Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 8
8
Viðskipti
Umsjón: Viöskiptablaðið
Fitch staðfestir
einkunn íslands
lánshæfis-
í AA-flokki
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch
staðfesti í dag lánshæfiseinkunn í
AA-ílokki fyrir ríkissjóð íslands.
Fyrirtækið staðfesti jafnframt láns-
hæfiseinkunnir fyrir skuldbinding-
ar í íslenskum krónum en þær eru
AAA og Fl+. Horfur um einkunnir
eru stöðugar.
Matsfyrirtækið Fitch getur þess í
frétt að lánshæfi íslands hafl styrkst
síðastliðinn áratug meðal annars
sökum stórátaks í ríkisfjármálum
og árangurs í skipulagsbreytingum
í hagkerfinu. Starfsskilyrði við-
skiptalífsins hafa batnað og fisk-
veiðistjórnunarkerfið, sem verið
hefur við lýði frá miðjum níunda
áratugnum, hefur stuðlað að því að
bæta framtíðarskilyrði í hinum
mikilvæga sjávarútvegi. Árangur
hefur jafnframt náðst við að auka
fjölbreytni í útflutningi. Nýjar há-
tæknigreinar hafa litið dagsins ljós
í krafti vel menntaðs íslensks starfs-
fólks. Ferðaþjónusta, ál- og járn-
blendiiðnaður hafa eflst stórlega.
Hagvöxtur á undanförnum árum
hefur verið mikill, segir Fitch. Þrátt
fyrir viðleitni Seðlabankans til að
kæla hagkerfið hélst vöxtur lands-
framleiðslu við 4% á árinu 2000 og
staða ríkisfjármála styrktist sam-
hliða. Áætlað er að rekstrarafgang-
ur hins opinbera hafi vaxið í 3,2%
af landsframleiðslu sem gerði kleift
að endurgreiða opinberar skuldir.
Við lok ársins höfðu þær lækkað i
42% af landsframleiðslu úr 59% árið
1995. Enn fremur var stjómvöldum
unnt að greiða niður skuldbinding-
ar eldri hluta opinbera lífeyriskerf-
isins sem er eina stóra lífeyriskerf-
ið á íslandi sem ekki er að fullu fjár-
magnað. Þessar skuldbindingar eru
litlar í samanburði viö flestar aðrar
Evrópuþjóðir og því sýnist ísland í
góðum færum til að takast á við
vanda sem fylgir því að þjóðin eld-
ist.
Áfram þrýstingur á
krónuna
Á hinn bóginn hefur fjögurra ára
óvenjumikill hagvöxtur stuðlað að
hækkun verðbólgu úr 1,7% 1998 i
5% árið 2000 og um 9% viðskipta-
halla en hvort tveggja er áhyggju-
efni. Mikill viðskiptahalli hefur
verið fjármagnaöur að mestu með
lántökum einkageirans. Þetta þýðir
að skuldahlutföll sem þegar eru há
hafa hækkað og bankakerfið, sem
borið hefur ábyrgð á stórum hluta
lántöku, hefur orðið viðkvæmara
fyrir skyndilegri niðursveiflu í
efnahagslífinu. í þessu ljósi hefur
þrýstingur á krónuna vaxið síðustu
átta mánuði og hún hefur lækkað
um nærri 7% frá miðgildi. Seðla-
bankinn hefur ítrekað hækkað
vexti til að stuðla að hnökralausri
aðlögun og draga úr ofþenslu og
stjómvöld hafa gripið til aðgerða til
að halda aftur af útgjöldum hins op-
inbera. Samt kann að vera þörf á
frekari aðgerðum í ríkisfjármálum
til að hemja viðskiptahallann ef
innlend eftirspurn dregst ekki sam-
an eins og vænst er. ísland verður
áfram viðkvæmt fyrir breyttum
markaðshorfum í ljósi þess að
gjaldeyrisforðinn nemur aðeins
31% af erlendum skammtímaskuld-
um. Þetta hlutfall kann þó að ýkja
hættuna á vandræðum því að Seðla-
bankinn hefur ónotaða lánsmögu-
leika sem svara til 850 milljóna
Bandaríkjadala og þetta fé má nota
ef í harðbakkann slær. Samt verður
ekki litið fram hjá þeim möguleika
að gengi krónunnar verði fyrir
áframhaldandi þrýstingi.
Eftirspurn eftir vinnuafli dregst saman
í janúar töldu atvinnurekendur á .
landinu öllu æskilegt að fjölga starfs-
fólki um 110 manns en það er um 0,1%
af áætluðu vinnuafli. Þetta er minni
eftirspurn eftir vinnuafli en á sama
tíma í fyrra og er einungis um 30% af
þeirri eftirspurn sem var í janúar árið
1999. í janúar í fyrra vildu atvinnu-
rekendur fjölga um tæplega 200 starfs-
menn og á árinu 1999 var þessi tala
325 manns.
Á landinu öflu er eftirspurnin mest
í byggingariðnaði, eða um 1,2%, og í
ýmiss konar þjónustustarfsemi og
samgöngum, eða um 0,4% af mannafla
að meðaltali. í verslun og veitinga-
rekstri og iðnaði er eftirspurnin nei-
kvæð um 0,3% af mannafla. Einnig
kom fram skýr vilji til að fækka fólki
í fískiðnaði, eða um 0,7%. Atvinnu-
leysið mældist 1,6% í janúar og hefur
ekki mælst meira síðan í mars í fyrra.
Eftirspurn dregst saman milli
janúarmánaða
Fram kemur í frétt frá Þjóðhags-
stofnun að á höfuðborgarsvæðinu hafi
eftirspurn eftir vinnuafli minnkað
verulega, samanborið við sama tíma í
fyrra. I janúar í fyrra vildu atvinnu-
rekendur bæta við sig um 295 manns,
eða um 0,8% af vinnuaflinu á höfuð-
borgarsvæðinu, samanborið við tæp-
lega 110 manns í ár, eða um 0,2% af
Stóraukið M af
plastvörum
Rekstrarvörur og v' Piastprent hf. hafa tekið upp aukið
samstarf. Nú bjóðum við fjölbreyttara úrval en áður af
lagervörum Plastprents.
Heimilispokar
Matvælapokar
Nestispokar
Ruslapokar
Sorppokar
Burðarpokar
Rennilásapokar
Bréfpokar
Matfilma ELITE
Byggingaplast
Þolplast
Garðaplast
Málningarplast
Bóluplast
Líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2.
Opið kl. 8-18 alla virka daga.
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavik • Símí 520 6666 • Bréfasimi 520 6665
vinnuaflinu. Eftirspurnin er áberandi
mest í byggingarstarfsemi, eða um
1,5%, í samgöngum og í ýmiss konar
þjónustu við atvinnurekstur, eða um
1,4 og 0,3%. Eftirspurn hefur hins veg-
ar minnkað mikið í iðnaði og verslun
og veitingarekstri og er neikvæð upp
á 0,3 og 0,6%. Samkvæmt könnuninni
mun eftirspurnin hins vegar vaxa á
næstu mánuðum á höfuðborgarsvæð-
inu. Áætlað er að fjöldi starfa muni
aukast um rúmlega 2% fram á haust á
þessu ári.
Á landsbyggðinni er eftirspurn eft-
ir vinnuafli í jafnvægi. Atvinnurek-
endur vildu hvorki fækka né fjölga
starfsfólki í janúar síðastliðnum. Er
þetta í fyrsta skipti frá því í apríl 1998
að eftirspumin eftir vinnuafli er ekki
neikvæð á landsbyggðinni. Ástæður
þessara breytinga eru að eftirspurnin
eykst í atvinnugreinum eins og bygg-
ingarstarfsemi og í annarri þjónustu-
starfsemi, eða um 1% og 0,6%. í fisk-
iðnaði minnkar eftirspurnin verulega,
eða um 2%, og hefur ekki verið minni
í 10 ár, ef undan er skilin septem-
berkönnunin í fyrra. Samkvæmt
henni mun eftirspumin á landsbyggð-
inni aukast fram á haust. Þetta á al-
mennt við um landsbyggðina þótt
áhrifanna komi til með að gæta mis-
mikið eftir landshlutum.
Allt frá atvinnukönnuninni í apríl
1996 hafa atvinnurekendur á landinu
öllu viljað ijölga starfsmönnum þótt
undantekning hafi verið í janúar-
könnuninni 1997. Þessi vilji hefur
komið skýrast fram í apríl- og septem-
berkönnunum ár hvert. Þessi ósk at-
vinnurekenda um að fjölga starfs-
mönnum hefur vaxið á síðustu árum
og náði sögulega hámarki á síðast-
liðnu ári. Þessi aukning frá árinu 1997
ákvarðast mikið til af hinni miklu
aukningu í tjölda lausra starfa á höf-
uðborgarsvæðinu. Eftirspurnin eftir
vinnuafli á landsbyggðinni hefur ver-
ið sveiflukenndari frá árinu 1996. Lít-
il eftirspurn hefur verið í janúar og
stundum einnig í apríl en yfirleitt
mikil í september. Þetta mynstur
breyttist hins vegar í janúar árið 1999
en síðan þá hefur dregið úr fjölda
lausra starfa og hafa atvinnurekendur
talið æskilegt að fækka starfsfólki á
landsbyggðinni í öllum könnunum
Þjóðhagsstofnunar síðastliðin tvö ár.
Ekki verður af kaupum Fjár-
festingarfélags Norðlendinga
á íslenskum verðbréfum
Fjármálaeftirlitið leggst gegn
kaupum Fjárfestingarfélags Norð-
lendinga á meirihluta i íslensk-
um verðbréfum hf. í lok síðasta
árs gengu hluthafar íslenskra
verðbréfa aö tilboði Fjárfestingar-
félags Norðlendinga en það er að
öllu leyti i eigu Lífeyrissjóðs
Norðurlands. Kári Arnór Kára-
son, framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðsins, er ósammála röksemda-
færslu Fjármálaeftirlitsins en
hann á ekki von á því að niður-
stöðunni verði áfrýjað.
í frétt frá Lífeyrissjóði Norður-
lands kemur fram að niðurstaða
Fjármálaeftirlitsins, eftir að hafa
haft málið til skoðunar í rúma
tvo mánuði, er sú að Fjármálaeft-
irlitið telur kaupin ekki samrým-
ast 36. gr. laga nr. 129/1997 og
leggst gegn því að kaupin fari
fram. Umrædd lagagrein fjallar
um fjárfestingarstefnu lifeyris-
sjóða.
Framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs Norðurlands segir að þegar
farið var af stað með málið hefðu
menri álitið að það stæðist
ákvæði laga og hann væri ósáttur
við þessa niðurstöðu. „Málið
snýst um túlkun á tilteknum
lagatexta í lögum um starfsemi
lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið
tók sér langan tíma til að skoða
málið og skilaöi frá sér formlegri
niðurstöðu 19. febrúar. Það komst
að þvi að kaupin samrýmdust
ekki lögunum. Aö okkar mati er
umsögn eftirlitsins ekki vel unn-
in og illa rökstudd og við erum
henni algerlega ósammála. Ég
býst þó ekki við áfrýjun af okkar
hálfu. Miðað við þann tima sem
mál virðast taka hjá eftirlitinu
myndum við sennilega ekki fá
svar fyrr en eftir einhverja mán-
uði. Það er algerlega óviðunandi
að svona máli skuli haldið opnu i
jafnlangan tíma. Þetta er því nið-
urstaða í málinu, a.m.k. hvað
þetta tilboð varðar,“ segir Kári
Arnór Kárason, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands.
ÞRIDJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
DV
mm
HEILDARVIÐSKIPTI 1370 m.kr.
- Hlutabréf 205 m.kr.
- Spariskirteini 780 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
| Frjálsi fjárfestingarb. 113 m.kr.
Baugur 25 m.kr.
Íslandsbanki-FBA 21 m.kr.
MESTA HÆKKUN
o Skeljungur 4,8 %
OSH 4,4 %
©Eimskip 2,3%
MESTA LÆKKUN
OOpin kerfi 3,8 %
O Lyfjaverslun islands 2,9 %
©Marel 2,9 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1190 stig
- Breyting O 0,6 %
Hagnaður undir
væntingum hjá
HSBC
HSBC, alþjóðlegi bankinn sem
hefur aðsetur í Bretlandi, hefur til-
kynnt að hagnaður hafi aukist um
22% fyrir skatta en það er undir
væntingum markaðsaðila.
Þóknanir og þjónustugjöld voru
300 milljónir dollara og voru í sam-
ræmi við spár markaðsaðila.
Hlutabréf í HSBC lækkuðu um
7% i London í morgun.
„Þetta eru augljóslega vonbrigði,"
sagði Mark Thomas, sérfræðingur
hjá Fox-Pitt. Hann bætti við að
hann ætlaði að lækka hagnaðarspár
fyrir þetta ár um 7%.
HSBC, sem fær helming hagnaðar
síns frá Asíu, tilkynnti um 9,78
milljarða doflara hagnað á síðasta
ári, miðað við 7,98 milljarða dollara
hagnað árið 1999.
Hreinar vaxtatekjur jukust um
14% milli ára, í 13,7 milljarða doll-
ara sem er minna en 24% aukning
sem væntingar gáfu til kynna.
Hagnaður Daim-
lerChrysler hefur
minnkað mikið
DaimlerChrysler hefur í dag stað-
fest mikinn samdrátt í rekstrar-
hagnaði fyrir árið 2000 sem mun
leiða til mikillar endurskipulagn-
ingar innan fyrirtækisins er verður
tilkynnt seinna í dag.
Rekstrarhagnaður lækkaði um
90% frá árinu 1999 og varð 0,5 millj-
arðar dala og var minnkandi ein-
ingasölu í Bandaríkjunum og meiri
kostnaði kennt um. Styrkur dollar-
ans gagnvart evrunni jók tekjurnar
um 7%, mælt i evrum, þrátt fyrir að
tekjurnar minnkuðu um 8%, mælt í
dollurum. Lægri skattar voru aðal-
orsökin fyrir 37% aukningu nettó-
hagnaðar fyrirtækisins sem var 7,9
milljarðar evra.
27.02.2001 M. 9.15
KAUP SALA
HfePollar 86,420 86,860
öS.Pund 125,020 125,660
1*! Kan. dollar 56,490 56,840
SSHpönak kr. 10,6010 10,6600
Hj+jNorsk kr 9,6210 9,6740
£Z£sænsk kr. 8,7760 8,8240
4HfI. mark 13,3030 13,3829
1 S Fra. franki 12,0581 12,1305
J Belg. franki 1,9607 1,9725
31 Sviss. franki 51,4700 51,7500
CHhoII. gyllini 35,8921 36,1078
™’Þýskt mark 40,4410 40,6841
I Ji'ít líra 0,04085 0,04110
uC'Aust. sch. 5,7481 5,7827
1 Port. escudo 0,3945 0,3969
ÍTjSpá. peseti 0,4754 0,4782
i • IJap. yen 0,74420 0,74860
£ jírskt pund 100,431 101,034
SDR 111,4800 112,1500
Hecu 79,0958 79,5711