Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001____________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Spenna á Filippseyjum Herinn á Filipps- I eyjum er með mik- inn viðbúnað vegna mótmæla í Manila. Þúsundir söfnuðust saman í morgun, fjórða daginn í röð, til að krefjast af- sagnar Josephs Estrada forseta sem ákærður er fyr- ir spiilingu. Réttarhöldunum yfir forsetanum var óvænt frestað í vik- unni. Klám skekur háskóla Bamaklámsmálið í Svíþjóð skekur nú háskólann í Lundi eftir að í ljós kom að einn hinna sjö handteknu er hátt settur starfsmaður skólans. Rússar inn í hlýjuna Talið er að Frank Judd lávarður, formaður flóttamannanefndar þings Evrópuráðsins, sé hlynntur því að Rússar fái á ný atkvæðisrétt í ráð- inu. Judd er nýkominn frá Tsjetsjeníu. Kostunica hittir Cörlu Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði að hitta Cörlu del Ponte, að- alsaksóknara stríðsglæpadómstóls- ins í Haag, þegar hún kemur til Belgrad í næstu viku. Vilja ríkisvæða sjúkrahús Heiibrigðisráðherra Noregs, Tore Tonne, kynnti í gær stjórnarfrum- varp þar sem lagt er til að ríkið taki við rekstri sjúkrahúsanna af sveit- arfélögunum. Með væg elliglöp Fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, Augusto Pinochet, er með væg elliglöp. Þetta staðfestir einn taugasérfræð- inganna sem rann- sakað hafa Pin- ochet undanfarna daga til að úrskurða hvort hann sé fær um að koma fyrir rétt. Vilja afnema refsingar Bandaríkin vilja aflétta refsiað- gerðunum gegn Júgóslavíu sem beitt var til að koma Slobodan Milosevic og stjórn hans á kné. Refsiaðgerðum gegn 81 meintum striðsglæpamanni verður þó haldið áfram. Þetta er ein af síðustu ákvörðunum Biiis Clintons Banda- ríkjaforseta sem lætur af embætti á morgun. Ákærður fyrir spillingu Verðandi forsætis- ráðherra Tailands, Thaksin Shinawatra, verður leiddur fyrir rétt vegna spillingar. Stjórnlagadómstóll í Bangkok úrskurðaði þetta í gær. Forsætis- ráðherrann verðandi er sakaður um skattsvik. Serbar ekki sekir Finnskir réttarlæknar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Serbar hafi ekki staðið á bak við meint fjöldamorð við Racak í Kosovo i janúar 1999. Óvíst er hvort líkin eru frá Racak. Serbar sögðu albanska skæruliða hafa sviðsett fjöldamorðiö. Albanir hefðu sjálfir flutt líkin á svæðið. Jesse Jackson játar á sig framhjáhald: Huggaði Hillary og barnaði ástkonuna Baö í jökulköldu vatninu Hraustmenni í Moskvu fengu sér bað í ísköldu stöðuvatni í borginni snemma í morgun í tilefni eins helsta hátiðisdags rétttrúnaðarkirkjunnar. Þegar dimm ský hvíldu yfír Hvíta húsinu i ágúst 1998 vegna Lewin- skymálsins fékk Clintonfjölskyldan góð ráð og fyrirbænir hjá mannrétt- indafrömuðinum séra Jesse Jack- son. Hann vissi hvað hann var að tala um. Hann átti sjálfur ástkonu sem hann hafði nýlega barnað. Dóttir Jacksons með ástkonunni fæddist í maí 1999. Móðirin heitir Karin Stanford og er fyrrverandi að- stoðarkona Jacksons. Að sögn tals- manns mannréttindafrömuðarins greiðir hann 3 þúsund dollara á mánuði með barninu. Það var slúðurritið National Enquirer sem greindi frá framhjá- haldi Jacksons sem er 59 ára og á- fimm böm með eiginkonu sinni er hann hefur verið kvæntur í 36 ár. Jackson kynntist Karin Stanford um miðjan síðasta áratug þegar hún kenndi stjórnmálafræði við Ge- orgiaháskólann í Atlanta. Þau kynntust er hún ritaði bók um Jackson og alþjóðlegt starf hans. Jesse Jackson Mannréttindafrömuðurinn biður um fyrirgefningu vegna framhjáhaldsins. Húllumhæið hafið í Washington: Þau tóku upp ástarsamband og Jackson réði ástkonu sina í starf yf- irmanns skrifstofu Rainbows Coa- litions í Washington. Samband þeirra var heitt þegar Jackson var kallaður tii Hvíta húss- ins i ágúst 1998 til að hugga Hiflary og Chelsea Clinton. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafði þá nýlega viðurkennt að fregnirnar um sam- band hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu, væru sannar. Jackson veitti einnig sjálfum forsetanum andlegan stuðn- ing og góð ráð. Jackson sagði í gær að sjálfsagt hefðu margir vina hans og stuðn- ingsmanna orðið fyrir vonbrigðum. „Ég bið þá um fyrirgefningu og vona að þeir biðji fyrir mér,“ sagði hann. Mannréttindafrömuöurinn til- kynnti að hann myndi draga sig í hlé frá stjórnmálum um óákveðinn tima til að til að ná sáttum við fjöl- skyldu sína. Kúariðumálið: Frakkar grunaðir um yfirhylmingu Lögreglan í París gerði áhlaup á fjölda ráðuneytisskrifstofa á mið- vikudag í leit að skjölum sem geta varpað ljósi á þátt yfirvalda í kúariðufárinu sem herjar í Frakk- landi og öðrum Evrópulöndum. Lögregluna fýsir meðal annars að vita hvort yfirvald hafi haft vit- neskju um hættuna af kúariðu, án þess að skýra almenningi frá henni. Laganna verðir hafa farið í gegnum og lagt hald á fjölda skjala i skrif- stofum ráðuneyta landbúnaðar, heilbrigðismála og fjármála. Gripið var til lögregluaðgerðanna eftir að tvær fjölskyldur kærðu yfir- völd á síðasta ári fyrir að eitra fyr- ir þær i kjölfar dauðsfalla af völdum heilahrömunarsjúkdómsins Creutz- feldt-Jakob. Dómari féllst á að taka málið að sér og hratt af stað rann- sókn á því. Tvíburarnir fjarlægöir Starfsmenn félagsmálayfirvalda meö tvíburana, Belindu og Kimberley. Net-tvíburarnir teknir frá bresku hjónunum Sex mánaða tvíburasystur sem seldar voru tvisvar á Netinu tii ætt- leiðingar voru teknar af bresku hjónunum í gærkvöld sem flutt höfðu bömin með sér heim til Eng- lands frá Bandaríkjunum. Litlu stúlkurnar eru nú í umsjá félags- málayfirvalda í Wales þar sem bresku hjónin búa. Bandarísk hjón höfðu áður keypt tvíburana og haft þá hjá sér í tvo mánuði þegar líf- fræðileg móðir bamanna bað um að fá þau til sín í tvo daga til að kveðja þau. Móðirin afhenti hins vegar bresku hjónunum bömin. Deilan um tvíburana varð enn flóknari þegar móðir þeirra kvaðst iðrast sölunnar á þeim og lýsti því yfir að hún vildi fá þá aftur. Rafmagnslaust enn í Kaliforníu Skammta þurfti rafmagn í Kali- forníu í gær, annan daginn i röð. Um það bil tvær milljónir Kaliforníubúa urðu fyrir barðinu á rafmagnsleys- inu. Tvö stærstu orkudreifingarfyr- irtæki ríkisins ramba á barmi gjald- þrots, meðal annars vegna ónógs framboðs á raforku. Vaxandi reiði gætir meðal al- mennings vegna ástandsins. Búist er við að það verði heldur skárra í dag og yfir helgina. Fáir telja þó að sjái fyrir endann á rafmagnsleysinu sem er orðið að pólitískri kreppu. útsala Enn meiri verölækkun George W. Bush, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta á morg- un, hét því ekki aðeins í gær að sameina þjóðina og lækka skatta eftir að hann sest að í Hvíta húsinu, heldur tók hann létta dansæfingu. Hvorki fleiri né færri en átta há- tíðardansleikir verða haldnir i Washington til heiðurs Bush og þarf nýi forsetinn að sýna sig á þeim öll- um og taka sporið. „Forsetafrúin hlakkar mikið tii að dansa við mig, í fyrsta sinn síðan ég var síðast settur í embætti," sagði Bush sem tvívegis var kjörinn ríkisstjóri i Texas. Af því tilefni fór Bush á létta dansæfmgu í gær, milli þess sem hann hlýddi á skýrslur um þjóðar- öryggismál og önnur mikilvæg at- riði. Þá hlýddi hann á latínupoppar- ann Ricky Martin á tónleikum. Forsetinn og rokkarinn George W. Bush heilsar Ricky Mart- in á útitónleikum í Washington í til- efni embættistökunnar á morgun. ttur VERÐDÆMI; piis jkG§or- 1.190.- buxur-2r9<nr- 1.490.- dressj&^T- 1.999.- peysa-S-rGfKT- 799.- Opnunartími: Mán,- fim. og lau. kl. 10-18 Fös. kl.10-19. Sun. kl.12-17 Bush æfði sig fýrir hátíðardansleikina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.