Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 2001 DV Fréttir V átryggingamiðlun: Of kostnaðarsom fyrir neytendur - segir Ólafur Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri SAMLIFS Engar fjárhagsáhyggjur á efri árum En þegar söfnunarlíftryggingar eru keyptar þarf aö hafa margt í huga, m.a. hvort þóknun til vátryggingamiölarans hafi áhrif á ráögjöfma sem hann veitir. Hvað er í hundamatnum? Tennur, bein, jþarm- ar og þvagblöðrur - meðal þess sem leyfilegt er að nota í netútgáfu sænska blaðsins Ex- pressen er sagt frá þvl að brot út kjálkabeini með þremur áföstum tönnum hafi fundist í dós af Hundur Besti vinur mannsins. Pedigree-hundamat. 1 framhaldi af þvi vöknuðu spurningar um úr hverju hundamaturinn væri búinn til. í innihaldslýsingu er talið upp það sem í dósunum er og meðal þess er eitthvað sem kallað er „animalisk biprodukter" eða „kött- biprodukter" sem eru einhvers kon- ar dýraafurðir. Þegar leitað var svara um hvað væri í þessum dýra- afurðum kom í ljós að um er að ræða ýmsa hluti, svo sem hófa, tennur, bein, hreins- aða þarma og þvag- blöðrur, húð, kyn- færi, mænur, hjörtu, innyíli, augu og eyru. í dósinni sem kjálka- beinið fannst í var um kanínu að ræða en einnig eru notuð önnur dýr við fram- leiðsluna. Leyfilegt er að nota flesta hluta dýra- skrokka en þó má ekki nota þvag eða magainnihald. Þá er einnig að finna í regl- unum að ekki sé leyfi- legt að nota sorp frá heimilum og veitinga- stöðum, skólp og um- búðir í dýrafóður: Dýralæknar segja að þótt sumir hlutar matarins, eins og mal- aðar tennur, séu ekki sérstaklega næringarríkir séu þeir ekki hættu- legir hundunum sem borða þá. í Svíþjóð innihalda allar þær teg- undir hundamatar sem fluttur er inn þessar dýraafurðir og má leiða likum að því að hið sama eigi við hér á landi. í kjölfar skrifa Neytendasíðu um söfnunartryggingar og lífeyrisreikn- inga er rétt að taka fram að trygg- ingar og spamaðarleiðir stærsta líf- tryggingafélags landsins, Samlífs, eru ekki seldar hjá vátrygginga- miðlurum. Að sögn Ólafs Hauks Jónssonar, framkvæmdastjóra Sam- lífs, er slík vátryggingamiðlun of kostnaðarsöm fyrir íslenska neyt- endur. Vátryggingamiðlarar starfi vissulega í flestöllum nálægum löndum og þeirra megintilgangur sé að hafa milligöngu um töku trygg- inga hjá tryggingafélögum sem þeir eru með samninga við. Yfirleitt hafa þeir samninga við nokkur félög og geta því boðið fram „vörur“ frá fleiri en einum aðila. „Ekki er hægt að lá neinum að lítast vel á þennan kost,“ segir Ólafur Haukur. „Einn aðili kynnir mörg félög og margar mismunandi „vörur“ og viðkom- andi miðlari veitir ráðgjöf i að velja það „besta" fyrir hvem og einn. Því miður er þetta ekki raunveruleik- inn hér á landi, hann er allur ann- ar.“ Ástæðuna segir hann vera þá að löggjöfin verndi neytandann alls ekki nægilega. Vátryggingamiðlar- ar fái misháa þóknun fyrir samn- ingsgerðina eftir því við hvaða félag er skipt. Þetta þekki neytendur ekki og geri sér sjálfsagt í fæstum tilvik- um grein fyrir því að þetta endur- speglast í þeim kostnaði sem þeir bera af samningsgerðinni. „Þarna getur munað verulega í kostnaði viðskiptavinarins og skv. markaðs- könnunum sem hafa verið gerðar er ljóst að langflestir samningar sem komist hafa á með miliigöngu miðl- ara hafa verið gerðir við breskt fé- lag,“ segir Ólafur. „Þetta félag tekur skv. upplýsingum sem koma fram í fyrra hefti Fjármálatíðinda 1999 mestan upphafskostnað af söfnunar- líftryggingum sem bjóðast hér á landi. Starfsemi vátryggingamiðlara getur aldrei orðið óháð og til hags- bóta fyrir neytendur fyrr en allt er uppi á borðinu sem snýr að þóknun miðlarans, eins og t.d. er kveðið á í dönskum lögum.“ Ólafur segir það einnig hagsmunamál vandaðra vá- tryggingamiðlara að fá löggjöfinni breytt þannig að miðlararnir upp- lýsi alltaf um þá þóknun sem þeir fá fyrir að koma samningi á. Á það skal bent að samkvæmt 82. grein laga nr. 60 frá árinu 1994 er vátrygg- ingamiðlurum skylt að upplýsa við- skiptavini um gjaldið sem þeir þiggja fyrir þjónustuna. En munur- inn á íslensku lögunum og þeim dönsku er sá að í Danmörku er vá- tryggingamiðlurum ávallt skylt að veita skriflegar upplýsingar um þóknun sína en hér á landi einung- is ef neytandi fer fram á það. Af þessu er ljóst að neytandinn fær ekki allar upplýsingar hjá miðl- urum um vátryggingaframboð á markaðnum og er því rétt að hvetja fólk til kynna sér þessi mál vel, ekki síst leita til fleiri aðila, eins og tryggingafélaga, áður en samningar eru gerðir. Flokkun sorps og endurnýting: Aðeins 11% í endurvinnslu - af 16 þúsund tonnum af bylgjupappa Endurvinnsla og endurnýting sorps verður æ algengari. Þó eru margir sem ekki taka þátt í þessu þarfa verkefni, kannski vegna tíma- skorts eða þekkingarleysis. Flokk- unin er auöveld og með tímanum verður sifellt auðveldara að koma sorpinu frá sér því sífellt bætast við nýir gámar og mótttökustaðir. Hér á eftir fer grein frá Sorpu og fleiri greinar munu birtast á næstunni þar sem fjallað verður um flokkun sorps og endurnýtingu. í dag er fjall- að um bylgjupappa. í dag falla til ógrynnin öll af bylgjupappa í formi pitsukassa og annarra umbúða á höfuðborgar- svæðinu. Gróft áætlað má segja að þetta séu um 16.000 tonn eða sem samsvarar þyngd ca 16 fólksbíla! Til SORPU bárust á síðasta ári um 1750 tonn af flokkuðum bylgjupappa til endurvinnslu en það eru ekki nema um 11% af heildarmagninu (eða einn góður jeppi). Ófáir pappakass- ar hafa því farið í ruslatunnuna og ekki þarf marga til að fylla eina tunnu sem margur pirrar sig yfir að yfírfyllist alltof fljótt. En hvað verð- ur svo um flokkaðan bylgjupappa? Endurvinnsla Allur bylgjupappi sem kemur inn á endurvinnslustöðv- arnar endar ásamt öðrum flokkuðum pappa frá fyrirtækjum í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Þar er pappinn baggaður og vírbundinn, þ.e. press- aður saman undir mikl- um þrýstingi í pressu- vél. Þegar pappinn hefur verið baggaður hefur rúmmál- ið minnkað um ca 40-50%. Þannig fer mun minna fyrir honum og auðveldara og ódýrara verður að flytja hann til fyrirtækis- ins II Recycling í Svíþjóð sem kem- ur honum áfram í endurvinnslu til framleiðsluaðila þar í landi. Bylgjupappinn er með tvö- földu lagi og bylgjuðum pappa inn á milli og er end- urvinnanlegur. í pappa- gám á aðeins að setja hreinan, þurran bylgju- pappa. Hér er átt við pappakassa og annan bylgjupappa, þó ekki vaxborinn eða plast- húðaðan. Ekkert annað má fara í gáminn og verður að hreinsa plast, bréf og papp- ír úr honum. Mat- arleifar úr pitsukössunum eru óæskilegar í endur- 3vinnsluferlið. Aðrar pappaum- búðir falla ekki í þennan flokk og eiga sér enn sem komið er ekki endurvinnslufarveg. Skattar 2000-2001 PricewaterhouseCoopers: Bæklingur um skattamál Uppi&töpr wyskattawál c\ri\ci lina t fifi U'ririTttl'i'i PricewaterhouseCoopers hefur, í samvinnu við Landsbanka íslands, Sparisjóð vélstjóra og Sjóvá-Al- mennar, gefið út bækling um skatta- mál 2000-2001. Þar er að fmna allar helstu upplýsingar sem einstakling- ar og fyrirtæki þurfa á að halda við gerð skattframtals fyrir árið 2001 og við staðgreiðslu ársins 2001, svo sem upplýsingar um tekjuskatt, fjár- magnstekjuskatt, eignaskatt, vaxta- bætur og opinber gjöld, auk fleiri gagnlegra upplýsinga. Ýmsar nýj- ungar hafa litið dagsins ljós frá síð- ustu útgáfu. M.a. er þarna að finna ítarlegar upplýsingar um fæðingar- og foreldraorlof, tvísköttunarsamn- inga, kennitölur ársreikninga og verðbréfamarkaðar. Sigurjón Ólafsson, markaðsstjóri PwC, segir að markmiðið með út- gáfu bæklingsins sé að þjónusta við- skiptavini fyrirtækisins og allan al- menning. „Við erum að setja þessar upplýsingar í nýtt form og bækling- urinn er lítill og mjög handhægur." Hann segir jafnframt að í honum sé að finna ýmsar upplýsingar sem ekki er að finna í leiðbeiningum með skattskýrslum en öðru sem í þeim er er sleppt. Hægt er að nálgast bæklinginn hjá útibúum Landsbankans, Spari- sjóðs vélstjóra og Sjóvár-Almennra og á skrifstofum Pricewaterhouse- Coopers í Reykjavík, Keflavík, á Ak- ureyri, Húsavík og Selfossi. Efni bæklingsins er enn fremur að finna á heimasíðu PwC, www.pwcglobal.com/is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.