Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 28
Nýr Subaru Impreza
Sýslumaður á Höfn:
Mennirnir
munu sæta
ábyrgð
Innbrot í
Brotist var inn í verslun og tvö
íbúðarhús í Breiðholtinu síðdegis í
i»5ær. Þjófamir komust undan með
töluverð verðmæti og telur lögregl-
an í Reykjavík það ekki útilokað að
um sama þjóf eða sömu þjófa hafi
verið að ræða.
Tilkynnt var um innbrot í versl-
un í Breiðholtinu um klukkan 16, en
þar hafði þjófurinn tekið tösku með
uppgjöri. Ekki var ljóst í morgun
um hversu háa upphæð var að
ræða. Á svipuðum tima fór inn
brotsþjófur inn um glugga á íbúðar
húsi og hafði á brott með sér hljóm
tæki, tölvu og myndbandstæki
Einnig var brotist inn í íbúðarhús
næði og þaðan stolið tölvuhlutum,
myndavél, geislaspilara og mynd-
bandstæki'. -SMK
m
ER MÁLIÐÍHÖFN?]
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Langidalur:
Valt tugi metra
^ Ungur ökumaður slapp ómeiddur
eftir að bíll hans valt tugi metra út
fyrir veg í Langadal við Geitaskarð
skömmu fyrir klukkan fimm í gær-
dag. Bíllinn staðnæmdist á hjólun-
um um fimm metra frá ánni
Blöndu. Pilturinn slapp lítið meidd-
ur og að sögn lögreglunnar á
Blönduósi þykir það mesta mildi.
Bíllinn er ónýtur eftir veltuna.
-SMK
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
IngvaF
Helgason hf.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 2001
„Það hefur aldrei annað staðið til
að eitthvað verði gert í málum
þessara manna, það er alveg á
hreinu," sagði Páll Bjömsson, sýslu-
maður á Höfn í Hornafirði. Menn-
irnir tveir, sem eru 20 og 24 ára
gamlir, hafa sett Höfn á annan end-
ann með skemmdarverkum. Sýslu-
maðurinn hefur sætt ádeilum fyrir
að gera lítið í málum þeirra.
„Það vill svo til að öll þessi mál
upplýsast á mjög skömmum tíma,
þó að þau séu mismunandi gömul,
og strákarnir munu allir sæta þeirri
ábyrgð sem til stendur," sagði Páll.
Hann bætti því við að málin væru
nokkuð snúin þar sem hér væri um
nokkur mál að ræða þar sem menn-
irnir eru ýmist einn eða tveir að
'*erki og eitt sinn höfðu þeir tvo fé-
laga sína með sér lika.
Enn ér ekki búið að ganga frá lög-
regluskýrslum vegna skemmdar-
verkanna sem unnin voru um helg-
ina á tveimur bílum því mennirnir
tveir hafa verið hjá lækni vegna
brunasára sem þeir hlutu er þeir
kveiktu í öðrum bílanna. -SMK
Sjá nánar bls. 7.
&■*&*■*: -1
• íW i j ; *£> ‘
. * r-VC'*
DV-MYND HELGI GARÐARSSON.
Snjóflóðavörn
Nú er veríö aö leggja síöustu hönd á gerö snjóflóöagarös undir Drangagili viö Neskaupstaö. Garðurinn er 400 metra langur og er áætlaöur kostnaöur 240
milljónir króna. Henn er geröur úr sprengdu grjóti og jarðvegi sem tekinn er á svæöinu. Ofan við garðinn eru 13 keilur sem eiga aö splundra
flóöinu áöur en paö fellur á hann.
Búkolla kannar hug kúabænda á öllu landinu:
Meirihlutinn vill
ekki fósturvisa
- hugum aö allsherjaratkvæðagreiðslu, segir formaður kúabænda
Meirihluti kúabænda á landinu er á
móti innflutningi á fósturvísum úr
norskum kúm, samkvæmt grófúm nið-
urstöðum könnunar sem Búkolla, félag
áhugamanna um íslensku kúna, er að
gera meðal þeirra. Að sögn Esterar
Guðjónsdóttur, bónda á Sólheimum í
Hrunamannahreppi, sem hefur um-
sjón með samantekt talna úr héruðum
landsins má gera ráð fyrir, samkvæmt
þeim tölum sem fyrir liggja, að um
70-80 prósent kúabænda á landinu
muni vera á móti innflutningnum.
„Það virðast fleiri vera á móti fóst-
urvísunum norðanlands og vestan,
heldur en sunnanlands," sagði Ester.
„Þó er meirihiuti á Suðurlandi á móti,
rúmiega fimmtíu prósent. Okkur vant-
ar tölur af dálitlu svæði til viðbótar, en
það er þegar ljóst hvemig linumar
liggja."
Búkolla hefur að undanfómu unnið
að umræddri könnun meðal kúa-
bænda. Haft hefur verið samband við
þá og liggja grófar niðurstöður fyrir í
ailflestum héraðum, þar á meðal Vest-
fjörðum, Austur-Skaftafellssýslu og í
Skagafírði. í Skagafirði reyndust 83
prósent bænda á móti innflutningnum
og mjög svipað hlutfall í A-Skaftafells-
sýslu. Enn stærra hlutfali Vestfírðinga
var á móti honum.
Að sögn Harðar Snorrasonar í
Hvammi i Eyjafjarðarsveit er könnun-
inni ekki lokið þar í héraðinu. „En það
er mjög eindreginn meirihluti kúa-
bænda hér á svæðinu andvígur fóstur-
visunum," sagði hann. „Það er nauð-
synlegt að bændur fái að segja álit sitt
í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu."
Gert er ráð fyrir að könnuninni
Ijúki á allra næstu dögum og niður-
stöður hennar liggi fyrir upp úr mán-
aðamótum. Forsvarsmennimir ætla að
leggja þær fyrir fúiltrúafund Lands-
sambands kúabænda sem haldinn
verður 6. febrúar nk.
Þegar hefur helmingur kúabænda á
landinu látið skrá sig í Búkollu. Gera
talsmenn félagsins ráð fyrir að 60-70
prósent kúabænda muni ganga í félag-
ið fyrir fulltrúafund LK.
Forsvarsmenn Búkollu hafa einnig
beðið Gallup aö kanna viðhorf fólks til
ímyndar landsins ef fósturvisar verði
fluttir inn. Niðurstöður þeirrar körrn-
unar verða birtar innan skamms.
Þórólfur Sveinsson, formaður Fé-
lags kúabænda, sagði við DV, að af-
staða Landssambandsins til innflutn-
ings fósturvísa væri óbreytt. Spurður
um viðbrögð LK ef meirihluti kúa-
bænda á landinu virtist vera andvígur
innflutningi sagði Þórólfur að það
þyrfti að vega og meta. Almenn regla í
félagasamtökum væri sú að ef upp
kæmi álitamál um stuðning við ein-
hveijar íyrirætlanir væra það félagam-
ir sjálfir sem ættu að skera úr um þau í
almennri atkvæðagreiðslu. „Við munu
öragglega velta því fyrir okkur á full-
trúafundinum hvort tO allsherjarat-
kvæðagreiðslu meðal kúabænda þurfi
að koma. Ef vísbending um óánægju er
sterk þá tel ég eðlilegt að bregðast við
með því að hópurinn skeri úr í al-
mennri atkvæðagreiðslu." -JSS
Óeirðir eftir leik Hamburger SV og Hertha Berlin á sunnudag:
Islenskir hestamenn
stungnir í Hamborg
Þýskar fótboltabullur stungu tvo
íslenska hestamenn með hníf eftir
knattspyrnuleik Hamburger Sport-
verein og Hertha Berlin í Hamborg
á sunnudag. Annar þeirra liggur
meö alvarleg stungusár á sjúkra-
húsi en er þó ekki talinn í lífshættu.
Þriðji maðurinn sem var í fór með
íslendingunum tveimur, ungur
Þjóðverji sem er tengdur öðrum ís-
lendingnum, liggur þungt haldinn á
sjúkrahúsi. Hinn íslendingurinn er
kominn heim til sín þar sem hann
býr i Norður-Þýskalandi.
Samkvæmt upplýsingum DV
voru málavextir þeir að íslending-
amir tveir, sem starfa m.a. við
tamningar ytra, voru ásamt hinum
unga Þjóðverja á krá eftir leikinn
sem útUiðið, lið Eyjólfs Sverrisson-
ar, vann með 2 mörkum gegn 1. Fyr-
ir utan krána kom til óspekta sem
enduðu með því að annar íslending-
anna var stunginn í bakið. Þegar
hinir tveir komu til skjalanna voru
þeir báðir stungnir en Þjóðverjinn
ungi mjög illa.
Farið var með mennina þrjá á
sjúkrahús í Hamborg. Annar Islend-
inganna er eins og áður segir kom-
inn heim til sín en hinn liggur með
skaddað nýra á sjúkrahúsi, sam-
kvæmt upplýsingum frá Þýskalandi
í morgun.
Þýskir fjölmiðlar hafa talsvert
fjallað um atburðinn. -Ótt
tllboðsverö lcr. 2.750,-
Merkilega heimilistækið
Nú er unnt aö
merkja allt á
heimilinu,
kökubauka,
spólur, skóla-
Rafport
dót, geisla-
diska o.fl.
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_______
Heilsudýnur t sétjlokki!
Svefn&heilsa
★ ★★★ ★
heilsunnar
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150