Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001
7
DV
Fréttir
Fyrst eyðilagt með riffli fyrir 2 milljónir, síðan kveikt í og enn ganga menn lausir:
20 milljóna tjón unnið
af manna völdum
- piltarnir virðast halda íbúum Hafnar í heljargreipum, segir einn eigenda Hvalness
„Þessir piltar virðast halda Horn-
firðingum I heljargreipum og ekkert
virðist vera gert í málinu. Þegar
kveikt var í Hvalnesi fyrir tveimur
vikum kvörtuðum við yfir því við
sýslumanninn á Höfn, að við teldum
að ástæða væri til að setja þennan
mann í síbrotagæslu fram að dómi.
Og svo gerist þetta aftur um helgina.
Við heyrum ýmislegt sem sýslumað-
ur virðist ekki heyra um að þessir
menn séu að hóta fólki og börnum og
ef eitthvað standi í vegi fyrir þeim þá
er kveikt í hjá því,“ sagði Sigurður
Þóroddsson, lögfræðingur í Reykja-
vík og einn sex eigenda Hvalness,
sem stendur undir Eystra-Horni, um
50 kílómetra austur af Höfn í Horna-
firði. Húsið var 235 fermetra heilsárs-
hús á tveimur hæðum í eigu sex fjöl-
skyldna en er nú gjörónýtt.
í janúar á síðasta ári komu eigend-
ur Hvalness að húsinu þegar innan-
stokksmunir fyrir hátt í 2 milljónir
króna höfðu verið skemmdir. Tveir
ungir menn, þeir sömu og brenndust
báðir í andliti eftir að hafa reynt að
kveikja í númerslausri Lödu í Hval-
nesi um helgina, höfðu þá gengið um
með riffil og öxi og síðan skotið á og
barið innanstokksmuni þannig að
gríðarlegar skemmdir hlutust af.
Sigurður segir að eigendurnir hafi
síðan varið 3 milljónum krónum í
endurbætur en tryggingar hafi bætt
1,7 milljónir vegna skemmdanna.
Hvalnes í björtu báli 12. janúar, 235 fermetra hús á tveim hæðum
Sex fjölskyldur elga húsið og er brunabótamatið upp á 16 milljónir króna. Innfellda myndin er tekin þann 29. desember síðastliðinn.
Hafist var handa við að endurbyggja Hvatnes áriö 1988.
lega hrætt
hérna
Gunnar Pálmi Pétursson á Höfn:
Aðalvandamálið er sýslumaðurinn
- var eitt sinn dreginn út úr bíl á ferð
„Fólk er rosalega hrætt við þessa
pilta og þorir almennt ekki að tala.
Ef það segir of mikið er venjan hjá
þessum piltum ýmist að hóta lífláti
eða kveikja í. Þeir hafa komist upp
með það,“ sagði nokkurra barna
móðir á Höfn um piltana tvo sem
hafa verið að vinna skemmdarverk
í Hvalnesi, á Höfn og víðar.
„Ég er auðvitað skíthrædd og er
vinnandi rnóðir," sagði konan og
kveðst vera ein fjölmargra á Höfn
sem hafa „lent í piltunum" eins og
hún orðar það. „Þeir eru með hótan-
ir og hafa líka verið að elta fólk og
hræða. Þetta er með margvíslegum
hætti," sagði móðirin. -Ótt
„Þeir byrjuðu fyrir ári, brutust
þá inn, hjuggu allt í spað í húsinu
og skutu allt í tætlur. Síðan veit
fólk hvert framhaldið er,“ sagði
Tómas Ingólfsson, byggingameist-
ari á Höfn, einn eigenda Hvalness
og frumkvöðull að því uppbygging-
arstarfi sem þar hófst árið 1988. Á
sunnudag kom hann í þriðja skipt-
ið að jörðinni eftir skemmdarverk
og íkveikjur sama manns og
brenndist ásamt félaga sínum að-
faranótt sunnudagsins.
Gunnar Pálmi Pétursson á Höfn
segir sínar farir heldur ekki sléttar
eftir samskipti sín við umrædda
tvo pilta. Hann lenti eitt sinn í fyr-
irsát og átökum við annan þeirra.
„Ég var dreginn út úr bU og það
átti að ganga I skrokk á mér,“ sagði
Gunnar Pálmi. „Þeir komu fyrst
inn á verkstæði hjá mér og vinnu-
félagi minn varð fyrir svörum. Um
kvöldið var ég í bU með konunni og
sá tU þeirra á tveimur bílum og elti
annan þeirra. Skömmu síðar ók ég
inn -í innkeyrslu hjá kunningja
mínum þegar búið var að veita mér
fyrirsát og maður kom og reif upp
hurðina og dró mig út á ferð. Mesta
mUdi var að ég varð ekki undir
bílnum. Ég hafði svo piltinn undir
og tók á þangað til hann hætti að
hreyfa sig. Ég henti honum þá frá
mér en hann hélt áfram að ógna og
hrópa ókvæðisorð. Ég kærði svo
málið til lögreglu, pilturinn kærði
mig á móti en sýslumaðurinn
ákvað að feUa bara málið niður.
Síðan rekur hvert málið annað
hérna. Fjöldi fólks hefur lent í þess-
um piltum en flestir eru hræddir
við að tala út af hefndum - aðal-
vandamálið er sýslumaðurinn. Það
er byggðakjarni hérna þar sem
framhaldsskólinn er. Þar halda
piltarnir tU. Þar er fólk skíthrætt,
hverfið er í upplausn og enginn
þorir að gera neitt. Það er algjör
ósvinna að ekki skuli tekið á
þessu,“ sagði Gunnar Pálmi.
-Ótt
Eftir riffilskotárásina og axarbarninginn í janúar 2000, ári fyrir íkveikjuna.
Húseigendur í Hvalnesi kostuðu 3 milljónum króna í viðgerðir á húsinu eftir að piltarnir tveir fóru um
með riffil og exi og stórskemmdu innanstokksmuni.
Engu hlíft
Ummerkin eftir skemmdarverkin á sunnudag.
Móðir á Höfn:
Fólk er rosa-
Fyrir röskum tveimur vikum var
annar þessara manna aftur á ferð-
inni í Hvalnesi. Hann hefur viður-
kennt að hafa þá orðið valdur að því
að kviknaði í húsinu með þeim af-
leiðingum að það brann tU kaldra
kola. Tjónið er talið nema tæpum 20
milljónum króna.
Maðurinn fór siðan með félaga sín-
um á ný upp í Hvalnes aðfaranótt
sunnudagsins, þeim sama og var með
honum við skemmdarverkin fyrir
ári. Að sögn lögreglu tóku þeir lítinn
númerslausan Suzuki-jeppa sem stóð
á jörðinni og óku honum utan í
hlöðuvegg. Við svo búið tóku þeir
Ladabifreið og drógu hana á eigin bU
og fór hún utan í grjót og hliðstólpa,
Lögreglan telur að síðan hafi piltarn-
ir reynt að kveikja í bflnum en við
það brenndust þeir báðir. Óku þeir
svo til Hafnar í Hornafirði, fóru þar í
íbúarhús og hringdu á sjúkrabíl sem
flutti þá á hjúkrunarheimilið. Pilt-
arnir brenndust báðir í andliti, ann-
ar þeirra alvarlega. -Ótt
FAZIO ER KOMINN FRÁ SIKILEY
Frank