Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 Tilvera I>V Stefnumót Undirtóna á Gauki á Stöng í kvöld verða stórtónleikar á Gauki á Stöng. Þar koma fram Þórunn Antónía, Slowblow og Múm. Hljómsveitimar kynna nýtt og óútgeflð efni. Húsið verður opnað kl. 21. IPopp ■ STEFNUMOT UNDIRTÓNA Á GAUKNUM Enn og aftur verður hald- ið Stefnumót á Gauki á Stöng í kvöld klukkan 21. Hljómsveitirnar Múm og SlowBlow ætla aö spila og nýjasta stjarnan Þórunn Antónía þenur raddböndin fyrir gestina. Það verður rafræn rómantík í loftinu. Leikhús ■ EVA, BERSOGULL SJALFSVARN- AREINLEIKUR Kaffileikhúsið sýnir I kvöld, klukkan 21, einleikinn um Evu sem leikin er af Guðlaugu Mar- iu Bjarnadóttur. Myndlist ■ SIGRÚN ELDJÁRN í USTASAFNI ASI Sigrún Eldjárn sýnir nú í Lista- safni ASI í Ásmundarsal við Freyju- götu. Hún sýnir bæði málverk og bókverk. í salnum uppi eru olíumál- verk en bókverkin eru niöri, í Gryfj- unni svokallaðri. Málverkin voru gerð á árunum 1999 og 2000 og bókverkin eru flest frá sama tíma. Sýningin stendur til 11. mars og er opin alla daga nema mánudag frá 14-18. ■ EINKASAFN SVERRIS SIG- URÐSSONAR I LISTASAFNI KÓPA- VOGS I Listasafni Kópavogs stendur sýningin Úr einkasafni Sverrls Sígurðssonar.. í þessu merka einkasafni eru verk eftir 68 listamenn, allt frá frumherjum ís- lenskrar málaralistar til myndlistar- manna samtímans. Aö þessu sinni eru um 130 listaverk til sýnis úr einkasafninu, málverk, teikningar, vatnslitamyndir og þrívíö verk eftir marga fremstu myndlistarmenn þjóöarinnar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17 og hún stendur til og með 31. mars. ■ FJÓRIR LISTAMENN í NÝLÓ 1 Nýlistasafninu við Vatnsstíg standa sýningar fjögurra listamanna. í Gryfju sýnir Steingrímur Eyfjörð inn- setningu undir yfirskriftinni Breytt ástand, ásamt 9 öðrum listamönn- um. í forsal sýnir Ragna Hermanns- dóttir þókverk og myndir unnar í tölvu. A palli sýnir Finnur Arnar Arn- ^rsson innsetningu sem sam- anstendur af 5 Ijosmyndum og víd- eóverki og í SÚM-sal sýnir Hulda Stefánsdóttir 7 Ijósmyndaverk sem unnin eru beint á veggi safnsins. Sýningin stendurtll 25. mars og er safnið opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 12 til 17. ■ MARTINEZ í GALLERÍ GEYSI Guillermo Martlnez frá heimsborg- inni Madrid á Spáni sýnir í Gallen Geysi. Sýningin er Ijósmyndainnsetn- ing ásamt performance þar sem listamaöurinn er hluti af sýningunni og er hægt að leigja hann út í list- rænum tilgangi dagana: 26., 28. feb., 2., 5., 6., 8. og 9 mars milli kl. %J0 og 17. Sýningin stendur til xl.03. ■ ASGEIR LARUSSON SYNIR I LISTHUSI OFEIGS Asgeir Lárusson sýnir í Ljsthúsi Ofeigs, Skólavörðu- stíg 5. Ásgeir nefnir sýninguna „Tví- liti“. Vangaveltur um liti og vensl þeirra skipa stóran sess í listsköp- un Ásgeirs og svo er á þessari sýn- ingu. Sýningin er opin á verslunar- .^íma og stendur til 14. mars. Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.ls Sprengidagur: Saltkjöt og baunir eru herramannsmatur „Smekkur fólks ræöur mestu um val þess á saltkjöti og við bjóðum upp á tíu mismunandi flokka þannig að neytendur geta valið mis- munandi gæðaflokka," segir Stein- þór Skúiason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. „Magurt kjöt er dýrara en algengast er að neytendur kaupi kjöt í blönduðum pakkningum með einhverri fitu á. Ódýrasta kjötið sem við bjóðum upp á er Búrfells- saltkjöt en þegar fólk er komið í valda bita eru það framhryggssneið- ar sem geta verið nokkuð dýrar. Gæðin eru líka allt önnur, kjöthlut- fallið getur verið allt að íjórum sinnum meira kjöt í góðu bitunum og í sjálfu sér borgar sig að kaupa valda kjötið ef fólk vill magurt kjöt.“ Hefðin lifir „Persónulega sýnist mér að þjóð- legar hefðir eins og saltkjötsát á sprengidag séu að sækja í sig veðr- ið. Þetta á reyndar líka við um Saltkjötsát sækir á Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suöurlands, segir aö þaö sé allt aö fjórum sinnum meira kjöt á góöum völdum bitum og þegar upp er staöiö séu þetri kaup í dýrara kjötinu fyrir þá sem viija þaö magurt. Verkun „Saltkjöt er unnið úr frosnu kjöti sem er þítt upp. Við eigum ekkert ferskt kjöt á þessum tima og kjöt sem búið er að frysta verkast betur. Þegar kjöt er fryst á sér stað niður- brot á vöðvasellum og það veldur því að það tekur saltið betur. Það er mikið atriði að kjötið nái hæfilegum saltstyrk og vandað sé til verka. PækiÚinn þarf að vera með réttum styrk svo að kjötið verði hvorki of- né vansaltað. Flestir vilja að kjötið hafi ljós- rauðan lit og að það sé hæfilega verkað. Kjötið endist lengi í salt- pækli en við látum það liggja í fjóra til fimm daga og pökkum því svo með örlitlum pækli." Saltkaup og baunir Þjóölegar heföir eins og saltkjötsát á sprengidag eru aö sækja í sig veör- iö. Fólk vill breyta tll og notar tilefniö til aö boröa gamaldags mat. hangikjöt um jólin og allan þorra- mat. Fólk vill breyta til og notar til- efnið til að borða gamaldags mat.“ Steinþór segir að sér finnist salt- kjöt og baunir með rófum og öllu til- heyrandi herramannsmatur en það verði að passa vel upp á suðuna. „Ætli passlegur suðutími sé ekki um klukkustund en það fer að visu eftir þykkt bitanna. Ég vil benda fólki á að skoða heimasíðuna www.uppskriftir.is sem við höldum úti, þar má finna margháttaðan fróðleik og uppskriftir að matar- gerð.“ -Kip Discovery Channel á Hellnum: Fóru heim yfirfullir af dulúð svæðisins - segir Guðlaugur Bergmann DV, SNÆFELLSNESI:_______________ Belgískir kvikmyndatökumenn fyrir Discovery Channel komu að Hellnum fyrir skömmu og filmuðu í gríð og erg í blíðskaparveðri. Þeir munu hafa fengið frábærar upplýs- ingar og stórkostlegar myndir sem birtast munu í þessum heimsfræga sjónvarpsþætti á næstunni en tug- milljónir manna horfa á þáttinn um allan heim. Þáttagerðarmennirnir tveir taka leigubíl sem má kosta ákveðna upp- hæð. Síðan er ekið eins og hægt er og filmað á leiðinni. Ætlunin var að stoppa stutt á Hellnum, en Guðlaug- ur Bergmann hafði frá mörgu að segja og þeir stoppuðu mun lengur. „Ég fór með þá niður í fjöru og þeir sáu þessar stórkostlegu berg- myndanir og merkilegan álfastein sem heitir Einbúi og ég sýndi þeim líka að steinar og hraun eru annað og meira, þetta eru orkufyrirbæri. Jökullinn var í dularfullri móðu og Lóndrangamir komu út úr þoku- mistrinu, þeim sýndust þeir vera kastali. Þeir fóru með leigubílnum yfirfullir af dulúð svæðisins," sagði Guðlaugur Bergmann, ferðabóndi á Hellnum, í samtali við DV. Hann segist hafa sagt þeim ótal sögur, meðal annars af Axlar Birni, og kór- ónaði samtalið með því að syngja Nú er frost á Fróni með mjög hörð- um err-um. -DVÓ/JBP Dulúöin á Hellnum Guölaugur Bergmann kveikti í myndageröarmönnum Discovery meö sög- um af staönum og söng sínum niöri í fjöru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.