Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 DV Fréttir Fimm manna fjölskylda lenti í háska á sunnudagskvöldið: Beltin björguðu okkur - segir Guðrún Björg Vignisdóttir „Viö vorum öll í bílbelti. Ef við hefðum ekki verið það værum við sjálfsagt ekki hér í dag,“ segir Guð- rún Björg Víkingsdóttir, hárgreiðslumeistari frá Neskaupstað, en hún lenti, ásamt fjölskyldu sinni, í bilslysi á sunnudagskvöld- ið skammt vestan við Sandskeið á Norðfjarðar- veginum, á milli Eskifjarð- ar og Neskaupstaðar. Jeppi fjölskyldunnar lagð- ist á hliðina og rann um átta metra niður hlíðina. Guðrún ók jeppanum en auk hennar var eiginmað- ur hennar i bilnum, Pálmi Þór Stefánsson, og þrjú börn þeirra, 8, 9 og 12 ára. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist, bíllinn bara valt. Það var rosalega vont veöur þarna, maður sá illa,“ sagði Guðrún. „Hann fór út í kantinn og ég missti stjórn á honum þar og hann valt.“ DV-MYND HELGI GARÐARSSON Bíllinn líklega ónýtur Fimm manna fjölskylda lenti í umferöarslysi á Oddsskarði á sunnudagskvöldið. Enginn slasað- ist alvarlega og má líklega þakka bílbeltum það. Guðrún og maður henn- ar hringdu í Neyðarlínuna og biðu svo eftir björgun- armönnum. Vegna hriðar- innar og myrkurs gekk illa aö fmna þau og segir Guðrún þau hafa beðiö I hátt í klukkutíma eftir að- stoðinni. Björgunarmenn fundu bílinn ekki fyrr en Pálmi fór upp á veg og beið eftir að björgunar- menn óku fram hjá. Rúður brotnuðu úr allri annarri hliðinni er bíllinn valt og komst snjór inn svo fólkinu var orðiö kalt þegar hjálpin barst. Fariö var með þau á sjúkrahúsið í Neskaupstað en ekkert þeirra slasaöist alvarlega. Guðrún vildi þakka björgunarmönnum aöstoð- ina. Billinn er mikið skemmdur eftir veltuna. -SMK Forsætisráðherra kom færandi hendi til Flateyrar: Sjóðir Samhugar til uppbyggingar - bætum Flateyringum skaðann, sagði Davíð Oddsson DV, ISAFJARDARBÆ: Fjölmenn hátíðarsamkoma var haldin í gær í íþróttahúsinu á Flateyri, tilefnið var að formlega var gengið frá úthlutun fjármuna úr sjóðnum Sam- hugur í verki. Allt það fé sem í sjóðn- um er skal renna óskipt til uppbygg- ingar á Flateyri, alls 58 milljónir króna sem skiptast þannig: 14 milljónir króna til endurbóta á íþróttamann- virkjum, 10,5 milljónir til endurbóta grunnskólans, 8,5 milljónir til félags- mála, 17 millj. til skógræktar, 2 millj- ónir til kirkjunnar og sálgæslu og 6 milljónir til heilbrigðismála. Ofanflóða- sjóður og ríkissjóður munu leggja til 50 milljónir króna hvor til uppbyggingar vatnsveitu og gatnagerðar á staðnum. Alls fá því Flateyringar 158 milljónir til uppbyggingar. Allt frá því endurreisnar- staríi eftir snjóflóðin lauk hefúr verið gagnrýnt af heimamönnum að peningar úr sjóðnum Samhugur i verki skyldu ekki notaðir alfarið til að ljúka uppbygg- ingunni. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sinu til Flateyringa að atburöir þeir sem dundu yfir Flateyri og ollu miklum mannskaða og eigna- tjóni væru öllum enn í fersku minni og mundu verða greyptir í þjóðarsál- ina um aldur og ævi. „Viðbrögðin við þessum hörmung- um létu ekki á sér standa og voru sterk og afdráttarlaus. Á slíkum stundum sýnir þjóöin samhug þó hún geti verið sundruö á köflum. Við erum hér til að innsigla þann ásetning að bæta Flat- eyringum þann skaða sem í mannlegu valdi stendur að bæta,“ sagði Davið Hann minnti fólk á að í litlu samfé- lagi skipti sérhver manneskja máli og sagði bjartsýni, þor og elju vera þá kosti sem skiptu mestu máli í lífsbar- áttunni. Forsætisráðherra taldi Flat- eyringa hafa staðið sig vel í uppbygg- ingunni eftir slysið. í fóruneyti Davíðs var Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra og þingmenn Vestfjarða auk aðstoðarmanna. Einar Oddur Kristjánsson þingmað- ur, sem er heimilisfastur á Flateyri, Samningur staöfestur Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjaröarbæjar, Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráöherra undirrituðu í gær samning um endurreisn á Flateyri. sagði þetta ánægjulega stund fyrir Flat- hann ríkja mikla og almenna gleði yfir eyringa að sjá nú fram á uppbyggingu þessum góðu tíðindum. þorpsins eftir þetta mikla slys og sagði -KS Ekki safnað fyrir Krabbameinsfélagið - heldur oklcur sjálf, sagði forseti íslands í gærmorgun var haldinn blaða- mannafúndur í húsnæði Krabbameins- félags íslands við Skógarhlíð. Fundur- inn var sérstæður fyrir þær sakir að hann sátu bæði núverandi forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grimsson, og fyrrverandi forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Eins og flestum er í fersku minni bauð líka forstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agn- arsdóttir, sig fram tfl forseta fyrir fiór- um árum. Krabbamein ekki dauðadómur Einkunnarorð söfnunarátaksins er Einn af hverjum þremur íslendingum fær krabbamein - þrir af hverjum þremur halda að þeir sleppi. Guðrún Agnarsdóttir tók fyrst til máls og sagði að enn á ný leitaði Krabbameinsfélagið til þjóðarinnar um stuðning. Hún sagði að fyrir fiöru- tíu árum hefðu greinst 300-400 íslend- ingar með sjúkdóminn á hverju ári, en nú séu þeir 1000-1100. Greining og meðferð krabbameins gangi sífellt bet- ur og batahorfur sjúklinga aukast með hverju árinu. „Krabbamein er ekki lengur dauðadómur," sagði Guðrún. DV-MYND HILMAR PÓR Forsetar saman Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og fyrrverandi forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir, borðuöu saman hollan morgunverð í húsnæði Krabba- meinsfélagsins í gær. Þau ieggja bæöi söfnunarátaki félagsins lið. „En það sem skortir á er að styðja fólk út í lífið á nýjan leik eftir meðferð. Þennan mikilvæga hlekk, sem er sál- rænn stuðningur og endurhæfing, hef- ur vantað í keðjuna. Nú leitum við til þjóðarinnar um fiárstuðning svo megi gera átak í endurhæfingunni." Guðrún tók til þess hve átakinu væri mikill fengur að því að fá svo dáða þjóðarleiðtoga sem Ólaf Ragnar og Vigdísi tfl þess að leggja hönd á plöginn, auk þess sem Lions- og Kiwanismenn ætluðu að gera stórfellt átak í því að ganga í hús og safna fé. Sjónvarpsþáttur verður á laugardags- kvöldið þar sem margir landsþekktir listamenn koma fram í þágu félagsins, söfnunarvefsíða hefur verið opnuð og enn fremur verður leitað til fyrirtækja um fiárstuðning. Enginn veit hver veröur næstur Forseti íslands tók til máls og lýsti yfir ánægju sinni með að fá að styðja átakið. Hann sagði að krabbamein snerti allar fiölskyldur í landinu og andlegt álag á þá sem standa að krabbameinssjúklingum væri gríðar- legt. Mikflvægt væri að styrkja og styðja þetta fólk til endurhæfingar. Forsetinn lauk máli sinu á því að segja að söfnunarátakið sem nú er í uppsigl- ingu væri ekki fyrir Krabbameinsfé- lagið, heldur okkur sjálf, þar eð enginn veit hver verður næstur til glímunnar við vágestinn. -þhs Skuldir og vanskil ---------- Jóhanna Sigurðar- dóttir ræddi efna- hagsmál á Alþingi í gær. Skuldir heimil- anna og yfirdráttur eru vandamál og * spurði Jóhanna við- skiptaráðherra hvort hún teldi ekki tilefni til aðgerða. Val- gerður svaraði því til að vanskil færu minnkandi en viðurkenndi aukningu „dýrra“ láná. - Dagur greindi frá. Útlán hækkuðu „Gengislækkun krónunnar hækkaði útistandandi útlán um 4 milljarða króna,“ segir m.a. í frétt frá Búnaðar- bankamnn um afkomuna árið 2000. Ætla má að skuldir landsmanna hafi hækkað vegna þessa um eina 20 millj- arða. Bankinn hafði nær 300 mflljónir í gengishagnað. Gagnagrunnur í Smára Áform eru um að setja upp miðlæg- an gagnagrunn á verslunarsviði í nýju risaverslunarmiðstöðinni sem opnar í Smáranum í Kópavogi næsta haust. Sérhver verslun verður tengd þessum grunni en upplýsingar um veltu hverr- ar fyrir sig verða dulkóðaðar. Eyþór borgarstjóraefni? Sigurður Kári Kristjánsson, formað- ur Sambands ungra sjálfstæðismanna, lýsir mikilli ánægju með að Bjöm Bjama- son skuli vera að hugleiða borgar- stjóraslaginn og um- ræða sé nú um fleiri kandídata. Segir hann að Eyþór Amalds hafi sterklega verið orðaður við forystu flokksins í Reykjavik. - Dagur greindi frá. 10 fundir Sameiningamefnd sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu hefur ákveðið að boða til 10 kynningarfunda fyrir íbúa á næstunni vegna sameiningar sveitar- félaga í Rangárvallasýslu. Kosið verð- ur um sameininguna laugardaginn 31. mars nk. - Visir.is greindi frá. Eldri borgarar í slagsmái Aðalfúndur Félags eldri borgara fór fram i Reykjavík um helgina. Ólafúr Ólafs- son, formaður sam- takanna, segir að kaflaskil séu fram undan hjá félaginu. „Við erum að fara í slagsmál. Við emm búin að gefast upp á bænaleiðinni. - Dagur greinir frá. 300 skinn eyöilögðust Hátt í 300 hreindýraskinn eyðilögð- ust í sútun hjá Skinnaiðnaði á Akur- eyri. Nærri lætur að um sé að ræða 70% skinna af þeim dýrum sem leyfi- legt var að veiða hér á landi í fyrra Verkefni úr landi Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokks, benti á fyrirliggj- andi verkefnaskort í skipasmíðaiðnaði á Alþingi í gær. Hann sagði hart að ís- lendingar misstu stórverkefni líkt og varðskipsviðgerðh-nar. Lækkun fasteignagjalda Það var vissulega gleðflegt að taka á móti fasteignagjaldaseðlum sinum frá skrifstofu Snæfellsbæjar nú fyrir stuttu. Gjöldin höfðu lækkað verulega - allt að 50% og verður það vægast sagt að teljast gott.“ - Snæfellsbæjarfréttir segja frá. Miklir hagsmunir Steingrímur J. Sigfússon spurði í ! fyrirspumartíma á Alþingi í gær hvort j sjávarútvegsráðherra hefði beitt sér j fýrir lausn á kjaradeflu sjómanna. j Steingrimur vísaði til þeirra miklu ! hagsmuna sem í húfi væm ef verkfall j skellur á. Þar vegur loðnuveiðin ■ þungt. - Dagur greindi frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.