Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 I>V Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára AxeiJóhannesson, Ægisgötu 15, Akureyri. 80 ára Helga Sigríöur Kristinsdóttir, Miðtúni, Kópaskeri. Jón Guömundsson, Litlu-Hámundarstöðum, Dalvík. 75 ára Hermann Þorgilsson, Neðri-Hrisum, Ólafsvík. Ingibjörg Betúelsdóttir, Heiðargerði 47, Reykjavík. Ingólfur Albert Guönason, Laugateigi 7, Reykjavík. 60 ára Leifur Eiríksson, Vesturgötu 22, Reykjavík. Móeiöur M. Þorláksdóttir, Suöurmýri 16, Seltjarnarnesi. 50 ára Asgeir Jóhannsson, Gaukshólum 2, Reykjavik. Björn Björnsson, Birkihlíö 13, Sauðárkróki. Hafdís Ólafsdóttir, Seljabraut 16, Reykjavík. María Margrét Jónsdóttir, Viðarási 41, Reykjavík. Martha Ásdís Hjálmarsdóttir, Flókagötu 55, Reykjavík. Mary Anna Guömundsdóttir, Syöri-Sandhólum, Húsavík. Valgerður Inga Hauksdóttir, Brekkuhvarfi 11, Kópavogi. 40 ára Alfreö Sturia Böövarsson, Tryggvagötu 12, Reykjavík. Birna Dúadóttir, Suöurgötu 45, Keflavík. Daniel Ingvi Eyjóifsson, Efstahrauni 8, Grindavík. Jóhanna Halldóra Oddsdóttir, Hliðarhjalla 31, Kópavogi. Ríkarö Oddsson, Bröttutungu 6, Kópavogi. Svanhildur Pálmadóttir, Breiðuvík 29, Reykjavík. Þorgeir Hjörtur Níelsson, Marklandi 12, Reykjavik. Þormóöur Jónsson, Sunnuflöt 5, Garöabæ. Fí 1 n g a r ITV © 550 5000 <n (Q) vísir.is ■OJO = A 550 5727 03 '03 ■ £ Þverholt 11, 105 Reykjavík </> Ásta Baldvinsdóttir leiðbeinandi Ásta Baldvinsdóttir leiðbein- andi, Vallargerði 4, Kópavogi, er fimmtug í dag. Starfsferill Ásta fæddist að Ytri-Reistará, Arnameshreppi í Eyjafirði, og ólst upp á Oddeyrinni á Akureyri. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og Húsmæðraskól- ann á Laugalandi. Ásta er með Diploma frá University of Miss- issippi og hefur auk þess tekið þátt í ýmsum námskeiðum tengdum kennslustörfum. Ásta hefur unnið við afgreiðslustörf á Akureyri og í Reykjavík og verið starfsmaður á Vistheimilinu við Dalbraut í nokk- ur ár. Hún bjó í USA og Kanada I 6 ár og vann við skrifstofu- og kennslu- störf á Húsavík í 6 ár. Síðan 1989 hefur hún unnið viö kennslustörf, nú í Þinghólsskóla í Kópavogi. Ásta tók virkan þátt í störfum Samtaka um kvennalista á Norður- landi eystra og átti sæti á fram- boðslistum hans. Þá var hún for- maður Verslunarmannafélags Húsavlkur í nokkur ár. Fjölskylda Þann 4. apríl 1992 gekk Ásta í hjónaband með Steini Þorvalds- syni fjármálastjóra, f. 2.11. 1948. Foreldrar hans eru Þorvaldur Steinason, bóndi á Narfastöðum í Melasveit og sjómaður á Akranesi, og k.h., Ingunn Valgerður Hjartar- dóttir. Böm þeirra eru eru: Elfar Tjörfi Steinason, f. 19.8. 1990; Sigrún Jón- bjarnardóttir líffræðingur, f. 22.1. 1969, maki Þröstur Ámi Gunnars- son, rekstrarfræðingur BS , f. 27.7. 1966, synir þeirra Gunnar Björn, f. 19.10. 1992, Birkir Már, f. 11.2. 1995; Páll Jónbjamarson líffræðingur, f. 10.9. 1975; Baldvin Jónbjarnarson menntskólanemi, f. 18.1. 1980; Ólafur Steinason tölvunarfræð- ingur, f. 6.11. 1967, maki Ólöf Lilja Eyþórsdóttir, rekstrarfræðingur BS, f. 19.10. 1973; Þorvaldur Ingi Steinason, dvelur á sambýli, f. 2.5. 1972; Kristín Laufey Steinadóttir háskólanemi, f. 16.2. 1980. Systkini Ástu eru: Aöalheiður Baldvinsdóttir, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 1949, maki Zarioh Hamadi rafsuðumaöur; Jóhann Baldvinsson, kennari og organisti í Garðabæ, f. 1957, maki Guðrún Þórarinsdóttir, lágfiðluleikari og tónlistarkennari; Helgi Baldvins- son, tæknifræðingur í Reykjavík, f. 1959, maki Ágústa Jónsdóttir kenn- ari. Foreldrar Ástu eru Baldvin Helgason, starfsmaður Olís á Ak- ureyri, f. 7.12. 1925, d. september 1990, og Sigrún Jóhannsdóttir, f. Attræöur Kristinn Júlíusson bóndi Kristinn Júlíusson bóndi, Leirá, Leirársveit í Borgarfjarðarsýslu, er áttræður í dag. Starfsferill Kristinn fæddist að Skógum í Flókadal og ólst upp á Leirá í Leir- ársveit. Kristinn lauk gagnfræða- prófi frá Laugarvatni árið 1939 og hefur alla tíð búið að Leirá við bú- störf. Hann var oddviti Leirár- og Melahrepps í fjöldamörg ár og var formaður skólanefndar sveitarinnar í nokkur ár og í sóknamefnd Leir- árkirkju og meðhjálpari í mjög mörg ár. Hann var í barnaverndar- nefnd hreppsins i mörg ár. Og söng meö kirkjukór Leirárkirkju i yfir 50 ár. Fjlskylda Þann 26. desember 1950 giftist Kristinn Sigurást Indriðadóttur bónda f. 29.6. 1928. Foreldrar henn- ar eru Indriði Sveinsson og Guð- finna Björg Lárusdóttir, bændur að Stóra-Kambi í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi. Börn Kristins og Sigurástar eru Hallfríður, f. 27.6. 1950, starfsmaður hjá Skipatækni, býr í Reykjavík, maki Bjöm Jónsson, börn þeirra eru Hlynur, Kristín og Margrét Ás- dís; Björg, f. 9.6. 1951, starfsmaður hjá Kaupþingi, býr í Hafnarfirði, börn hennar eru Þómnn, Arnar og Stefán; Júlíus Birgir, f. 6.3. 1954, starfsmaður hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, búsettur í Hafnar- firði, maki Svanhvít Aðalsteinsdótt- ir, böm þeirrar eru Egill, Edda Mac- Kenzie, Kristinn og Svanhvít; Ind- riði Reynir, f. 30.7. 1955, d. 8.9. 1987, eftirlifandi maki hans er Sigrún G. Magnúsdóttir, eru börn þeirra Mar- grét og Ásthildur Þóra. Seinni mað- ur Sigrúnar er Jón Helgason, synir þeirra em Helgi Reynir og Kristján Pétur; Hafdís, f. 24.3. 1958, tónlistar- kennari, búsett í Reykjavík, maki, Þór Ægisson og eru börn þeirra Kjartan, Anna Marín og Bryndís; Ásgeir Öm, f. 19.5. 1966, bóndi að Leirá, maki Anna Leif Elídóttir, þeirra böm eru Hafliöi, Írís Jana og Finnur Ari; Ragnheiður, f. 1.4. 1968, iðjuþjálfi, býr í Reykjavík, maki Óskar Helgi Guðjónsson og eru þeirra börn Dagur og Hrafnkell. Foreldrar Kristins voru Júlíus Bjarnason bóndi, f. 30.6. 1889', d. 1978, og k.h., Hallfríður Helgadóttir, f. 4.12. 1888, d. 1950. 4.3. 1928, búsett á Akureyri Ásta býður ættingjum og vinum sem vilja fagna með henni þessum áfanga til síðbúins morgunverðar (brunch) að heimili sínu laugar- daginn 3. mars kl. 12.00. Fimmtug Halla Guömundsdóttir Halla Guðmundsdóttir, Ásum í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, er 50 ára i dag. Starfsferfll Halla lauk prófum frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1968, frá Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni 1969 og Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1972. Hún starfaði á auglýsingastofu, sá um útvarps- þætti og lék hjá Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í útvarpi og sjónvarpi næstu árin en flutti á æskustöðvamar að Ásum og hefur rekið þar búskap síðan ásamt eigin- manni sínum, lengi í félagi við for- eldra sína. Einnig hefur hún stund- aði kennslu og sett upp fjölda leik- sýninga á landsbyggðinni. Halla hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um á opinberum vettvangi, situr meðal annars í hreppsnefnd Gnúp- verjahrepps og er ritari héraðs- nefndar Ámesinga. Fjölskylda Halla giftist 6. október 1973 Viðari Gunngeirssyni, guðfræðingi og síð- ar bónda að Ásum, f. 27.9. 1949. Hann er sonur Gunngeirs Péturs- sonar, f. 28.1. 1921, og Sigurrósar Eyjólfsdóttur, f. 23.8. 1922. Börn Höllu og Viðars eru: Hauk- ur Vatnar, f. 8.11. 1976, leikskóla- kennaranemi, hann á soninn Elías Hlyn, f. 20.5 1996, með Huldu Þórð- ardóttur, f. 18.5. 1977; Álfheiður f. 12.2 1978, nemi í Ferðamálaskóla Flugleiða, sambýlismaður hennar er Jón Hákonarson, f. 6.11. 1976, símsmiður; Guðmundur Valur, f. 3.4. 1983, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Systkini Höllu eru Ágúst, f. 30.4. 1948, Stefán, f. 21.5. 1956, og Kristín f. 10.5. 1961. Foreldrar Höllu eru Guðmundur Ámundason frá Sandlæk, f. 17.9. 1913, bóndi í Ásum, og kona hans, Stefanía Ágústsdóttir, húsfreyja í Ásum, f. 12.11. 1923. Halla er að heiman á afmælisdag- inn. Jón Gvlfi Hinriksson lést föstudaginn 23. febrúar á Hrafnistu i Hafnarfiröi. Ársæll Pálsson, Hrafnistu, Hafnarfiröi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudag- inn 23. febrúar. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. ---7---------- IJrval - gott í hægindastólinn Merkir Islendingar Sveinn Björnsson, fyrsti forseti hins ís- lenska lýðveldis, var fæddur 27. febrúar 1881 í Kaupmannahöfn. Hann var sonur hjónanna BjörnS Jónssonar, ritstjóra, alþingismanns og ráðherra, og k.h., Elísabetar Guðnýjar Sveinsdóttur hús- móður. Sveinn lauk stúdentsprófi aldamóta- árið 1900 og hélt síðan til Kaupmanna- hafnar til að stunda laganám. Því lauk hann vorið 1907 og varð sama ár yfir- réttarmálaflutningsmaður og 1920 varð hann hæstaréttarlögmaður. Á árunum 1907 til 1920 rak Sveinn málflutnings- skrifstofu í Reykjavík. 1919 var hann sett- ur málaflutningamaður við landsyfirréttinn og frá 1920 til 1924 gegndi hann starfi sendi- Sveinn Björnsson herra í Danmörku og aftur árin 1926 til 1941. Áriö 1941 var hann kjörinn af Alþingi rík- isstjóri íslands og þann 17. júni 1944 var af kjörinn fyrsti forseti íslands að Lög- bergi á Þingvöllum. Hann var tvisvar endurkjörinn án atkvæðagreiðslu. Sveinn starfaði einnig i bæjarstjórn Reykjavíkur og var formaður í ýmsum nefndum og samtökum. Til dæmis var hann einn af stofnendum Rauða kross Islands og fyrsti formaður hans. Sveinn tók sér ættarnafnið Bjömsson árið 1923. Sveinn Björnsson lést þann 25. janúar árið 1952. Ástráöur Þórðarson múrarameistari, Laugateigi 32, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Áskirkju á morgun, 28. febr- úar, kl. 13.30. Elísabet Ólafía Siguröardóttir, Hjallaseli 21, Reykjavík, veröur jarösungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. ------------------------- IJrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.