Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Framkvæmdir við nýja brú yfir Eyvindarárgil um hávetur ganga vel: Daggjöld þurfa að hækka fallið úr við verkið Reksturinn jákvæður á Höfða um brúarsmíði yfir Eyvindará sem er mikill farartálmi og ófær í vatnavöxtum. Lokið var við smíði trébrúar 1882. Þetta var sperrureist brú, 22 metra löng, eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar. Allt efni í brúna kom tilhoggið frá Danmörku tU Seyðisfjarðar og var flutt á hest- um yfir Fjarðarheiði. Sú brú entist til 1920 og þá var núverandi brú byggð. Hún hefur verið löguð og endurbætt margsinnis síðan. Nýja brúin verður 124 metra löng, í 12 metra hæð yfir ánni og öll úr steinsteypu. Hér er um mikla samgöngubót að ræða, bæði fyrir akandi og gangandi, því brúin verður með tvær akreinar og göngubraut. Verklok við brúar- smiðina eru áætluð næsta haust. Töluverð mótmæli komu upp á yf- irborðið þegar brúarstæðið var endanlega ákveðið eins og vera ber í nútíma þjóðfélagi. Flestir sem fréttaritari hefur rætt við eru því fegnir að málalok umræðunnar enduðu með framkvæmdum, hvort sem brúin átti að vera þar eða hér, þetta er jú „atvinnuskapandi“. -SM DV-MYNDIR SKULI MAGNUSSON Stórt verk Eyvindará rennur hér lygn aö sjá fram hjá stóreflis brúarstöpli sem er veriö aö reisa Egilsstaðamegin viö ána. Eins og greina má er hann engin smá- smíöi, enda mikil brú í byggingu. DV, AKRANESI:________________________ Rekstur Dvalarheimilisins Höföa á Akranesi var viðunandi á árinu 2000, en stjórn heimilisins vísaði endur- skoðuðum ársreikningum til eignar- aðila, þ.e. Akraneskaupstaðar og sveitarfélaganna fjögurra sunnnan Skarðsheiðar í lok janúar sl. í þjónusturými eru nú 39 og á hjúkrunardeild jafnmargir eða 39. Það sem helst stendur í vegi þess að endar nái saman hjá dvalarheimilum er að almenna daggjaldið er lágt miðað við hjúkrunargjaldið. Á árinu 2000 var al- menna daggjaldið kr. 3.859 en hjúkr- unargjaldið kr. 8.925. Almenna daggjaldið var því aðeins 43% af hjúkrunargjaldinu sem er óviðun- andi, miðað við forsendur þær og þjónustu sem heimilinu er ætlað að veita íbúum sem dvelja í þjónustu- rými. Mikilvægt var að leiðréttingar bár- ust frá heilbrigðisráðuneyti, bæði vegna fyrri ára og eins í formi launa- bóta, m.a. vegna framgangskerfis hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglærðra starfsmanna. Einnig bár- ust heimilinu peningagjafir, samtals um sex milljónir króna, sem mikið munaði um. Þetta varð til þess að reksturinn gekk upp á árinu 2000. Mörg heimili eru rekin með halla og hefur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið lýst sig reiðubúið til við- ræðna við Samband íslenskra sveitar- félaga um daggjöld á stofnunum fyrir aldraða. Stjórn Sambands sveitarfé- laga hefur tilnefnt þá Óla Jón Gunn- arsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi, og Finnboga Björnsson, hreppsnefndar- mann í Gerðahreppi, til að taka þátt í framangreindu samráði. -DVÓ DV, EGILSSTODUM:____________________ Aðdragandi að smíði nýrrar brú- ar yflr Eyvindarárgil hefur verið langur og strangur og veltist sjálft staðarvalið lengi fyrir mönnum. Það var fyrst árið 1974 að ný brú á Eyvindará var í drögum að aðal- skipulagi Egilsstaða. í þeim drög- um átti brúin yflr gilið að vera ofar. Nú, aldarfjórðungi síðar, er bygging nýrrar brúar hafin og gengur verkið hratt og örugglega. Verktaki er Myllan á Egilsstöð- um og að sögn Unnars Elíssonar framkvæmdastjóra vinna að jafn- aði 10 til 14 menn við smíðina og fleiri þegar verið er að steypa. Veðráttan í vetur hefur verið þannig að ekki hefur fallið niður dagur við verkið og er það eins- dæmi. Árið 1878 var fyrst farið að ræða Atvlnnuskapandi Hér eru tveir góöir verkmenn viö brúarsmíöina: þeir Viöar, sem stjórnar tæk- inu, og Óli Gauti. Smíði brúarinnar hefurgengiö vel enda ekki vetrarríkinu fyr- ir aö fara. DV-MYND DVÓ Framkvæmdastjóri Höföa Ásmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höföa á Akranesi, meö viöurkenningu Umhverfisnefndar Akraness sem Dvalarheimilið fékk á siöasta ári. Tandurhrein tilboð á þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum Verðdæmi: AEGW1030 59.900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.