Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 20
32
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001
-Tilvera
Hedwig and the Angry Inch
Leikstjórinn, handritshöfundurinn og
leikarinn John Cameron Mitchell í
hlutverki sínu.
Sundance:
Margir sig-
urvegarar
Á sama tíma og íslenskir kvik-
myndagerðarmenn biðu spenntir eftir
að sjá hvort þeir hefðu fengið úthlut-
að styrkjum úr Kvikmyndasjóði var
*• verið að velja það besta á þekktustu
óháðu kvikmyndahátíðinni, Sun-
dance-hátíðinni i Park City í Utah-riki
í Bandaríkjunum. Hátíð þessi hefur
mikið aðdráttarail fyrir alla þá sem
eru að berjast fyrir tilverurétti sínum
í þeirri erfiðu samkeppni sem al-
heimskvikmyndabransinn er. íslend-
ingar áttu tvo fulltrúa á hátíðinni,
Engla alheimsins og 101 Reykjavík.
Ekki komu þær myndir við sögu þeg-
ar tilkynnt var um þær sem þóttu
skara fram úr. Bandarískar kvik-
myndir nánast einokuðu hátíðina
■ eins og oftast áður og má segja að
verðlaununum hafi verið bróðurlega
skipt. Aðeins ein kvikmynd gat státað
af tvennum alvöru-verðlaunum, Hed-
wig and the Angry Inch, en áhorf-
endur völdu hana bestu kvikmyndina
og leikstjórinn, Jiandritshöfundurinn
og aðaileikarinn, John Cameron
Mitchell, var valinn besti leikstjórinn.
Dómnefndin valdi aftur á móti The
Believer bestu myndina. Myndin er
skrifuð og leikstýrt af Henry Bean.
Fjallar myndin um gyðingadreng sem
gerist nýnasisti. Þykir Ryan Gosling
sýna afburðaleik í hlutverki drengs-
ins. Sem bestu heimildamynd valdi
dómnefndin Southern Comfort,
áhrifamikla kvikmynd um kynskipt-
> ing sem greinist með krabbamein og
ótrúlega reynslusögu hennar/hans
við að fá læknishjálp í Suðurríkjum
Bandaríkjanna. Áhorfendur völdu aft-
ur á móti Dogtown and Z-Boys,
heimildamynd þar sem skautar koma
mikið við sögu, og Scout’s Honor
sem bestu heimildamyndir. Meðal
annarra verðlaunahafa má nefna leik-
arana Sissy Spacek og Tom Wilkin-
son, sem fengu sérstök verðlaun fyrir
leik sinn í In My Bedroom, og besta
erlenda myndin var valin The Road
Home.
Hedwig and the Angry Inch
Fyrir fram var búist við að Hedwig
and the Angry Inch myndi vekja
, mikla athygli á Sundance-kvikmynda-
hátíðinni og sú varð raunin. Myndin
er gerð eftir söngleik sem Mitcheli
samdi ásamt tónskáldinu og textahöf-
undinum Stephan Trask og var sýnd-
ur við mikla hrifningu „utan Broad-
ways“. Fíallar söngleikurinn um kyn-
skiptinginn Hedwig sem á uppruna
sinn i Austur-Þýskalandi. Hedwig fer
í kynskiptaaðgerð til að geta giftst am-
erískum hermanni. Aðgerðin heppn-
ast ekki nógu vel og áður en hún veit
af er hún ein á báti í íbúðarvagni í
Kansas. Hún ákveður að stofna rokk-
hljðmsveit. Meðal meðlima er Tommy
. Gnosis sem stelur lögum Hedwig, gef-
ur þau út sem sín eigin og verður
fræg rokkstjarna. Myndin er í „flash-
back“-stíl og situr Hedwig á ódýrum
veitingastað og segir sögu sína og eft-
ir því sem líður á nóttina fer hún að
átta sig betur á sjálfri sér og tilgangi
lífsins.
-HK
Vor- og sumartískan kynnt í Evrópu:
Litadýrð á kostnað
naumhy gg j unnar
húrrahrópum, svo dœmi séu tek-
in. Karl Lagerfeld, maóurinn á
bak vió Chanel, sló á marga
nýja strengi í sumarlínunni og
einkum vakti kvöldfatnaðurinn
athygli. Dýravinir höföu reynd-
ar fyrir því aö mótmœla sýningu
Chanel vegna loöfeldanna sem
þar voru sýndir.
Litadýrö veröur á sínum stað í
sumartískunni og líklega meiri
en endranær enda er gjarna tal-
aö um aö naumhyggjan meö öll-
um sínum einfaldleika sé aö
víkja fyrir íburðarmeiri og lit-
skrúöugri fatnaöi. Sjón er sögu
ríkari eins og sést á meöfylgj-
andi myndum.
Glamúr að hætti Hollywood
YVes Saint Laurent olli aödáend■
um sínum ekki vonbrigðum
frekar en fyrri daginn. Þessi
satínkvöldkjóll með glæsi-
iegum loðfeldi er ein af
þeim flíkum sem tískukóng-
urinn kynnti í París á dögun-
um.
Evrópumenn fagna hverri
tískuvikunni á fœtur annarri
þessa dagana og skiptir þá engu
hvort herlegheitin standa í viku
eða ekki. Tískuborgirnar kepp-
ast um aö sýna sumartískuna
fyrir nœsta sumar enda ekki
seinna vœnna að fara aö átta sig
á hverju konur eiga aö klæöast
þegar daginn tekur aö lengja.
Tískuvikan í París þótti takast
vel og var tískuhúsum á borð viö
Yves Saint Laurent og Chanel
fagnaö
meö
Endalaus litadýrð
Fyrirsætan á þessari mynd er
svo sannarlega lífleg á að
líta en hún skartar sumar-
| fatnaði eftir ítalska hönn-
fe uðinn Rafaellu Curiel.
Fatnaðurinn var sýndur
í Róm.
Gegnsætt og v "
glæsilegt V,"
Blómum 'ftsP
skrýddir kjólar • i ?jjr
og litadýrð ..
var nokkuö
einkennandi
fyrir fatnað-
inn sem hinn
franski Ed-
ward Achour
vill að konur
klæðist þeg-
ar sumra
tekur.
Sfíí
Sportlegt og fínt
Blússan er úr röndóttu satíni og fer
vel við hvítt, stutt pilsið. Kannski
pilsin séu tekin að styttast á ný eftir
hnésíddina sem hefur veriö við lýði
undanfarin misseri.
Gulli skrýdd
Fyrirsætan klæðist glæsilegum
kvöldfatnaði úr smiðju ítölsku hönn-
uðanna Grimaldi og Giardina en þeir
sýndu sumarlínu sína á tískuvikunni
í Róm á dögunum.
Skólastelpa
Chanel-tískuhúsið kemur vafalaust
fáum á óvart með þessum evrópska
skóiabúningi. Hvort konur vilja klæð-
ast slíkum fatnaði skal ósagt látið.
Draumkenndur kjóll
Látleysiö ræður víst ekki ríkjum hjá
ítalska hönnuöinum, Emmanuel
Ungaro, en útkoman verður að telj-
ast afar falleg.