Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2001, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 DV Tilvera Afmælisbarnið Hallur Guðmundsson á Leið til betra lífs: Gene Hackman sjötugur Einn fremsti kvik- myndaleikari nútímans, Gene Hackman, verður sjö- tugur í dag. Hackman skaust ekki upp á stjömuhimininn í einu vettvangi eins og sumir. Hann var búinn að vera lengi í litlum og misgóðum hlut- verkum þegar honum bauðst hlutverk lögreglumannsins Jimmy „Popeye" Doyle í French Connection árið 1971. Eftir þetta voru honum allir vegir færir og hefur hann allar götur síðan verði einn eftir- sóttasti kvikmyndaleikarinn og má með sanni segja að nafn hans er yfirleitt gæða- stimpill á kvikmyndir. Glldir fyrir miövikudaginn 31. janúar Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: I Vinur þinn kemur i heimsókn til þín í dag og þið eigið saman gott og þarft spjall. Heimilslífið verður að einhverju leyti óvenjulegt og einstaklega skemmtilegt. Fiskarnlr (19. febr-20. mars>: Þú kynnist einhverju Inýju sem vekur áhuga þinn. Hugsaðu þig vel \ um áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir. Þú ættir að skella þér út á lifið í kvöld. Hrúturlnn (21. mars-19. anríl): , Vinur þinn hefur áhrif 'á skoðanir þínar i dag. Þú ættir að hlusta á hugmyndir hans en varast að taka orð hans of bók- staflega. Nautið (20. april-20. maíl: Heppnin veröur með þér fyrri hluta dagsins og þú færð tækifæri sem þú hefur beðið eft- irlengi. Reyndu að eiga rólegt kvöld. Tvíburarnir (21. maí-?i. mníu Þú veröur að sýna til- ' litssemi og nærgætni ef einhver leitar til þín með vandamál. Kvöld- iö verður skemmtilegt í góðra vina hópi. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Það verður ekki auð- i velt að fá fólk til að taka þátt í ákveðnu verkefni en þú skalt vera þolinmóður. Þú ættir að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: Rómantíkin liggur i loftinu. Þú verður vitni að einhverju skemmtilegu sem mun hafa jákvæð áhrif á framtið þína. Mevian (23. áeúst-22. septJ: Vinir þínir koma þér á óvart á einhvem hátt 'm.og þú hefur í nógu að ^ ' snúast í sambandi við fjölskylduna fyrri hluta dagsins. Vogin (23. s€ f fémgslifið i Vogin (23._seut.-23. okt.l: Vinir þínir koma þér á óvart á einhvem hátt og þú hefur í nógu að snúast í sambandi við féfágslifið í kvöld. Rómantíkin liggur í loftinu. Sporðdreki (24. okt.-2l. nðv.l: ■ Dagurinn verður frem- ur viðburðasnauður og <þú eyðir honum í ró ^ * og næði. Fjölskyldan kemur mikið við sögu seinni hluta dagsins. Bogamaður (22. nðv.-2i. des.): ^^Þú ættir að sýna aðgát í ^rsamskiptum þínum við aðra. Það er mikil við- jkvæmni og tilfinninga- semi í kringum þig. Kvöldið verður skemmtilegt í góðra vina hópi. Steingeitin (22. des.-19. ian.i: Þér gengur vel að vinna úr því sem þú hefur og ert fljótur að vinna verkefhi sem þú tekur þér fyrir hendur. Happatöl- ur þínar em 3, 5 og 12. Steingeltin & tekur þér i Gúmmíkall með bumbu Leist ekki á blikuna eftir 5 mínútur Ég drattaðist á laugardagsmorgun- inn niður í Hreyfmgu með Útilífsgall- ann í töskunni. Þau voru þung skrefin inn að afgreiðsluborðinu en ég.lét mig hafa það. Þar tók á móti mér hann El- ías sem nú er orðinn þjálfarinn minn. Ég fór inn í búningsklefa og skipti um fót og þrammaði fram í sal. Elías var búinn að tryggja mér hlaupabretti og ég stökk upp á það. Hann stillti brettið á einhvem hraða og einhverja brekku. Við ákváðum að ég skyldi þramma í 20 mínútur. Þegar ég hafði gengið í 5 min- útur var mér hætt að lítast á blikuna en það lagaðist þegar fór að líða á þá sjöundu. Síðan gekk ég þann tíma sem eftir var og mér leið barasta þokka- lega. Þegar göngunni var lokið hófst smá- kynning á lyftingatækjum sem miða að því að styrkja ákveðna punkta \/ líkamans. Hvert tæki á sinn punkt. \,&\Ð ' Ég átti þokkalega auðvelt með sumt en annað var ekki eins létt að eiga við. Það kom mér reyndar á óvart hvað ég hafði þó út- hald í að gera. Þegar lóðalyftingum lauk þá var UV-MYNUIK tlNAK J. Gúmmíkall með bumbu Hallur er býsna liðugur þótt hann sé stór. Hér er Elías að teygja á honum eftir æfinguna á iaugardaginn. mér skellt á þrekhjól. 10 mínútur skyldu það vera í þetta skipti. Þar sem ég var einu sinni ! c g skiptinemi í Hollandi þá L er ég þokkalega vanur því að hjóla, að hjóla er eins og að ganga - maður gleymir því ekki svo auðveldlega. Hjólatúrinn var þægileg- ur og ekkert sérstaklega erfiður. Um sléttlendi Hollands Hallur er vanur því að hjóla þótt iangt sé um liðið að hann dvaldi í Hollandi. Vont en það venst Elías fór síðan með mig í lítinn sal þar sem hann teygði á mér og lýsti þvi yfir að ég væri rosalega liðugur. Þetta kom mér á óvart og ég dró því þá ályktun að ég væri gúmmíkall með bumbu. Hann teygði mig og togaði á alla kanta og þar fékk ég að kynnast því að það á ekki að vera þægilegt að teygja. Elías lofaði því að næst yrði þetta meira púl og ég var alveg sáttur við það. Ég átti einhvem veginn von á því að sunnudagurinn yrði hreinasta pining og harðsperruraun en svo varð ekki... í löppunum. En efri parturinn var þokkalega stirður og harðsperrur létu finna aðeins fyrir sér. Þetta er vont en það venst eins og sagði í laginu. Ég Löppum iyft af miklum móð Hallur kynntist margs konar tækjum í tækjasalnum í Hreyfmgu á laugardaginn. hlakka tO þess að fara afltur því að ég veit að með þessu er ég að gera mér gott. -hal/-ss Alvara lífsins er tekin við hjá Halli Guðmundssyni sem er lagður af stað á Leið til betra lífs með DV. í síðustu viku hélt hann í Útilíf og fékk þar glæsilegan æfingagalla og skó. Einnig fór hann til fyrsta fúndar með einka- þjálfara sínum, Elíasi Níelssyni, og lögðu þeir línumar fyrir næstu vikur. Á laugardag hélt Hallur svo af stað á fyrstu æflnguna í Hreyfingu í Faxa- feni. Hér á eftir fer frásögn Halls en hann heldur einnig úti dagbók á vefh- um www.mikkivefur.is/hallur. Elton John held- ur um budduna Nú er víst af sem áður var. Elton John er hættur að spreða á báða bóga og svo kom- ið að vin- ir hans verða að borga sjálfir fyrir mat- inn sem þeir láta ofan í sig á lúx- usveit- ingastöð- unum. Já, Elton er farinn að spara. Veitir sjálfsagt ekki af því allt minnkar sem af er tekið. Líka peningahaugar skalla- poppara. Elton er frægur fyrir að láta allt eftir sér, sama hvað það er og sama hvað það kostar, og á tveggja ára tímabili eyddi hann meira en 200 milljónum króna í hverjum mánuði í alls kyns vitleysu og nauðþurftir. En nú er hann far- inn aö spara til ellinnar eins sauð- svartur almúginn. Eg var einu slnni nörd íslenska gullspólan var afhent í fyrsta skipi viö hátíölega athöfn á Hótel Borg fyrir skömmu. Þaö var spéfuglinn Jón Gnarr sem varö fyrstur manna til aö hljóta gullspóluna fyrir myndbandiö „Einusinni var ég nörd“ en af því hafa selst rúmlega 7700 eintök. Jóni var afhentur viöurkenningar- skjöldur og gullspóla af því tilefni. Wk Hvítar dúfur til að blíðka Lopez Sean „Puff Daddy" Combs greip til þess óvenjulega ráðs á dögunum að reyna að vinna aftur hug og hjarta kærustunnar, latinubombunnar Jenni- fer Lopez, með 100 hvítum dúfum. Puff Daddy, eða bara Puffy, getur ekki sætt sig við að samband þeirra sé búið. Kappinn hringdi sem sé í Jennifer þar sem hún var á hóteli í Los Angeles og bað hana að fara út á svalir. Flugu þá dúfumar 100 hjá, leikkonunni til mik- illar fúrðu. Að auki hafði Puffy sett ástarjátningar á fjölda auglýsinga- skilta við þjóðveginn. Claudia á mynd- bandi stráka Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer leikur aðalhlutverkið í myndbandi smástrákasveitarinnar West Life við lagið Uptown Girl, sem Billy Joel samdi og gerði frægt á sínum tíma. Myndbandið var tekið upp á matstofu í Kings Cross í London. Allur hagnað- ur af sölu skífunnar rennur til hjálp- arsamtakanna Comic Relief. Claudia segir að hún hafi ekki get- að hafnað tfiboðinu um að leika í myndbandinu. Fyrirsætan er mjög hrifin af laginu, líka hljómsveitinni og svo finnst henni þeir hjá Comic Relief vinna gott starf í þágu bág- staddra. Mark Feehily, forsprakki West Life, segist hafa haft mynd af Claudiu uppi á vegg í herberginu sínu þegar hann var enn yngri en hann er nú. Myndin hékk þar í fjölda ára. rVSTOM fflVER PALLHLÍFAR Eigum fyrirliggjandi plasthlífar i palla fyrir eftirtalda palibíla: MMC '87- 92, GM S10 '82, GM langur '88'96, GM langur 74-'87, GM Stepside '96 ->, Dodge langur 74-'93, Dodge stuttur '74-'93, Ford F150 '97->, Ford langur '80-'96, Ford stuttur '80-'96, Ford Ranger '82-'92, Jeep Commanche '86, Isusu D/C '88-'96, Mazda '86-’93. VERÐ TILBOÐ KR. 4.900,- Takmarkað magn! Vagnhöfða 23 • Sími 587 0 587 www.benni.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.