Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001
Skoðun DV
Hver er
uppáhaldsgrínistinn þinn?
Hilmard Pálsson nemi:
Jón Gnarr, hann er algjör snillingur.
Guðmundur Ingólfsson nemi:
Örn Árnason er fyndinn.
Eðvarð Atli Birgisson nemi:
Pabbi, svo gaf hann mér
góöan húmor.
Björn Jónsson nemi:
Jón Gnarr, hann er bestur.
Anna Brynjólfsdóttir nemi:
Tvíhöföi, þeir eru frábærir, hlusta
mikiö á þá.
Galloway er víða um land
Enn í einangrun í Hrísey
Kýrnar eru af Galloway-stofni, Angus og Limósín.
Undanfarin misseri hefur
áhersla verið lögð á að allir
söluaðilar uppfylli allar
reglur um merkingar af-
urða, samkvœmt settri
reglugerð. Þannig eiga neyt-
endur að fá réttar og ná-
kvœmar upplýsingar um
það nauta- eða nautgripa-
kjöt sem keypt er, segir hréf-
aö þeim nautum sem verið er að
dreifa sæði úr í dag.
Varðandi vandamál neytenda við
að fá kjöt af þessum holdastofnum
þá vekur það vissulega furðu mína
að menn brosi út í annað sé spurt
um nautakjöt af þessum toga. í flest-
um kjötverslunum og í kjötborðun-
um (sem eru því miður ekki algeng
sjón lengur) er boðið kjöt af holda-
stofnum auk þess sem seldar eru
sérmerktar pakkningar með þessu
kjöti í nokkrum verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
í fyrirspurninni er því líka velt
upp hvort kýrkjöt sé hér selt sem
nautakjöt. - Landssamband kúa-
bænda hefur undanfarin misseri lagt
áherslu á að allir söluaðilar uppfylli
allar reglur um merkingar afurða,
samkvæmt settri reglugerð. Þannig
eiga neytendur aö fá réttar og ná-
kvæmar upplýsingar um það nauta-
eða nautgripakjöt sem keypt er.
Samkvæmt úttekt okkar eru
merkingarnar á nauta- og naut-
gripakjöti í verslunum landsins
undantekningarlítið í mjög góðu
lagi. Rétt er þó að brýna fyrir fólki
að lesa vel á umbúðimar og spyrja
um uppruna varanna, bæði okkar,
og ekki siður þeirra sem innfluttar
eru.
Snorri Sigurösson,
framkvstj. Landssambands kúa-
bænda, skrifar:
í DV 5.2. sl. er spurt
hvar Galloway-kjöt sé að
finna og þvi velt fyrir sér
hvort Galloway-kynið sé
horfið. Þar sem mér er
máliö skylt tel ég rétt að
upplýsa lesendur blaðsins
lítillega um afdrif Gall-
oway-stofnsins og annarra
holdastofna hérlendis.
Galloway-nautakynið á
sér langa sögu og var um
tíma eina holdakynið hér-
lendis, eða allt til ársins
1994 er fósturvísar af
holdanautakynjunum
Aberdeen Angus og
Limósín voru fluttir til
Hríseyjar. Þessir holda-
stofnar voru fluttir hing-
að þar sem væntingar
voru til þess að þessi kyn myndu
betur tryggja kjötgæði og framlegð
nautakjötsframleiðslunnar. í fram-
haldi af þessu hefur sala á holda-
sæði til kúabænda nær eingöngu
einskorðast við Angus og Limósin
en Galloway-sæði er þó enn í nokk-
urri sölu (um 10% af hinum stofn-
unum). í dag er nærri lagi að 1000
til 1500 holdakálfar (bæði blending-
ar og hreinir) fæðist árlega.
Mjög fáir bændur landsins hafa
nautakjötsframleiðslu sem aðalbú-
grein enn sem komið. Nokkrar
holdanautahjarðir eru þó í öllum
landshlutum og eru á annað þús-
und holdakýr i landinu. Sú hjörð í
Hrísey sem vitnað er til í fyrir-
spurninni er þar enn í einangrun.
Stofninn í eigu Nautastöðvar
Landssambands kúabænda. Kýrnar
í Hrísey eru af Galloway-stofni,
Angus og Limósín, og eru að hluta
til sá ræktunarhópur sem stendur
Sprenging við hús í Vogum
Nýlega sprakk
heimatilbúin
sprengja við hús-
ið Brekku í Vog-
um á Vatnsleysu-
strönd. Frá þessu
var m.a. greint í
DV og á Stöð 2.
Einnig fjallaði um
þetta landsþekkt-
ur útvarpsmaður,
Sigurður Pétur.
Það voru margir
sem hneyksluðust á þessari ljótu að-
for að ibúa hússins Brekku.
Mál þetta er ein sorgarsaga. Sl.
þrjú ár hefur íbúinn, sem er ein-
setumaður, æ ofan í æ kvartað við
forráðamenn hreppsins, þ.m.t.
barnavemdarnefnd, án nokkurs ár-
angurs. Það er mín skoðun, og
margra annarra sem ég hef rætt við,
Langvarandi ofsóknir á
hendur öldruðum einbúa
vekja upp illt orðspor á
hreppnum sem hefur verið
að sœkjast eftir nýjum íbú-
um. - Fólk hugsar sig um
tvisvar áður en það sest að
í svona bœjarfélagi.
að slíkar langvarandi ofsóknir á
hendur öldruðum einbúa veki upp
illt orðspor á hreppnum sem hefur
verið að sækjast eftir nýjum íbúum.
- Fólk hugsar sig um tvisvar áður
en það sest að í svona bæjarfélagi.
Ég hef þekkt íbúa Brekku i Vog-
um frá því ég var lítill og veit að
hann verðskuldar ekki svona fram-
komu unglinganna í Vogum. Nær
heföi verið fyrir þessa pilta og raun-
ar foreldra þeirra líka að gleðja
þennan mann um sl. jól og áramót.
En svo var ekki, heldur var reynt að
vinna sem mest spjöll og jafnvel til-
raun gerð til að kveikja í húsinu.
Ævi þessa manns hefur ekki ver-
ið dans á rósum, hann var aðeins 9
ára er faðir hans lést og 14 ára
missti hann móður sína, á gamlárs-
dag 1951. Þá gekk hann einn út í líf-
ið, leigði sér herbergi í Vogum og
fór að vinna fyrir sér, og er reyndar
enn að. Ég veit ég mæli fyrir munn
allra sem unnið hafa með honum,
að þar fer drengur góður. Því er það
skömm fyrir Voga að láta svona lag-
að átölulaust. - Á meðan unglingar
fá að leika lausum hala og ofsækja
eldra fólk, tel ég Voga á Vatnsleysu-
strönd afar slæman stað til að fjár-
festa í.
Skarphéðinn
Einarsson
skrifar:
Dagfari
Mörður er gígja
Mörður hét maður og nefndur gigja, las
amma alltaf fyrir Dagfara þegar hann var í reif-
um. Þegar hann óx úr grasi var Dagfari alltaf
viss um að Mörður spilaði á gítar í einhverri
hljómsveit. Og fram að ákveðnu ártali hélt Dag-
fari að hljómsveitin héti Njála.
Dagfari er nervus.
Samfélagið hefur verið á öðrum endanum yfir
islensku tungunni. Dagfari hefur líka verið á
öðrum endanum enda væri það mjög óeðlileg
staða að vera á báðum endum. Mörður er
reyndar á báðum endum. Veit ekki í hvorn fót-
inn hann á að stíga og því síður í hvaða skóm
hann á að vera.
Sonur þjóðháttafræðingsins vildi syngja á ís-
lensku. Á íslensku má alltaf finna svar, sagði
Mörður og vildi að Einar Bárðar héldi sig hæg-
an og hætti þessari vitleysu. Mörður hugðist
leggja Einar á vælkrók. En Einar barðist áfram
þangað til hann lagði Mörð með klofbragði.
Mörður klofnaði nefnilega í eigin afstöðu til
málsins.
Mörður hafði sofið þokkalega rólegur allt þar
til undankeppnin hófst í sjónvarpinu. Þá byrjaði
kurrinn yfir því að þurfa að syngja á íslensku
fyrir útlendinga. Einar B. var fullviss um að það
væri lykillinn að frægð og frama í Evrópu. Hann
„Skaut mér skelk í tá, “ sagði í Birtu og
hvernig yrði það á ensku? „Shot terror to
my toes“? Auðvitað. Þetta hlýtur að vera
um uppganginn hjá Össuri hf. hugsaði fólk.
„Nú hanga á mér fötin, restin fauk mér frá,
var nœstum búinn. “ Var þetta um Herba-
life-kúra íslendinga í gegnum árin ? Svarið
hlaut að koma í ensku útgáfunni.
varð að fá la'gið á ensku. Aðrir íslendingar
stilltu sér vígreifir upp við hlið hans og börðust.
Það varð þverpólitísk sátt um að hafa lagið á
ensku. Ástæðan fyrir því var þó önnur en hjá
Einari B. íslendingar vildu einfaldlega fá að
skilja textann; þeim fannst það líka krefjandi
verkefni að þýða hann á aðrar tungur. „Skaut
mér skelk í tá,“ sagði í Birtu og hvernig yrði
það á ensku? „Shot terror to my toes“? Auðvit-
að. Þetta hlýtur að vera um uppganginn hjá Öss-
uri hf„ hugsaði fólk. „Nú hanga á mér fötin,
restin fauk mér frá, var næstum búinn.“ Var
þetta um Herbalife-kúra íslendinga í gegnum
árin? Svarið hlaut að koma i ensku útgáfunni.
Mörður beygði sig fyrir vilja Einars B. og
þjóðarinnar. Mörður er líka nútímalegur jafnað-
armaður sem vildi að Tony Blair fengi að heyra
og skilja heimspeki íslenskra jafnaðarmanna:
Líðanin er skrýtin og skelfing litlaus, já. Og far-
in trúin.“ Kannski myndi Tony skilja neyð Sam-
fylkingarinnar og koma til bjargar. Tony er Birta:
„Birta, bíddu eftir mér. Af öllu minu hjarta þá
leita ég að þér.“
Og Mörður er gígja. Það þurfti bara að stilla
hann. Hann var svo einstrengingslegur.
Frá undirritun samninga um
áætlunar- og sjúkraflug
Gormabækur gartga á milli.
Sjúkraflugið
til Akureyrar
- staðfest í gormabækur
Akureyringur hringdi:
Sjúkraflugið er komið hingað til
að vera. Það las ég í Degi i sl. viku.
Ég er feginn þessum vegsauka fyrir
bæinn. Það eykur manni þor og
nokkra velliðan í leiðinni. Nú getur
maður óhræddur misstigið sig
hrapallega, og verið viss um að
komast suður með sjúkraflugi án
tafar. Mér mislíkaði hins vegar al-
veg ferlega er ég sá á mynd með
fréttinni, að þar voru ekki færri en
tveir ráðherrar og tveir forstjórar,
annar frá Flugfélaginu og hinn frá
Tryggingastofnun, að rita nöfn sín i
litlar gormabækur. - Sem þýðir að
hér kann að vera um marklaust
plagg að ræða. Ég var hneykslaður,
og er enn.
Ríkisútvarpið
sameini
fréttatímana
Einar skrifar:
Það er nú ekki öll vitleysan eins og
það að hafa sjónvarp og útvarp sem
rukkað er fyrir óumbeðið. Það getur
ekkert fyrirtæki gengið með þessum
formerkjum. Það vita allir að þegar
samkeppnin er ekki með sama fé á
milli handa og ríkisbáknið er metn-
aður enginn, starfsmenn þurfa lítið
sem ekkert að leggja sig fram og allt
er selt til verktaka ef eitthvað þarf að
vinna sem veigur er í. Starfsmenn
margir hverjir eru í áskrift að laun-
um sínum. Yfirbyggingin er svo stór
að rekstrarkostnaður fer fram úr
áætlun ár hvert. Fréttastofur eru
tvær í einu og sama húsinu með ná-
kvæmlega sömu fréttir. - Látið nú
hendur standa fram úr ermum og
sameinið fréttatímann í útvarpi og
sjónvarpi á kvöldin og sýniö fólki
sem neytt er til að borga afnotagjald-
ið að peningarnir séu ekki notaðir í
sukk. - Kveðja frá borgandi, en ekki
áhorfanda.
„Hvíta ísland“,
hvar ert þú?
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
í helgarblaði
DV 17. febr. sl.
birtist gott viðtal
við Hlyn Frey
Vigfússon, vara-
formann Félags
islenskra þjóð-
ernissinna, undir
heitinu Hvíta ís-
land. - Eins og
margir vita er ég
sjálfur gamall
þjóðernissinni,
bæði skoskur og
íslenskur, enda
kominn af Sumarliða sem fór í vest-
urvíking til Suðureyja. Á mínum
róttæklingsárum hugsaði ég mig
ekki tvisvar um er ég vildi útrýma
óvinum Skotlands og íslands. Nú er
ég að verða vitrari með aldrinum.
Heimurinn í dag er eitt allsherjar
„bland í poka“ og við verðum að
sætta okkur við það. Samt sem áður
skil ég þá vel sem vilja líta upp til
hins hvíta og bláa í heiminum, til
hins forna íslands og hreinnar, ís-
lenskrar þjóðar.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Hlynur Freyr
Vigfússon.
„Heimurinn er
eitt allsherjar
„bland t poka““