndarinnar og leikur
einnig aðalhlutverk ásamt
Marianne Frost.
Olsen bandens sidste
stik
Þetta er fjórtánda og að
sögn síðasta myndin um 01-
sen gengið en 17 ár eru síðan
sú síðasta var frumsýnd.
Egon, sem svo eftirminnilega
er leikinn af Ove Sprogoe,
flýr af geðdeildinni þar sem
hann hefur dvalið síðan geng-
inu mistókst síðast. Að sjálf-
sögðu taka félagar hans Keld
(Poul Bundgaard) og Benny
(Morten Grunwald) á móti
honum og Egon bregst
er kominn með plan. Engar
danskar myndir hafa hlotið
aðra eins aðsókn og myndim-
ar um Olsen banden og mun
sú síðasta vera á góðri leið
með að slá hinum fyrri við.
Leikstjóri myndarinnar er
Morten Amfred.
Falkehjerte
Barnamynd um einfarann
Kötju (Fanny Bemth) sem
er 9 ára. Hún hefur
óslökkvandi áhuga á fugla-
lífl. Hún bjargar fálkaunga
sem dettur úr hreiðrinu,
leitar skjóls með hann á
vörubílspalli og sofnar. Það
næsta sem hún veit er að
hún er stödd í ítölskum
hafnarbæ. Þar eignast hún
götustráka að vinum og
lendir í margs konar þraut-
um með vini sínum fál-
kaunganum. Myndin hefur
unnið til fjölda verðlauna,
bæða austan hafs og vestan.
Leikstjóri hennar er Lasse
Hesselholdt.
Klinkevals
Myndin gerist undir lok
19. aldarinnar og er byggð á
sögu Jane Aamunds sem
sækir lífshlaup aðalpersón-
unnar Juliane (Mette Lisby)
til lífshlaups ömmu sinnar.
Eiginmaður Juliane hefur
verið á geðsjúkrahúsi í
nokkur ár og hefur hún sýnt
mikinn styrk í að halda
Gamlir kunningjar
Hinn þekkti Egon, leiötogi Olsen
banden, ásamt félaga sínum og lög-
regluþjóni. Eins og sjá má eru þeir fé-
lagar í Olsen banden orönir allþroskaö- heinúli og framfleyta sér og
ir menn. börnum sínum. Þar kemur
þó að Juliane verður ástfang-
in af öðrum manni sem býr
yfir sama lífskrafti og hún sjálf.
Leikstjóri myndarinnar er Hans
Christensen.
-ss
Valsinn stiginn
Persónurnar Juliane (Mette Lisby) og Otto (Pelle
Koppell) í Klinkevalsen stíga dans.
Bornholms stemme
Myndin er byggð á raun-
verulegum atburðum sem
áttu sér stað á Borgundar-
hólmi í upphafi níunda ára-
tugarins og er byggð á minn-
ingum leikstjórans Lotte
Svendsen. Þungamiðja at-
burðarásarinnar er ástin
milli hinna nýgiftu hjóna,
sjómannsins Lars Erik (Hen-
rik Lykkegaard) og Sonju
(Sofie Stougaard). Lars Erik
nýtur í upphafi myndarinn-
ar velgengni en kvótakerfið
hefur veruleg áhrif á afkomu
þeirra hjóna. Myndin er
bæði dramatísk og gamansöm.
Dykkerne
Þetta er danskur neðansjávar-
tryllir fyrir alla fjölskylduna.
Bræðumir Christian og Ask eru í
sumarleyfi hjá afa sínum í litlu
sjávarþorpi. Bræðurnir eru að
leika sér að því að kafa og í einni
slíkri ferð finna þeir dularfullt
skipsflak. Þetta er flak af kafbáti
frá nasistatímunum sem hópur at-
vinnukafara hefur líka mikinn
áhuga á. Atburðarásin er hröö og
inn í hana fléttast unglingaástir,
yfirnáttúrleg öfl og grimmir nasist-
ar. Leikstjóri myndarinnar er Áke
Myndin Dykkerne þykir spennandi fyrir alla sem náö hafa 11 til 12 ára aldri. Sandgren.
A hafsbotni
Pamela enn
með Marcus
Fyrrverandi silíkongellan
Pamela Anderson og sænska
ofurfyrirsætan Marcus Schen-
kenberg vísa á bug orðrómi um
að þau séu hætt að vera saman.
Marcus segir í viðtali við
sænska blaðið Aftonbladet að
ástin blómstri á milli þeirra og
að Pamela hafi alls ekki verið
ótrú.
Fyrir jól komst á kreik
orðrómur um að Pamela hefði
fallið fyrir kvikmyndaframleið-
andanum Jon Peters á ný. Þau
áttu að hafa sést kyssast í
skemmtigarði.
„Þetta er alls ekki satt. Sann-
leikurinn er sá að ég var með
Pamelu í garðinum þegar Jon
Peters kom þangað með
kærustunni sinni og dóttur
þeirra. Pam og Jon hafa veriö
góðir vinir í 10 ár,“ útskýrði
Marcus.
Marcus og Pamela hafa setið
fyrir á auglýsingum fyrir tisku-
fyrirtækið Iceberg. Þáu eru oft
beðin um að sitja fyrir saman.
Aö sögn Marcus birtast bráð-
um myndir af þeim í Vanity
Fair.
Pamela og Marcus
Vísa á bug orörómi um
aö ástin
hafi kulnaö.
Skeifan 3a • 108 Reykjavík • S í ni i 588 210 8
jjjjgn
80%
afsl •
keramik
penslar
úrverk
Keramikhús
'VerÆsrhidjá - ’Verslún