Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 Skoðun DV Frá torfkofum til glæsihalla „Þar sem réttlæti á aó ríkja en ekki ranglæti. “ Ekki er allt sem sýnist - örorka fer ekki í manngreinarálit Spurning dagsins Hvernig finnst þér íslendingar standa sig á HM? Magnús Ragnarsson nemi: Ég hef bara ekkert fylgst meö því. Stefán Páll Sigurþórsson nemi: Þeir eru búnir aö vera ágætir. Þorjákur Anton Hólm nemi: Ágætir, bjóst samt viö þeim sterkari. Stefán Stefánsson nemi: Ágætlega, mjög fín frammistaöa. Bjarni Sæmundsson nemi: Bara ágætlega, þeir gætu þess vegna alveg náö í 8 liöa úrslit. Daði Benediktsson nemi: Þeir eru kaflaskiptir, veröur maöur ekki bara aö vona aö þeir komist í 8 liöa úrslit? Enginn veit og enginn getur dæmt um hvernig er að vera í spor- um öryrkjans nema sá sem lendir í þeim. Það sem kemur í kjöl- far slyss og eða veikinda og orsak- ar örorku fer ekki í manngreinarálit, eftir aldri, þjóð- félagsstöðu eða stétt. Aðstæður þeg- ar það gerist geta verið margs kon- ar, fjárhagslegar, félagslegar eða eignalegar. Erfitt er að horfast í augu við að verða öryrki, kannski um skamman tíma eða jafnvel ævilangt. í byrjun raskast oft allur fjárhagur og and- legt álag er mikið. Fyrir kemur að hjónabönd, sambönd og heimili leysast upp. Orsakanna er mjög oft að leita í fjárhagserfiðleikum sem koma í kjölfarið, sumir eru vel í stakk búnir fjárhags-og eignalega er heilsan bilar og er það gott. En ef- laust eru það fleiri sem eru i hinum hópnum. Lítil sem engin lífeyris- réttindi hafa áunnist hjá þessu fólki. - Og öryrki er dæmdur til að vera háður maka sínum fjárhags- Þorsteinn skrifar: Ég er einn þegna þessa lands sem er felmtri sleginn yfir því sem virö- ist vera vanhæfni dómara við Hæstarétt íslands. Það er grafalvar- legt mál ef almenningur í þessu landi getur ekki treyst hæsta dóm- stigi í landinu. í fyrsta lagi virðist Hæstiréttur ekki þess umkominn að orða dóm sinn í Öryrkjabandalagsmálinu á þann hátt að skiljist hvað í dómnum felst. Ef skilja ætti, svo engin vafi væri á, hvað í dóminum fælist - hefði mátt koma í veg fyrir þann glundroða sem ríkt hefur í þjóðfé- laginu að undanförnu. í annan stað „Að hœkka t.d. skattleysis- mörk þeirra lcegstlaunuðu myndarlega í eitt skipti fyrir öll vœri eflaust sú besta kjarabót sem unnt vœri að framkvœma. “ lega og missir þ.a.l. persónufrelsi sitt. Einnig getur láglaunamaður misst það litla sem hann kannski er búin að afla sér. Því lífeyrisgreiðslur og örorkubætur standa ekki undir lífs- afkomu og greiðsluskuldbindingum hjá almennum þjóðfélagsþegni, hvort sem hann er að eignast sitt eigið hús- næði eða er það illa settur að vera fastur á leigumarkaðinum. Hinir digru lífeyrissjóðir launþeganna eru einnig með sínar útfærslur í útreikn- ingum. Það er margra ára þrekraun að komast andlega heill frá því að horfast í augu við þá staðreynd að maður er ekki lengur heill heilsu. - Oft þarf að auki að takast á við þung- lyndið sem er það niðurbrot sálar- innar sem erfiðast er að byggja upp. Elsta kynslóðin sem óðum er að „Ég scetti mig ekki við að forseti Hcestaréttar og þeir fjórir dómarar, sem lýstu sig samþykka svari Hœstaréttar til Alþingis, fái að sitja þar áfram eins og ekkert sé. “ hefur Hæstiréttur svo bætt gráu ofan á svart með samskiptum sín- um við Alþingi eftir á. í stjórnmálunum velur almenn- ingur þá menn/konur sem sitja við stjórn landsins. Séum við óánægð með stjómvöld eigum við þann kost að kjósa aðra flokka en þá sem eru kveðja okkur og sú sem kemur þar á eftir hefur upplifað þá tíma sem eng- inn önnur kynslóð mun aftur gera á Islandi á einni öld. Frá torfkofum til glæsihalla, frá fátækt og einangrun til rikidæmis og samskipta. Að hækka t.d. skattleysismörk þeirra lægst launuðu myndarlega í eitt skipti fyrir öll væri eflaust sú besta kjarabót sem unnt væri að fram- kvæma. Hjálpum ætíð lítilmagnanum og stuðlum að bættri sameiginlegri og réttlátari lifsafkomu þjóðar og lands. Lærum að meta og nýta þetta 'hrjúfa, fallega og gjöfula land af virð- ingu, skynsemi og kærleik. Verum sá friðarkyndill og leiðarljós sem okkur er unnt að vera hér í þessum harða heimi. ísland, þetta einstaka land elds, iss og vatns sem gefur okk- ur allar þær allsnægtir er við þurf- um á að halda og meira til og getur verið eitt mesta velferðarríki meðal þjóða. Sameiningartákn sem önnur lönd og þjóðarleiðtogar gætu haft sem fyrirmynd. Þar sem stjórnvöld myndu starfa í samvinnu þjóðar- heildina. Þar sem réttlæti á að ríkja en ekki ranglæti. Að sameining ein- staklingshyggjunnar og flöldans yrði að veruleika. í oddastöðu. En hvað með Hæsta- rétt? Hefur almenningur nokkuð um það að segja hverjir sitja þar? Nei, við verðum að sitja uppi með vanhæfa dómara i Hæstarétti ef svo ber undir. - En hvernig er þá hægt að koma þeim frá? Hvernig á að mótmæla til þess að vanhæfir dóm- arar yfirgefi Hæstarétt? Ég sætti mig ekki við að forseti Hæstaréttar og þeir fjórir dómarar, sem lýstu sig samþykka svari Hæstaréttar til Alþingis, fái að sitja þar áfram eins og ekkert sé. Ég óska eftir að þar sitji óviðhallir, vandað- ir og áreiðanlegir menn sem við get- um borið virðingu fyrir. - Er til of mikils mælst? Jóhanna S. skrifar: Hvaö meö vanhæfa dómara? Pagfari_____________________________________________________ Össur á skyndihjálparnámskeiö Dagfari gleðst af öllu harta yfir velgengni Framsóknarflokksins í skoðanakönnun helg- arinnar. Það er gott til þess að vita að þjóðin virðist aftur vera að taka í sátt sinn gamla og góða flokk. Dagfari getur raunar tekið undir orð Guðna Ágústssonar þegar hann segir að ríkisstjórnin hafði verið borin röng- um sökum í öryrkjamálinu og goldið fyrir það. Allir sem vilja sjá að ríkisstjórninni hefur gengið gott eitt til í þessu máli og ör- uggt er að sjúkir og sorgmæddir eiga sér ör- uggt skjól bæði í Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki. Hins vegar á Dagfari verulega erfitt með að sætta sig við að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki fá það sem honum ber i þessari skoðanakönnun nú þegar fólk er búið að átta sig á hverjir eru hinir sönnu vinir litla fólks- ins á íslandi. Dagfari hefur legið undir feidi til að leita skýringa á þessu máli og er helst á því að þarna ráði hjartagæska og samhugur íslensku þjóðarinnar ferðinni. Eins og bent var á í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á dögunum hefur Ingibjörg Pálmadóttir áunnið sér virðingu þjóðarinnar, ekki síst nú á síðustu dögum og vikum. Þjóðin getur þvi ekki horft upp á að vill því láta Framsóknarflokkinn njóta hlýhug- ar síns til rík-isstjórnarflokkanna. Augljóst virðist því að næsta verkefni Öss- urar og flokks hans sé að fara á námskeið í skyndihjálp þannig að ekki verði hægt að leika hann aftur jafngrátt. Hann yrði þá að minnsta kosti fær um að grípa hana næst og jafnvel blása í hana lífi ef svo bæri undir. Velgengni Vinstri grænna er líka gleðiefni og sönnun þess að hin sanna sveitahugsun á loksins aftur upp á pallborðið í íslensku sam- félagi. Þótt málflutningur Steingrims og félaga í öryrkjamálinu hafi veriö sá sami og félaga þeirra í Samfylkingunni virðist sem hið forn- TT. ' r\ r ■ j , lega yfirbragð Skallagríms höfði af einhverj- Hins vegar a Dagfan verulega erfltt með um ástæðum betur til þjóðarinnar en breiða aö sœtta sig við aö Sjálfstceðisflokkur- brosið hans Össurar. inn skull ekkl fa það sem honum ber l göQU er ijóst að nú vantar ekki nema þessari skoðanakönnun nú þegar folk er herslumuninn á að framsóknarmenn Fram- húið nð áttn <7> á hvpriir Pru hinir sóknarílokks og Vinstri grænna nái meirihluta OUIO ao atta Slg a nverjir eru ninir á Alþingi en þessir flokkar næðu 31 þingmanni ef kosið yrði nú. Það er því ástæða til að rifja upp og fara að hrópa á ný slagorð sem vinsælt var á sokkabandsárum Dagfara: Framsóknar- menn allra flokka sameinist! _ r> . VAQrAfu sönnu vinir litla fólksins á íslandi. blessuð manneskjan sé bara látin gossa í gólfið þegar stór og stæðilegur maður stendur hjá og lætur sig málið engu varða. Fólki er misboðið og Jimmy Durante og tónlistin Ásgeir Ólafsson skrifar: Það var sannarlega vel til fundið hjá Hólmfríði í les- endabréfi í DV nýlega að benda okkur á tónlistina i sjónvarpsaug- Jimmy Durante lýsingu Happ- /_/fnar viö í auglýs- drættis Háskól- jngum Happdrættis ans að undan- Háskólans. fórnu - nefni- — lega með Jimmy Durante, hinum stór- vinsæla skemmtikrafti og söngvara. Þessi tónlist kippir manni áratugi aft- ur í tímann, til ameríska draumsins, sem oftar en ekki var túlkaður með uppákomum á leiksviðum, í kvik- myndum og í beinum útsendingum þar vestra frá Las Vegas og Broadway (og eins 1 Keflavíkursjónvarpinu með- an það fékk að senda óáreitt). Hvers vegna sýna íslenskar sjónvarpsstöðv- ar okkur ekki eitthvað frá þessum tíma? - Ég bara spyr: Og hvar fæst tónlist með Jimmy Durante? Enn um skyrtusölu Olli hringdi: Ég vil taka undir með þeim sem skrifaði um lélegar skyrtuverslanir. Ég hef nefnilega sömu sögu að segja, á erfitt með að finna rétta skyrtunúmer- ið nema láta mæla háls og ermalengd um leið og ég kaupi skyrtuna. Það er auðsótt þetta með máltökuna, en aldrei fæ ég hér skyrtu með réttri ermalengd, og aldrei með brjóstvasa, hvað þá hnepptum. Þótt rétta flibba- stærðin sé fundin þarf ekki að vera að ermalengdin sé rétt. Menn hafa mis- munandi armlengd. En skyrturnar sem hér fást eru aðeins með einni ermalengd. íslenskar verslanir virð- ast kaupa inn skyrtur án tillits til þessara þátta. - Þetta þýðir aðeins eitt: Kæruleysi gagnvart kúnnanum. s I framboð fyrir öryrkja Páll Stefánsson skrifar: Ég er ekki alls- kostar sammála þeim sérstaka þætti varðandi tekjutengingu ör- yrkja, t.d. því að hafa þrýst um of á framgang vegna þeirra sem hæstra tekna njóta. Hins Sverriss'on ve§ar sé é§ vonar' Vonarljós í M08 1 Garðari honum á þingi. Sverrissyni sem ....... framúrskarandi leiðtoga fyrir sinn hóp og vildi gjarn- an að hann færi í framboð. Hann gæti sem best verið leiðtogi bæði öryrkja og svo eldri borgara, sem sárvantar leiðandi afl á Alþingi. Félag eldri borgara er gott framtak, en vantar að gera það gildandi á vettvangi stjórn- málanna, og aðeins á þingi verður því ágengt í baráttumálum sínum. Garðar gæti verið í forystu á þingi fyrir hvora tveggja hópana. Óréttlát kvörtun Foreldri hringdi: Það er í hæsta máta óréttlát kvörtun, sem fram kemur hjá skóla- systrunum í MR i bréfi í DV sl. fimmtudag, t.d.um að striki sé slegið yfir afgang hins fyrirhugaða námsefn- is og byrjað sé á vorannarnámsefni. Sannleikurinn er sá, að því ég hef séð, að prófað er úr öllu námsefni, sam- kvæmt kennsluáætlun frá því í haust og fram að jólum. Námsefni hefur lít- ið sem ekkert verið minnkað þrátt fyrir kennaraverkfallið. Það hlýtur eitthvað að hafa skolast til í höfði stallsystranna í MR. Mér finnst að for- ráðamenn MR ættu að gefa ítarlegri skýringu á þessu máli, svo að foreldr- ar hafl það sem sannara reynist. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.