Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiöiunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Dýrkeypt sekúndubrot Ný skoðanakönnun DV um fylgi stjómmálaflokkanna sýnir umtalsverðar fylgissveiflur þótt aðeins sé rúmur hálf- ur mánuður frá því að blaðið kannaði stöðu flokkanna síð- ast. Fyrir þá skoðanakönnun voru pólitísk átök óvenju- römm, vegna svokallaðs öryrkjamáls, harðari en um árabil. Sú könnun sýndi umtalsvert tap ríkisstjórnarflokkanna en stjórnarandstöðuflokkamir, Vinstri hreyfmgin - grænt framboð og einkum Samfylkingin, styrktu mjög stöðu sína. Ríkisstjórnarflokkarnir misstu raunar meirihluta sinn á þingi, miðað við niðurstöðu þeirrar skoðanakönnunar. Hin pólitísku átök vegna öryrkjamálsins hörðnuðu jafn- vel eftir að niðurstöður skoðanakönnunarinnar birtust og þau náðu hámarki í heiftarlegum deilum stjórnar og stjórn- arandstöðu við meðferð frumvarps heilbrigðisráðherra um breytingar á almannatryggingalögum sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í síðustu viku. Því var fyllilega ástæða til þess að kanna stöðu stjórnmálaflokkanna á nýjan leik. í skoðanakönnuninni sem DV birti í gær kemur fram að SjálfstæðisfLokkurinn, sem tapaði fylgi í fyrri janúarkönn- uninni, stendur í stað með ríflega 37 prósenta fylgi. Hinn stjómarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, bætir hins veg- ar laka stöðu sína talsvert. Sé litið á skoðanakannanir á kjörtímabilinu sést að Framsóknarflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en Sjálfstæðisflokkurinn komið sterkt út þar til nú í janúarkönnununum tveimur. SjálfstæðisfLokk- urinn fmnur því fyrir þeirri óánægjuöldu sem reis vegna öryrkjamálsins. Fylgissveiflan nú til Framsóknarflokksins kemur frá Samfylkingunni. Samfylkingin náði loks kjörfylgi sínu í fyrri janúarkönnuninni en tapar miklu fylgi nú. Þar kann að ráða að hluta málflutningur forystumanna flokkanna í öryrkjamálinu en freistandi er að líta svo á að meira skipti það er Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra og einn leiðtoga FramsóknarfLokksins, fékk aðsvif í beinni útsend- ingu. Liklegt er að Framsóknarflokkurinn fái samúðarfylgi vegna þessa atviks enda kom þá berlega í ljós að ráðherr- ann hafði gengið nærri heilsu sinni vegna þess álags sem á honum var, ekki síst vegna öryrkjamálsins. Þá skipti það ekki síður máli aö Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, þótti ekki bregðast rétt við aðsvifi ráðherr- ans. Samfylkingin tapar fylgi vegna þessa enda segir Össur í viðtali við DV í gær að skýringin á fylgistapinu sé að flokkurinn sé að súpa seyðið af þessu. Sekúndubrotin í beinni sjónvarpsútsendingu geta verið dýr. Skoðanakönnunin sem birt var í gær sýnir sterka stöðu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Um leið og Sam- fylkingin tapar mjög bæta Vinstri-grænir enn við, líkt og þeir hafa gert í könnunum allt kjörtímabilið. Flokkurinn fékk 6 þingmenn kjörna í þingkosningunúm árið 1999 en fengi samkvæmt skoðanakönnuninni sem birt var í gær 19 þingmenn. Hann hefur bætt við sig þremur þingmönnum á þeim rúma hálfa mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun, meðan öryrkjaatið hefur verið sem mest. Kannanir sem gerðar hafa verið á þessu fyrsta kjörtímabili flokksins benda til þess að kjósendur beri sífellt meira traust til hans. Það á ekki síst við um kjósendur á landsbyggðinni en þar er flokkurinn orðinn jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn. Staða Vinstri-grænna er sterk sem og Steingríms J. Sig- fússonar formanns. Hann hefur, fyrir hönd flokksins, þótt sannfærandi og með þvi náð því trausti sem skilar sér í auknu fylgi. Jónas Haraldsson Skoðun< Lýðræði og mannréttindi Síöustu misseri hefur umræða um lýðræði og mannréttindi orðið æ há- værari á Vesturlöndum. Margir stjórnmálaheim- spekingar hafa ritað merk rit um framtíð lýðræðisins í gjörbreyttum heimi alþjóða- væðingarinnar og mörg og ólík sjónarmið eru á lofti. Allt frá vangaveltum um endalok sögunnar til kenn- inga um undangjöf lýðræð- isns fyrir ægivaldi alþjóð- legra fyrirtækja. Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastj. Sam- fylkingarinnar Þrískipting fótum troðin Umræöan hefur skilað sér að Is- landsströndum og orðið hávær í kjöl- far öryrkjamálsins. í eftirmála þessa sögulega Hæstaréttardóms komu berlega í ljós stórkostlegir brestir í íslenska stjórnkerfmu. Þrískipting valdins er fótum troðin af stjórnvöld- um ef á þarf að halda til að rétta kúr- sinn. Vilji ráðamanna skal ná fram að ganga hvaö sem það kostar, þó að islenska stjórnkerfið líti út eins og yfirbygging bananalýðveldis á eftir. - Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkja- málinu voru nægjanlega andlýðræðisleg en eftirleik- urinn með forsetabréfinu sem endapunkti sló allt út. Lýðræðisríkin standa á tímamótum og brýnt er að leita leiða til að efla lýðræð- ið og tryggja á breyttum tímum. Samfylkingin stendur um þessar mundir fyrir funda- röð um lýðræðismál og hef- ur Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður flokksins, veg og vanda af þeim. Þar kall- ar Bryndís til leiks marga af okkar færustu fræði- og leikmönnum á þessu sviði. FjaUað er um fiármál stjómmálaflokka, hnattvæðinguna, þátttöku í stjórnmálum og tjáningar- frelsi, svo eitthvað sé nefnt. Næsti fundur í röðinni fer fram í Norræna húsinu laugardaginn 10. febrúar og eru allir áhugamenn um lýðræðið hvattir til aö mæta og taka þátt í um- ræðunni. Opið bókhald flokkanna Á meðal meginverkefna jafnaðar- „Þrískipting valdsins er fótum troðin af stjómvöldum ef á þarf að halda til að rétta kúrsinn. Vilji ráðamanna skal ná fram að ganga hvað sem það kostar, þó að ís- lenska stjómkerfið líti út eins og yfirbygging banana- lýðveldis á eftir. “ manna er að tryggja og efla lýðræð- um og að opna bókhald stjómmála- ið, m.a. með þjóðaratkvæðagreiðsl- flokkanna. Opið bókhald stjómmála- flokka og þjóðaratkvæðagreiðslur eru lykilatriði i því að efla trú og auka áhuga almennings á þjóðmála- þátttöku og tryggja að ekki sé um óeðlileg hagsmunatengsl að ræða á milli stjórnmálaflokka og fyrirtækja. Það er með öllu óverjandi að bók- hald flokkanna sé lokað og fiármál þeirra í myrkrinu. Slíkt býður upp á spillingu og óeðlUegar fyrirgreiðsl- ur. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, hefur með frá- bærri frammistöðu sinni og eldmóði opnað augu almennings fyrir þeim ógnargöUum sem sliga íslenska stjórnkerfið. Öryrkjar hafa mætt ótrúlegum vinnubrögðum af hálfu stjómvalda í baráttu sinni fyrir rétt- læti og mannsæmandi kjörum. Þorri almennings er sammála um að kjör þeirra eru smánarblettur á samfélag- inu en forhertir valdhafamir neita að gefa sig og beita öUum brögðum. Nú er hins vegar komið að vatna- skUum í íslensku samfélagi og sú umræða sem fajin er af stað um meingallað og spillt stjómkerfið verður ekki stöðvuð. Björgvin G. Sigurðsson Undanbrögð við ósigri Á dögunum hringdi í mig góðvin- ur minn, sem er góður og gegn fram- sóknarmaður af gamla skólanum og var mikið niðri fyrir. Erindið sem hann átti við mig varð að algjöru aukaatriði, því nær öll hans ræða gekk út á nýfaUinn dóm Hæstaréttar í máli öryrkja í hjúskap. Hann hafði lesið sér vel til og undraðist viðbrögð ráðamanna við þessum sanngirnis- dómi eins og hann orðaði það. Álit framsóknarmannsins Tvennt var honum efst í huga, þótt mér þætti nú sem hann vUdi koma aUri sök á ósvinnunni á forsætisráð- herrann, enda lét hann sem hann heyrði ekki þegar ég minnti á helm- ingshlut Framsóknar í málinu. Hafandi lesið dóminn og dómsorö- in furðaði hann sig mest á því, að því skyldi haldið fram að dóms- orðin væru óskýr, svo dag- ljós og ótviræð sem þau væru og engin leið undan að víkjast, ef menn vUdu hafa réttsýnina í heiðri. Hann sagði einnig rétt að við minntum á það, að aUir dómararnir fimm hefðu, eins og aUir héraðsdómar- arnir sem dæmdu fyrr í mál- inu, komizt að þeirri ein- dregnu niðurstöðu að skerð- ingin á meðan reglugerðin ein var í gUdi væri ólögleg, þ.e. að sá þáttur sem laut að endur- greiðslu meginupphæðarinnar væri algjört lögbrot. Því hefðu menn átt undanbragðalaust að hlýða sem og þeim dómi meirihlutans sem laut að lögmæti þess að skerða yfirleitt bæt- ur öryrkjans vegna tekna maka. Hann studdi sem sagt okkar málstað ein- dregið og hafði stór orð um siðleysi ráðamanna, þó enn vildi hann sem minnst tala um hlut sinna manna. Hitt atriðið þessu tengt var svo um þau skUaboð sem ráðamenn væru að senda fólkinu í landinu með því að fara ekki eftir tvímælalausum dómsorð- um, þ.e. að menn skyldu sko alls ekki vera að leita réttar síns hjá dómstólum, því tU væri í stjómarráðinu yfirdómstóU sem ekki hikaði við að ógilda þá dóma Hæstaréttar sem þeim þar á bæ geðjaðist ekki að. - Mér þótti ádrepa hans ágæt svo og sanngjörn reiði hans og henni hér komið til skila. Aðeins vildi ég svo mega bæta við dýpstu andúð minni á þeim lúalega málflutningi æðstu manna um, að ekki nytu þeir þessa dóms sem verst væru staddir í hópi öryrkja og látið að því liggja í leiðinni að það sé Ör- yrkjabandalaginu að kenna, hversu aum kjör aUtof margir öryrkjar búa við og aUt í einu drýpur samúðin af vörum þeirra sem vita mætavel hverjir bera þar aUa ábyrgð. Á þrettán ára starfsferli mínum hjá Öryrkjabandalaginu var þaö æv- inlega efst á blaði I öllum viðræðum aUs forystufólks bandalagsins, við stjórnvöld sem Alþingi, að fyrst og síðast yrði að bæta hag þeirra sem lakast hefðu það, annars vegar ein- hleypinga sem búa við bæturnar ein- ar og hins vegar tveggja öryrkja sem eru í hjónabandi eða sambúð og fá hlálega lágar bætur tU aö lifa af, svo og auðvitað aðra þá sem búa við ein- staklega skertan hlut, hlut sem ráða- menn hafa verið einstaklega fundvís- ir á að skerða enn frekar. Ég vU mega trúa því, að aUt það fólk sem á liðnum árum hefur hlýtt á þessar forgangskröfur okkar og fengið um þær einarðar ályktanir bandalagsins, muni af fuUri einurð og sannleiksást vitna hér um, svo öUum sé fuUljóst hve þessi ómagaorð eru ómerk með öllu, um vanrækslu Öryrkjabandalagsins í því aö halda fram hlut þeirra sem við skarðastar tekjur búa. Það er svo sérkapítuli að þeir sem bera á bágum kjörum ör- yrkja höfuðábyrgð skuli nú freista þess að halla hér réttu máli svo frek- lega. Helgi Seljan „Á þrettán ára starfsferli mínum hjá Öryrkjabandalaginu var það ævinlega efst á blaði í öllum viðrœðum alls forystufólks bandalagsins við stjómvöld sem Alþingi, að fyrst og síðast yrði að bœta hag þeirra sem lakast hefðu það.... “ - Hlýtt á umrœöur um tekjutengingu hjá öryrkjum, Með og á móti Kókómjólk í 1/2 lítra umbúðum Tveir fjórðu eru ekki hálfur! „Kókómjólk er góður drykkur. Ég borða almennt ruslmat en hef vit á að skola honum niður með ljúffengri kókó- mjólk, enda fær maður kraft úr kókómjólk. En ég er vonsvikinn yfir því að framleiðandi kókó- mjólkur skuli ekki selja 1/2 lítra kókómjólk. AUir hljóta að sjá að til þess að skola máltíð niður er 1/4 lítra ferna oflítil og 1 lítra fema of stór! Einmitt þess vegna kaupa flestir tvær 1/4 litra fernur. Þessu þarf að breyta. Nú má vel vera að efnahagslegar ástæður liggi að baki. Kannski er hægt að græða meira á því að selja ákveðið magn í mörgum smáum ein- ingum frekar en stórum, eða kannski er einfaldlega dýrt að framleiða 1/2 lítra femur? Ég veit ekkert um það og mér er í raun alveg sama. Ég byggi minn málstað ein- göngu á viðkvæmum innri tilfinn- ingum: Ég vil drekka kókómjólkina mína úr 1/2 lítra femum.“ tngvar Arnarson, háskólastúdent. 330 ml orkumjólk uppfyllir þörfina „Ég hef nú ekki I heyrt af þessum mótmælum stúd- r enta fyrr en nú, en mér finnst eðlUeg krafa að þeir vUji fá 1/2 lítra kókómjólk á markaðinn. Ef- laust hafa þeir drukkið kókó- mjólk frá blautu barnsbeini úr 1/4 lítra fernum meö röri. Ljóst er að fuUorðinn einstak- lingur þarf meira magn en 250 ml af kókómjólk með samlokunni og þvi skeUir hann oft í sig 2 femum. Heppilegra væri að hafa þetta magn í einni pakkningu sem er jú 1/2 lítri. Hvert er maður- inn að fara, af hverju er þá ekki komin 1/2 lítra kókó- mjólk á markaðinn, ef hann er sammála síðasta ræðu- manni? Hægan. Vegna þess að þörfin er fyrir hendi er nú í boði önnur gerð af súkkulaðimjólk sem seld er í 330 ml flöskum, nefnUega orkumjólk. Þær umbúðir er þægUegt að opna, drekka úr og loka. En það er aldrei að vita nema að stúdentum verði að ósk sinni og hafin verði framleiðsla á kókómjólkinni í hálfs- lítra fernum í náinni framtíð. Við skoðum það mál.“ Baldur Jónsson, markaösstjóri Mjólk- ursamsölunnar. Kókómjólk MS hefur lengi veriö framleidd og súkkulaóidrykkir keppinauta viröast eiga bágt meö aö fóta sig á markaönum. Mörgum þykir þó furöuiegt aö ekki sé hægt aö fá drykkinn í hálfs lítra umbúöum og nýlega söfnuöu uppátækjasamir stúdentar við HÍ undirskriftum fyrir því að kókómjólk yröi framleidd í þeirri stærö. Afþreyingin er einnota „Neyslan var lengi vel álitin góð. Offita er helsta heilbrigðis- vandamálið, ásamt því hreyfingarleysi og aumingjaskap sem hlýst af bUanotkun og sjónvarpsglápi... Af- þreyingin er iðnaður, skemmtanaiðn- aður - hún er framleidd og seld með skjótgróða að markmiði. Afþreying- unni og listinni er ruglað saman. En munurinn er augljós; afþreyingin er einnota, listin margnota." Atli Heimir Sveinsson tónskáld í Lesbók Mbl. 27. janúar. Algjör trúnaður „Vel má vera, að reynsluleysi mitt í svona pólitískri ref- skák, hafandi setið á þingi í aðeins eitt og hálft ár hafi orðið tU þess að ég treysti jafnreyndum stjórn- málamanni og HaUdóri Blöndal í þessu máli. En það er greinUegt, að maður þarf að tileinka sér úthugsaða pólitíska klæki, og það skal ekki standa á mér með það í framtíðinni ... En þar sem HaUdór bað um alger- an trúnað gat ég ekki farið á fund fé- laga minn í VG og kynnt þeim málið og leitað ráða.“ Árni Steinar Jóhannsson alþm. í Degi 27. janúar. Tafarlaust aðhald „Ljóst er að sterk staða ríkissjóðs nú er að stærstum hluta auknum skatt- tekjum í góðærinu að þakka ... Hættan er sú, að þegar hægir á vexti efnahags- lífsins dragist skatttekjumar hratt saman en hægar gangi að ná tökum á gjaldahliðinni. Það er því óumflýjan- legt að auka aðhaldið í ríkisfiármálun- um nú þegar, meðal annars í ljósi hinna nýtUkomnu viðbótargjalda." Úr forystugreinum Mbl. 27. janúar. Fjölskyldan „Staða fiölskyldunn- ar í nútlmaþjóðfélagi er heldur óljós. LftiU sem enginn greinar- munur er gerður á hjúskap og sambúð samkvæmt ákvörðun löggjafans ... Merki þess að fiölskyldan er að flosna upp sjást víða. Gamalt fólk býr ekki leng- ur á heimUi barna sinna og gríðar- mikil aukning er á íbúðabyggingum sem eingöngu eru ætlaðar öldruðum og er yngra fólki jafnvel bannað að búa í þeim. Það er ekki vel séð í köstulunum, að ungviðið fái að dvelja næturlangt hjá afa eða ömrnu." Oddur Ólafsson blm. í Degi 27. janúar. gliönar Ojbjakkið úti við Loks kom að því að veðurfar hjálp- aði nógu mörgum til þess að skynja mengunarvanda vegna bUaumferðar í Reykjavík. í fiölmiðlunum hefur verið fiaUað um svifryk, tjöru og brún ský yfir borginni, rætt við sér- fræðinga, vitnað í úttekt Ylfu Thordarson og Línuhönnunar á svifrykinu, talað við gatnamálastjóra og sérfræðinga HoUustuverndar. Svifryksmengun fór t.d. nokkrum sinnum yfir leyfilegt hámark. Ekki fer á miUi mála að eitthvað þarf að gera tU að bæta úr. Að því er unnið á vegum borgarinnar. Ryk er ekki bara ryk TUefni þessara lína eru nokkrar ábendingar. Ekki lausnir vandans. I fyrsta lagi vU ég benda á að svifryk og svo grófara ryk sem berst fyrst og fremst á bUana, göturnar og aUt sem í næsta umhverfi þeirra er, innUieldur margvísleg efni. Auk steinryksins (mal- arhluti malbiksins) er um að ræða bæði tjöruagnir, gúmmíagnir, sót (einkum úr dísUbílum) og málmörður (úr nöglunum; líklega mest stál). Þessi blanda er ekki heUsusamleg og t.d. í Noregi eru til upplýsingar og mat á neikvæðum áhrifum ryksins á lífverur. Mikið af rykinu nær svo ekki bara einu sinni út í loftið og sest síðan tU, heldur er því þyrlað aftur og aftur upp í loft við hraða umferöina þar sem það liggur næst götunum. Svo má ekki gleyma því að umrædd efni berast með afrennsli út í sjó og ár, vötn, læki og grunnvatn þar sem það á við. Þau hverfa ekki úr náttúr- unni þótt við þvoum bUa og götur. Svifrykiö geta menn skoðað með þvf að þurrka innan af framrúðum bUa sinna með hvítum klút vættum í gluggahreinsilegi. Mánað- arskammtur eða svo af hin- um ósýnUegu ögnum (með berum augum) sést sem svört slikja eða eðja á klútnum og minnir á að svifrykið smýgur um aUt. Loftmengun Svo eru það rokgjömu efhin í útblæstrinum. Koldí- oxíð, sem myndast við bruna olíuættaðra efiia, er ekki eitrað. Það er hins veg- ar dæmigerð gróðurhúsa- lofttegund sem hefur áhrif á hitastig á heimsvísu. Kolmónoxíðið í pústinu er hins vegar ekki hoUt og heldur ekki brúnu köfhunarefnissamböndin (köUuð NOx) sem hafa litað andrúms- loftið yfir Reykjavík gulbrúnt margan kyrran daginn undanfarið. Of lítið hefur verið fiaUað um þau f umræð- unum. Auk þessara efna koma svo tU bensínættuð, lffræn efnf sem fylgja þefm ófuUkomna bruna sem verður í öllum venjulegum bUvélum; brennf- steinssambönd og málmar (aðrir en blý). Sem betur fer ná hvarfakútar í mörgum bUanna að hirða hluta af menguninni en annað sleppur út tU okkar. Og svo frárennslið... Loks langar mig að benda á óhrein- indin og þá einkanlega tjöru bensín- stöðva eða láta þvo bUinn á sérstök- um þvottastöðvum. í öUum tUvikum nota menn leysiefni tU þess að losna við tjöruna. Þúsundir lítra á þúsund- ir ofan. Leysiefnin eru lífrænar efna- blöndur sem kljúfa efnasambönd tjör- unnar í önnur lífræn efni sem ekki eru endUega skaðlaus. Sjálf leysiefnin eru ýmist sögð umhverfisvæn eða ekki. Þau sem eru merkt umhverfis- væn sýnast helst vera lífræn efhi, t.d. unnin úr dýrafitu, sem sjálf og ein myndu leys- ast upp f óskaðleg efnf. En það breytír ekkf því, að með uppleystri tjöru af bfi- unum (auk aUs annars sem af þeim kemur) er vatns- blandan sem hverfur í af- rennsliskerfin lítt umhverf- isvæn. Leysiefni sem ekki eru merkt umhverfisvæn innihalda steinolíu og hún, ásamt uppleystri tjöru, er áreiðanlega ekki umhverfis- væn. Af þessu leiðir að aUur tjöru- þvotturinn skUar ómældum tonnum af menguðu vatni út í náttúruna hvað svo sem við vildum annað gera. Bún- aöur á þvottastöðvum og plönum get- ur ekki síað uppleyst efni úr frá- rennsli þeirra enda ekki til þess æti- ast í starfsleyfi fyrirtækjanna. - SkUj- ur fyrirtækja ná burt olíum og efni sem flýtur á vatni eða sekkur f vatn, .. ekki uppleystum efnum. Ekki einkamál Bílar eru þarfaþing en notkun þeirra fylgir margvísleg ábyrgð. Þessi stutta umfiöUun minnir okkur líka kirfilega á að bUaumferð er um- hverfistengt samfélagsmál en ekki einkamál sem ekki þarf að ihuga. GUdir það svo greinilega t.d. um skipulag umferðar, reglur um akstur, um það sem kaUað er umferðarmagn, um nauðsyn á að samnýta samgöngu- tæki betur og um þá skyldu að hafa fyrirkomulagið sem „grænast". Ari Trausti Guðmundsson „Mikið af rykinu nœr svo ekki bara einu sinni út í loftið og sest síðan til, heldur er því þyrlað aftur og aftur upp í loft við hraða umferðina þar sem það liggur nœst götunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.