Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 15
14
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
i
27
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoóarritstjóri: Jðnas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
í dulargervi frétta
Hagsmunaaðilar hafa í vaxandi mæli reynt að bæta
stöðu málstaðarins með því að láta Gallup spyrja hlut-
drægra spurninga með hlöðnum aukasetningum í stíln-
um: Ertu samþykkur, ef þetta og hitt er svona? Þannig hef-
ur mælzt stuðningur við stóriðju á Austurlandi.
Að sjálfsögðu er þessi aðferð í vopnabúri deCODE
Genetics, sem lét Gallup nýlega spyrja lækna, hvort þeir
vildu gagnagrunninn fræga, ef hann væri í samræmi við
fjölþjóðlegar reglur. Síðan blés fyrirtækið til fréttamanna-
fundar, þar sem stjórn Læknafélagsins var gagnrýnd.
Svo óheppilega vildi til, að Gallup hafði togað spurning-
una svo mikið til, að stjórn Læknafélagsins gat túlkað nið-
urstöðuna sér í hag, þar sem hún hefði raunar alltaf ver-
ið að berjast fyrir, að farið væri að fjölþjóðlegum reglum.
Staðan í deilu málsaðila var því áfram í patti.
Á fundinum var niðurstaðan túlkuð sem vantraust
lækna á stjóm félags síns. Blaðurfulltrúi deCODE Genet-
ics gætti þess vandlega að segja ekki frá, að önnur keypt
spurning hafði flallað um það atriði, en svörin því miður
sýnt meirihlutastuðning lækna við stjórn félagsins.
Fjölmiðlar höfðu étið meira eða minna úr lófa deCODE
Genetics og urðu langleitir, þegar falda spurningin og
svörin við henni komu í ljós. Þetta er gott dæmi um
vandamálin, sem blaðurfulltrúar og fyrirtæki í almanna-
tengslum em farin að skapa fjölmiðlum hér á landi.
Tilkynningar, sem berast fjölmiðlum, eru meira eða
minna smíðaðar af ímyndarfræðingum og öðmm sérfræð-
ingum í hagræðingu staðreynda. Fjölmiðlar hafa misjafna
burði og því miður líka misjafnan vilja til að standast
áhlaupið og láta þetta allt of oft yfir sig ganga.
Mörgum finnst þægilegast að vera til friðs og láta
óþægileg mál eiga sig. Þannig breytast íjölmiðlar í krana,
sem hagsmunaaðilar skrúfa frá og fyrir að vild. Sumir
þeirra tryllast meira að segja, ef þeir fá ekki að stjóma
millifyrirsögnum og hönnun efnisins á síðum.
Ekki bætir úr skák, að hin hefðbundna fréttamennska
af gagnrýnum toga hefur verið á undanhaldi hér á landi á
allra síðustu árum. Fjölmiðlar eru sagðir velta sér upp úr
soranum, ef þeir fjalla mikið um hin fjölmörgu skítamál í
þjóðfélaginu. Þeir óhreinkast af umræðuefninu.
Engu máli skiptir, þótt hvert orð sé rétt í fréttum af
ýmsum sora í þjóðfélaginu. Sú staðreynd, að fjölmiðill
skuli yfirleitt leggja slíkan fréttaflutning fyrir sig, er not-
uð til að kasta rýrð á hann og kalla hann sorprit.
Hefðbundin blaðamennska vestræn sætir ámæli.
Hluti markaðarins vill raunar ekki vita af neinum
óþægilegum fréttum. Se&Hor-fólkið hefur meiri áhuga á
fínu kjólunum, sætu stúlkunum og flottu pörunum. Þar á
ofan heimta menn, að sjónvarpið skemmti þeim og frói. Sú
krafa nær inn i fréttir og fréttatengt efni ljósvakans.
Komin er til skjalanna ný sjónvarpsstöð, þar sem frétt-
ir hafa glatað öllu upplýsingagildi og eru orðnar að hreinu
skemmtiefni. Svokallaðir fréttamenn stöðvarinnar kunna
ekkert til verka og vilja ekki kunna, en eru kynntir fyrir
markaðinum sem eins konar ímyndað frægðarfólk.
Stjórnmálamenn eru látnir leika trúða í sjónvarpsþátt-
um, syngja og spila og fá að launum svokölluð drottning-
arviðtöl við sig í þáttum sem stjómað er af gleðiböngsum
nýja stílsins. Allt er þetta í samræmi við þá kröfu áhorf-
enda, að ekkert lát verði á skemmtuninni.
Þetta eitrar út frá sér til gömlu sjónvarpsstöðvanna,
sem vilja ekki láta nýju stöðina tína af sér kúnna. Fréttir
og skemmtun fara því líka þar að renna út í eitt.
Jónas Kristjánsson
DV
Skoðun
Hvar eru markaðslausnir nú?
Sá sem unniö hefur um árabil á
hinum félagslega vettvangi þar
sem kjör eru hvað kröppust hefur
fylgzt meö hinum ört vaxandi
vanda í húsnæðismálum, sem
hreinlega er nú skelfilegur orö-
inn. Að undanfómu hefur verið
fjallað nokkuð í fjölmiðlum um
þennan vanda, þessa hreinu neyð
svo alltof margra þjóðfélagsþegna.
Bara fyrir suma - ekki
aöra
Það hefur vakið verðuga at-
hygli mína að ekki hafa talsmenn
hinnar alltleysandi markaðshyggju
verið á vettvang kallaðir, svo sem nú
er til siðs varðandi alla þjóðfélagsum-
ræðu og er þó mála sannast að kenn-
ingar þeirra ganga út á hið algilda
frelsi markaðarins sem allsherjar-
lausn alls vanda í samfélaginu. Sömu-
leiðis mætti að því huga einnig að
einmitt þessar markaðslausnir hafa
verið að setja sívaxandi mark sitt á
húsnæðismálin í heild sinni um leið
og hinum félagslegu lausnum hefur
verið þokað til hliðar. Þess vegna
furðar maður sig á því að þessir sí-
blaðrandi „spekingar" skuli nú ekki
látnir koma með lausnimar.
Máski er það af því að fjölmiðlar
Helgi Seljan
fyrrv. framkvæmastj.
Oryrkjabandalagsins
eða öllu frekar þeir
sjálfir vOja ekki láta
opinbera þann beizka
sannleika að markaðs-
lausnirnar eru bara
fyrir suma en ekki
aðra og allra sízt þá
sem erfiðari eiga lífs-
leiðina, enda grund-
völlur „hugsjónarinn-
ar“ sá að misskipting
eigi sér ríkulega stað
milli þegnanna. Þess í
stað hefur verið kallað
til hinna opinberu að-
ila og þeir krafðir um lausn þess
vanda sem hið grimma markaðskerfl
hefur öðru fremur skapað.
Þögulir „spekingar"
Það er auðvitað mála sannast að
vandinn í húsnæðismálum er öðru
fremur afleiðing alltof lakra kjara svo
ótrúlega margra og þar þekki ég bezt
til öryrkja sem ekki eiga minnsta
möguleika á því að fara út á hinn
frjálsa markað þar sem húsaleigan
ein gleypir allt mánaðarkaupið.
Þeirra þrautalending er eölilega sú
að leita á náðir Hússjóðs Öryrkja-
bandalagsins og þá sveitarfélaganna
um úrlausn sinna mála og þar lengj-
„Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur einnig tekið að
sér það stóra hlutverk að leysa vanda hins opinbera í
þeim hluta sem snýr að biðlistum svœðisskrifstofa um
húsnœði fyrir fatlaða.... “ - Frá fundi Öryrkjabanda-
lagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðasta mánuði.
ast biðlistar stöðugt og skipta fleiri
hundruðum á meðan hin villtu mark-
aðsöfl leika lausum hala sem aldrei
fyrr og auðvitað ábyrgðarlaus eins og
fyrri daginn, hvort sem litið er til al-
mennra kjara eða húsnæðismála
einna sér. Þess vegna eru „speking-
arnir“ miklu þögulir enda yrðu svör
þeirra eflaust: kemur mér ekki við.
Mér varð hugsað til þessara blaðr-
Langlínulíf
Einhver myndi kannski segja án
umhugsunar, ef spurður væri, að
þaö dýrmætasta i lífinu væru eigin
hæfileikar. Enn annar, hugsanlega
viðskiptalega þenkjandi þann dag-
inn, segði það aö vera á réttum staö
á réttri stundu mestu gjöf lífsins.
En hvernig sem við brjótumst um
og reynum að rökstyðja einhverja
þvælu byggða á þröngri sýn okkar á
lífið þá verður það seint hrakið að til
þess að við fáum notið alls hins góða
sem okkur dettur í hug að líflð gæti
fært okkur verðum við að hafa góða
heilsu. Heilsan er það dýrmætasta
sem hver maður hefur.
1 góðu riti var sett upp einfold
mynd af heilsu manna.
Tímaás var teiknaður á lóðrétta
langlínu og núið efst á stööugri upp-
leið. Þvert á tímaásinn og liggjandi í
núi hvers tíma var ás, langur ás. Við
vinstri enda hans stóð orðið „dauði“
og þar endaði strikið. í hinn endann
var ör og undir henni stóð „Hið góða
líf‘. Um miðbik láréttu línunnar var
texti um hina einkennalausu heilsu.
Til vinstri handar mátti svo rekja sig
smástígt í gegnum almenna kvilla,
yfir í alvarleg veikindi og svo dauða.
En það sem skiptir mestu máli er að
í hina áttina mátti rekja sig stig-
hækkandi í átt að hinu góða lífi.
Einkennaskortur
Einkennalaus heilsa var þarna
„Kannski er streitufulla kapphlaupið um mesta neyslu
annars vegar og mesta athygli hins vegar sá leikur sem
við viljum leika. Ef svo er - því þá að láta svona illa
yfir öllum hliðarverkununum?“
Með og á móti
Þjóðlegt og gott
ekki séð sem endilega góð
heilsa. Ekki höfuðverkir,
ekki streituköst, ekki við-
kvæmni í maga eða ekki
bakverkir - þetta er ekki
nóg til þess að heilsan sé
mjög góð. Ekki offita, ekki
þunglyndi og ekki svefn-
truflanir dugir ekki held-
ur. Skortur á einkennum
lélegrar heilsu er ekki
nema fyrsta skrefið í átt að
góðri heilsu og hinu góða
lífi. í bókinni góðu var
neffiilega litið á heilsuna í
víðara samhengi þar sem lífshætt-
irnir voru tengdir einkennum góðr-
ar og slæmrar heilsu. Þannig er til
dæmis líklegt að sá sem fær tíð
streituköst búi við álag sem er ekki
í samræmi við hæfni hans til að
axla slíkt.
Segjum að lýsingin á þeim sem
lifir hinu ímyndaða góða lífi hljóm-
aði eitthvað á þessa leið: Hinu góða
lífi lifir sá sem er öruggur og ham-
ingjusamur. Þakklæti fyrir gjafir
lifsins litar allar hans hugsanir og
gjörðir. Hann er ljúfur í viðmóti við
aðra, kastar aldrei hnjóðsyrði og er
vinur vina sinna. Hann hefur þrosk-
að hæfileika sína og hug sinn og not-
ar þekkingu sína á þann hátt sem
samræmist gildismati hans og við-
horfum öllum. Hann er fullnægður
og sáttur við stöðu sína en líka
óhræddur við áskoranir og krefjandi
verkefni. Framlag hans I samfélag-
inu er unnið með gleði í hjarta og
fjölskyldunni sinnir hann af alúð.
Hann sofnar á hverju kvöldi sáttur
og vaknar að morgni fullur gleði
vegna þeirra tækifæra sem hann sér
Sigfríöur
Björnsdóttir
tónlistarkennarí
svo mikið af í umhverfi
sínu. Tækifæra til að gera
lífið enn ríkulegra og
dýpra.
Fáviti eöa lygari
Ef þetta er lýsing á hinu
góða lífi og þeim sem því
lifa þá erum við í vondum
málum. Þetta er nefnilega
svo langt frá myndinni af
hinum vel heppnaða ein-
staklingi nútímaþjóðfélags
að sá í góða lífinu hljómar
næstum því eins og hann sé
fifl. Enginn af þeim sem almennt
telst framarlega í þjóðfélaginu gæti
mögulega fallið í þetta mót.
Kannski er hið góöa líf þegar allt
kemur til alls ekki það sem við
keppum að. Kannski er streitufulla
kapphlaupið um mesta neyslu ann-
ars vegar og mesta athygli hins veg-
ar sá leikur sem við viljum leika. Ef
svo er - því þá að láta svona illa yfir
öllum hliðarverkununum? Af hverju
er þetta leikrit í gangi í samfélaginu
um það að hægt sé að búast við
góðri eða allavega einkennalausri
heilsu standandi á vígvelli neysl-
unnar þar sem hlaupið er í hringi til
síðasta blóðdropa?
Það er auðvitað borin von og raun
mun meiri ástæða til að hafa áhyggj-
ur af þeim sem engin einkenni hafa
á sprettinum því sennilega leggja
þeir sig bara ekki nógu mikið fram.
Hlaupið er þess eðlis að allar mann-
eskjur sem það þreyta munu bera
þess merki og sá sem þykist sleppa
við einkennin er annaðhvort að
ljúga eða bara þykjast hlaupa.
Sigfríður Björnsdóttir
- , 5 Í:V-
mm
Saltkjöt á sprengidaginn
Gamall ósiður
j „Það er nú helst
að ég sé hliðhollur
I saltkjötinu, því hef
■mY ég aldrei neitað og
allra síst á sjálfan
sprengidaginn. Þetta er matur
sem maður er alinn upp við og
hefur haldið áfram að borða
eftir að maður fór sjálfur að
búa. Þetta er gamall hollur ís-
lenskur matur. Á árum áður,
flesk og rófur og þetta borðar
öll fjölskyldan með bestu lyst.
Það kann að vera að til sé
hollari matur en ég held að
þetta sé þó ekki það óhollt að
ekki sé í lagi að borða þetta
einstaka sinnum. Á mínu
heimili eru saltkjöt og baunir
borðuð nokkrum sinnum á ári
og almennt held ég að þetta sé
víða á borðum landsmanna.
Emil
Thorarensen,
formaóur
þegar maður var i foreldrahús- útvegsmannaféiags Óhollustan er alveg örugglega
um, var kjötið saltað heima, us jar 3 ekki meiri en í þessum pitsum
mamma sá um það, en í dag kaupa all- og hamborgunum og hvað þetta heitir
ir þetta í matvöruverslununum. Þetta allt saman, þessi skyndibitamatur sem
er mikill herramannsmatur, það eru margir borða daglega og sumir virðast
baunir með kjötinu að sjálfsögðu og lifa á.“
„Ja, ekki er það
| gott, saltkjötið, svo
mikið er víst. Það
F er nú eitthvað
farið að draga úr
þessum saltkjötsósið, a.m.k.
hjá yngra fólkinu, enda er
þetta gamall og gróinn ósiður
að setjast niður á hverjum
sprengidegi og spæna þessum
óþverra í sig.
Þennan mat fékk maður á -----------
diskinn sinn hvort sem manni líkaði
betur eða verr, það var ekkert verið
að spyrja mann að þvi hvort maður
vildi þetta eða ekki. Þetta skyldi
niður, hvort sem manni líkaði það
Sverrir
Leósson
útgeröarmaöur
eða ekki. Annars er það helst
um þennan mat að segja að
hann er helvítis óþverri og
það ætti að leggja saltkjötsát
af ekki síðar en strax.
Yfirleitt er notaður í
þennan mat einhver óþverri
en betra kjötið notað í annað.
Svo er verið að hella yfir þetta
einhveiju baunagumsi og það
er alveg út í hött að halda
þessu áfram og kalla þetta
einhvern þjóðlegan sið.
Þá væri nú viturlegra að snúa sér í
auknum mæli að fiskinum, þeim
besta í heimi, sem við höfum yfir að
ráða.“
ara á dögunum þegar Hússjóður Ör-
yrkjabandalagsins var að taka í notk-
un fjölbýlishús sitt á Sléttuveginum
sem blessunarlega leysir vanda
margra öryrkja sem við hreina neyð
bjuggu í húsnæðismálum, enda eru
þar hin félagslegu úrræði í heiðri
höfð og að unnið af hyggindum og
hagsýni en um leið mikilli framsýni.
Virkar aðeins í elna átt
Hússjóður Öryrkjabandalagsins
hefur einnig tekið að sér það stóra
hlutverk að leysa vanda hins opin-
bera í þeim hluta sem snýr að biðlist-
um svæðisskrifstofa um húsnæði fyr-
ir fatlaða sem margniðurskorinn
Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur
hvergi nærri getað sinnt sem skyldi,
enda niðurskurðurinn í raun að
kröfu markaðspostulanna.
Markaðslausnimar láta hins vegar
á sér standa þegar fólk í kjaralegri og
aðstöðulegri neyð er annars vegar.
Enn ein staðfesting þess að það kerfi
virkar aðeins í þá átt að gjöra þá bezt
settu enn betur setta. Þetta minnir á
þá sígildu sögu Litlu gulu hænuna
þar sem stendur: Svínið sagði: Ekki
ég. - Og ekki orð um það meir.
Helgi Seljan
Ummæli
Gagnagrunnur
á heilbrigðissviði
„Virkur, miðlægur
gagnagrannur á heil-
brigðissviði er grand-
völlur að því háleita
markmiði að finna
með sem skjótustum
hætti orsakir og lækn-
ingu við fjölda alvar-
legra meina er hrjá mannkynið ... Það
er með öllu óþolandi að fámennur hóp-
ur geti, með málþófi og í trausti að-
stöðu sinnar, staðið í vegi fyrir og tafið
framgang framfara er til heilla horfir
fyrir þjóð okkar og mannkyn allt...
Frumkvöðlar með háleit markmið
þurfa að hafa bjargfasta trú og mikið
úthaid til að vinna sínum góðu málum
brautargengi. Þeir eiga oft við ramman
reip að draga. Þeir þurfa á skilningi,
samvinnu og samheldni samferða-
manna sinna að halda, en ekki fyrir-
stöðu. - Eða er það virkilega svo, að ís-
lands óhamingju verði allt að vopni?“
Jón H. Karlsson framkvæmdastjóri,
í Mbl.-grein 24. febrúar.
Fréttamenn og launakjör
„Fjölmiðlamenn eru sífellt að tala
um laun annars fólk og láta jafnvel
stundum eins og einhver eigi „rétt“ á
að vita nokkuð um launakjör annars
fólks ... Hvemig væri nú ef þessir
fréttamenn tækju sig nú saman um
það að fjaila ýtarlega um eigin launa-
kjör? Ætti þeim
Það tíökast á sprengidaginn ár hvert að landsmenn setjist nlður á heimilum sínum eöa annars staðar og borði saltkjöt. Ekki er þetta talinn hollur matur
en menn vilja, sumir a.m.k., halda í það þjóðlega og snæða því saltkjötið með bestu lyst.
að reynast auð-
t'iÞjóðviljinn
velt að greina þar rétt og nákvæmlega
frá enda gætu þeir þá stuðst við
launaseðla en þyrftu ekki að reikna
upp úr áætlunum skattyfirvalda.
Fréttamennirnir eru sjálfir flestir
þekktari persónur en það fólk sem
þeir fjalla um af mestri ákefð og má
því ætla að margir séu sérstaklega
forvitnir um þeirra kjör. Ef nokkur al-
vara er á bak við orð þeirra um að
„almenningur eigi rétt á upplýsing-
um“ um mál af þessu tagi þá ættu
fréttamenn af þessari sort að tryggja
að þeirra eigin einkamál liggi ætíð
fyrir hunda og manna fótum.“
Úr Vef-Þjóöviljanum, 23. febrúar.
Skörulegur borgarstjóri
„Bjöm yrði ábyggi-
lega býsna skörulegur
borgarstjóri og vinur
smælingjanna. Hann
hjálpaðí mér einu
sinni að ýta bílnum
mínum í gang á köld-
um vetrarmorgni hér í
Reykjavík og þá var hann þó bara
þingmaður. Ég býst við að hann taki
ærlega til hendinni við að hjálpa borg-
arbúum veröi hann borgarstjóri.
Hvort svo hins vegar verði er von-
laust að spá um á þessari stundu."
Illugi Jökulsson pistlahöfundur,
í Degi 24. febrúar.
s
Vormenn Islands
Kastljósþátturinn var
auglýstur undir stjóm
tveggja umsjónarmanna en
gestur var aðeins einn,
Kári Stefánsson, forstjóri
ÍE. Það var við hæfi að vel
væri í lagt. Umræða fór ró-
lega af stað en fljótlega fóru
tónar að skerpast. Kári
klippti í sundur spurningu
stjómenda með einbeittum
og hvassbrýndum svip og
lyfti flötum hægri lófanum
upp á milli sín og þeirra
eins og sverði; hann vildi ljúka við
að svara síðustu spurningimni á
þeim tíma sem honum þóknaðist.
Stjórnendum skyldi vera ljóst, þar
sem þeir hefðu spurt, yrðu þeir að
gjöra svo vel og hlusta á svar.
Annarri tilraun til að lauma inn
spurningu var kollvarpað með
hvössu augnaráði og láta glampa að-
eins á sverðið; engum duldist hver
stjómaði þættinum.
Einu sinni ellefu
Fyrir rúmum tveimur árum birt-
ist ÍE eins og þruma úr heiðskíru
iofti. Forstjórinn sjálfur var í fyrir-
svari í mörgum útvarps- og sjón-
varpsþáttum; honum leið augljós-
lega best þegar hann átti í höggi við
marga í einu og helst nokkra kollega
þar á meðal. Það var sem hann rað-
aöi mótherjum upp i kippu og af-
greiddi þá síðan pent á einu bretti
með yfirburöa stílbragði og hátíð-
leik. Mörlandann kallaði hann ann-
aðhvort „íslensk þjóð“ eða „íslenskt
þjóðfélag" í stíl við orðbragð forset-
Kjallari
Æ\i!BttuPéX
rrw/
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
ans þegar mikið liggur við.
Þegar litið er til þess
liðna er Ijóst að Kári á sér
fáa líka í sögunni; þó er
saga hans hreint ekki öll.
Þess er helst að minnast að
Egill Skallagrímsson mun
hafa sagt: „Tvisvar bar ég
sigurorð af átta og einu
sinni ellefu."
Kári hefur hrist svo dug-
lega upp í málum að fyrir-
tæki hans er í senn hið vin-
sælasta og eitt hið um-
deildasta. Svona lagað hlýtur að
framkalla heiftarleg viðbrögð en
hælbítar og hýenur hafa að sjálf-
sögðu látið á sér kræla eins og
endranær þegar mikið stendur til.
Um ábyrgö
Ekki þarf að fjölyrða um mark-
aðsgengi ÍE og hið herfilega hrun.
Að þessu var vikið í kastljósþættin-
um og beðið var um skýringu á
klumsinu. Jú, verðhrun á ameríska
Nasdaq-markaðnum gerðist sam-
timis! En verðfall ÍE er miklu
meira? „Það á að miða við fyrirtæki
sem skrásett voru á sama tíma á
Nasdaq." Ekki tiltók forstjórinn þó
nákvæmlega hvaða fyrirtæki hann
vildi að samanburður væri gerður
við. En hann sagði að fólk ætti að
líta á bréfakaupin sem langtíma
áhættufjárfestingu sem hann væri
viss um að skilaði sér seinna; þetta
hefði hann betur sagt þegar verð
bréfanna hóf hið brjálæðislega
himnaflug. Fjöldamargir íslending-
ar hafa tapað stórfé, sennilega tug-
um milljarða, á kaupum á ÍE-bréf-
um og eiga margir nú um mjög sárt
aö binda.
Þótt hver maður eigi að sjá um
sig sjálfur í þessum efnum er ljójj^
að þjóðin var með öllu óviðbúin
svona glæsilegri skyndiárás inn á
hinn vanþróaða íslenska hlutabréfa-
markað; það var sem skonnorta
sigldi seglum þöndum inn í lægi
árabáta með agndofa stakkkörlum.
Ekki er nóg með að sjálfur forsætis-
ráðherrann hafi verið ljósmóðir fyr-
irtækisins, heldur heillaði forstjór-
inn einnig marga landsmenn upp úr
skónum með framgöngu sinni.
Margt er brallað til að auka
orðstir fyrirtækja til að hækka verð
bréfa. Spurningar hafa vaknað í
sambandi við yfirlýsingar Kára um
áfangagreiðslur frá Hoffmann la
Roche, sem er á vissan hátt i einum
og sama bát og ÍE, en það gerir mál-
ið tortryggilegt. Fyrir fáeinum dt^
um upplýsti forstjórinn um áfanga-
árangur í sambandi við gigt og geð-
klofa. Gott og vel en almúginn sér
ekki í hendi sér hvaða sjúkraskrár
hafa þegar verið notaðar og hvort
fyrir liggi samþykki sjúklinga.
Kári hefur áður farið fram á ystu
nöf 1 málum sem snerta hans frama;
það má segja að hann hafi dansað á
barmi hyldýpisins og glott á meðan.
Glima hans nú við Læknafélagið er
flestum óskiljanleg, en svo virðist
sem djúpstæður trúnaðarbrestur sé
á milli hans og margra lækna sem
hugsanlega telja að hann muni
áfram fara út á ystu nöf.
Jónas Bjarnason
„Þegar litið er til þess liðna er Ijóst að Kári á sérfáa líka í sögunni; þó er saga hans
hreint ekki öll. Þess er helst að minnast að Egill Skallagrímsson mun hafa sagt
„Tvisvar bar ég sigurorð af átta og einu sinni ellefu.“ - Við málverk í Gerðubergi.