Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 X>V____________________________________________________________________________________________________Neytendur Saltkjöt og baunir, túkall Saltkjöt í stömpum Þau eru ófá tonnin af saltkjöti sem í dag veröa á boröum landsmanna. Það hefur væntalega ekki farið fram hjá neinum að í dag er sprengi- dagurinn enda kjötborð verslana full af saltkjöti. Þetta er ekki sérlega holl fæða, feitt kjöt sem legið hefur í saltpækli en í lagi að láta það eftir sér svona einu sinni. Flestir sjóða saltkjötið í potti og gera baunasúpu með fleski en þó eru nokkir sem hafa útfært grunnuppskriftina og breytt henni og bætt. Á heimasíðu Erlings Brynjólfsson- ar framhaldsskólakennara er að Sprengidagur er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska (3. febrúar til 9. mars). Heimildir frá miðri 18. öld greina frá tilhaldi með kjötáti á sprengidag og er líklegt að slík matarveisla eigi rætur í kaþólsk- um sið. Þá var kjöt lítt við hæfi rúmhelga daga i föstuinngang en kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöld- inu til þriðjudagsins. Einnig eru spumir af því frá 18. öld að á sprengidag hafi þjónustur fengið kaup frá þjónustumönnum og blíðuhót að auki og kunna slíkar venjur einnig að benda á tilhald í kaþólskum sið. Hangikjet var lengstum helstur veislukostur enda salt af skornum skammti en frá síöara hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengi- dag. Sú hefð er nú almenn. Úr Sögu daganna fnrna skemmtilegar uppskriftir, m.a. eina sem ættuð er frá Kristjáni Guðnasyni, sem lengi var húsvörður hjá KÁ, með smá viðbótum annars staðar frá. „Þetta er ein af þessu súp- um sem engin uppskrift er til að í raun og veru, aðeins tilfmning fyrir góðri súpu,“ segir Erlingur. Saltkjöt og baunir að hætti Erlings saltkjöt kartöflur gulrætur gular baunir beikon eða saltað svínaflesk hvítlauksrif engiferrót diH Leggið baunimar í bleyti í a.m.k. sólarhring áður en þær era eldaðar. Hellið bleytivatninu af baununum og látið svo suðuna koma upp á kjötinu, fleytið froðunni af, setjið kartöflurnar flysjaðar og baunirnar út í með kjötinu (ekkert kokka- skólastúss með aðskilda potta hér!). Merjið eitt hvítlauksrif út í súpuna fyrir hvert kíló af kjöti og setjið skrælda engiferrót út í líka, u.þ.b eina tommu fyrir hvert kíló af kjöti. Bragðbætið með dilli og látið sjóða i u.þ.b. eina klst. Mikilvægt er að sía baunirnar áður en súpan er borin á borð til að gera súpuna jafnari, hita hana aftur, bæta kartöflum og öðru grænmeti út í aftur og bera á borð. Fólk sem er verulega æst í góða baunasúpu getur sett súpuna í krukku, bundið hana á bakið og far- ið út að skokka í svo sem hálftíma. Það eykur lystina á súpunni og ger- ir hana mun bragðbetri. Saltkjöt með soðkökum Ekki munu margir elda soðkökur með saltkjötinu í dag en þær þekkt- ust þó víða hér áður fyrr. Soðkökur munu hafa verið gerðar á fátækari heimilum til sveita í staðinn fyrir kartöflur þegar þær þraut. „Amma mín sem gerði soðkök- urnar hét Guðlaug Jónsdóttir og bjó á Galtastöðum í Flóa. Þær má líka sjóða með hangikjöti sem ég geri stundum á Þorláksmessu þegar ég elda jólahangikjötið." í þessa upp- skrift er notað: saltkjöt rúgmjöl vatn salt Setjið saltkjöt í pott og látið suð- una koma upp. Hnoðið saman rúg- mjöli, vatni og salti og búið til kök- ur úr mjölinu u.þ.b. 7-8 sm í þver- íslenskt heiti dagsins er ekki þekkt fyrr en á 18. öld, og hefur síðan einkum verið tengt kappi við át. Líklegra er að heitið sé upphaflega dregið af því að þenn- an dag, og raunar einnig nokkra aöra iðrunardaga, var í kaþólsk- um sið stökkt á kirkjugesti vígðu vatni. Kirkjulegur dagur með slikri athöfn er á þýsku kallaður „sprengtag" og gæti það heiti hafa borist til íslands með útlendum biskupum eða Hansakaupmönn- um undir lok miðalda. Úr Sögu daganna mál og 3-4 sm þykkar. Setjið kök- urnar með kjötinu og látið sjóða í eina klst. Berið kökurnar fram heit- ar með kjötinu. Þær geymast í nokkra daga og eru ágætar með smjöri bæði heitar og kaldar. Með þessu má bæta ögn af rúgmjöli út í soðið; setja með gulrætur, rófur og kál og þá er komin súpa. Rétt er þó að aðgæta hvort soðið er of salt áður. „Þessi súpa borðar sig bók- staflega sjálf og ef hún er vel heppn- uð minnir bragðið á feitan kven- mann.“ segir Erlingur. Að sjóða saltkjöt og baunir: Hversu lengi? Að elda saltkjöt og baunir er ein- falt mál en tekur þó smá tíma. Þó eru ekki allir með það á hreinu hvernig fara skal að og því hringdi neytendasíðan í Leiöbeiningastöð heimilanna og fékk þar eftirfarandi leiðbeiningar um matreiðslu á þess- ari árvissu átveislu landans. Saltkjötið er sett í pott, hann síð- an fylltur með köldu vatni þannig að yfír fljóti. Kjötið er síðan soðið í ca 75 mínútur. Ekki þarf neitt ann- að, en auðvitað má setja lárviðar- lauf eða annað krydd í soðið ef fólk vill. Baunirnar eru soðnar í vatni þar til úr verður jafn, þykkur grautur sem engar örður finnast í. Til að ná þeirri áferð þarf að sjóða baunir sem lagðar hafa verið í bleyti jafn lengi og kjötið en hafi þær ekki staðið í vatni yfir nótt þurfa þær tvo, til tvo og hálf- an tíma, í suðu. Gott er að nota soð af kjötinu til aö bragðbæta súpuna en gæta verður þess að hún verði ekki of sölt. Margir kjósa að sjóða einn saltkjötsbita, eða fleskbita, með baununum því það gefur þeim skemmtilegt bragð en þeim sem ekki vilja það má benda á að gott er að leysa einn súputening upp S heitu vatni og hræra því út í súpuna. Grænmeti er fyrir marga ómissandi þáttur sprengidagsmatarins og það er hægðarleikur að elda það. Best er að sjóða það sér og bæta því svo saman við súpuna þegar hún er þvi sem næst tilbúin. Og svo má auðvitað alltaf hafa það til hliðar sem meðlæti með kjötinu. Meðal þess grænmetis sem notað er í súpuna eru gulrætur, kartöflur, gulrófur og sellerí og hvað annað sem gott þykir. Hreinar bílrúður Fyrir þá sem ekki boröa kjöt: Tvær goðar baunasupur frá Hollum Mat Ekki vilja allir borða hið hefð- bundna saltkjöt og baunir á sprengidaginn en kjósa þó að halda í hefðirnar að einhverju leyti. Þá er tilvalið að elda skemmtilega rétti úr baunum. Fyrirtækið Hollur Matur sérhæf- ir sig í gerð grænmetisrétta sem sendir eru í fyrirtæki í hádeginu. Helga Mogensen, eigandi Holls Matar, segir að íslendingar hugsi sífellt meira um að borða hollan og góðan mat og var hún tilbúin að gefa þeim lesendum DV sem eru í hollustuhugleiðingum tvær skemmtilegar uppskriftir að baunasúpum. Sprengidagssúpa með indversku ívafi 1 kassi af splittbaunum 2 laukar, smátt saxaðir 4 gulrætur, skornar í litla teninga 1 púrrulaukur, skorinn í þunnar sneiðar 1 búnt af vorlauk, smátt söxuðum 1 stór rófa, skorin í litla munnbita 750 ml vatn 1 dós kókósmjólk (má sleppa) 1 tsk. salt . Meö indversku ívafi Karrí og kókosmjólk gefa þessari Linsubaunasúpa Matarmikil og bragögóö súpa sem hentar á köldum vetrarkvöldum. 1 tsk. pipar hálf skeið turmerik hálf skeið karrí 1 tsk. cayenne-pipar 100 g kóriander 1-2 msk. tamari sósa (eða soja) en notið aðeins það besta sem fæst í Heilsubúðum. Smá olía til steikingar Aðferð Setjið olíuna í pott og hitið. Lauk- urinn er settur út í og steiktur við vægan hita þar til hann er orðinn mjúkur og kryddið síðan með karríi og túrmerik. Bætið olíu í pottinn ef með þarf og hrærið. Því næst eru baunirnar settar 1 pottinn og þær steiktar í olíunni í litla stund. Rest- in af grænmetinu er svo látin ofan í og þessu öllu leyft að malla og þess gætt að ekki brenni við í pottinum. Því næst er vatninu bætt í og súpan látin sjóða þar til ilmurinn er orð- inn lokkandi. Þá má setja kókos- mjólkina saman við og krydda með kóríander og tamarín-sósu. Þegar grænmetið er orðið meyrt er súpan smökkuð til og að því loknu er hún tilbúin að metta svanga maga. Njótið vel ásamt góðu brauði og enn betri félags- skap. Linsubaunasúpa Þetta er ein önnur hreint frá- bær súpa og næringamikil sem hefja þarf til virðingar 185 g stórar grænar linsur (skol- aðar vel og hreinsaðar), þurfa að liggja í bleyti yfír nótt 1-2 stórir laukar, smátt skornir 1 blómkálshöfuð, smátt skorið 2 gulrætur, smátt skomar 2 sætar kartöflur, smátt skornar 1 dós af tómötum 1-2 tsk. salt vel pipar eftir þörfum 1 tsk. steikt kúmenfræ 2 tsk. sítrónusafi eða eftir þörfum 2 lárviðarlauf 3-4 hvítlauksrif, marin olía steinselja til skreytingar Aðferð Linsurnar eru soðnar i vatni ásamt smá salti og lárviðarlaufi þar til að þær eru orðnar mjúkar. Kúmenfræin steikt á þurri pönnu þar til að þau byrja að poppa, þá er olíu bætt við og laukurinn settur út í ásamt hvít- lauknum og allt látið krauma. Allt grænmetið sett út í og áfram er steikt, bragðbætt með kryddinu og látið malla þar til grænmetið er orðið mjúkt. Það er síðan sett í pottinn með linsubaununum ásamt tómatmauk- inu, öllu hrært vel saman og bragð- bætt að vild. Sítrónusafmn er settur í alveg í lokin. Þetta er frekar þykk súpa en vatni er bætt við eftir þörfum og því hversu þykka hver og einn vill hafa súpuna. Einnig getur verið gott að bæta við rjóma til að krema súpuna. Síðan er hún skreytt með steinselju og á köldum vetrarkvöldum er gott að láta í hana chiliduft þannig að hún hiti upp munninn og magann. Með þessari súpu er gott að bera fram gróft ristað brauð og sólþurrk- aða tómata. Þeir sem ekki voru svo fyrir- hyggjusamir að leggja baunir í bleyti má nefna að það er í góðu lagi. Helga segir að þá þurfi baun- irnar aðeins meiri suðu, eða um eina klukkustund í staðinn fyrir 40 mínútur. „Það er allt í lagi að fara fljótlegu leiðina og í raun oft nauð- synlegt í þessu þjóðfélagi þar sem allt gerist svo hratt,“ segir Helga. -ÓSB Sólin er lágt á lofti þessa daga og því mikilvægt að þrífa bílrúðurnar vel áður en ekið er af stað út í um- ferðina. I andrúmsloftinu leynast fituefni sem setjast á rúður, til dæmis efni úr útblæstri bíla. Þessi efni hafa tilhneigingu til að setjast innan á bílrúðurna og við það myndast himna sem er næstum ósýnileg nema þegar horft er móti ljósi, t.d. bílljósum í myrki eða sól- skini á daginn. Mikilvægt er því að þvo framrúð- urnar að innan oft og þétt. Hentug- ast er að nota til þess vel volgt vatn með ofurlitlum uppþvottalegi. Þegar búið er að þvo gluggann er gott að taka þurran klút til að þurrka rúð- una að þvotti loknum. Þegar kemur að því að þvo rúð- una að utanverðu er líka best að nota vel volgt sápuvatn og þurrka vel á eftir. Síðan er gott að hafa rúðuhreinsi á rúðupissinu og einnig þarf að þrífa þurrkublöðin sjálf með reglulegu millibili. Gott er að væta tusku með WD40 og þvo þurrkublöð- in því það efni hreinsar, vatnsver, smyr og fleira. Eftir það þarf að þurrka blöðin vel, gjarnan með eld- húsrúllu. Eigum til á lager CHe Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími 565 6241, 893 7333, fax: 544 4211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.