Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001
DV
George Bush:
Gagnrýnendur segja aö eina bókin
sem hann hafí lesiö sé biblían.
George Bush:
Kirkjan á að
hjálpa þeim sem
minna mega sín
George Bush Bandaríkjaforseti,
sem er kirkjunnar maður og les í
biblíunni á hverjum degi, setti i gær
á laggimar stofnun sem á að dreifa
milljörðum dollara til trúfélaga og
góögerðarsamtaka sem á næstu 10
árum eiga að taka við hluta af fé-
lagsmálapakka yfirvalda.
Borgararéttindahreyfingar hafa
þegar bent á að skilnaðurinn milli
ríkis og kirkju verði brotinn niður
þegar íluttir eru peningar frá opin-
berum stofnunum til kirkna, bæna-
húsa, moska og góðgerðarsamtaka.
Innan trúfélaganna ríkir einnig
efi. Þar óttast menn að skilyrði
verði sett fyrir úthlutun fjárins.
Bush telur trúfélög betur fallin til
að koma föngum út í samfélagið en
félagsmálayfirvöld. Hann telur trú-
félög einnig geta aðstoðað við bar-
áttuna gegn fikniefnum, atvinnu-
leysi og fátækt.
Orðaskak á efna-
hagsfundinum
Skipuleggjendur efnahagsráð-
stefnunnar í Davos og liðsmenn
frjálsra félagasamtaka deildu hart á
fundinum í gær vegna framferðis
lögreglu gagnvart þeim sem komu
til bæjarins til að mótmæla.
Fjöldi samtaka sem láta borgara-
réttindi og umhverfismál til sín
taka hótuðu að sniðganga fundinn á
næsta ári nema tryggt yrði að mót-
mælendur fengju að láta í sér heyra.
Svissnesk stjórnvöld voru sökuð
um að hafa brotið á borgararéttind-
um með því að banna mótmæli gegn
hnattvæðingunni í tengslum við
fundinn í Davos og fyrir harð-
neskjulega framkomu lögreglunnar
í garð mótmælenda.
Tony Blair
Breski forsætisráöherrann gæti lent
í vandræöum í fyrirhuguöum
kosningum vegna svokallaös
vegabréfahneykstis.
Þrýstingur á af-
sögn annars
bresks ráðherra
Evrópumálaráðherrann í stjórn
Tonys Blairs í Bretlandi er nú und-
ir sívaxandi þrýstingi um að segja
af sér vegna svokallaðs vegabréfa-
hneykslis sem þegar hefur kostað
Norður-írlandsmálaráðherrann
starfið, að sögn breska blaðsins The
Times í morgun. Evrópuráðherrann
Keith Waz mun hafa skrifað bréf
vegna umsóknar indversks auðkýf-
ings um breskt ríkisfang. Waz hefur
ekki viljað svara spurningum um
tengsl sín við auðkýfinginn frá því
hann varð ráöherra fyrir 2 árum.
Indversk dagblöö:
Yfirvöld héldu
manntjóni leyndu
Indversk dagblöð fullyrtu í morg-
un að yfirvöld hefðu strax vitað
hversu margir fórust í jarðskjálftan-
um sem reið yfir á föstudagsmorg-
un. Því hefði hins vegar verið hald-
ið leyndu til þess að ekki skapaðist
öngþveiti. Þess vegna hafi jafnframt
björgunarstarf hafist of seint.
Yfirvöld eiga þegar á fóstudaginn
að hafa skipað að flogið yrði yfir
skjálftasvæðið til þess að hægt yrði
að meta tjónið í Gujarat-héraði.
Varnarmálaráðherra Indlands,
Georges Femandes, sagði í gær-
kvöld i viðtali við breska ríkissjón-
varpið BBC að óttast væri að allt að
100 þúsund manns hefðu týnt lífi í
jarðskjálftanum.
Hann greindi einnig frá því að
allt að 200 þúsund manns hefðu
slasast í jarðskjálftanum. Ráðherr-
ann sagði einnig að i framtíðinni
yrðu settar strangari reglur um
byggingu húsa.
Embættismenn í Gujarat-héraði,
sem varð verst úti í skjálftanum,
draga í efa tölu ráðherrans um
látna. Halda þau fast það mat sitt að
um 20 þúsund hafi farist.
I morgun flúðu þúsundir íbúa frá
borginni Ahmedabad, þar sem um
5 milljónir búa, af ótta við nýja jarð-
skjálfta. „Fólk æðir í allar áttir.
Sumir halda til Bombay og aðrir til
Delhi og Rajasthan," sagði starfs-
maður við lestarstöð þar sem menn
höfðu beðið i alla nótt eftir lestum.
Skelfing ríkir einnig í minni
borgum Gujarats-héraðs. Þúsundir
mikið slasaðra liggja á götum úti í
borginni Bhuju innan um lík.
Sjúkrahúsin þrjú í borginni hrundu
í jarðskjálftanum. Enginn þorir inn
í þau fáu hús sem standa uppi.
Frést hefur af bílstjórum sem
neita að aka með hjálpargögn á jarð-
skjálftasvæðið af ótta við fleiri
skjálfta. Einnig hafa borist fréttir af
því að skartgripir séu fjarlægðir af
líkum.
Örvæntingarfull leit hélt áfram í
rústunum í gær. í gær var níræðri
konu bjargað í Bhuj. Átta mánaða
drengur fannst einnig á lífi í örmum
látinnar móður sinnar. Björgunar-
menn voru í morgun vondaufir um
að finna fleiri á lífi. Björgunarstarf
er erfitt þar sem mörg húsanna,
sem hrundu ekki alveg til grunna,
eru í raun dauðagildrur.
Forsætisráðherra Indlands, Atal
Behari Vajpayee, kom í gær til Bhuj
og sagði að hjálparstarf yrði að
ganga hraðar, ekki síst í minni
borgum og bæjum
Herstjórnin í Pakistan greindi frá
því í gær að indversk yfirvöld hefðu
afþakkað aðstoð vegna náttúruham-
faranna.
Ráðuneytisstjóri í indverska
landbúnaðarráðuneytinu kvaðst
ekki vita til að Pakistanar hefðu
boðið aðstoð. Þess vegna væri ekki
hægt að segja að Indverjar hefðu
afþakkað hana.
Bjargað úr rústunum
Níræöri konu var í gær bjargað úr húsarústum í borginni Bhuj. Hún haföi þá veriö grafin undir rústunum
í yfir 70 klukkustundir.
Stórhættulegar sænskar konur aftur á réttargeðdeild:
Handtekin sofandi
á skurðarborðinu
Tvær ungar sænskar konur, 21 árs
morðingi og 24 ára brennuvargur,
eru nú báðar á bak við lás og slá eft-
ir dramatískan flótta. Aðfaranótt
föstudags hjálpaöi sú eldri vinkonu
sinni að flýja frá réttargeðdeild á St.
Sigfrids sjúkrahúsinu í Vaxjö í Sví-
þjóð. Þá hafði þegar veriö lýst eftir 24
ára konunni þar sem hún hafði ekki
snúið aftur á sjúkrahúsið eftir leyfi.
Brennuvargurinn sneri þó aftur i
bláum Volvo V40. Ámeðan hafði
morðinginn dýrkað upp gluggann að
herberginu sínu og hnýtt saman lök.
Þegar hjálparhellan kom klifraði hún
niður og stökk inn i Volvoinn bláa.
Síða hurfu vinkonurnar á miklum
hraða.
Yngri konan var dæmd fyrir að
hafa myrt ömmu sína í Gautaborg í
janúar 1999. Hún stakk ömmu sína
mörgum sínum með eldhúshníf og
braut síðan höfuðkúpu hennar með
glerskál. Eldri konan var dæmd 1999
í úthverfi Stokkhólms fyrir að hafa
meðal annars hótað mörgum lífláti,
beitt lögreglumann ofbeldi og kveikt
í fangaklefa sínum. Kærasti hennar
fékk loks nóg og kærði hana.
„Ég get þetta ekki lengur. Hún
kemur heim til mín og hoppar inn
gegnum gluggann. Hún hótar að
kveikja í húsinu mínu og kæra mig
fyrir nauðgun," sagði hann við lög-
regluna. í október 1999 kveikti hún í
bil kærastans. Á meðan hann
hringdi skelfingu lostinn í lögregl-
una söng hún.
Hún hringdi sjálf í lögregluna á
sunnudagskvöld og kvaðst vera á far-
fuglaheimili í Stokkhólmi.
í gær greip svo lögreglan yngri
konuna sofandi á skurðarborði á
Huddinge-sjúkrahúsinu í Stokk-
hólmi. Þangað hafði hún leitað vegna
fótbrots.
Ekki voru rimlar fyrir gluggunum
á geðdeildinni þar sem konurnar
dvöldu.
Þær voru taldar geta verið á deild
þar sem lítil gæsla er. Til stóð að
flytja brennuvarginn á deild þar sem
enn minni gæsla er.
„Þetta var náttúrlega rangt mat,“
segir lögreglan nú. Konurnar voru
sagðar stórhættulegar þegar lýst var
eftir þeim.
ESB-menn hittu Suu Kyi
Sendinefnd Evr-
ópusambandsins
hitti Aung San Suu
Kyi, leiðtoga stjóm-
arandstöðunnar í
Burma, í morgun.
Suu Kyi hefur að
heita má verið í
stofufangelsi und-
anfarna fjóra mánuði. Sendinefnd
ESB er í Burma til að þrýsta á her-
foringjastjórnina um að koma á lýð-
ræði i landinu.
Rafmagnsofn olli bruna
Talið er að rafmagnsofn í ómönn-
uðum aftari stjórnklefa hafi orsakað
eldsvoðann í kláfferjunni í Kaprun í
Austurríki í nóvember þar sem 155
manns týndu lífi.
Galapagoseyjar ná sér
Lífríkið á Galapagoseyjum ætti
að ná sér að fullu eftir olíumengun-
arslysið, að sögn vísindamanna.
Pútín vill óháð sjónvarp
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
sagði í gær að hann vildi að sjón-
varpsstöðin NTV yrði áfram frjáls
og óháð. Milljarðamæringurinn Ge-
orge Soros hefur sagt að það sé skil-
yrði fyrir því að vestrænir flárfest-
ar leggi fé í stöðina. Talað hefur ver-
ið um að Soros og Ted Tumer,
stofnandi CNN, bjargi stöðinni.
Hillary gegn Ashcroft
Hillary Rodham
Clinton hefur bæst
í hóp bandarískra
öldungadeildar-
þingmanna sem
ætlar að greiða at-
kvæði gegn stað-
festingu Johns As-
hcrofts í embætti
dómsmálaráðherra í stjórn Bush
forseta. Annar mikilsmetinn
demókrati, Patrick Leahy, lýsti
einnig yfir andstöðu sinni.
Repúblikanar eru þó sannfærðir um
að Ashcroft verði staðfestur.
Ráðist á Serba
Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í
gær árásir á serbneska hermenn í
albönskum hluta sunnanverörar
Serbíu og báru lof á serbnesk yfir-
völd fyrir að hafa brugðist skynsam-
lega við.
Annan gagnrýnir ESB
Kofi Annan,
framkvæmdastj óri
Sameinuðu þjóð-
anna, sagði í gær að
þjóðir Evrópusam-
bandsins væru að
missa sjónir af al-
þjóðlegum skuld-
bindingum sínum
með því að setja mjög strangar regl-
ur um innflytjendur.
Féð eftir í Frakklandi
Vitni í spillingarréttarhöldunum
yfir Roland Dumas, fyrrum utanrík-
isráðherra Frakklands, sagði í gær
aö mestur hluti tugmilljarða króna
greiðslu sem áttu að liðka fyrir sölu
herskipa til Taívans hefði orðið eft-
ir í Frakklandi.
Uppsagnir hjá Chrysler
Bílarisinn DaimlerChrysler til-
kynnti í gær að til stæði að segja 26
þúsund manns upp vinnunni á
þremur árum og loka eða draga úr
starfsemi þrettán verksmiðja.