Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
DV
Fréttir
Jákvæðari tónn í viðræðum sjómanna og útgerðarmanna:
Skriður á viðræðum
- ekki útilokað að takist að afstýra verkfalli eftir 17 daga
„Það eru að minnsta
kosti allir að leggja sig
fram af fuUum þunga,“
segir Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands ís-
lenskra útgerðarmanna,
en útgerðarmenn og full-
trúar sjómanna hafa hist
á daglegum fundum að
undanförnu og freistað
þess að ná árangri í lang-
vinnum deilum þeirra
um kaup og kjör sjó-
manna.
Talsverð leynd hefur
verið yflr þessum viðræð-
um og menn eru ekki
mjög áfjáðir í að ræða
það sem fram hefur farið
á undanfömum dögum.
„Það er ekkert frágengið
fyrr en allt er frágengið
en það er búið að fara
yfir allt sviðið og ég er
a.m.k. viss um að allir
era að leggja fram og ég
held að þannig hafist það,
ég vona það. Þetta er ekki
búið og gerist ekki nema
menn leggi sig fram,“
sagði Friðrik Arngríms-
son. Hann segist aðspurð-
ur vonast til að ekki
muni koma til verkfalls sem boðað
er 15. mars, eða eftir 17 daga.
þessum viðræðum,“ segir
Konráð Alfreðsson, vara-
formaður Sjómannasam-
bands íslands. Um það
hvort menn væru orðnir
bjartsýnir á að samning-
ar takist án verkfalls
sagðist Konráð ekkert
vilja tjá sig um það. „Ég
held það sé óþarílega
snemmt að vera að tjá sig
um það. Við getum sagt
að það er gott á meðan
menn eru að ræða sam-
an, það er hlutur sem
menn eru sáttir við og
þeir einbeita sér að því.
Yflrlýsingar um bjart-
sýni eða svartsýni bíða
betri tíma,“ sagði Kon-
ráð.
Það er ljóst að menn
ætla nú að fara varlegar í
yfirlýsingum sínum við
fjölmiðla en áður hefur
verið í þessari löngu
deilu en um ár er nú lið-
ið síðan sjómannasamn-
ingar voru lausir. Menn
neituðu því að tjá sig
með beinum hætti þegar
þeir voru spurðir hvort
þeir væru bjartsýnir að
samið yfir fyrir 15. mars,
þegar verkfallið á að skella á, og það
gæti vitað á eitthvað. -gk
„Það er auðvitað eitthvað að ger- an, ég held ég geti ekki svarað því
ast á meðan menn eru að tala sam- öðruvísi hvort eitthvað hafi þokast í
uuuur lunn
Sjómenn og útgerðarmenn eru farnir að tala saman í góðu eftir aö
hatrammar deilur settu málin í hnút.
234 vildu fá 15 byggingalóðir á Akranesi:
Þeir heppnu eru dregnir
úr bingótromlunni
DV, AKRANESI: ~
„Sú aðferð sem viðhöfð er við út-
hlutanir lóðanna byggist á að
tryggja jafnræði þeirra aðila sem
sækja um lóðir. Þegar fleiri en ein
umsókn er um hverja lóð þá hefur
sá háttur verið hafður á að draga
um hver fær lóðina og er þá enginn
forgangur, allir eru jafn velkomnir
á Akranesi og við fognum hverjum
þeim sem vill byggja íbúðarhús á
staðnum. Þessi aðferð við úthlutun
er óvenjuleg - en eina leiðin til að
láta umsækjendur standa eins jafna
að vígi og kostur er,“ sagði Gísli
Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi,
við DV í gær. Sú frumlega aðferð er
notuð að draga úr lóðarumsóknum
með bingótromlu.
.Á síðasta fundi bæjarráðs var
fyrstu lóðunum úthlutað í hinu nýja
Flatahverfi og fengu færri lóðir en
vildu, að sögn Gísla.
„Heildarfjöldi umsókna var 234
en þar af kom 31 frá fólki, búsettu
utan Akraness. Lóðir sem úthlutað
var eru 15 en um það bil 60 íbúðir
verða á þessum lóðum. Það er ljóst
að áhugi á að fá lóðir á Akranesi er
mikill,“ sagði bæjarstjóri í gær.
Þetta var einnig ljóst síðastliðið
sumar þegar lóöum í Ásahverfi var
úthlutað. í Flatahverfinu hefur nú
verið úthlutað lóðum til byggingar á
um 60 íbúðum en að auki er verið
DVJJYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Bingó!
Lóðum úthlutað á Akranesi. Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi, Ólafur Þór Hauksson sýslumaður og Gísli
Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hafa komiö sér upp nýstárlegri aðferð við að úthluta lóðum. Bingótromla er notuð og
hún á að tryggja að ailir eigi jafna möguleika.
að semja við trésmiðju Þráins E. íbúðir í byggingu á næstu mánuð- deiliskipulagsvinnu er hafinn
Gíslasonar sf. um byggingu 33 íbúða um á Akranesi. þannig að næstu úthlutanir ættu að
á þessu svæði. Því verða a.m.k. 100 Undirbúningur að frekari geta átt sér stað í lok ársins. -DVÓ
HB stofnar dótturfyrirtæki um loðnuþurrkun:
Flytur frá Sandgerði til Lettlands
- þar verður framleitt fyrir japanskan neytendamarkað
DV, AKRANESI:____________________
Unnið er að flutningi loðnuþurrk-
unarverksmiðju Haraldar Böðvars-
sonar hf., sem starfrækt var í Sand-
gerði, til Lettlands. Sturlaugur Stur-
laugsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir aö ef allt
gangi að óskum ætti vinnsla að geta
hafist í Lettlandi í júnímánuði.
Loðnuþurrkunarverksmiðjunni
verður sennilega valinn stáður í
Riga í Lettlandi og mun dótturfyrir-
tæki Haraldar Böðvarssonar hf.
starfrækja verksmiðjuna.
Um 45 manns fá störf við loðnu-
þurrkunarverksmiðjuna en Stur-
laugur segir í samtali við Inter-
Seafood.com að til greina komi að
vera með fjölþættari fiskvinnslu
þegar fram líða stundir og gæti það
skapað enn fleiri störf. Loðnan er
þurrkuð fyrir neytendamarkað í
Japan.
Það háði starfseminni í Sandgerði
að kaupa varð alla loðnuna frá Nor-
egi vegna þess hve loðnan var smá
hér heima. Þurrkun á loðnu er auk
þess vinnuaflsfrek og þvi má búast
við því að hægt verði að auka fram-
legðina af vinnslunni með því að
stunda hana þar sem launakostnað-
ur er lægri. -DVÓ
_________ Umsjón:
Höröur Kristjánsson
netfang: sandkom@ff.is
Besti vinur Eurovision
Mörður Árna-
son er orðinn
meiri maður en
flestir aðrir. Þessu
marki náði hann
með því einfald-
lega að draga í
land í fyrri af-
stöðu sinni tO
þess að íslenska
Eurovisionlagið skuli sungið á ís-
lensku í keppninni í Danmörku. Nú
er Mörður sem sagt búinn að snúa
við blaðinu sem engan þarf að
undra. Það þarf nefnilega óvenju
sterk bein til að standa einn á móti
þjóð sinni i svo mikilvægu máli.
Strákarnir í hljómsveitinni hafa tek-
ið Mörð í sátt að nýju og færðu hon-
um blóm til að undirstrika sáttar-
gjörðina. Ekki er því annað að sjá
en óvinur þjóðarinnar númer eitt sé
nú orðinn vinsælasti sonur þjóðar-
innar og verður væntanlega í fram-
haldinu titlaður sæmdarheitinu
„Besti vinur Eurovision..."
Friðbert flottur!
Friðbert
Traustason, for-
maður Sambands
íslenskra banka-
manna, er sannur
leiðtogi í sínum
samtökum. í febr-
úarhefti SÍB-blaðs-
ins er leiðtoga-
hlutverk Friðberts
greinilega undirstrikað. í fyrsta lagi
er á forsíðu blaðsins vegleg mynd af
foringjanum og síðan er mynd af
höfðingjanum nánast í hverri opnu.
Gárungum þykir þetta minna hressi-
lega á foringjadýrkun í Kína og
Kóreu. Þó er bent á að vel hefði
mátt gera betur í téðu riti með fleiri
fallegum myndum. Þannig hefði
mátt gera myndalausa baksíðuaug-
lýsingu um sólarlandaferðir mun líf-
legri með svo sem einni mynd af
Friðberti á sólarströnd...
Píp fyrir minnihlutann
Hörð
skoðana-
skipti urðu
á bæjar-
stjórnar-
fundi í
Hafnar-
firði á þriðjudag þar sem meðal ann-
ars útboð grunnskólans í Áslandi í
Hafnarfirði var rætt. Fundir bæjar-
stjórnar eru sendir út í Útvarpi
Hafnarfjarðar. Vakti athygli að for-
seti bæjarstjórnar, Valgerður Sig-
urðardóttir, lét tvisvar rjúfa út-
sendingu þegar útboðsmálið var til
umræðu. Annars vegar var gefin sú
ástæða að umræðan hefði staðið
nógu lengi yfir en hins vegar var út-
sending rofin því forseta bæjar-
stjórnar líkaði ekki orðaval fulltrúa
minnihlutans þar sem talað var um
útboð á börnum. Sagt er að til að
einfalda fundarstjórn verði útbúið
sérstakt píptæki sem hljómi hátt og
hvellt í hvert sinn sem minnihlut-
inn segir eitthvað sem meirihlutan-
um er ekki þóknanlegt...
Blómvöndur tilbúinn
Yfir 1200 manns I
höfðu í gær skráð |
nöfn sín á undir-
skriftalista þar I
sem reglugerð
Björns Bjarna-1
sonar mennta-
málaráðherra um |
gjaldtöku af tóm-
um geisladiskum'
er harðlega mótmælt. Reglugerðin
er byggð á höfundarréttarlögum en
höfundarréttargjöld hafa verið tek-
in af óáteknum kassettum og mynd-
bandsspólum. Geisladiskar verða
nú settir í sama flokk. Gárangmn
þykir Ijóst að með reglugerðinni sé
Björn að skapa sér álíka óvinsælda-
stöðu í hópi tölvunörda og Mörður
Árnason hafði meðal Eurovision-
aðdáenda áður en hann frelsaðist.
Sagt er að tölvumenn bíði spenntir
og tilbúnir með blómvönd til að
gefa ráðherranum þegar hann dreg-
ur reglugerðina til baka að hætti
Marðar...