Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Page 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
I>V
Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráöherra Danmerkur, fékk í
gær bréf um nýja sjálfstæðisáætlun
Færeyinga.
Samkomulag í
Færeyjum um
sjálfstæðisferlið
Fólkaflokknum, Þjóöveldisflokkn-
um og Sjálfstýriflokknum hefur tek-
ist að ná samkomulagi um að halda
áfram ferlinu í átt að sjálfstæði. Nýja
áætlunin líkist í mörgu áætluninni
sem greiða átti þjóðaratkvæði um 26.
maí. Anfmn KaÚsberg lögmaður af-
lýsti þjóðaratkvæðagreiðslunni af
ótta við að Færeyingar höfnuðu
áætluninni. Þetta leiddi til stjórnar-
kreppu sem nú hefur verið leyst.
Samkvæmt nýju áætluninni er stefnt
að fullu sjálfstæði Færeyja fyrir árið
2012. Afnema á í áfongum ríkisstyrk-
inn frá Danmörku.
Pólskir bændur
brenndu 1500
gyðinga til bana
Pólverjar eru nú í uppnámi vegna
útgáfu bókar stjómmálafræðingsins
Jans T. Gross um dráp á 1500 gyð-
ingum i bænum Jedwabne í Pól-
landi 10. júlí 1941. Gross hefur eftir
rannsókn á skjölum og með viðtöl-
um komist að þeirri niðurstöðu að
það hafi verið þorpsbúar sem hafi
myrt gyðingana í bænum með að-
stoð bænda en ekki nasistar eins og
lengi hefur verið talið. Að sögn
Gross kom ijöldi bænda á hestvögn-
um til liðs við þorpsbúa. Smöluðu
þeir gyðingunum í þorpinu inn í
hlöðu og kveiktu í. Miklar umræður
eru nú í Póllandi vegna afhjúpana
Gross sém flutti frá Póllandi 1968.
Hann er nú prófessor við New York
University í Bandaríkjunum.
Ánægður með nefndarniðurstöðu
Peter Mandelson sagði satt frá
þætti sínum í vegabréfahneyksli.
Mandelson lang-
ar ekki í ríkis-
stjórnina á ný
Peter Mandelson, sem vikið var
úr bresku ríkisstjóminni í janúar
síðastliðnum, kvaðst í gær ekki
langa til að taka aftur sæti i stjóm-
inni þótt niðurstaða rannsóknar-
nefndar, sem kynnt var í gær, sýndi
að hann hefði ekki aðstoðað ind-
verska auðkýfmga við að fá breskt
ríkisfang. Auðkýfingamir höfðu lát-
ið stórfé renna til byggingar Þúsald-
arhvelfmgarinnar í London. Rann-
sóknamefnd komst einnig að þeirri
niðurstöðu aö ekkert hefði verið at-
hugavert við tengsl Keiths Vaz Evr-
ópumálaráðherra við auðkýfingana.
Vísindamenn frá Ítalíu, ísrael og Bandaríkjunum:
11
Ætla að reyna
að einrækta barn
Italski kvensjúkdómalæknirinn
Severino Antinori fullyrti á ráð-
stefnu í Róm í gær að hann gæti að-
stoðað barnlaus pör við að eignast
einræktuð börn innan tveggja ára.
Antinori er læknirinn sem gerði 62
ára gamalli ítalskri konu kleift að
eignast barn fyrir átta árum.
Antinori, Panayiotis Zavos frá
Bandaríkjunum og Ali Ben Abra-
ham frá ísrael segja 600 til 700
ófrjósöm pör um allan heim reiðu-
búin að taka þátt í tilraun þeirra til
að einrækta böm. Áætlunin hefur
sætt harðri gagnrýni ýmissa ann-
arra vísindamanna og trúarleið-
toga.
Vísindamennimir þrír segjast
ætla að heQa tilraunina í Miðjarðar-
hafslandi sem þeir vilja ekki nefna
af öryggisástæðum vegna vaxandi
andstöðu við einræktun manna og
einnig vegna þess að einræktun á
mönnum hefur þegar verið bönnuð
í nokkrum löndum.
ítalski læknirinn segir sömu aðferð
notaða við einræktun á mönnum
og dýrum.
Ian Wilmut, sem skapaði kindina
Dolly, fyrstu einræktuðu kindina í
heiminum, sagðist hafa þurft að
gera 277 tilraunir áður en það tókst.
Fjörutíu prósent einræktuðu dýr-
anna sem hafa fæðst eru vansköp-
uð.
Að sögn Antinoris verður sama
aðferð notuð við einræktun á mönn-
um og dýrum. Stofnfrumur frá fóð-
urnum verða settar inn í eitt af eggj-
um móðurinnar sem komið verður
fyrir í legi hennar. Barnið, sem fæð-
ist, mun bera einkenni fóðurins.
Antinori segir einnig hægt að ein-
rækta konuna. Það fari auðvitað
bara eftir ósk parsins.
Italski læknirinn fullyrðir að nið-
urstaðan verði venjuleg börn. „Þau
verða sérstakir einstaklingar. Þau
verða engar kópíur," fullyrðir hann.
Andstæðingar tilraunarinnar segja
hana siðlausa og hættulega.
I fótabaöi
Vinnumaður á búi nálægt Lille í Frakklandi sótthreinsar stígvél sín viö skilti þar sem varað er við gin- og klaufaveiki.
Búiö hefur verið í sóttkví frá því að gin- og klaufaveiki greindist í sauðfé sem slátrað var þar í síðustu viku. í Bretlandi
greindust í gær 20 ný tilfelli og voru greind tilfelli þar síðdegis í gær 127. Yfirdýralæknir í Bretlandi sagði veikina
þreiðast hratt út meöal nautgripa sem smitast hefðu af sauðfé. Tilkynnt var í gær að mjólkurkýr í Finnlandi væru ekki
smitaðar eins og óttast var í vikunni.
Borgarstjórinn í Bogota
setti útgöngubann á karla
Antanas Mockus, hinn vinsæla
borgarstjóra í Bogota í Kólumbíu,
skortir sjaldan hugmyndir. Flestar
ganga þær út á að gera líf borgarbú-
anna betra og öruggara. Hugmynd-
irnar eru hins vegar oft umdeildar
eins og útgöngubannið á karla sem
sett var á í gærkvöld. Samkvæmt
skoðanakönnun ætluðu 54 prósent
aðspurðra kvenna að fara í bæinn.
Konurnar hlökkuðu til að geta geng-
ið í friði á fostudagskvöldi, aö því er
danska blaðið Politiken greindi frá.
Borgarstjórinn hefur áhyggjur af
auknu ofbeldi í borginni þar sem 6,3
milljónir manna búa. Hann segir
það algerlega óásættanlegt. Fórnar-
lömbin eru einkum mörg um helgar
þegar menn eru undir áhrifum
áfengis og sveifla vopnum.
„Einhverra hluta vegna eru kon-
ur ekki jafn ofbeldisfullar og karlar
og útgöngubannið á að fá karla til
að hugsa um hvort ekki megi læra
eitthvað af konunum," segir
Mockus.
Hugmynd hans féll þó ekki i góð-
an jarðveg hjá karlmönnum í
Bogota. „Bull og vitleysa,“ sagði
Emesto Rey Cantori í viðtali við
blaðið E1 Tiempo. „Það eru grund-
vallarmannréttindi að geta farið
þangað sem menn vilja. Mér er stór-
lega misboðiö sem karlmanni,"
sagði lögmaðurinn.
Afstaða kvennanna var önnur.
„Ég met líf mitt mikils og sem kona
er ég viökvæm fyrir árásum. Ég
fagna öllu sem getur verndað mig,
þar á meðal óhefðbundnum uppeld-
isaðferöum," hafði blaðið eftir Isa-
bel Londono.
Antanas Mockus er frá Litháen
og er fyrrverandi prófessor í stærð-
fræði og eðlisfræði. Hann situr nú
annað kjörtímabil sitt. Barátta gegn
ofbeldi hefur alltaf verið forgangs-
verkefni hjá honum. Fyrir nokkrum
árum tókst honum að fá fjölda leigu-
bílstjóra til að afhenda vopn sín.
Borgarstjórinn hélt einnig sjálfur
námskeið þar sem hann kenndi
hvernig hafa mætti hemil á reiði
sinni og árásargimi.
Mockus hefur í hyggju aö setja út-
göngubann á konur næsta fostu-
dagskvöld. Verkefninu á svo að
ljúka á fostudagskvöld eftir tvær
vikur. Þá á aö verða stórfundur
karla og kvenna í borginni.
Pólitískt öngþveiti
Pólitiskt öng-
þveiti ríkti í Japan
í gær þegar fjár-
málaráðherra
landsins, Kiichi Mi-
yazawa, baðst af-
sökunar á að hafa
varað við því að
ríkiskassinn væri
að tæmast. Efna-
hagsráðherrann, Taro Aso, sagði
hins vegar aukna neyslu nauðsyn-
lega til að bjarga efnahagnum. Jap-
anskir fjölmiölar sögðu í gær að
Yoshiro Mori forsætisráðherra
myndi tilkynna afsögn sína í dag.
Eitraði fyrir vinnumenn
Hvítur bóndi í S-Afríku er ákærð-
ur fyrir morðtilraun á 70 svörtum
vinnumönnum sínum. Hann varð
æfur þegar þeir mættu ekki til
vinnu á mánudaginn og fleygði ban-
vænum illgresiseyði í bústaði
þeirra. Margir blökkumannanna
veiktust, þar á meðal ungbarn.
Óeirðir í Kíev
Óeirðalögregla í Kíev í Úkraínu
barðist i gær við mótmælendur sem
kröfðust afsagnar Leonids Kútsjma
forseta. Hann er sakaður um að
hafa fyrirskipað morð á gagnrýnum
blaðamanni.
Rændi 6 banka á 2 tímum
Þýsk kona rændi 6 banka í
Múnchen á miðvikudaginn á 2
klukkustundum áður en hún var
handtekin á hárgreiðslustofu. Kon-
an hafði verið látin laus daginn áð-
Engin kjarnavopn
Igor Ivanov, ut-
anríkisráðherra
Rússlands, sem var
í heimsókn í Stokk-
hólmi í gær, sagði
engin kjarnavopn
vera í Kalíníngrad.
Kvaðst ráðherrann
hafa fengið þær
upplýsingar frá
Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Læknar steia sjúklingum
Læknar með einkapraksís í Ósló
hanga fyrir utan læknavaktina í
borginni á bil til að lokka til sin
sjúklinga.
París verður rauð
Búist er við
sigri sósíalista í
París í sveitar-
stjórnarkosning-
unum í Frakk-
landi sem hefjast á
morgun. Gangi
kosningaspár eftir
þykir líklegt að
Jacques Chirac
forseti tapi í forsetakosningunum á
næsta ári.
Biðja um aðstoð NATO
Yfirvöld í Makedóníu báðu í gær
NATO um að senda sveitir að landa-
mærunum að Kosovo til varnar
gegn albönskum uppreisnarmönn-
Miðaði ekki á ráðherrann
ísraelski herinn sagði í gær að
svo virtist sem palestínsk
leyniskytta hefði ekki miðað á varn-
armálaráðherra ísraels, Ben-Eliez-
er, á Gazasvæðinu í gær.