Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 5 Fréttir Málefni læknaprófessorsins Gunnars Þórs Jónssonar: Vann málið - en má samt ekki vinna Nýir Ijósastaurar Starfsmaöur Rarik vinnur viö aö tengja nýju Ijósastaurana viö Austurveg í Vík i Mýrdai. Suðurlandsvegur: Raflýstur austan við Vík DV, ViK í MÝRDAL: Nú er nýlokið framkvæmaum við að raflýsa Austurveg í Vík í Mýrdal, austan Víkurskála. Starfsmenn Rarik hafa unnið að framkvæmd- inni ásamt Vegagerðinni en þar voru settir niður 17 ljósastaurar. Að sögn Gylfa Júlíussonar, rekstrar- stjóra hjá Vegagerðinni í Vík, er þetta framhald á framkvæmdum I þorpinu í Vík sem unnar voru sl. sumar. Þessi framkvæmd er mikið öryggi fyrir akandi og gangandi vegfarendur en við Austurveg og Smiðjuveg eru verslunar- og þjón- ustufyrirtæki sem fólk á oft leið til. „Prófessor Gunnar hefur ekki fengið starf sitt aftur. Hann vann málið en er meinað að vinna,“ seg- ir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi dr. Gunnars Þórs Jóns- sonar, prófessors við læknadeild Háskóla íslands og yfirlæknis slysadeildar við Sjúkrahús Reykjavíkur, sem var vikið frá störfum sínum með ólögmætum hætti árið 1999. Rektor braut lög Forsaga málsins er sú að Gunn- ari Þór var veitt áminning af Læknadeild HÍ í apríl 1999. Ástæð- ur áminningarinnar voru sagðar þær að „hann nyti ekki lengur trausts yfirmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur og myndi ekki gera framar". Einnig var minnst á slaka rannsóknarvinnu, litla þátttöku í störfum læknadeildar og fleira. Umbeðinn skilaði Gunnar ítarlegri greinargerð til rektors um stöðu og uppbyggingu kennslu og rannsókn- arstarfa en greinargerðin var dæmd ófullnægjandi. í maí 1999 var Gunnar leystur frá störfum en veittur frestur í eitt ár til þess að sýna fram á aukna virkni í starfl. Uppsögnin var kærð til Héraðs- dóms Reykjavíkur í lok október 1999 og beðið um ógildingu hennar. Uppsögnin var dæmd gild í héraði en Hæstiréttur sendi hana heim aftur þar sem hún var dæmd ógild. Gunnlaugsson ar par Jónsson logmaður Uppsögnin „ Yfirstjornendur Uæmd ógild en rikisstofnananna samtfærhann ættu aö axla störfjn ekkj aftur abyrgö sma og ............ fá manninum störf sín á ný. “ Enn fremur komst sérstök nefnd sem starfar samkvæmt 27. grein starfsmannalaga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að því að rektor Háskóla íslands hefði brotið stjómsýslulög þegar hann veitti Gunnari tímabundna lausn frá störfum. Líka komst nefndin að þeirri niðurstöðu að áminningin sem rektor veitti Gunnari hefði ekki uppfyllt lágmarksskilyrði sem gera þarf til forms áminninga. Þrátt fyrir þessar niðurstöður dóms og nefndar hefur Gunnar ekki enn hafið störf, hvorki við Læknadeild HÍ né Sjúkrahús Reykjavíkur. Þögnin ríkir ein Jón Steinar segir að ástandið sé óbreytt og enn sé það þögnin ein sem ríkir. Aðspurður um hvernig skjólstæðingur hans ætli sér að bregðast við því svarar Jón Stein- ar: „Gunnar hefur sent stjóm- sýslukæru til heilbrigðisráðuneyt- isins. Hún er þar til meðferðar þó að afgreiðsla hennar hafl dregist nokkuð." - Hefur honum beinlínis verið meinað að vinna? „Það hefur ekki komið til neinna handalögmála á vinnustað en það liggur ljóst fyrir að nær- veru hans er hvorki óskað í Há- skólanum né á Sjúkrahúsi Reykja- víkur,“ segir Jón Steinar og bætir við að tvímælalaust sé réttur brot- inn á Gunnari. Það hafi verið ólögmætt að víkja honum frá starfl og hann hafl unnið dóms- málið en sé samt sem áður mein- að að sinna störfum sínum. En hvar liggur ábyrgðin í þessu máli, að mati Jóns Steinars? „Vinnuveitendur Gunnars Þórs eru Háskólinn og Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar liggur ábyrgðin. Yfirstjómendur þessara rikis- stofnana ættu að axla ábyrgð sína og fá manninum störf sín á ný. Af hans hálfu er nú reynt að ná fram þessari niðurstöðu á vettvangi stjómsýslunnar." -þhs ÚtsaLanJMlumgangi! Verðdæmi: Tölvur frá 69.900 kr. Prentduft i alla algengustu laserprentara - eitt verð 1.990 kr. lomega afrítunardiskar 1.990 kr. Rekstrarvörur á 30 - 90% afslætti! Geisladrif, harðir diskar, minni og aðrir tölvuíhlutir á hlægitegu verði! Sýningartölvur á stórlækkuðu verði! Þann 30. mars mun Tæknival opna stórmarkað meó skrifstofuvörur, Office 1, í höfuðstöðvum Tæknivals i Skeifunni 17, meó aðkomu að austanverðu. Til að rýma fyrir stórmarkaðnum efnum við til útsölu í versluninni og bjóðum tölvubúnað og rekstrarvörur á verulega lækkuðu verði. í kjöLfar útsölunnar verður versluninni lokað og stórmarkaður Office 1 tekur við hlutverki hennar. Þetta er tækifæri sem hvorki fyrirtæki né einstaklingar hafa efni á að missa af! Þú getur reitt þig ð Tæknival! 1 Smwmrrí Skeifunni 17 • Reykjavik • Sími 550 4000 Furuvöllum 5 • Akureyri • Simi 461 5000 Hekniwd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.