Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 DV Fréttir Hæstiréttur íslands Sjö dómarar dæma í sérlega mikilvægum málum sem flutt eru fyrir Hæstarétti íslands en allajafna eru þeir þrír eða fimm. Hæstiréttur fer með æðsta dómsvald landsins. Æðsta dómsvald landsins: Níu dómarar Hæstaréttar íslands - mikið í sviðsljósinu síðustu vikur Hæstiréttur íslands, sem fer með æðsta dómsvald hér á landi, var stofn- aður með lögum árið 1919 og tók til starfa 16. febrúar 1920. Alla 19. öld og fram að stofnun Hæstaréttar íslands fór Landsyfirrétturinn með æðsta dómsvald hér á landi en Hæstiréttur Danmerkur í Kaupmannahöfn fór með dómsvald yfir Landsyfirrétti. Á heimasíðu réttarins kemur fram að hann flutti i núverandi húsnæði sitt árið 1996 en var áður til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg til ársins 1949 og síðan í dómshúsinu við Lindargötu. Mál eru allajafna ílutt munnlega fyrir Hæstarétti og þegar rétturinn tók til starfa var ákveðið að dómarar og lögmenn skyldu klæðast sérstökum skikkjum við málflutninginn. Dómar- ar réttarins eru alls níu talsins og dæma þeir yfirleitt þrír eða fimm saman en í sérlega mikilvægum mál- um sitja þó sjö dómarar. Forseti Hæstaréttar, sem kosinn er af meðdómendum sínum til tveggja ára í senn, fer með yfirstjórn réttarins og er jafnframt einn þriggja handhafa forsetavalds í fjarveru forseta íslands, ásamt forsætisráðherra og forseta AI- þingis. Flestir hæstaréttardómarar biðja um lausn frá embætti er þeir ná 65 ára aldri en samkvæmt Stjórnar- skránni fá þeir réttindi til fullra eftir- launa við þann aldur. Sá hæstaréttar- dómari sem lengst sat var Gizur Berg- steinsson. Hann var aðeins 33 ára gamall þegar hann var skipaður hæstaréttardómari, sá yngsti sem skipaður hefur verið, og sat i rúm 36 ár. Árni Kolbeinsson Árni Kolbeinsson er 53 ára gam- all og skipaði Sólveig Pétursdóttir dómsmáiaráðherra Árna í embætti hæstaréttardómara i september 2000. Árni lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1973 og fór svo í framhaldsnám við Óslóarháskóla. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1977 og hæstaréttarlögmaður árið 1985. Árni starfaði í rúm 10 ár í íjár- málaráðuneytinu og var skipaður ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins 1985. Árið 1999 varð Árni ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins og starfaði þar uns hann tók við embætti hæstaréttardómara. Árni er kvæntur Sigríði Thorlaci- us hdl. og eiga þau tvö börn. Garöar Gíslason Þorsteinn Pálsson, þáverandi dóms- málaráðherra, skipaði Garðar Krist- jánsson Gíslason í embætti hæstarétt- ardómara í lok ársins 1991 og tók hann tO starfa í byrjun árs 1992. Garðar, sem nú er 58 ára, útskrifað- ist úr lögfræði í Háskóla íslands árið 1967 og fór þá í framhaldsnám í réttar- heimspeki við lagadeild Oxfordhá- skóla þaðan sem hann útskrifaðist 1971. Sigrún María Kristinsdóttir blaðamaður Garðar vann sem fulitrúi hjá yflr- borgardómaranum í Reykjavík frá 1970. Hann var settur borgardómari árið 1974 og skipaður dómari við sama embætti árið 1979. Garðar var skipaður hæstaréttardómari árið 1991 og er núverandi forseti réttarins. Hann hefur áður starfað sem varafor- seti hans. Auk þess hefur Garðar starfað sem dómari við Mannréttinda- dómstól Evrópu, sem og prófdómari við lagadeild Háskóla íslands. Garðar starfaði auk þess sem forseti Félags- dóms 1986 til 1992. Garðar var kvæntur Maiu Sigurð- ardóttur en þau skildu árið 1975. Þau eiga tvíbura saman. Guörún Erlendsdóttir Guðrún Erlendsdóttir, 64 ára, var skipuð hæstaréttardómari árið 1986 af Jóni Helgasyni, þáverandi dómsmála- ráðherra. Guðrún, sem er eina íslenska kon- an sem skipuð hefur verið í stöðu hæstaréttardómara, útskrifaðist úr lögfræði við Háskóla íslands árið 1961 og sótti fyrirlestra og námskeið við lagadeildir Yale-háskólans, Harvard- háskólans i Cambridge, Kaliforníuhá- skólans í Berkeley og Kaupmanna- hafnarháskóla. Guðrún varð héraðs- dómslögmaður árið 1962 og hæstarétt- arlögmaður árið 1967. Guðrún rak málflutningstofu ásamt eigimanni sín- um frá árinu 1961 til 1978 og starfaði lengi við lagadeild Háskóla íslands. Guðrún hefur starfað bæði sem for- seti Hæstaréttar og varaforseti réttar- ins. Guðrún er gift Erni Clausen hrl., og eiga þau þrjú börn saman. Gunnlaugur Claessen Gunnlaugur Claessen var skipaður hæstaréttardómari árið 1994 af þáver- andi dómsmálaráðherra, Þorsteini Pálssyni. Gunnlaugur, sem er 54 ára, lauk laganámi við Háskóla íslands árið 1972 og fór í framhaldsnám við Ósló- arháskóla. Hann varð héraðsdómslög- maður 1974 og hæstaréttarlögmaður árið 1980. Gunnlaugur starfaði í fjár- málaráðuneytinu 1973 til 1984. Hann var skipaður ríkislögmaður um tíu ára skeið, 1984 til 1994, þar til hann tók við embætti hæstaréttardómara. Gunnlaugur hefur einnig starfað sem prófdómari við lagadeild Háskóla ís- lands og setið í nefndum á vegum hinna ýmsu ráðuneyta til að semja lagafrumvörp. Gunnlaugur var giftur Helgu Hjálmtýsdóttur og átti tvö börn með henni. Þau skildu árið 1984. Gunn- laugur giftist Guðrúnu Sveinbjörns- dóttur árið 1985 og eiga þau tvö börn. Haraldur Henrysson Haraldur Henrysson, 62 ára, var skipaður hæstaréttardómari árið 1988 af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi dómsmálaráðherra. Haraldur útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands árið 1964 og varð hérðasdómslögmaöur árið 1967. Haraldur starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi frá 1964 til 1973 þegar hann var skipaður saka- dómari í Reykjavík. Haraldur var einnig skipaður prófdómari í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskóla íslands í maí 1993. Haraldur hefur einnig setið í stjórn Dómarafé- lags Reykjavíkur og Dómarafélags Is- lands. Hann hefur setið sem bæði varaforseti og forseti Hæstaréttar Is- lands. Haraldur er tvíkvæntur, fyrri kona hans var Stella María Reyndal og síð- ari kona hans er Elísabet Hjaltalín Kristinsdóttir. Haraldur á einn son með síðari konu sinni. Hjörtur Torfason Óli Þ. Guðbjartsson, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Hjört Torfason í embætti hæstaréttardóm- ara árið 1990. Hjörtur, sem nú er 65 ára, nam lat- ínu við Háskóla íslands og fór síðan í lögfræði og útskrifaðist árið 1960. Hjörtur fór svo í framhaldsnám við lagadeild Torontoháskólans í Kanada. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1960 og hæstaréttarlögmaður árið 1966. Hjörtur starfaði sem lögmaður á málflutningsstofu i Reykjavík, sem hann átti með fleiri lögmönnum. Hjörtur er kvæntur Nönnu Þorláks- dóttur og eiga þau þrjú börn. Hirti hefur verið veitt lausn frá embætti frá og með 1. mars næstkomandi. Hrafn Bragason Hrafn Bragason, 62 ára, var skipað- ur hæstaréttardómari árið 1987 af Jóni Sigurðssyni, þáverandi dóms- málaráðherra Hrafn lauk lögmannsprófi frá Há- skóla íslands árið 1965, og fór þá í framhaldsnám til Óslóar. Þaðan fór hann til Bristol á Englandi. Hrafn varð héraðsdómslögmaður árið 1970. Hann starfaði hjá yfirborgardómaran- um í Reykjavík 1965 til 1972 þegar hann var skipaður borgardómari í Reykjavík. Hann starfaði þar til 1987 þegar hann var skipaður hæstaréttar- dómari. Hann hefur starfað sem for- seti og varaforseti réttarins. Hrafn er kvæntur Ingibjörgu Árna- dóttúr og eiga þau tvö börn. Markús Sigurbjörnsson Markús Sigurbjörnsson, sem er 46 ára og jafnframt yngsti dómarinn i dag, var skipaður hæstaréttardómari 1994 af þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteini Pálssyni. Markús lauk námi við lagadeild Há- skóia íslands árið 1979 og fór svo í framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hann starfaði sem fuOtrúi hjá yfir- borgarfógetanum í Reykjavík frá 1981 til 1985, þegar hann var skipaður borgarfógeti í Reykjavík. Hann starf- aði þar til ársins 1992 er embættið var lagt niður. Markús var skipaður pró- fessor í lögfræði árið 1992 og tók svo við embætti hæstaréttardómara árið 1994. Markús sat einnig í stjórn Dóm- arafélags Reykjavíkur 1985 til 1988. Markús er þrígiftur. Hann á eina dóttur með fyrstu konu sinni, Berg- ljótu Erlu Ingvarsdóttur. Önnur kona hans var Guðrún Margrét Árnadóttir og voru þau barnlaus. Þriðja kona Markúsar er Björg Thorarénsen og eiga þau þrjú börn saman. Pétur Kristján Hafstein Pétur Kristján Hafstein, 51 árs, var skipaður hæstaréttardómari 1991 af Þorsteini Pálssyni, þáver- andi dómsmálaráðherra. Pétur útskrifaðist frá lagadeild Háskóla íslands árið 1976 og fór svo í framhaldsnám við Cambridge-há- skólann í Englandi. Hann starfaði sem fulltrúi í eigna- og málflutn- ingsdeild fjármálaráðuneytisins 1978 til 1983 þegar hann var skipað- ur bæjarfógeti á Isafirði og sýslu- maður í Isafjarðarsýslu. Pétur hefur starfað sem forseti og varaforseti Hæstaréttar og setiö í stjómum Lög- fræðingafélags Islands og Dómarafé- lags íslands. Pétur er kvæntur Ingibjörgu Ástu Hafstein og eiga þau þrjú börn sam- an. ánlimsjón: Reynir Trtaustason netfang: sandkom@ff.is Þór heim Hið forna og sögu- fræga varðskip Þór, sem nú er í hlutverki veitingastaðar i Hafnarfjarðarhöfn, á að baki 50 ára sögu stríðsátaka og sjómannafræðslu. Sem veitinga- staður nýtur gamla varðskipið mik- illar hylli og þá sérstaklega er- lendra auðmanna sem vilja komast i eitthvað öðruvísi. Auðkýfingur- inn Timothy Mellon, sem hafði Hótel Holt á leigu um aldamótin, leigði allt skipið á nýársdag með nánum vinum og varð hugfanginn. Skiljanlegt er að „staðurinn" njóti hylli enda fáheyrt að gamalt her- skip breytist í fyrsta flokks veit- ingastað. Nú mun nokkur hópur manna vinna að því að gamli Thor fái að snúa til heimahafnar sinnar i Reykjavík. Hugmyndin er sú að skipið fái fast lægi nærri miðbæn- um. Framsýni Ungu jafnaðar-1 mennirnir á I politik.is eru með [ grimmasta móti. | Þeir hlífa engum; i hvorki innan eigin raða né utan þeirra. Þess er [ skemmst að minn- ast að þeir hökk-1 uðu forseta ís- lands í sig. Næsta fórnarlamb á eft- ir honum er þingflokksformaður Samfylkingaririnar, Rannveig Guðmundsdóttir. Hún fær þá ein- kunn að vera ein „eldhress og fram- sýn“. Enda hafi hún komið sér upp eigin vefsíðu korteri fyrir kosning- ar. Það fylgir sögunni að síðan hafi vefsíðan lifað sjálfstæðu lífi og enn sé verið að biðja fólk að velja fyrsta formann Samfylkingarinnar. Á uppleið I allri orrahríð- inni vegna öryrkja- málsins á Alþingi hefur framganga Jónínu Bjart- marz, formanns heilbrigðisnefnd- ar, vakið nokkra athygli. Jónína : hefur útskýrt af yfirvegun hvað liggi að hennar mati i umdeildum hæstaréttardómi og hvers vegna nauðsynlegt hafi verið að bregðast við svo sem gert var með frum- varpi ríkisstjórnarinnar. Jónína kom inn á þing í stað Finns seðla- bankastjóra Ingólfssonar. Senn dregur að því að Framsóknarflokk- urinn velji sér nýjan varaformann i stað Finns. Raddir eru uppi um að tilvalið sé að Jónína taki einnig við þeim starfa af seðlabankastjóran- um. Fái þær hugmyndir vængi er ljóst að Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra hefur fengið harða samkeppni um stólinn... Drottningarviðtal I Silfri Egils Helgasonar átti stjórnandinn merkilegt einka- viðtal við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sem opn- aði sig um það hvernig honum hefði liðið undir umræðum á Al- þingi um öryrkjana. Viðtalið var langt og ítarlegt og fór forsætisráð- herrann um víðan völl og lýsti stjórnarandstöðunni sem ómerki- legum einstaklingum vegna mál- flutnings í málinu. Þá endurtók Davíð að það hafi verið Garðar Sverrisson yfiröryrki sem ítrekað hefði ráðist að sér en ekki öfugt svo sem hefði verið látið í veðri vaka. I lok þáttarins upplýsti stjórnandinn forsætisráöherra um að úti í samfélaginu væri talað um viðtöl af þessu tagi sem „drottning- arviðtöT'...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.